Vera - 01.06.1998, Side 38

Vera - 01.06.1998, Side 38
eftir Birgittu Jónsdéttur Lítil dæmisaga um leigumarkaðinn í Reykjavík Dg vonlitla baráttu við að eignast þak yfir höfuðið. a.0. yera eða vera ekkl leigiandi í Reykjavík “Er eina leiðin til þess að fá greiðslumat að svindla?’’ spyr Birgitta Jónsdóttir og fullyrðir aö á íslandi sé ekki til leigumarkaður. 1 að eru rúm þrjú ár síðan ég kom til Islands og það fyrsta sem ég þurfti að gera var að finna mér leiguhúsnæði. Ég hafði að sjálfsögðu fyrirfram gefna hugmynd um hvernig og hvar ég myndi leigja. Draumastað- urinn var vestur í bæ vegna þess að sonur minn fékk leikskólapláss þar og ég hef alltaf verið hrifin af gömlum húsum með sál. Eftir um tveggja mán- aða bið eftir húsnæði,_ þar sem við bjuggum í stofunni hjá bróður mínum, fengum við loks íbúð, ekki í réttu hverfi en í Hlíðunum sem var alveg ágætt því það var ekkert að fá vestur- frá. Gerður var leigusamningur til eins árs eins og tíðkast og vilyrði um lengri leigu. Ibúðin fór í sölu á þessu tímabili og þar af leiðandi ekki forsenda til að endurnýja samning. Ég leitaði og leit- aði að húsnæði og var farin að sjá fram á að lenda á götunni þegar ég loks fékk húsnæði í gengum kunningsskap. Ég hafði borgað 5.000 kall í leigumiðlun, 2.500 í leigulista og gott betur í auglýs- ingar í DV. Ég hafði líka skoðað hús- næði um allan bæ en allsstaðar annars- staðar en á svæði 101. Það virtist litlu skipta hvað maður setti í auglýsingarn- ar. Ég flutti í nýja húsnæðið glöð í hjarta og samþykkti, að ósk leigusalans, að gera þetta undir borðið. I>ar af leiðandi var enginn leigusamningur gerður. Ég á það til að vera svolítið einföld og gleyma því hve mannskepnan getur verið breysk. Aðstæður leigusalans breyttust og ég varð frá að hverfa. Eft- ir að hafa búið þarna í hálft ár hófst enn á ný örvæntingarfull leit að heim- ili. Þriggja ára bið í neyðaraðstoðina Ekki virtist leigumarkaðurinn hafa lag- ast. Ég notaði sömu gömlu aðferðirnar, fór meira segja í hverfisbúðir hingað og þangað um bæinn, alla leið upp á Kjal- arnes að leita að heimili. Braut meira að segja odd af oflæti mínu og athug- aði með húsnæði í Grafarvogi og Breið- holti. Ég talaði við Leigjendasamtökin og ég fékk allskonar meðmæli. En ekk- ert gekk. Á endanum talaði ég við Fé- lagsmálastofnun til að kanna hvort ekki væri til eitthvert prógram til að aðstoða fólk í neyð. Og viti menn það var til, EN sá galli var á gjöf Njarðar að það var þriggja ára biðlisti í neyðar- aðstoðina og mér var tjáð að það tæki því nú varla fyrir mig að láta setja mig á þennan lista. Ég, sem verð afar sjaldan hissa, varð pínu lítið hissa á þessum svörum. Ég spurði í dýpstu einlægni hvort þetta 38 v2ra

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.