Vera - 01.06.1998, Blaðsíða 21

Vera - 01.06.1998, Blaðsíða 21
Með þessari bók býður Gunnar Dal upp á enn eina goðsögnina um eðli og hlutverk kvenna. Andstætt goðsögnum fyrri tíma vill hann hefja kveneðlið til vegs og virðingar á kostnað karleðlisins. |á, þetta á að vera svo vel meint. Gunnar Dal „einn ástsælasti hugs- uður þjóðarinnar” (aftur tilvitnun í bókar- kápu) sýnir sig sem sannur kvennavinur sem segir ungum stúlkum hvað þær eru kyn(gi)magnaðar og ávítar karlþjóðina fyrir flest sem hefur misfarist í menningu okkar. Fyrir vikið hefur hann orðið þess heiðurs að- njótandi að vera kosinn „kona ársins” af ung- karlaklúbbi á alnetinu. Goðsögn Gunnars Dal um KONUNA sver sig í ætt við allar helstu goðsagnir sem við þekkj- um frá mismunandi tímum og af mismunandi menningarsvæðum og sem hann endursegir í bókinni. Hann kemur þess vegna upp um sig sem maður sem er rígbundinn hefðinni sem hann gagnrýnir, því með kenningu sinni um kveneðlið er hann ekki einungis að segja kon- urn hvernig þær eru, heldur líka að segja þeim hvernig þær eigi/eigi ekki að vera. (Allar kenningar um eðli eru gallagripir, því þær njörva ekki aðeins eðlið fast, heldur fela þær einnig í sér hugmyndir um hugsanlegt ó-eðli sem geta verið grundvöllur fordæmingar.) Hann vill leiða ungar stúlkur í allan sannleika um þær sjálfar. Með því að endursegja þeim goðsögurnar vill hann segja þeirn að allt sem hafi verið talið konum til lasts beri í raun að telja þeim til tekna. Þar sem áður var mínus fyrir framan skilgreiningu á kynferði er settur plús og öfugt. Náttúran talar í gegnum líkama konunnar En hvers eðlis er nú eðli kvenna? Bókin sem er í formi dagbókar fermingarstúlkunnar Guðrúnar hefst á innfærslunni „í dag varð ég kona. I dag hafði ég í fyrsta sinn á klæðum” (bls. 13). Það myndi að sjálfsögðu engin ferm- ingarstelpa tjá sig með svo hátíðlegum hætti um þennan viðburð í lífi sínu. Orðfæri stúlkunnar bókina á enda er langt frá því að geta talist „eðlilegt” fyrir stelpur á hennar aldri. Engu að síður er stúlkan í lýsingu Gunnars holdgerving kveneðlisins því náttúr- an talar beint í gegnum líkama hennar. Nátt- úran er nokkurs konar búktalari stúlkunnar vegna þess að kveneðlið - sem er í fullu sam- ræmi við allar klisjur um konur í goðsögnum - er nátengdara náttúrunni og jörðinni. Nátt- úran talar gegnum líkama hennar og hún hef- ur heilmikið að segja: „Á rauða tímabilinu tengist konan sjálfri uppsprettu lífsins, |húnJ ... er í snertingu við undur sköpunarverksins. Hún þarf aðeins að hlusta. Hún er í þjónustu lífsins.” (bls. 13). Það er ekki nóg með að konan sé þjónn lífsins, heldur stjórnar náttúr- an henni og umbunar eða refsar. Vei henni ef hún svíkur líkamann og kveneðlið með því að lúta ekki valdi þeirra. Hvað þá ef hún fer á skjön við kveneðlið eins og nornir gera sam- kvæmt sýn Gunnars, en hann leiðir að því getum að þær kunni að hafa verið eiturlyfja- neytendur fortíðar. Þrátt fyrir þessa sérvitr- ingslegu túlkun á nornum vill Gunnar ekki af- skrifa dulúðleika kvenna. Nei, „það er nefni- lega völva í hverri konu” og svo bætir hann við í ísmeygilegum gamla-frænda-tón, „sér- staklega meðan hún er ung” (bls. 182). Vegna þess að konur fæða börn eru þær fyrir tilstilli þjáningarinnar að mati Gunnars í beinu sam- bandi við frum-und lífsins. Sársaukareynslan gerir að hans rnati að verkum að konur skilja alvöru lífsins. Körlum er fyrirmunað að skilja hana. Konur sem hlýða ekki kalii kveneðlisins geta líkast til ekki orðið jafndjúpar og hinar sem öðlast hið „kvenlega innsæi”. Tilvalin gjöi fyrir fermingartelpur Það er ekki nóg með að Gunnar haldi fast í hefðbundna líffræðilega eðlis- og tvíhyggju sem hefur verið grundvöllur skilgreininga á kynferði kvenna og karla í menningarsög- unni. Gunnar sekkur líka á bólakaf í mæðra- hyggju, sem gamla mæðrahyggja Kvennalist- ans fölnar í samanburði við. Það er ekki nóg með að „eðli lífsins” sé „eðli móðurinnar” (43), heldur er það líka eðli Maríu nreyjar. Mæðrahyggja öðlast nefnilega kirkjulegan grundvöll í meðförum Gunnars. Guðrún sem er íhugul stúlka á þröskuldi fermingarinnar veltir að sjálfsögðu fyrir sér guðdóminum og kirkjunni. Gunnar lætur Guðrúnu komast að því að hún trúi á heilagan anda og að henni finnist Páli Postuli úrvals maður. Hún að- hyllist ekki einungis kirkjuna heldur líka, eft- ir nokkra umhugsun, sjálfa Þjóðkirkjuna. Maður spyr sig hvers vegna í ósköpunum hann láti stúlkugreyið játast ákveðnum stofn- unum eins og þjóðkirkjunni (það vantar bara að hann láti hana velja stjórnmálaflokk líka). Þetta getur vart verið annað en markaðssetn- ingartækni. Bókin á að verða tilvalin gjöf fyrir ferming- artelpur. (Reyndar gaf sama bókaforlag út tvær aðrar bækur fyrir síðustu jól sem eiga að höfða til annarra hópa kvenna. Lofræðurnar um Móður Teresu og um Díönu Prinsessu fela óneitanlega í sér skilaboð um æskilegar dyggðir sem sérhver dáindiskvinna ætti að vera prýdd.) Að vísu færir Gunnar önnur rök fyrir því að Guðrún styður Þjóðkirkjuna. Karlar hafa svert hinn upprunalega boðskap kirkjunnar og nú er það hlutverk kvenna eins og Guðrúnar að gerast ræstingakonur sem „þvojij þessi óhreinindi burtu” (bls. 173). Konur eru dýrin sem sækjast ekki eftir völdum Raunin er sú að karlar eru blórabögglar sam- kvæmt mankynssöguskoðun Gunnars. Og þá erum við komin að hinni hliðinni á myntinni því skilgreiningar á einu kyninu kalla ævin- lega á skilgreiningu á hinu til að greina kynin að. Karlar hafa alltaf sóst í völd og vilja bara vera „boss” eins og Gunnar skrifar. Karl- manninum tekst ekki að ráða niðurlögum „drekans illa, karlmannsins í sjálfum sér” (bls. 179). Það hvarflar samt ekki að höfundi að karlar gætu hugsanlega breytt eðli sínu. Öðru nær því Gunnar efast um réttmæti þess að afneita eðli sínu (bls. 176). Hver ætli banni það? Ekki fæst svar við því. Kannski er það náttúran því þessi skipting kynhlutverka sem hér er dregin upp mynd af virðist vera nátt- úrulögmál. Gunnar sér ekki þörf á að losna úr viðjurn tvíhyggju takmarkana eðlisins. Hon- um nægir að skipta út einsýni karla fyrir inn- sæi kvenna. Að vísu ætlast hann ekki til að konur taki völdin í sínar hendur. Konur eru jú dýrin sem sækjast ekki eftir völdum. Valda- brölt er bara fyrir karla. Konur eru líka bless- unarlega Iausar við rökhugsun sem er karllegs eðlis. í einum kafla bókarinnar, þar sem Guðrún virðir bræður sína fyrir sér þar sem þeir brjóta heilann yfir ljóðagerð, stillir Gunnar upp andstæðum karlegrar rökhugsunar sem hann segir einkennast af „flatarmálshugsun” (???) og „orðgreiningarheimspeki” og hins kvenlega innsæis Guðrúnar (bls. 56). Guðrún hristir höfuðið yfir bræðrum sínum sem henni finnst skorta raunverulegan skilning. Það gegnir öðru með hana og köttinn hennar sem hún strýkur í sömu andrá: „Eg skil hann og hann skilur mig” (bls. 57). Vitaskuld þegja báðar, stelpan og málleysinginn, en Gunnar telur, eins og Aristóteles forðum, að „hógvær þögn sé höfðuðdjásn kvenna.” Það kemur gleggst fram í lýsingu hans á móður Guðrún- ar sem brosir og „segir ekki neitt. Allar ræð- ur hennar eru verk. Allar dýpri hugleiðingar hennar birtast í augnatilliti, fasi og látbragði. Móðir mín er vitur. Hún er of vitur til þess að nokkur taki eftir því hvað hún er vitur” (bls. 134). Mætti ekki álykta út frá þessum órum um þögla visku kvenna að það ætti að fyrir- skipa konum að þegja í guðshúsi eins og kveðið var á um í lögum kirkjunnar fyrr á öldum? Skilaboðin til markhópsins fermingarstelpna eru augljós: Þær eiga ekki að sækjast eftir völdum. Þær eiga að forðast rökhugsun og stóla á innsæið (annars refsar líkaminn þeim). Þær eiga að bjarga kirkjunni (væntanlega „neðan frá”) og snúa heiminum til betri veg- ar. Gunnar segir þeim að vísu ekki hvernig þær eigi að gera það. Líkast til með því að gera ekki neitt. Einungs með því að vera það sem þær eru, strjúka kisu, horfa út um glugg- ann, hugsa sitt, velkjast í eigin visku. Ætli við geturn átt von á að einhver kvensnift taki sig til og skrifi sambærilegt uppeldisrit fyrir pilta sem hefst með fyrsta sáðlátinu eða mútum? vCra 21

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.