Vera - 01.06.1998, Blaðsíða 14

Vera - 01.06.1998, Blaðsíða 14
'CÖ s cö U CÖ •r~) W o) fi C ® > Kvenna störfum fjölgar ekki segir Lilja Másesdóttir sem á sæti í sérfræðingahópi Evrópusambandsins, Hynferði og atvinna. Ej Frá þvi um miðjan siðasta áratug hefur starfað á vegum framkvæmdastjórnar jn Evrópusambandsins sérfræðingahópur •H í vinnumarkaðsmálum sem nú heitir Kynferði og atvinna (Expert Group on § Gender and Employment). Á síðasta ári ‘3 var Lilja Mósesdóttir hagfræðingur ^ ráðin til að taka þátt í störfum hópsins £ en það var í fyrsta sinn sem óháðir m sérfræðingar frá Islandi og Noregi voru kallaðir til sögunnar. Sérfræðinga- hópurinn hefur á þessu starfsári annars vegar unnið að því að gera úttekt á möguleikum vinnandi fólks til að samþætta atvinnu og umönnun harna, aldraðra og fatlaðra og hins vegar að meta þær aðgerðir stjórnvalda í aðildarlöndum ESB sem miða að því að draga úr atvinnuleysi. Lilja var tilleiðanleg til að segja frá þvi helsta sem vinnan hefði leitt í ljós og spjalla um stööu kvenna á íslenskum vinnumarkaði í dag. Innan Evrópusambandsins er lögð mikil áhersla á að mæla það sem er kallað kynjabil (gender-gap). Það er notað sem mælitæki til að varpa ljósi á mismunandi stöðu karla og kvenna í aðildarlöndunum. Jafnframt notar Evrópusambandið kynjabilið til að meta áhrif aðgerða stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins í jafnréttis- og atvinnumálum. Hvað varðar muninn á skráðu atvinnuleysi karla og kvenna á íslandi þá var kynjabiiið 3% á árinu 1997, sem er svipað og gerist í aðildarlöndum Evrópusambandsins. Þó að atvinnuleysisstigið sé ekki hátt á Islandi þá er kynjabilið mjög mikið. Þetta er háalvarlegt mál þar sem kynjabilið hefur aukist jafnt og þétt allan þennan áratug. í „Atvinnuþálttaka íslenskra kvenna er með því hæsta sem gerist í aðildarlondum Evrúpska elnahagssvæðisins en þessi mikla atvinnuþátttaka virðist lítið hafa dregið 1ír Iaunamun karla og kvenna." byrjun áratugarins var það innan við 1% en er nú komið upp í um 3%. Á þessu ári hefur aðeins dregið saman með konum og körlum vegna gífurlegrar þenslu á vinnumarkaði. Grasrótarhópar og óháðar menntastofnanir, eins og Menningar- og fræðslusamband alþýðu, sem rekur MFA-skólana, Námsflokkar Reykjavíkur og Menntasmiðja kvenna á Akureyri, hafa brugðist ótrúlega fljótt og vel við þessum vanda en þær síðarnefndu hafa fengið mikinn stuðning frá bæjaryfirvöldum í Reykjavík og á 14 yra

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.