Morgunblaðið - 02.03.1967, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.03.1967, Blaðsíða 32
Lang stærsta og fjölbreyttasta blað landsins Helmingi útbreiddaia en nokkurt annað íslenzkt blað FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1967 Báts saknað Hafin leit að Freyju frá Súðavík í GÆRKVELDI var auglýst eftir vb. Freyju frú Súðavík, sem er 24 smálestir á stærð. Hafði þá ekkert spurzt til bátsins frá því kl. 16:30 í gær, en hann var þá staddur í minni ísafjarðardjúps á leið til hafnar. Vont veður var á þessum slóðum, hvassviðri og bylur. Bátar voru byrjaðir að leita Freyju í gær. Á bátnum eru 4 menn. — Gera menn sér vonir um, að talstöð báts- ins hafi bilað og hann leitað vars. Óska eftSr fram- burði íslendings í máli Nielsens Kaupmannahöfn, 1. marz. Einkaskeyti til Mlbl. EINN af fyrri viðskiptavinum Elmo Nielsens á íslandi, Páll Jónasson framkvæmdastjóri í Reykjavík, hefur veriS beðinn um að koma utan til Kaupmanna hafnar til að bera vitni fyrir kviðdómi í málinu gegn Nielsen. Þótt Páli beri ekki skylda til að mæta sem vitni þar sem hann er erlendur rikisborgari, er von- azt eftir aðstoð hans í málinu. í réttarhöldunum hefur Niel- sen verið sakaður um svik í sambandi við viðskipti hans við Pál Jónasson. Samdi Páll við Nielsen um kaup á loftþiljum í stórhýsi í Reykjavik. Yfirtók Elmodan, hlutafélag eiginkonu Nielsens, samninginn, þar sem Nielsen sjálfur vildi ekki að fyrirtæki hans, Hovedstadens Möblefabrik, veitti kaupandan- um hugsanlegan greiðslufrest. Að sögn Nielsens hafði Páll Jónas- son um tíma 400 þúsund (danskra) króna lánstraust hjá Hovedstadens Möbelfabrik, og þegar samningurinn var gerður fól Nielsen þessvegna hlutafé- lagi konu sinnar að annast hann. Félagið Elmodan hagnaðist um 10 þúsund krónur á þessum við- skiptum, sem ákæruvaldið telur að hefðu átt að renna til Hoved- stadens Möbelfabrik. Því mót- mælti Elmo Nielsen. Réttarhöldin í máli Nielsens er nú orðin það umfangsmikil, að ekki verður unnt að ljúka þeim á hálfum mánuði eins og ráðgert hafði verið. Erfitt verður að semja nýja tímaáætlun fyrir réttarhöldin, því boða verðúr á ný um 40 vitni í málinu, og koma sum þeirra langt að frá Fjóni og Jótlandi. Rytgaard. Tillaga í IMorðurlandaráði: íslendingum auö- veldað fagskðlanám FRÉTTASTOFUFREGN frá'«> N.T.B. hermir, að komið hafi fram tillaga í Norðurlandaráði, að ríkisstjórnir Noregs, Svíþjóð- ar, Danmerkur og Finnlands geri íslenzku æskufólki kleift að stunda nám í fagskólum þessara landa í þeim greinum, sem ekki er aðstaða til að afla sér mennt- unar í hérlendis. Segir í skeytinu að mjög brýn þörf sé á Islandi fyrir fagskóla- menntun, s. s. menntun fólks er stundar aðstoðarmannsstörf á til raunastofum, fyrir flugvirkja, bátasmíði og vinnuþjálfun. Veðna þrengsla í skólum á Norðurlöndum hefur verið erfitt íslenzkum námsmönnum að komast að við þessa fagskóla, og því á að gera tilraun ti lað íslendingar ásamt æskufólki Norðurlanda verði jafnréttháir til námsvistar. Að endingu segir í skeytinu að ekki muni verða um mikinn fjölda íslenzkra ungmenna að ræða. Að því er Friðjón Sigurðs- son, skrifstofustjóri Alþingis, tjáði Mbl. eru flutningsmenn þessarar tillögu þa-u: Georg Beck lund frá Finnlandi, Dagmar Ran- mark frá Svíþjóð, Berta Rogner- rund frá Noregi og Sylvi Sitan- en frá Finnlandi. Frá athöfninni í Lowestoft, er hafransóknarskipinu Árna Friðrikssyni var hleypt af stokkun- um. T.v. Jakob Jakobsson fiski fræðingur, kona hans, Jóhanna G unnbjörnsdóttir, er gaf skipinu nafn, og Prouten fluutrúi Brokke Marine skipasmiðastöðvarinnar. Nýja hafrannsóknarskipinu stokkunum hleypt af NÝJA hafrannsóknarskipinu, Árna Friðrikssyni, var hleypt af stokkunum í Lowestoft í Englandi í gær. Veður var mjög gott er athöfnin fór fram, sólskin og blíða. Jó- hanna Gunnbjörnsdóttir, eig- inkona Jakobs Jakobssonar, fiskifræðings, gaf skipinu nafn, en viðstaddir af Islands i gær Datt niður í skip SLYS varð um borð í togaranum Nartfa, þar sem 'hann lá við bryggju í Hafnarfirði í fyrrinótt um kl. 4. Maður féll niður á dekk og meiddist eitthvað, því að hann var fluttur í Slysavarð- stofuna. Samkvæmt upplýsingum ’ög- reglunnar í Hafnarfirði liggur ekki ljóst fyrir, hvort maðurinn datt af bryggjunni niður í tog- arann eða af bátadekkinu. Tölu vert fall var af bryggjunni í tog arann, því að lágsjávað var. hálfu voru m.a. Eggert G. Þor steinsson, sjávarútvegsmála- ráðherra og Guðmundur í. Guðmundsson, ambassador. Smíði skipsins fram að þessu hefur heldur verið á undan áætl- un og verður það væntanlega af- hent í júní eða júlí. Það er 41.5 m á lengd en 9.75 m á breidd. Skipið er byggt að miklu leyti að fyrirsögn íslenzkra aðila, og verður sérstaklega vandað og vel fallið til síns starfa. Skipið er mjög vel búið tækj- Framhald á bls. 31. Krap stöðvaði Stein- grimsstöð i 10 klst. MIKIL krapmyndun í Þingvalla vatni stíflaði inntaksþróna í Steingrímsstöð í tíu klukkustund ir í fyrrinótt .Ekki var þetta til neins trafala þar sem nægilegt rafmagn fékks án stöðvarinnar. Að vísu var var gripið til skömmtunar í smátíma um morg Fyrirspurnatími á Alþingi í gær: Ekki ríkisstyrkur til en önnur fyrirgreiðsla ■ Bjarni Benediktsson BJARNI Benediktsson, for- sætisráðherra, svaraði í Sam- einuðu þingi í gær, fyrir- spurn frá Einari Olgeirssyni þess efnis, hver árangur hefði orðið af könnum á hag og stöðu íslenzkra dagblaða, sem ríkisstjórnin hefði ákveðið að láta fram fara fyrir ári. Forsætisráðherra sagði að aldrei hefði verið ákveðið að slík könnun færi fram, hins vegar hefði verið athugað, hvort þau úrræði, sem önnur lönd hefðu gripið til í þess- um efnum ættu við hér á landi. Um það hvort ríkisstjórnin hyggðist gera ráðstafanir til aðstoðar dagblöðunum sagði dagblaða huguð forsætisráðherra: „Ríkis- stjórnin hefur ekki, a.m.k. að svo komnu ákveðið, að nein heildarlöggjöf verði sett, eða frv. þess efnis horið fram. Hitt er til athugunar, en þó ekki til hlítar ákveðið, hvort unnt sé að létta af blöðunum vissum útgjöldum, þannig að gera þeim auðveldara um út- gáfu en verið hefur og þann- ið að slíkt verði með sann- girni gert, án þess að á aðra sé hallað, svo og að dagblöð- in fái greiðslur af hálfu ríkis- og ríkisstofnana fyrir þjón- ustu, sem þau hafa innt af hendi í þágu þessara aðila, hingað til ókeypis en eðlilegt Frambald á bls. 31. uninn en ekki svo að til óþæg- inda væri. Þegar Mbl. hafði sam band við Ingólf Ágústsson, hjá Landsvirkjun, í gærdag var krap ið mikið farið að minnka í inn- taksþrónni og bjóst hann við að allt kæmist í samt lag með kvöld inu. Krapamyndun var þá öll hæit þar sem Þingvaliavatn er orðið 'ísi lagt. Taka aðeins á móti loðnu af Eyjabátum Vestmannaeyjum, 1. raz. MJÖG mikil loðnuveiði var enn í dag hér austan við Eyjar, aðal- lega á veiðisvæðinu frá Pétursey austur undir Vík í Mýrdal. Fékk fjöldi báta þar ágætan afla. Hér í Vestmannaeyjum er nú svo komið, að verksmiðj urnar eru hættar að takaá móti loðnu, nema af þeim bátum, sem gerðir eru út héðan. Hefur í dag verið landað um 2 þús. tonnum af loðnu hér hjá verksmiðjunum. — Björn. Hafnarfjörður SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Hafn arfirði halda sameiginlegt spila- kvöld, í kvöld fimmtudaginn 2. marz kl. 8:30 í Sjálfstæðishús- inu í Hafnarfirði. Veitt verða kvöldverðlaun. Sjáifstæðisfólk er hvatt til að fjölmenna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.