Morgunblaðið - 02.03.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.03.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1967. Mjörður P. Mjarðvík skrifar frá Gautaborg; Clas Engström - vopnaður skáldsögu GAUTABORG, 4. febrúar: Clas Engström tilheyrir hinni yngri kynslóð sænskra rithöf- unda (ef á annað borð er hægt að kalla fertugan rithöfund ung «n), sem nú gerist æ umsvifa- , meiri í sænsku menningarlífi. Hann sendi frá sér fyrstu skáld- sögu sína Váxtvárk (1950), að- eins 23 ára að aldri og hefur nú 16 árum síðar skrifað 9 skáld- sögur: Löjliga familjen (1955), Ön sjunker (1957), All vaár bör- jan (1958), En ván (1960), Is (1961, í smábókarbroti 1965), Om det skulle brin'na (1963), För- rádare mördare (1965) og In- sándaren (1966). Ég mun í þessari grein aðeins fjalla lítillega um hinar tvær sið astnefndu, þar sem þær hafa báðar verið mjög til umræðu hér 1 Sviþjóð að undanförnu, þótt með ólíkum hætti sé. Förrádare mördare mun ekki hafa vakið tiltölulega mikla eft . irtekt eða umtal við útkomu, en á síðast ári breytti höfundurinn sögunni í sjónvarpsleikrit sem sýnt var nú á dögunum, og hef- ur talsmaður sænska sjónvarps- ins látið svo um mælt að ekkert leikrit og tæpast nokkur sjón- varpsþáttur hafi valdið svo mik- Illi ólgu meðal áhorfenda. Og hvað veldur? Leikritið (og skáld sagan) tekur til meðferðar vanda mál sem nú er ofarlega á baugi hér í Svíþjóð og raunar víðar í SK ÁKKEPPNI gagnfræðaskól- anna hefst um næstu helgi í húsa kynnum Taflfélags Reykjavíkur aS Freyjugötu 27. Tíu átta manna sveitir taka þátt í mót- inu og eru sex aðalkeppendur og tveir varamenn í hverri þeirra. Síðastliðinn laugard. fengu þeir svolítinn forsmekk af skákkeppn um þegar Friðrik Ólafsson, stór- meistari, tefldi fjöltefli við fjöru tíu og átta þeirra í húsnæði Æskulýðsráðs að Frikirkjuvegi 1L Friðrik vann fjörutiu og fimm skákir og gerði þrjú jafntefli. Þeir sem hann þá átti við voru Evrópu, og ekki sízt eftir að vísindamönnum hefur tekizt að framleiða töflur sem valda eyð- ingu fósturs strax eftir frjóvgun og ekki þarf að taka nema einu sinni í mánuði. En lagalega séð má ekki flokka þessar töflur með ge trvaðar varnarly f j um þar sem þær koma ekki í veg fyrir frjóvg un, heldur falla þær undir lög- gjöf um fóstureyðingar. Leikrit ið fjallar um hjón er telja sér nauðsynlegt að fá heimild til fóstureyðingar og senda umsókn þar að lútandi til réttra yfir- valda. Síðan tékur við bið eftir úrslitum, og hún reynist löng. Og allan þann tíma vex fóstrið í móðurkviði. Hér er með öðrum orðum teflt fram mannlegum tilfinningum gegn hinni svifa- seinu, ópersónulegu og miskunn- arlausu skriffinnsku í nútima þjóðfélagi. Höfundurinn tekur enga af- stöðu með eða móti fóstureyð- ingu. Hins vegar notar hann þetta fyrirbæri sem einmitt núna er umhugsunarefni svo margra til átaka milli einstaklingsins og persónulegra vandamála hans og afls sem einstaklingar hafa vissu lega skapað en ráða ekki lengur við. Og vandamál fóstureyðinga er einstaklega vel valin undir staða slíkra átaka. Hér er ekki aðeins teflt um líf og dauða held ur er tilfinningalíf konunnar aldrei eins viðkvæmt og þegar Ingimar Valdemarsson, Laugar- nesskóla, Jóhannes Ásgeirsson, Hagaskóla og Sigurður Sigurjóns son, Hlíðaskóla. Þar sem kepp- endur eru áttatíu verður því mið ur ekki hægt að koma fyrir nein- um áhorfendum því að húsa- kynni eru ekki nægilega stór. Verðlaunasveitin fær til varð- veizlu farandbikar sem Morgun- blaðið gaf og svo annan til eign- ar. Mótið hefst næstkomandi laugardag, heldur áfram á sunnu dag og lýkur svo laugardaginn 11. marz. Myndin tók Ól. K. M. af Friðrik þar sem hann er að íhuga næsta leik gegn einum imgu kappanna. hún er barnshafandi. Og því lengri sem biðin er, þeim mun sterbari og nánari verða tengsl móðurinnar við fóstrið sem hún vill losna við. Biðin leikur þau hjón illa. Smá atriði sem þau að öðru jöfnu hefðu tæpast tekið eftir, koma nú illa við kaun þeirra, vaxa þeim í augum og verða loks hat- römm deiluefni. Sambandi þeirra er stefnt í voða. En það var þó ekki þetta sem vakti upp hinn geysilega „tittarstorm" hjá sænska sjónvarpinu, heldur blátt áfram sú staðreynd að í leikriti sem þessu er erfitt að komast hjá að víkja að samlífi hjóna, enda tala leikendur opinskátt um ástalíf sitt eins og raunar flest hjón hljóta að gera. En þetta virtist koma illa við fjölda fólks hér þótt Svíar séu annars born ir út fyrir frjálslyndi í kynferð- ismálum. En þetta frjálslyndi er án efa stórlega ýkt ef það á þá ekki að miklu leyti rætur sínar að rekja til útlendra blaðamanna sem ekki virðast hafa áttað sig á að það getur verið langur vegur frá orðum til athafna. Insáandaren (Bonniers, Skr. 24,50) er einnig þjóðfélagsleg skáldsaga sem tekur til meðferð ar vandamál sem mjög eru til umræðu um þessar mundir. Með sívaxandi vélvæðingu og nýjum aðferðum til að draga úr nauð syn hins mannlega vinnuafls í spamaðarskyni, vakna spuming ar sem ekki hafa gert vart við sig síðan á dögum iðnbyltingar innar miklu. Framleiðslufyrir- tæki verða færri en stærri, kaupa nýjar sjálfvirkar vélar sem er stjórnað af töflum; verksmiðj- ur sem ekki standast kröfur tím ans um sjálfvirkni eru lagðar niður, fólki sagt upp starfi. Varla líður svo dagur að slíbar fréttir beri ekki fyrir augu manns hér í Svíþjóð, enda líta stjómarvöldin á þetta fyrirbrigði með sívaxandi áhyggjum. Einkum kemur þetta hart niður á fólki sem býr í byggðarlögum þar sem ein eða tvær verksmiðjur sjá miklum hluta íbúa fyrir atvinnu. Þegar verksmiðjan er lögð niður stend ur þetta fólk uppi atvinnulaust, ef til vill með húseignir sem ó- gerlegt er að koma í verð. Hvað á slíkt fólk að taka til bragðs? Það hefur lagt fram krafta sína í þágu verksmiðjunnar í ára- tugi og stendur uppi vegalaust og úrræðalaust þegar verksmiðj an leggur upp laupana. Það er kannski aldrei eins ofurselt fyr- irtækinu og þegar því hefur ver ið sagt upp starfi. Spumingin sem vaknar lýtur að ábyrgð fyrirtækisins. Á iðn- fyrirtæki einhverjum skyldum að gegna gagnvart starfsfólki sínu, öðrum en þeirn að gjalda því laun fyrir þær stundir sem það nýtur starfsorku þess? Er til gangur iðnfyrirtækis einungis sá að skila arði? Eða ber því einnig að taka tillit til þjóðfélagsins og lífsafkomu alþýðunnar? Þetta er vitaskuld í hæsta máta pólitískt vandamál, en sú hlið þess sem ég hef vikið að hér að framan er okkur íslendingum lítt kunnugt þar sem sjálfvirkni stórfyrir- tækja kemur lítið við sögu at- vinnulífs okkar, í hinni nýju skáldsögu sinni Insandaren (sem kalla mætti Að send grein á íslenzku) tekur Clas Engström fyrir á eftirminnileg- an hátt örlög gamals fólks verð- ur í einangruðu byggðarlagi þeg ar stórfyrirtæki leggur niður verksmiðju. Fyrirtækið hafði endur fyrir löngu látið reisa óbrotið húsnæði til að leigja starfsfólki sínu. Þetta húsnæði stenzt nú á engan hátt kröfur tímans og ástand þess með þeim hætti, að það yrði tafarlaust dæmt heilsuspillandi ef einhver fengist til að líta á það. Kröfum íbúanna um nauðsynlegar við- gerðir og umbætur er svarað með hækkaðri húsaleigu. Nú þykir einum íbúanna, sem geng- ur undir nafninu Kalle Vánster (af því hann hafði skilið hægri höndina eftir í vélasamstæðu verksmiðjunnar), nóg komið og hann skrifar eftir mikil heila- brot grein, sem hann svo sendir héraðsblaðinu til birtingar. Þótt undarlegt megi virðast fæst greinin birt, en einungis til þess að hún yrði ekki send einhverju Stokkhólmsblaðanna og vekti þar með athygli alþjóðar. En jafn- framt því sem greinin er birt kemur einnig elskuleg svargrein frá fyrirtækinu, í stuttu máli þess efnis að í raun og veru geti fólkið verið fyrirtækinu þakk- látt því að það eigi engan rétt á að búa í húsnæði fyrirtækisins eftir að það hefur látið af störf- um hjá því. Og ekkert gerist. En Kalle Vánster er ekki af baki dottinn. Hann kaupir sér eitt hlutabréf í fyrirtækinu og legg- Clas Engström ur af stað í langt ferðalag á hlut« hafafund, en honum hefur láðst sakir ókunnugleika að láta skrá hlutafjáreigkn sína og fær því ekki að sitja fundinn. Hann bíð- ur algeran ósigur í viðureign sinni við fyrirtækið. Sagan er öll fjörlega og skemmtilega skrifuð, einkum er persónusköpun Kalle Vánster með ágætum. Þrátt fyrir alvöru efnisins og ádeiluþtmgann undir niðri er sagan víða blönduð leiftrandi kímni og innsæi í mann leg örlög. En þó hefur mönnum virzt sem broddur sögunnar væri einkum fólginn í því að allir atburðir hennar hafa gerzt í raunveruleikanum. Engum blöðum er um það að fletta að hið umrædda fyrirtæki er Skánska Cement AB og vett- vangur sögunnar á austurhluta Gotlands, nánar tiltekið í Valle- viken, þar sem sementsfyrir- tækið lagði niður verksmiðju sína 1947. Höfundurinn hefur sjálfur verið búsettur á Gotlandi síðustu 10 árin og hann hefur sjálfur skrifað aðsenda grein (og það fleiri en eina) til Gotlands- blaðsins, keypt hlutabréf í Skánska Sement AB og verið neitað um setu á hluthafafundi. En saga raunveruleikans hefur nýlega fengið nokkuð annan endi en skáldsagan. Skánska Cement AB leyst flókið vanda- mál, komizt hjá rándýrum end- urbótum á húsnæði sem reist var 1910 og gefið hefur góðar húsaleigutekjur í meira en hálfa öld án tilkostnaðar og geta auk þess talið sjálfum sér trú um gjafmildi fyrirtækisins og skiln- ing á vandamálum þjóðfélagsins. Skákkeppni gagnfræða- skólanna á laugardag ERUM RE YKIN GAMENN allt fyrir ykkur RONSON- gaskveikjarar REYKJAPÍPUR TÓBAKSVÖRUR ÁVEXTIR nýir — niðursoðnir KEX-KÖKUR Fjölbreytt úrval POTT APLANTN A AFSKORIN BLÓM BLÓM ASKRE YTIN G MYFERD rennibekkir Vélareimar Handverkfæri ÍÞRÓTTAHÖLLINN Rafmagnsverkfæri Kranar Boltar Skrúfur VORLAUKAR nýkomnir, blómabúd' NÆG BÍLASTÆÐI Suðurlandsbraut 10, sími 38520 Suðurlandsbraut 10, sími 31099. Suðurlandsbraut 10, sími 15329.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.