Morgunblaðið - 02.03.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.03.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1967. Sterka benzínið kemur um helgina Húsiff, sem Ásbær reisir í félagi viff Fóstbræffur, er aff rísa við Langholtsveginn. * * Fóstbræður og Asbær reisa stórhýsi Verzlunarmiðstöð á neðstuh æðinni STERKA benzínið, 93 oktön, kemur á markaðinn í Reykjavík, Akureyri og stærstu kaupstöðun- um um næstu helgi. Siðan mun það koma á hvern staðinn á fæt- ur öðrum eftir því sem birgðir þess gamla (87 oktön) þrjóta. Verð sterka benzínsins mun verða 7.40 krónur hver lítri og er það 35 aura hækkun frá verði gamla benzínsins. Vilhjálmur Jónsson forstjóri Olíufélagsins sagði í viðtali við Mbl. í gær, að hækkunin stafaði eingöngu af því, að nýja benzín- ið er dýrara í innkaupi, en hins vegar á hver lítri að nýtast betur KOMIÐ er á íslenzkan markað tæki, sem þannig er úr garði gert, að það hreinsar vatn af öllum aukaefnum og skilar því eins og eimað væri. Er hér um að ræða svonefndar Heico-vatns- síur, sem fyrirtækið Kísill hf hefur umboð fyrir. Þessar síur má ýmist tengja við innrennsli í hús, þannig að þær hreinsi allt vatn, heitt og kalt, sem inn í húsið kemur, eða þær má setja sérstaklega við vélar, böð og vatnshana, eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Heico-vatnssíur eyða allri lykt af brennisteini, klóri eða öðrum efnum úr vatninu og hreinsa ryð og hvers kyns önnur óhreinindi sem borizt hafa í vatnið. Einnig minnka þær hörku vatns og hindra ryðmyndun í hitakerfum, og meiri kraftur að fást úr meg- inþorra allra bíla. Lionsklúbbur stofnaður í Stykkishólmi í GÆR var stofnaður í Stykk- ishólmi, Lionsklúbbur með tuttugu félögum og komu úr Reykjavík við stofnunina Bene- dikt Antonsson, umdæmisstjóri og >eiri. kötlum, forhiturum o. s. frv. Þær leysa upp gömul ryðhrúður og útfall úr hitaleiðslum og fram- leiða algerlega saltlaust (eimað) vatn. Síðast en ekki sízt eyða þær kísil úr vatni, þannig að uppþvottavélar, baðkör og vask- ar haldast hrein. Síurnar koma í veg fyrir að húð myndist á disk- um, bollum og öðrum leirvörum, og eyða sömuleiðis súlfíði sem veldur svartri húð á silfri. Heico-vatnssíurnar eru því þarfleg tæki á heimilum, gisti- húsum, sjúkrahúsum, í skipum, gosdrykkjaverksmiðjum og ann- ars staðar þar sem þörf er á hreinu og ómenguðu vatni. Rannsóknarstofnun iðnaðarins hefur haft Heico-vatnssíurnar til athugunar, og urðu niðurstöður rannsóknarinnar m.a. þær, að ekkert féll á siifurhlut í síuðu hitaveituvatni né heldur fannst af því brennisteinsþefur. „Niður- staða rannsóknarinnar er því, sí- an fjarlægir það efni, sem mest- um óþægindum veldur, sem sé brennisteinsvatnsefni (HjS), svo að segja algjörlega.“ Þess má enn geta, að síurnar eru tilvaldar til að hreinsa regn- vatn og gera það bæði bragðlaust og ómengað. Síurnar eru til í mismunandi stærðum, allt eftir því hvort nota á þær í baðherbergjum og eld- húsum, fyrir heilar íbúðir eða hús, eða þá fyrir fjölbýlishús, verksmiðjur, sjúkrahús o. s. frv. Eins og kunnugt er, hefur mik- ið verið rætt á síðustu árum um mengum vatns, ekki sízt í stór- borgum, og hætturnar sem aí því hljótast, og geta þær bæði stafað af geislavirkum efnum, skólpi, olíumengun o. s. frv. Óhreinindi af þessu tagi geta valdið sjúk- dómum, einkanlega hjá börnum, og hefur verið gripið til margs konar ráða til að hindra það. Heico-vatnssíurnar hreinsa vatn- ið bæði af óihreinindum, auka- efnum og sýklum, en þær má einnig nota til að blanda ákveðn- um efnum í vatnið í réttum hlut- föllum. Heico-síurnar þarfnast lítils rúms og engrar gæzlu. VIÐ Langholtsveg er að rísa stórt hús, alls 8200 ferm. sem Ás- bær h.f. byggir í samvinnu við Karlkórinn Fóstbræður. Fær kór inn um 800 ferm. húsnæði fyrir starfsemi sina, en húsið er ann- ars hugsað sem verzlunarmið- stöð fyrir hverfið. Hús þetta, sem er númer 109— 111 við Langholtsveginn, er 3 hæðir. Það er í rauninni tvö hús, tengd saman með sameiginlegum stigauppgangi. Á neðstu hæð eru verzlanir, á annarri hæð skrif- stofuhúsnæði og mikinn hluta af þriðju hæðinni fær karlakór- inn Fóstbræður. Þar er 200 ferm. salur, skrifstofur, minni æfinga- salur og aðstaða til félagsstarf- semi. Ásbær, sér um ráðstöfun á húsinu að öðru leyti og hefur TEHERAN 27. febrúar, AP. — Sjö hermenn voru teknir af lífi í Shiraz í Suður-íran í siðastu viku sakaðir um að hafa drepið herforingja og reynt að gera uppreiSn gegn herstjórninni. Jafn framt höfðu fimmtán aðrir óbreyttir hermenn verið hand- teknir fyrir sömu sakir. verið að auglýsa þar húsrými, en nokkrum hluta er þegar ráð- stafað. Er gert ráð fyrir verzl- unum þarna, ekki þó matvöru- verzlunum, heldur þjónustufyrir- tækjum og stærri verzlunum. FÉLÖGIN Varðberg og Samtök um vestræna samvinnu béldu liá degisverðarfund sl. laugardag í Þjóðleikhúskjallaranum, þai sem Jóhann Hannesson, prófess- or, ræddi um mikilvæg viðhorf í Kína og svaraði fyrirspurnum. Var erindi prófessorsins hið fióð legasta og kom þar margt at- hyglisvert fram svo og i svörum hans við spurningum að erind- inu loknu. Prófessor Jóh^nn sýndi fundar mönnum m.a. ' bækur á ’dn- versiku handa ungum börnum um Karl Marx og Lenin og sagði, að mikil áherzla væri lögð á að sýna börnum í Kína þessa menn í svipuðu ljósi og gert var við dýrlinga áður fyrr. Einnig sýndi hann bók um býflugnabú, sem ætluð var börnum, og sýndi Nú er verið að steypa upp hús- ið, sem á að verða fokhelt 1. júní. Þá taka Fóstbræður við sín um, hluta. En vonir standa til að húsið verði tilbúið á þessu ári. Júlíus Solnes, verkfræðingur sér um bygginguna. hún nákvæmlega, hvernig þjóð- félagið er hugsað þarna eystra nú, þ.e. sem býílugnabú. Jóhann Hannesson taldi rétt að vera á verði gagnvart öllum, fréttum, sem nú bærust frá Kína svo mikil væri óvissan varðandi allt, sem þar væri nú að gerast. Prófessorinn kvað Vestur- Kína hafa tilhneigingu til þess að klofna frá meginhluta lands- ins, vegna þess að það gæti ver- ið efnahagslega sjálfstæð he\'.d. Þá hefði Sinkiang hérað einug tilhneigingu til sérstöðu veg.ia þjóðernis íbúanna. Hann kvaðst ekki vera þeirarr skoðunar, að Chang Kai-ohek myndi geta sigr að kommúnista á meginlindi Kína með her sínum. því að ner hans samanstæði nú orðið aí öldruðum hermönnum. i' .....^ mjz Glæsilegar 13ja herb. ] íbúðir -4 í 2ja hæða fjölbýlishúsi í § Hafnarfirði. Allar nánari “4 upplýsingar, ásamt teikn. § á skrifstofunni. Austurstræti 18, sími 21735, eftir lokun 36329. skip a J fusteignir Dæmi um hvernlg nota má Heic o-vatnssíurnar i snyrtiherbergj- um. Síur sem hreinsa öll sknðleg efni úr vatni Athyglisverður fundur Varðbergs og SVS Sí <

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.