Morgunblaðið - 02.03.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.03.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. MARZ ÍWT. ítalskir verkamenn koma með járnbraut til Miinchen. Grein úr New York Times lega í S-Ítalíu og Sikiley, hafa orSið að horfast í augu við brottflutning eða stöðn- un. I lok síðasta árs höfðu um 5 millj. manns kosið að flytj- ast til annarra landa í Evrópu. Til Frakklands fóru 2,2 millj. til V-í>ýzkalands 1,1 millj., til Sviss 800.000, til Relgíu 650.000, til Svíþjóðar 180.000, Til Austurríkis 480.000, til Danmerkur 15.000 og færri til 6 annarra landa. í Sviss, þriðja stærsta inn- flytjanda erlends vinnuafls, er ennþá uppgangstímabil. Er lendir verkamenn mynda þar fjórðung alls vinnuafls. Ríkis stjórnin hefur nú fyrirskipað, að það skuli skorið niður um 2%. Ástæðurnar fyrir þess- ari fyrirskpun er fremur trú arlegs og málfræðilegs eðlis en efnahagslegs. Ef fjórðungur þeirra ítala, sem nú vinna fyrir brauði sínu utan heimalands síns kæmi heim atvinnulaus mundi hundraðstala atvinnuleysingja í Ítalíu hækka úr 4,4% í 7%. Á síðasta ári sendu ítalir, starfandi erlendis, heim um 815 millj. sterlingpund. Með þessari búbót varð greiðslu- jöfnuður Ítalíu við útlönd hag stæður um 695 millj. sterlings pund. Án hennar hefði hann verið óhagstæður um 120 millj. sterlingspund. HINN gífurlegi straumur S-Evrópubúa til N-Evrópu í atvinnuleit fer nú sí- minnkandi. Tekjur þær sem Suðurlandabúar hafa haft í norðiægari löndum álfunnar eru í rauninni ein þeirra stoða, sem efnahags- líf þjóða þeirra hefur byggt á. Fram til þessa hafa rúm- lega 5 milljónir innflytjenda haft atvinnu sína í V-Þýzka- landi, Bretlandi og Niður- löndum. í þessum löndum hef ur eftirspurn eftir vinnuafli minnkað og þegar hafa um 100.000 erlendir verkamenn verið sendir heim og bætast þar á atvinnuleysisskrár landa sinna. Næstu tveir mánuðir munu að öllum líkindum skera úr um hvort atvinna í V-Þýzka- landi muni á ný aukast og minnka álagið á atvinnuleys istryggingamar í suðrænum löndum Evrópu. Atvinna í N-Evrópu hefur mjög bætt efnahag Suður- landa sl. 12 ár og dregið úr stjórnmálalegu, þjóðfélags- legu og ef nahagslegu álagi fólksfjölgunar í löndunum frá Portúgal til Tyrklands. Peningar, sem innflytjend- urnir hafa sent heim til sín hafa haldið upp milljónum fjölskyldna og á síðasta ári streymdu meira en 1 milljón sterlingspunda í erlendum gjaldeyri inn í veikbyggt efna hagskerfi Suðurlanda. Fregnir frá 18 Evrópulönd um bera það með sér, að eftir spurn eftir vinnuafli hefur minnkað á tveimur af þrem- ur aðalvinnumörkuðunum —■ V-Þýzkalandi og Sviss — og á þremur minni — Stóra- Bretlandi, Niðurlöndum og Belgíu. Fram til þessa hefur minnk andi atvinna erlendis -ekki skaðað efnahagslíf Suður- landa. En nú ér byrjað að loka vinnumörkuðunum fyr- ir atvinnuleysingjum frá ítal íu, Spáni, Grikklandi, Tyrk- landi, Portúgal og Júgóslav- íu. Athyglin beinist einkum að V-Þýzkalandi, þar sem fjöldi erlendra verkamanna hefur minnkað um 58.600 frá 1.126.000 í síðasta mánuði. Þótt iðnaður hafi aukizt mjög í Ítalíu og eitthvað minna í öðrum S-Evrópu- löndum, er atvinnuleysi eða lítil atvinna plága sem herj- ar öll þessi lönd. Mikill hluti hinna vinnandi stétta, sérstak Útgefandi:: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: í lausasölu kr. Áskriftargjald kr. 105.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. VALFRELSI FÓLKSINS U'rá því að núverandi ríkis- *- stjórn komst til valda síðari hluta árs 1959 hefur ötullega verið að því unnið að auka innflutnings- og verzlunarfrelsi í landinu, með þeim áranigri að vöru- úxval er nú jafn mikið í verzl unum hér og erlendis, og margar vörutegundir, sem áður var einungis hægt að fá eftir ólöglegum leiðum eða á vissum árstímum, t. d. ■fyrir jólin, eru nú dag- lega á boðstólum í verzlun um. Hætt er við að almenn- ingi þætti ilda að sér kreppt, ef þetta innflutningsfrelsi yrði afnumið og aftur tekið upp það kerfi, sem bauð heim vöruskorti, lélegum vöru- gæðum og mjög takmörkuðu úrvali. Þetta gamla og úrelta kerfi á þó enn sána talsmenn hér á landi eins og glögglega kom fram í umræðum á Alþingi fyrir nokkrum dögum, þegar talsmaður kommúnista hélt fram þeirri kenningu að rí'kis einkasölur væru heppilegar, þar sem þær gættu þess að einungis væru á boðstólum „hóflega margar tegundir“ af sömu vöru. Þessi talsmaður kommúnista krafðist þess að lialdið yrði uppi einkasölu á viðtækjum, auðvitað með það fyrir augum að valfrelsi al- mennings í tækjakaupum yrði takmörkuð mjög. Þessi sami hugsunarháttur hefur nýlega komið fram í skrifum kommúnistablaðsins, þar sem öfundast var yfir þeirri vel- megun, sem nú ríkir hér á landi og að þvf látið liggja, að hið opinbera ætti að „hafa vit fyrir fólki“ í ráðstöfun þess á eigin aflafé, auðvitað með auknum skattaálögum eða öðrum þvingunarráðstöf- unum. ^ í ræðu sem Ólafur Björns- son flutti á Allþingi við um- ræður um afnám einkasölu á viðtækjum sagði hann m.a.: „En afstaðan til þess, hvort innflutningurinn eigi að vera frjáls eða í höndum ríkis- einkasölu, hlýtur að mínu áliti að markast af því, hverra hagsmunir það eru, sem fyrst og fremst er tekið tillit til. Eiga það að vera hags- munir neytenda eða inn- flytjenda? Að mínu áliti á aðalreglan að vera sú, að velja það fyrirkomulag, sem bezt þjónar hagsmunum neyt enda. En ríkiseinkasala er ekki fyrirkomulag sem lík- legt er til þess að þjóna vel óskum og þörfum neytenda, ekki gízt á því sviði, sem hér um ræðir, þar sem eru inn- kaup og dreifing útvarps- tækja. Það sem fyrst og íremst er heimtað af forstjóra ríkiseinkasölu, er að bann skíld þeim hagnaði, sem fjár- lög gera ráð fyrir. Bregðist það er hann vitanlega kallað- ur fyrir rétt af fjármálaráð- herra, endurskoðendum ríkis reikninga og öðrum, sem eftir lit eiga að hafa með störf- um hans. Hins vegar þarf hann ekki að standa neinum reikningsskil fyrir því hvernig hagsmunum neyt- enda hafi verið þjónað.“ Fyrir ötul-a baráttu og for- ustu Sjálfstæðisflokksins um margra ára skeið býr fólkið í þessu landi nú við svo til al- gjörlega frjálsan innflutning og mikið vöruúrval. Þar get- ur því hver og einn af eigin geðþótta valið þá vöru, dýra eða ódýra, sem hugur hans stendur til og fjárráð leyfa. En rétt er að almenningur geri sér skýra grein fyrir því að enn eru til þeir stjórn- málaflokkar, sem vilja tak- marka þetta valfrelsi fólksins og fái þeir aðstöðu til þess að koma „hugsjónum“ sínum í framkvæmd verður þess ekki langt að bíða að yfir okkur dynja á ný höft og bönn, skömmtun og takmarkanir. Baráttan stendur um val- frelsi fól'ksins eða skömmtun- arstefnu afturhaldsmann- anna. SAMGÖNGUMÁL VESTMANNA- EYINGA ITestmannaeyjar eru ein 1 stærsta verstöð landsins og árið 1965 framleiddu Vest- mannaeyingar 12% af heild- arútflutningi þjóðarinnar. Það gefur auga leið að þess- um þróttmikla athafnastað er brýn nauðsyn á tíðum og ör- uggum samgöngum við meg- inlandið. Samgöngum til Eyja er nú þannig háttað að Flugfélag íslands hefur áætlun þangað tvisvar til þrisvar á dag og Herjólfur siglir þangað tvisv- ar og þrisvar í viku. Ferðin með Herjólfi tekur 12 tíma, flugferðin 20 mínútur. í Vest mannaeyjum eru nú tvær flugbrautir, önnur þeirra fremur stutt. Vegna þess hversu aðstaða til flugtaks og lendingar er enn ófullkomin er reyndin sú að flugsam- göngur eru enn stopular og óvissar og af þeim sökum geta flugferðir fallið niður svo dögum skiptir. Á þessum samgönguerfið- leikum Vestmannaeyinga er nauðsynlegt að ráða bót. Með lengingu styttri flugbrautar- innar og fullkomnari aðstöðu flugvellinum sjálfum er hægt að gera flugsamgöngur mun tryggari. Þá hlýtur einnig að koma mjög til álita að Herjólfur taki upp fastar áætlunarferðir milli Þoriáks- hafnar og Eyja en sú ferð mun taka fjóra tíma og gefur auga leið að slákt er mun hagkvæmara þótt þá sé eftir klukkutíma akstur til Reykja víkur en 12 tíma sigling. Að- staða í Þoriákshöfn er þó enn ekki nægilega góð til þess að þangað sé hægt að hafa fast- ar ferðir. Guðlaugur Gíslason og Sig- urður Óli Ólafsson hafa flutt á Alþingi þingsályktunartil- lögu um athugun á möguleik- um þess að nota loftpúðaskip til samgöngubóta milli Eyja og meginlandsins og er sú hugmynd vissulega þess verð að hún sé atihuguð gaum- gæfilega. Ennfremur er eðli- legt að kannað verði hvort unnt er að bæta samgöngur með þyrlum. Vestmannaeyjar eru þýð- ingarmikil miðstöð útvegs og fiskiðnaðar og nauðsynlegt er að skapa þessu byggðarlagi hið bráðasta tryggari sam- göngur við meginlandið en nú er. LONDON 27. febrúar, AP. —. Adam Rapacki, utanríkisráðherra Póllands, sagði á fundi með fréttamönnum í dag að ekki væri óhugsandi, að Páll páfi VI sæi sér faert að heimsækja Pólland innan tíðar. Ekki kvaðst Rap- acki néitt geta sagt um, hvenær af slíkri heimsókn gæti orðið en taldi, að grundvöllur yrði fyrir henni á næstunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.