Vera - 01.06.1998, Blaðsíða 39

Vera - 01.06.1998, Blaðsíða 39
Búslóö Birgittu komin niöur í kassa einu sinni enn. Þegar leigusal- ar semja um greiöslu undir boröiö og eng- inn leigusamn- ingur er geröur er ekkert hægt aö segja viö fyrirvaralausri uppsögn. væri virkilega satt. Jú, þetta var alveg satt og mér var sagt að það væri ekkert hægt að gera mér til hjálpar, ég yrði bara að halda áfram að leita. það væri elcki þeirra vandamál þó að ég færi á götuna með barnið, annars gæti fólk yf- irleitt fengið húsaskjól hjá fjölskyldu sinni. Eg er ein af þeim sem á bara ekki fjölskyldu hérlendis eða ofan jarðar og sá þetta ekki beint sem kost, nema að ég flytti í kirkjugarð- ana með búslóðina eða í tjald við Laugardal- inn. Konan sagði að ég gæti sótt um styrk til að fá borgað fyrir auglýsingar í DV. Frábært, hugsaði ég, ég sem hef bara sett fjórar auglýs- ingar í DV og þær hafa bara skilað mér sím- tölum frá einmana karlmönnum eða ein- hverju álíka skemmtilegu. Á endanum fékk ég húsnæði í Breiðholti mér til mikillar armæðu. Það var ekki bara að ég er ekki Breiðhyltingur í mér heldur líka að þessi íbúð var í risastórri blokk, íbúðin var á sölu og leigan 50.000 á mánuði. En ég átti ekki annan valkost eins og staðan var og ekk- ert gaman að vera í tjaldi yfir háveturinn. Eg gerði því leigusamning til sex mánaða og ákvað að pakka ekki öllu upp, þannig að helmingurinn af dótinu okkar var niðrí geymslu. Ég hafði líka vit á því að vera ekk- ert að henda tómu kössunum heldur hraut ég þá snyrtilega saman til frekari nota. Ég hafði semsagt hvorki meira né minna en tvo mán- uði til að hugsa ekkert um flutinga og svoleið- is. Dæmi: 1 mánuður að koma sér fyrir, 3 mánuðir að leita að húsnæði og 1 mánuður að pakka. Og leitin hófst á ný. 5.000 kallarn- ir fuku í misheppnaðar tilraunir - allir sem urðu á vegi mínum fengu spurninguna: Veistu nokkuð um íbúð í vesturbænum? Ég held að ég hafi verið orðin svolítið þreytandi. En mér tókst þetta ekki á þremur mánuðum og fékk því að leigja í einn mánuð í viðbót. Þá fékk ég ekki húsaleigubætur því það svaraði ekki kostnaði og tíma að fá samning fyrir einn mánuð. Tveggja herbergja íbúð í félagslega kerfinu eftir tvö ár Aftur hafði ég samband við Félagsmálastofn- un og fór líka út í það stórræði að athuga hvort að ég gæti keypt húsnæði í gengum verkamannabústaðakerfið. Það var eiginlega eins gott að ég var ekki í fullri 9-5 vinnu á þessu tímabili. Ég endasentist eins og skopp- arabolti á milli stofnana og var satt best að segja farið að líða eins og stofnanamat, eða eins og ég yrði að vera niðurbrotin og helst með kyrkingaról um hálsinn til að tekið væri eftir mér og mínum vandamálum. Ég er nefnilega svo skringileg að mér finnst alveg ómögulegt að vera alltaf að flytja á milli hverfa og raska þannig öryggi barnsins míns. Hann var í skóla vestur frá og við þurftum að taka þrjá strætóa til að komast á áfangastað á morgnana og aðra þrjá á kvöldin. En hann vildi frekar leggja allar þessar ferðir á sig til að vera með vinum sínum. Reyndar voru þetta ágætar ferðir - við lásum fyrir hvort annað í strætó urn Línu Langsokk og Mómó. En dagurinn var orðinn full stuttur að mínu mati. Jæja, loks eftir mikil hlaup, greinar- gerðir, pappírsflóð og annað álíka skemmti- legt fékk ég þau skilaboð að ég væri með allt of há lán! Humm...ég var með eitt lán upp á 300.000 og eftir því sem ég best vissi voru eiginlega all- ir sem ég þekkti með miklu hærri lán, t.d. langskólagengið fólk. Fyrir hvern er eiginlega þetta húsnæði?!!! Mér var samt sagt að sækja um greiðslumat og þetta var farið að vera eins og æsispennandi sakamálaþáttur frá Þýska- landi. Ég var rosalega spennt að vita hverju og hvort mér yrði úthlutað. Hvort það væri glæsiíbúð í „löngu vitleysunni” í Breiðholti en þangað var helst óskað að pota mér, þrátt fyr- ir mjög hljómsterk nei frá mér. Niðurstaðan kom, ég fékk greiðslumat og 2 herbergja íbúð í Hólahverfi eftir tvö ár. En það fannst mér bara alls ekki lausn á þeim bráðavanda sem ég stóð frammi fyrir, akkúrat á þeirri stundu. Ég fékk að vita að ég hefði engan annan val- kost. Ég leyfði mér að spyrja hvað ég þyrfti að gera til að fá betra greiðslumat þannig að ég hefði annan valkost. Mér var tjáð að ég þyrfti hærri tekjur. Ég spurði hve háar en fékk engin svör. Ég spurði hvort það breytti einhverju ef margumtalað lán mitt væri full- greitt. Nei, og já og veit ekki. Ég held að svör- in hafi verið í þessari röð. Mér var ekki gefinn kostur á að finna út hvað hægt væri að gera v£ra 39

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.