Morgunblaðið - 02.03.1967, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.03.1967, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1967. HEIMA OC HEIMAN mt að er ekki óalgengt, að hingað komi erlendis frá skip- stjórar til þess að kynna sér aðferðir sjómanna við síld- yeiðarnar. Að sjálfsögðu not- um við erlendan útbúnað og erlenda tækm við veiðarnar, en okkar mönnum hefur tek- izt það vel að færa sér nýjung arnar í nyt, að útlendir telja sig geta lært eitt og annað af því. En við erum ekki fremst 1 flokki á öllum sviðum. Svo var a.m.k ekki að heyra á Knud Jensen, dönskum skip- stjóra, sem að undanförnu hef ur dvalizt 'hér og kennt rækju veiðimönnum við ísafjarðar- djúp að fara með danska rækjuvörpu — í>au veiðar- færi, sem hér eru notuð til rækjuveiða eru fyr- ir löngu úrelt. Danir hættu að nota þessa vöru fyrir tuttugu eða þrjátíu árum og ég er satt að segja hissa á að íslend ingar skuli ná einhverjum ár- angri með notkun þessarar gömlu vörpu, sagði hann. K, nud Jensen er frá Skagen á Jótlandi. Hann á 35 lesta rækjubát, sem hann hefur stundað rækjuveiðar á í tíu ár. Mið dönsku rækjubátanna eru langt utan allrar fisk- veiðilögsögu, i Norðursjó — um 100 mílur undan Shet- landseyjum. Segir hann, að þar stundi að jafnaði 300 danskir rækjubátar veiðar mikinn hluta ársins og auk þess töluverður fjöldi norskra báta Dönsku bátarnir eru 20-100 tonn að stærð — og hinir stærri stunda þeesar veið ar allan ársins hring. — Og danska varpan, sem við notum, hefur mikla yfir- burði yfir gömlu vörpuna, sem hér er notuð. Hún er fyrst og fremst stærri, nær hærra upp í sjóinn og skilar betri ár- angri — einkum í löku veðri — þegar dimmt er yfir, t.d. að vetrarlagi. Rækjan liggur við botninn í bjart- viðri, en kemur hærra upp I sjóinn, þegar dimma tekur. Varpan, sem þeir nota við ísafjarðardjúp, nær rækj- unni þá ekki, segir hinn danski skipstjóri. — " g korn hingað á veg- um Björgvins Bjarnasonar forstjóra niðursuðuverksmiðj unnar á Langeyri við Álfta- fjörð. Björgvin hafði fengið tvær danskar vörpur og kenndi ég sjómönnum vestra meðferð þeirra. Vindur bát- anna eru ekki nógu góðar og þeir hafa heldur ekki hliðar- gálga, sem reyndar er nauð- synlegt að hafa til þess að ná góðum árangri. Bátamir tveir, sem ég var á, höfðu þessa gálga og okkúr gekk vel — það vel, að þegar önn- ur varpan rifnaði taldi skip- stjórinn tilgangslaust að fara út með sína gömlu vörpu og vildi heldur bíða í landi eftir því að ^ danska varpan yrði bætt. Áður en ég fór. frá Langeyri höfðu fimm skip- stjórar pantað dönsku vörp- una og þess verður sjálfsagt ekki langt að bíða að allir ís- lenzku rækjubátarnir leggi gömlu vörpuna á hilluna. — JL g held að veiðimögu- leikarnir séu naun betri hér en á okkar miðum í Norðursjón- um, rækjan hér virðist mér líka betri. Mér skilst að veið- in hafi gengið í bylgjum á Vestfjörðum, og þar eru í gildi allstrangar takmarkan- ir varðandi ársaflann. Hjá okkur í Norðursjónum gengur veiðin líka í bylgjum, en fiski fræðingar hafa engar ráð- stafanir gert, enda erum við •utan allrar landhelgi. Rækjan er furðu fljót að fflytja sig, hún hverfur — en kemur aft- ur — og ég er viss um að við Vestfirði er mikil rækja. Ég þekki háttalag hennar af langri reynslu og mér finnst mjög ólíklegt að hana sé ein- ungis að finna á þeim svæð- um, sem vestfirzku bátarnir veiða nú á. Danska varpan ætti nú að gera þeim fært að leita rækjunnar með ár- angri utan fjarðanna, úti á hafi. Hér fá bátar, sem eru stærri en 26 tonn, ekki leyfi til rækjuveiða, en hjá okkur eru þeir allt að 100 tonn, eins og ég sagði áðan. Þessir bátar nota -auðvitað stærri vörpu en hinir smærri — og geta líka haldið úti í verra veðri — og hafa meiri möguleika til að stunda veiðarnar á opnu hafi. Það kæmi mér ekki á óvart að þið ættuð eftir að finna rækju víðar við Vestfirði — og, að stærri bátar og ffleiri muni í framtíðinni stunda þær veiðar, auðvitað með dönsku vörpunni. Hina ætti enginn að fara með á sjó leng ur. Okkar bátar veiða á allt að 200 faðma dýpL — Jem dæmi um árangur- inn í ísafjarðardjúpi má nefna, að við fengum 550 kíló á tveimur tímum í slæmu veðri á meðan annar bátur með ykkar gömlu vörpu fékk 80 kíló. í Norðursjónum reiknum við með 2-400 kíló- um í togi, en veiðin getur far- ið upp í 2.000 káló. Meða- dagsveiðin er þar 800-1000 kíló. Hér er hámarksveiði á dag 700 kíló, þeim er ekki leyft að veiða meira. Með dönsku vörpunni verða þeir fljótir að fá skammtinn sinn. Þeir gætu auðveldlega veitt helmingi meira trúi ég. — Annars vona ég að þeir byrji strax í vor að reyna dönsku vörpuna utan fjarða. Það er hvort eð er ekki það langt út á haf hjá þeim. Að- staðan fyrir vestan er mjög góð, ekki sízt vegna þess að bátarnir geta komi að landi með aflann daglega. Við er- um um eða yfir tíu daga úti í einu og ísum rækjuna. Sigl- ingin á miðin er það löng, að við verðum að hafa þennan Knud Jensen hátt á. En auðvitað er rækj- an betri, betra hráefni, ef hægt er að vinna hana jafn- óðum — daglega. Þetta er at- vinnuvegur, sem vafalaust á eftir að vaxa hjá ykkur á næstu árum. Enginn vafi leik ur á því að mikið er um rækju við Vestfirði — og ólíklegt er, að hún sé ekki víðar en hún er veidd nú. Sænskur fiskifræðingur. sem urinið hefur að atihugunum á Norð- ursjó, hefur sagt frá þvi, að rækjan geti náð allt að tutt- ugu mílna hraða á stuttum spretti. Eitt er víst, að hún hreyfir sig mikið — hún hverfur og kemiur aftur — og þótt hún hafi minnkað við og við á veiðisvæðunum í fsa- fjarðardjúpi er ólíklegt að hún geti ekki leynzt annars staðar. Þið eigið eftir að finna hana víðar. IJTSALA Okkar árlega útsala stendur í nokkra daga KVENUNDIRFATNAÐUR LÍFSTY KKJ AVÖRU R STAKIR UNDIRKJÓLAR SKJÖRT, BUXUR, SOKKAR BLAÐBURÐARFÓLK VANTAR í EFTIRTALIN HVERFI: Skipholt II Túngata Tjarnagata Lambastaðahverfi Vesturgata n Sjafnargata Baldurgata Gnoðravogur n Kjartansgata Tunguvegur Talið við afgreiðsluna, sími 22480 VERÐLÆKKUN VERÐLÆKKUN SPARIÐ PENINGANA Kaupið vörur tyrir hálfvirði! Laugaveg 26. VERÐLÆKKUN Hættum að selja tilbúna kjóla. Seljum nokkra enska tízkukjóla sem eftir eru, mikið niðursetta. Einnig dálítið af niður- settum skokkum, pilsum og peysum. Að- eins fáir dagar. Ullarvörubútar. Ífyogue Laugaveg 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.