Morgunblaðið - 02.03.1967, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.03.1967, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1967. 15 SÆLIR nú, krakkar! Þá hérna Morgunblaðsmenn- ina langar til að sýna ykkur blaðinu sínu kveðskapinn, sem við Rannveig mín blessunin látum ykkur heyra í „Stund- inni okkar“ í Sjónvarpinu á sunnudögum. Okkur þykir það nú óskup gaman, að komast alltaf viö og við í blaðið, en þó væri ennþá skemmtilegra, ef þið yrðuð dugleg að syngja vísurnar. Þær eru margar gamlir heimilisvinir, en svo koma líka nýjar, sumar frá ykkur og sumar frá — ja, frá okkur. Nú skuluð þið taka vel eftir sönglistinni okkar Rann- veigar á sunnudögum, og þá getið þið tekið lagið þriðju- daginn næsta á eftir. í fyrradag sungum við fyrst vísu, sem er gamall og góður kunningi: Krummi krunkar úti, kallar á nafna sinn: Ég fann höfuð af hrúti, hrygg og gæruskinn. Komdu nú og kroppaðu með mér k'rummi nafni minn. Svo settum við saman einn brag fyrir hana Sólveigu, — og ykkur öll, auðvitað. Hann er svona: Með sængina mína ég sveif yfir land, en svo tók að rigna og allt fór í strand. En til þess að bleyta ekki bik- svartan væng, þá breiddi hann yfir sig gæsa- dúnssæng. Krunk, krunk, og krá, krunk, krunk og krá. En til þess að bleyta ekki bik- svartan væng, þá breiddi hann yfir sig gæsa- dúnsæng. Svo beið ég nú þarna í bleytu og sút, og blessaður góði, ég leit varLa út. Loks kom þó einn geisli og kyssti hans nef og kallaði: „Jæja, þig vakið ég hef.“ Krunk, krunk og krá, krunk, krunk og krá. Loks kom þó einn geisli og kyssti hans nef og kallaði: „Jæja, þig vakið ég hef.“ Og sængina breiddi ég sólinni mót og sáldraði fiðri um þúfur og grjót. Að tína það saman var töluvert stapp, en tókst samt að lokum, — og það var nú happ. Krunk, krunk og krá, krunk, krunk, og krá. Að tína það saman var töluvert stapp, en tókst þó að lokum, — og það var nú happ. Og meira sungum við nú ekki á sunnudaginn var. En þarna þegar ég kom fyrst, þá rauluðum við nokkur lög. Þar var meðal annars þetta ágæta erindi, sem sumir segja að sé grænlenzkt: Atte katte Noa, atte katte Noa, emissa demissa dolla missa deL Setra kolla missa rato, setra kolla missa rato. Atte katte Noa, atte katte Noa, emissa demissa dolla missa deL Svo kveð ég ykkur í dag. En með meira af kveðskap eftir ef ég heyri hressilegan söng, hálfan mánuð eða svo. þegar ég svíf yfir byggðir og Með kærri kveðju, bæ, getur vel verið að ég komi Krummi. PostulínsveggfBísar Enskar postulinsveggflísar. Stærð: 7VZX15 og 15x15 cm. — Gott verð. LITAVER Grensásvegi 22 og 24. Símar 30280 og 32262 ATVINNA! Óskum að ráða nú þegar járniðnaðar- menn og nokkra iðnverkamenn. STÁLHÚSGÖGN Skúlagötu 61 GJALDKERASTARF Stórt fyrirtæki óskar að ráða stú’ku til gjaldkerastarfa nú þegar, Umsóknir er greini aldur menntan og fyrri störf sendist afgr. Mbl. merkt: „Ábyggileg — 8631“ Tegund 44/402 glæsilegt vandað nýtt ^(fs r>o UöIIí, » t _J L__ 444U44T jeeœ Ji rw Slml-22900 Laugaveg 26 Landsmálaféiagið V 0 R ÐIIR HÁDEGISVERDARFUNDUR verðurhaldin í Sjálfstæðisliúsinu laugard. 4. marz kl. 12.00—14.00. ForsœíísráZZ.erra tlr. Bjjarni BenedZLlzson rœðir stjórnmálaviðhorfið og svarar íjrlrsp. Æskilegt er að sem flestir tilkynni þátttöku sína i Sima 15411 í dag og á morgun ^JÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.