Morgunblaðið - 02.03.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.03.1967, Blaðsíða 3
MÓRGÚNBLAÐIÐ, ÚIMMTÚDAGUR 2. MARZ 1967. 3 Efnahags- og verzlunarmál voru til umræðu á fundi helztu manna vinstri sósíalista í Kaupmannahöfn. Frá vinstri: Knut Löfsnes, Noregi; Aksel Larsen, Danmörk; Einar Olgeirsson, íslandi; C. H. Hermannsson, Svíþjóð og Hannibal Valdimarsson, íslandt Engin gagnrýni á EBE á fundi leiðtoga norrænna vinstri sósíalista VINSTRI sósíalistar á Norður- löndum leggja áherzlu á norræna samvinnu á sviði efnahags- og verzlunarmála. Kom þetta fram á fundi helztu Ieiðtoga vinstri sinnaðra sósialistaflokka á Norð- urlöndum, sem hófst á laugar- dag í Kaupmannahöfn. Þar féllu jafnvel fögur orð um EFTA (Frí- verzlunarbandalagið) og engin bein gagnrýni heyrðist, þótt furðulegt væri, á EBE (Efnahags bandalagi Evrópu). t hópi þeirra, sem fóru jafnvel lofsamlegum orðum um EFTA, var sænski kommúnistaforinginn C. H. Her- mannsson, sem samt viður- kenndi, að flokkur hans hefði barizt gegn EFTA, er því var komið á fót. 1 upphafi ráðstefnunnar var haldinn blaðamannafundur, þar sem ýmsum spurningum var beint til þátttakenda og voru þær einkum varðandi markaðs- mál. Var spurningunum aðallega beint til Aksels Larsens, Danm- mörk og C. H. Hermannsson. Teiknaður skóli í Breið- holtshverfið FARIÐ er að hugsa fyrir skóla í hið væntanlega Breiðholts- hverfi. Og hefur verið ákveðið að Örnólfur Hall og Ómar Þór Guð- mundsson teikni skólann, en Örnólfur fékk 1. verðlaun í samkeppni um skólabygginguna. Þarna verður stór skóli, af 6vipaðri stærð og Álftamýrar- skóli og Árbæjarskóli. Þar verða því allt af 20 kennslustofur og annað sem fylgja þar. Verður skólinn staðsettur í hverfinu í Breiðholtinu, og reiknað með að byrjað verði á honum á næsta ári. Svipaðar skoðanir S.F. og sænska kommúnistafl. Aksel Larsen var m. a. spurð- ur að því, hvers vegna sænska kommúnistaflokknum hefði verið boðin þátttaka í ráðstefnunni en ekki danska og norska kommún- istaflokknum og svaraði hann þannig: Það er ekki vegna þess að kommúnistaflokkur Svíþjóðar sé talinn vera endurskoðunarsinn- aður heldur vegna þessað varð- andi mörg mikilvæg mál, þá er stefna sænska kommúnistaflokks ins mjög svipuð þeirri stefnu, sem SF-flokkurinn í Danmörku hefur. Á mörgum mikilvægum sviðum eru skoðanir okkar hinar Jákvæð áhrif af EFTA Varðandi markaðsmál sagði Larsen m. a., að hann væri þeirr- ar skoðunar, að aukið efnahags- samstarf Norðurlanda, sem ef til vill gæti orðið að því, sem kalla mætti sameiginlegan markað Norðurlanda, myndi styrkja Norðurlöndin sem heild en einnig einstök lönd þeirra. Þetta ætti að vera forsenda fyrir þvi, að Norðurlönd gengju inn í stærra markaðssvæði. Innan bandalaga, sem er jafn laust í reipum og EFTA, — en það hefur orðið Norðurlöndum að miklu gagni — skiptir það ef til vill ekki svo miklu máli, að ekki er fyrir hendi sérstakt norrænt samstarf innan þessa bandalags, en innan markaðs- bandalags, sem væri í fastari skorðum, er ég þeirrar skoðunar, að fyrst yrði að vera komið á náið skipulagt samstarf milli Norðurlanda, sagði Larsen. Hermannsson tjáði einnig álit sitt á .EFTA, og sagði, að EFTA hefði haft ein jákvæð áhrif, nefnilega aukningu á utanríkis- verzlun á milli Norðurlanda. Fyrst þegar EFTA hefði orðið til, hefði þessi aukning komið til og tollmúrarnir milli Norður- landanna verið felldir niður. Mjög athyglisvert atriði spannst inn í umræður á ráð- stefnunni, er blaðið Information skýrði frá því á laugardag, að Wilson, forsætisráðherra Bret- lands hefði gefið í skyni við Kosygin forsætisráðherra Sovét- ríkjanna, er hinn síðarnefndi var fjrrir skömmu í opinberri heim- sókn í Bretlandi, að möguleikar væru fyrir hendi á samningi um samband milli EFTA og Sovét- ríkjanna, ef de Gaulle hafnar að nýju aðild Breta að Efnahags bandalaginu. Var sagt, að öðrum EFTA-ríkjum hefði verið skýrt frá þessu og hefði af hálfu þeirra verið tekið vel í það. Ráðstefnu þessari átti að ljúka með fundi sL mánudag, þar sem meðal annarra átti að tala Hanni bal Valdimarsson, forseti Al- þýðusambands íslands. Forsetinn kominn heim PORSETI íslands. herra Ásgeir Ásgeirsson, kom í gær úr för sinni til útlanda, og hefur hann á ný tekið við stjórnarstörfum. (Frá forsætisráðuneytinu) Júpiter selur TOGARINN Júpiter landaði á mánudag í Bremerhaven 196.6 tonn fyrir 173.600 mörk. Neptún- us kom í gærmorgun inn til Reykjavíkur með 200 tonn, sem hann mun landa hér. Nýr skóli byggður í Hafnarfirði — með 20 kennslustofum — Bcejarfulltrúar Alþýðuflokks og kommúnista á móti skólabyggingunni Á FUNDI bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar s.l. þriðjudagskvöld var samþykkt tillaga frá fræðslu- ráði Hafnarfjarðar þess efnis, byggður skyldi nýr skóli fyrir barna- og gagnfræðastig, sem fullbúinn verður með 20 kennslu stofum. Árni Grétar Finnsson, formaður fræðsluráðs Hafnar- fjarða flutti ítarlega framsögu- ræðu fyrir tillögunni og var hún samþykkt af bæjarfulltrúum Sjálfstæðiflokksins og óháðra en athygli vakti, að kommúnist- ar og Alþýðuflokksmenn greiddu atkvæði gegn henni. Hinn fyrihugaði skóli verður í Vesturbænum, norðaustan Víðistaða, og verður þegar haf- izt handa um fyrsta áfanga hans sem verður 12 kennslu- stofur. Nú er fyrirhugað, að allt skyldunám í Hafnarfirði fari fram í einum og sama skóla en Flensborgarskóli verði fram- vegis einungis fyrir frjálsa nám- ið það er 3. og 4. bekk gagn- fræðastigs. HRPPDREEIll 5IBS Dregið á hádegi n.k. mánudag Aðalumboðið er að Ausfurstrœfi 6 sími 23130 EnouRnviun ivkur n HHUEGI nRRllRRURGS! STAKSTEINAR Margt er skrítið í Þjóðviljanum í gær er skýrt frá því á forsíðu blaðsins, og sleg ið upp meir en nokkurri frétt Þjóðviljans um Rauða Varðliða, að Morgunblaðið hafi „neitað að 'senda Sigurð A. Magnússon til Vietnam“ eins og segir í fyrir- Sögn greinarinnar. Er þar skýrt frá því, að Sigurður hafi á „Víet namráðstefnunni" sagt frá því „að hann hefði á siðasta ári feng ið boð um að fara til Suður-Víet nam sem fréttamaður. Kom boð íð frá Upplýsingaþjónustu Banda ríkjanna, en var bundið þvi skil ýrði að Sigurður færi á vegum Morgunblaðsins og skrifaði þar i greinar um för sína". Morgunblaðinu er ekki kunn- úgt um, að ákveðið boð hafi bor izt til Sigurðar, heldur vildn starfsmenn Upplýsingaþjónust- únnar kanna hvort Sigurður gæti farið á vegum Morgunblaðsina til Víetnams, ef honum yrði boð- ið. Aftur á móti er víst, að rit- stjórar Morgunblaðsins þurftn aldrei að taka afstöðu til sliks boðs, þar sem það barzt þeirn ekki. Ameríkanar ráða ekki MorgunbL Hitt er svo allt annað mál, að þó Morgunblaðið sé að áliti kommúnista meira „amerikaniser að“ en valdhöfunum í Kreml þyk ir hlýða, er rétt að það komi fram hér, að blaðið hefði ekki látið Bandarikjamenn segja sér fyrir verkum í þessu máli, frem ur en öðrum, og ekki ákveða þeir hvert blaðamenn Morgun- blaðsins eru sendir. Þeim var raunar í lófa lagið að senda Sig urð á sínum eigin vegum, ef þeir vildu sannfæra hann um réttan málstað þeirra í Vietnam, en það hlýtur að hafa vakað fyrir þeim, þvi að Sigurður var marg bú- , inn að lýsa andstöðu sinni við stefnu þeirra þar í Iandi. Hjá Morgunblaðinu vinna fjölmarg- ir fréttamenn og sumir þeirra | nákunnugir Víetnammálinu af daglegum skrifum. Þeim var ÖU um vel treystandi til að fara til Víetnam og skrifa hlutlausar frá sagnir þaðan. Engum þeirra hef- ur Bandarikjamönnum þótt hlýða að bjóða til Víetnam. Morgunblaðið sendir yfirleitt ekki starfsmenn Lesbókar til þess að sjá um fréttaþjónustu j sína hingað og þangað um heim. 1 Einu dæmi þess eru þegar Árni j Óla fór til Noregs í fylgd með forsetanum og Sigurður A. Magn ússon í Asoreyjaför Gullfoss. Vissu ekki .„ Framsóknarmenn og kommún- istar lentu í háarifrildi á Alþingi fyrir nokkrum dögum, þegar Eð varð Sigurðsson formaður Dags- hrúnar flutti ræðu, þar sem hann hélt því fram að tillaga tveggja Framsóknarmanna um að fella skydi niður launaskatt af fiski- skipum innan ákveðinnar stærð- ar þýddi í raun réttri launalækk un. Rökstuddi Eðvarð þessa skoð un sína með því, að í júnísam- komulaginu 1964 hefði verið sam ið um ákveðnar aðgerðir í hús- næðismálum, þar á meðal aukið fé í lánasjóð húsbyggjenda og skyldi launaskatturinn renna til þess. Sagði Eðvarð að ef þetta hefði ekki fengizt fram hefðu verðalýðssamtökin ekki samið úm óbreytt kaupgjald eins og gert var. Þessi talsmaður komm únista hélt því ennfremur fram að þessi tillöguflutningur Fram- sóknarþingmannanna tveggja væri kjósendadekur eitt. Mikið fát kom á Framsóknarþingmenn ina tvo við þessa ræðu Eðvarðs og var það að vonum, því að þeir eru því vanir að geta leik- ið tveimur skjöldum og talað fyr- ir hagsmunum sem rekast á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.