Morgunblaðið - 02.03.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.03.1967, Blaðsíða 1
54. árg. — 50. tbl. FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1967 Prentsmiðja Morgunblaðsins Harald ríkisarfi til Islands HARALD, ríkisarfi Noregs, hefur þegið boð ríkisstjórnar fslands um að koma í opin- bera heimsókn til Islands, að því er segir í fréttatilkynn- ingu frá forsætisráðuneytinu. Hefur verið ákveðið að heim- sóknin hefjist 10. ágúst nk., og samkvæmt fréttastofu- fregn N.T.B. mun hann dvelj- ast hér í um vikutíma. Varúðar- ráðstöfun- um fylgt Osló, 1. marz — (NTB) N ORÐURLAND AFL.U GFÉ- LÖGIN SAS og Braatihens Safe hajfa gefið fyrirmæli um að jafniþrýstiloftskerfið í flug vélum þeirra af gerðunum DC-6B og DC-7C verði ekki notað fyrst um sinn. Er grip- ið tifl. þessarar varúðarráðstöf unar vegna slyss, sem varð í Bandaríkjunum hinn 24. febr. þegar „jafnlþrýstiloftsspreng ing“ varð í bandarískri flug- vél af gerðinni DC-6. Ek'ki urðu þá alvarleg slys á mönn- um, en tveir farþeganna særð ust Mtil'lega. Á mánudag ákváðu bandarísk loftferðayfirvöld að banna notk un jafnþrýstiloftskerfanna í bandarískum DC-6 og DC-7 flug Vélum, og var erlendum flugfél ögum tilkynnt um bannið. Áður en bannið gekk í gildi í Banda- ri'kjunu'm bönnuðu SAS og Braat bens Safe notkun jafnþrýstilofts kerfisins í vélum sínum. Láta bæði flugfélögin í ljós vonir um að varúðarráðstafanir þessar verði fljótlega numdar úr gildi. Braatihens Safe félagið á sjö vél- ar aif gerðinni DC-6B, og SAS átta DC-7C vélar. Talsmaður SAS, Odd Medböe, ekýrði frá því í sambandi við Framlh. á bls. 31 Engar samningaviftræJ- ur á næstunni — segir forsœtisráðherra N-Vietnam Goldberg í heimsokn í Soigon Hanoi og Saigon, 1. marz, NTB, AP. FORSÆTISRÁÐHERRA Norður- Vietnam, Pham Van Dong, sagði í viðtali við frönsku fréttastof- una AFP í dag að engar líkur væru á samningaviðræðum við Bandarikjastjórn í bráð. Við nokkuð annan tón kvað hjá Art- hur Goldberg, aðalfulltrúa Bandarikjanna hjá S.Þ., sem sagði er hann kom til Saigon í dag að Bandaríkin væru enn fús til samningaviðræðna og myndu taka fegins hendi öllum tilraunum til sátta. Pham Van Dong sagði í við- talinu við AFP að engir mögu- leikar virtust vera á samninga- viðræðum á næstunni, því árásar her Bandaríkjanna yki sífellt hernaðaraðgerðir sínar í trássi við almenningsálitið og samvizku mannanna. Forsætisráðherrann minnti á að N-Vietnam hefði lagt fram drög að samningaviðræðum í fjórum liðum, þar sem sett væri fram réttlátust stjórnmálalausn Vietnam-málsins. „En þróun sú sem orðið hefur siðan í aprílmán- uði 1965 hefur staðfest og stykrt grundvallarsjónar þau er tillög- urnar byggja á“ sagði Pham Van Dong, „og framhjá þeim verður ekki gehgið, aí ná sáttum í mál- inu“. „Ég kem hér ekki sem frið- flytjandi" sagði Arthur Gold- berg sendifulltrúi við fréttamenn er hann kom til Saigon i dag í þriggja daga heimsókn til Viet- nam. Goldberg lagði á það áherzlu að Bandaríkin væru enn fús til sátta, en sáttaviðleitnin mætti ekki vera einhliða. Goldberg mun tala við ýmsa ráðamenn í S-Vietnam þessa þrjá daga sem hann dvelst þar, m.a. við forseta landsins, Nguyen Van Thieu, Cao Ky forsætisráð- herna og Tran Van Do utanríkis- ráðherra. Einnig mun Goldberg ferðast eitthvað út fyrir borgina og kynna sér hernaðarmann- virki og herbúnað. N-Vietnam sakaði í dag Banda Þannig leit DC-6 flugvélin fra Northeast Airlines út eftir ,jafnþrýstilofts-sprenginguna“ Má telja það mestu mildi að ekki urðu alvarleg slys á far- þegum eða áhöfn, en 14 manns voru í vélinni. Spreng ingin varð þegar vélin var i 4.800 metra hæð skammt frá New York á leiðinni frá Phila delphia til Boston, og varð vél , in að nauðlenda á Kennedy- flugvelli við New York. ríkin um að hafa fært út styrj- öldina í Vietnam á þrennan máta síðustu fjóra daga, þeir hefðu í fyrsta lagi beitt langdrægum fall byssum staðsettum í suðurhluta Vietnams til sprengjuárása á norðurhlutann, í öðru lagi hefðu þeir beitt herskipum til árása á strandhéruð og í þriðja lagi Framihald á bls. 2. Kennsla hafin í framhalds- skólum í Kína Peking, Hong Kong og Tókíó, 1. marz. — (NTB-AP) FRAMHALDSSKÓLANEM- ENDUR í Kína mættu í skófla í dag eftir níu mánaða hlé á kennslu, sem gert var til þess að nemendur og kenn- „Réttarhöldum" Russ- els úthýst í Sviss Bern Sviss 1. marz (AP-NTB) SVISSNESKA ríkisstjórnin neit- aði í dag að verða við ósk brezka heimspekingsins Bertrands Russ- els um að fá að halda „alþjóða stríðsglæpa-réttarhöld" sín í Genf. Bertrand Russel lávarður, sem er 94 ára, hafði boðað til þess- ara réttarhalda til að kanna „stríðsglæpi" Johnsons forseta og annarra bandarískra leiðtoga í Víetnam-styrjöldinni. í tilkynningu svissnesku stjórn arinnar segir að hún hafi bann- að réttarhöldin þar í landi f sam ræmi við landslög, sem meina út lendingum að reka stjórnmála- áróður í Sviss. Tiltekur stjórnin þrjár ástæður fyrir því að „ó- æskilegt“ sé að efna til réttar- haldanna þar í landi: 1. Dómendur hafa tekið póli- tíska afstöðu til styrjaldarinnar í Víetnam. 2. Réttarhöldin eru ekkert framlag til málstaðar friðarins. 3. Engin viðurkennd alþjóða lagastofnun stendur að réttar- 'höldunum. arar gætu tekið virkan þátt í „Menningarbyltingunni miklu“. í Peking mættu mörg þús- und ungmenna í skóla sína með rauða borða um hand- legg til merkis um að þau fylltu flokk Rauðu varðlið- anna, en annars staðar í Kína eru víða nokkur vandkvæði á því að hefja skólahafld að nýju. Ber þar hvorttrveggja til, að kennarar eru sumir sagðir þess lítt fýsandi að taka aftur til við kennslu ungmenna þeirra er um mánaða bil hafa hætt þá og auð mýkt á alla lund og jafnvel mis- þyrmt í nafni menningar'bylting arinnar og svo hitt, að víða eru skólarnir þannig útleiknir að nemendur verða að hefjast handa við hreinsun þeirra áður en kennslubækur verði þar upp teknar, því Rauðu varðliðarnir hafa notað marga skóla sem bækistöðvar sínar, og gengið þaæ misjafnlega um húsakyn li. Barnaskólar í Kína tó'ku m.iig ir aftur til starfa um miðjan febnúarmánuð en sumir eru enn ekki starfhæfir og veldur par mestu um kennararskortur af of angreindum ástæðum. Víða haí* dagblöð hvatt kennara til þess að taka aftur upp störf og hei'ið því að ekkert verði þeim til miska gert þegar þeir komi a:t- ur í skólana. Peking-útvarpið tilkynnti í dag að stuðningsmenn Mao f-e Framhald á bls. 2. 22 björguð- ust af Tukan Moskvu, 1. marz NTB. SOVÉZKA sjávarútvegsmála- ráðuneytið hefur sent þakkir sínar norsku, sænsku og dönsku sjómönnunum, sem aðstoðuðu við tilraunir til að bjarga áhöfninni af sovézka verksmiðjuskipinu Tukan, sem fórst í Kattegat að- faranótt þriðjudags. Fréttastofan Tass hefur upp- lýst, að 22 af áhöfninni hafi bjargazt. Þegar hafa fundist lik 47 sjómanna af Tukan. Miðstjórn sovézka kommún- istaflokksins hefur sent aðstand- endum hinna látnu samúðar- skeyti og sérstakar ráðstafanir hafa verið gerðar til að sjá fjöl- skyldum þeirra farborða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.