Vera - 01.06.1998, Blaðsíða 25

Vera - 01.06.1998, Blaðsíða 25
um launin okkar til reglunnar og þau fara til þess að mennta nýliða og sjá um framfærslu eldra fólksins,” segir Calota. „Þegar ég hætti að vinna á ég öruggt heimili hjá þeim og á meðan ég dvel í Mexíkó greiðir reglan trygg- ingar fyrir mig o.fl.” Carlota segir að starfið miðist við þarfir hvers þjóðfélags, í Moskvu vinna systurnar t.d. í óformlegum hópum sem prestar því þar er þörf fyrir fræðslu um trúna. Algengt er að þær vinni við kennslu og þær eru yfirleitt í borgaralegum klæðnaði, nema að öryggið krefjist annars, t.d. í Egyptalandi en þar ganga þær með blæjur eins og aðrar konur „Mikil áhersla er lögð á menntun systranna sjálfra, þær eru margar hámenntaðar - lög- fræðingar, læknar og guðfræðingar - og marg- ar leggja stund á kvennaguðfræði. Margar systur hafa undirbúið sig til preststarfa og vilja breyta kaþólsku kirkjunni innan . Þær starfa í samtökum sem berjast fyrir prest- vígslu kaþólskra kvenna en þau samtök eru sterk í Bandaríkjunum. Sacred Hearts rekur alþjóðlegan háskóla og menntaskóla í Tokyo, menntaskóla á Ind- landi, þjálfunarskóla í Englandi, Kóreu og Taiwan og í Bandaríkjunum cru 19 skólar á okkar vegurn. Þar er mikil áhersla lögð á vinnu með leikmönnum. Konur geta dvalið hjá okkur í eitt eða tvö ár og lagt vinnu okk- ar lið án þess að gerast meðlimir.” Bók Odellu viðvörun til foreldra Að lokum er Carlota spurð um verkefni sitt með Odellu. „Eg kynntist henni árið 1974 þegar ég var nýflutt á hemili Sacred Hearts í South End sem er fátækrahverfi í Boston. Þar var nokkurs konar félagsmiðstöð fyrir fólkið í hverfinu og þangað kom Odella oft. Eg varð strax hrifin af því hvað hún var hrein og bein, hafði góða kímnigáfu og persónutöfra en hún var einnig svolítið framandi. Hún spurði mig út úr um mitt líf og sagði mér frá barninu sem hún ætti von á sem var það sjöunda í röðinni en hún hefur ekki fengið að hafa neitt þeirra hjá sér. Eg hafði tekið myndir af nágrönnum mínum, sem flestir voru frá Puerto Rico, not- aði það sem aðferð til að kynnast þeirn og þeir mér. Odella spurði þá af hverju ég tæki ekki rnyndir af henni og ég gerði það. Síðan bauð hún mér heim þar sem hún kom fyrir ýmsu sem hún vildi hafa með á myndunum og stillti sér upp. Ég heimsótti hana oft næstu tvö árin og brátt var þetta orðið að rannsóknaverkefni um það hvernig Odella kysi að líta út á rnynd. Hún vildi að myndirnar kæmu út á bók og ég fékk leyfi til að taka samræður okk- ar upp á band. Tilgangur hennar með bókinni var að minna foreldra á að fara ekki illa með börnin sín. Hún vill engu barni svo illt að ganga í gegnum það helvíti sem hún gekk í gegnum og hvetur fólk sem hefur verið vistað á stofnunum að reyna að tala við einhverja sem skilja það. Ég komst að því seinna að það var í raun Odella sem stjórnaði mér en ekki ég henni, eins og ljósmyndarar gera gjarnan við fyrirsætur sínar. 1 okkar tilfelli snérust hlut- verkin við,” segir Carlota og hlær en afrakst- ur af samvinnu þeirra er merkileg heimild um líf konu sem hefur orðið undir í samfélaginu. EÞ □della Carlota tók myndirnar af Odellu á árunum 1974 til 1976. 14 árum seinna hittust þær aftur til að ganga frá texta í bókina og bættu nokkrum myndum við. Móðir Odellu gat ekki séð fyrir henni og systkinum hennar og voru þau sett á stofnun. Þar eyddi hún blóma lífs síns og gat ekki alið börn sín upp en þau eru sjö talsins. Hún býr nú í leiguíbúð í eigu hins opinbera og fær mánaðarlegan framfærslustyrk. 1976 1988 v£ra 25

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.