Morgunblaðið - 02.03.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.03.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1967. Sögulegt sumarfrí eftir Stephen Ransome þýðir sama sem, að við verðum að leita annars staðar. Á lóðinni hans Brad næst. er ég hræddur um .... á margun. 15. kafli. Þriðjudag. kl. 3.2ö. fjh. Kerry er horfin. Ég hef verið að leita að Kerry undanfarinn hálftíma. Hún er hvergi sjáanleg, og auk þess er bíllinn hans Brads horfinn. Kannski Kerry hafi tekið hann traustataki. En ekki þarf það nú samt að vera. Ef hún hefur far- ið eittihvað ein, á þessum tiima sólarhringsins, þá er það að minnsta kosti óafsakanlegt u.ppá- tæki. í>að gæti hvað sem er kom ið fyrir hana .... Nei, hertu upp hugann, Ran- some. Þetta þart ekki að vera neitt alvarlegt. Það er sennilega fullsnemmt að fara að berja á burðir og draga fólkið úir rúm- unum og æpa á lögregluna. Bíddu að minnsta kosti í nokkrar mín- útur enn. Gott og vel, ég skal bíða í nokkrar mínútur — en heldur ekki nema nokkrar. Ef Kerry skilar sér ekki rétt strax, skal ég setja allt á annan endann. Meðan ég les þetta á bandið, er ég að horfa út um gluggann í svefnherberginu mínu. í»að er aldimmt og eins úti fyrir, en ég get samt rétt grillt bílskúrinn. Ég mun geta séð bílinn hans Brads héðan — og Kerry í hon- um — vona ég, þegar .... ef .... hún kernur aftur. Verði hún ekki komin eftir i mesta lagi fimm minútur, geri ég hávaða, svo að um munar. Ef mér hefði ekki dottið í hug, að aðgæta hvort Kerry væri hátt uð, áður en ég fór í rúmið, þá avæfi ég nú svefni hinna rétt- látu og vissi ekki neitt um neitt. Eftir að hafa lokið við skýrsl- una, sem hér fór á undan, sat ég stundarkorn, reykjandi og drakk nœturdrykkinn minn og var að ráða það við mig, hvort ég ætti að ganga hart að Brad — við- víkjandi líki Evvie, og ljúka því áður en leitarflokkurinn kæmi — en þess gat ekki orðið langt að bíða, héðan af. Ég var hálf- ringlaður af svefnleysi, og ákvað því að láta þetta gott heita — en ráðast að Brad strax í fyrra- málið. En áður en ég legðist út af, ætlaði ég að fara yfir gang- inn og vita, hvort allt væri í lagi með Kerry. I>að var ekki læst hjá henni. Ég opnaði, kveikti ljós og sá, að enginn var í rúminu hennar. Hún hafði læðst út svo hljóð- lega, að ég varð þess ekki var. Og hún hafði ekki klætt sig, því að fötin ’hennar héngu á stól, en skórnir, sokkarnir og brjósta- haldið lá víðsvegar á rúminu. Eftir því að dæma var hún að- eins í náttkjól — ef þá það — undir sloppnum. Þetta ætti að þýða sama sem að hún hefði ekki farið langt, heldur gengið fram í eldlhús eftir mjólkur- glasi, eða eitthvað þessháttar. En í eldhúsinu var hún ekki. Heldur ekki í stofunni. Heldur ekki neinsstaðai' í húsinu, og heldur ekki úti fyrir. Ég gekk um garðinn, langs og þvers og kallaði nafnið hennar. Ég gekk um alla kjúklingagarðana, dauð- hræddur og bjóst við að finna hana dauða einhversstaðar þar. En það var engin Kerry þarna neinsstaðar. Bíðum .... Nei, það var ekk- •rt annað að gera en bíða. Ef Kerry verður ekki kom- inn eftir mínútu, skal ég gera meiri hávaða en versti bruna- kallari. Bíða. Nei, sjáum til. Þarna skein einhver ljósglæta á bílskúrinn. Það var bíll, sem var rétt að snúa við utan af veginum. Og nú kem- ur Ihann löturhægt upp eftir brautinni. Bíllinn er að færast inn á bíla- stæðið. Ég sé hann greinilega nú. Það er bíllinn hans Brads. Nú er slökkt á honum og ekill- inn stígur út. Það er ekki Kerry. Það er karl maður. Brad .... Hann er eins síns liðs. Brad hefur gengið frá bílnum og að dyrunum á vinnustofunni sinni. Nú stingur hann lyklinum í skráargatið .... Nú er hann kominn inn, kveikir ljósi og læs- ir að sér. Dregui niður glugga- 24 VVVV tjöldin. En ekkert sést til Kerry enn. Ég þoli þetta ekki lengur. Bezt að fara strax og segja Brad frá því. Nei, bíðum við. Dyrnar á bilnum hans Brads opnast aftur, hægt og rólega. Ein hver stígur út. Smávaxin og fer sér hægt. Er það Kerry? Jú, víst er það Kerry. Það virðist vera allt í lagi með hana, jafnvel þótt hún hagi sér eins og þjófur á nóttu .... Kerry fór ekki á eftir Brad inn í vinnustofuna. Fyrst athug- aði hún, hvar hann væri — og svo flýtti hún sér inn í húsið. Nú stendur hún úti á gangin- um eins og hún sé að hugsa sig um, hvað hún eigi að gera næst. Nú ber hún á dyrnar hjá mér. 16. kafli. Kl. 4.15 fJi. Kerry leit helzt út eins og flóttamaður, sem kemur neðan úr kjalsogi á kæliskipi. Varirnar voru bláar og nefið eldrautt, er hún kom inn og hélt að sér örm- um til að stöðva skjálftann. Sýni lega var hún að byrja með lungnabólgu, sem var sjálfri henni að kenna, en samt var eins og hún gerði sér ekki ljóst þetta auma ástand sitt. En það var bara vegna þess, að hún hafði svo mikið annað að hugsa. — Steve, sagðí hún og hakan á henni skalf, — Steve, ég er bú- in að komast í nokkuð, sem ég get bara ekki skilið ....... Ég skellti henni upp í rúmið mitt í slopp og öllu saman, og var ekkert sérlega mjúkhentur, en ég vildi fyrst og fremst reyna að þíða hana upp. En hún vildi endilega sitja uppi, svo að ég kom með teppi í viðbót og sveip- aði því um herðar hennar, og setti svo kodda við bakið á henni. Ég spurði hana, hvort hún vildi fá 'hitaflösku. Hún af- þakkaði það, en ég held, að hún hafi elrki heyrt almennilega til min. Ég skellti í hana vænum skammti af vískíi. lét síðan var.n ið renna úr krananum, þangað til það var orðið sjóðheitt og gaf henni svo glas af því til að skola niður viskíinu með. — Þú ert alltof góður við mig, Steve, sagði hún. — Það er ekki nema satt, sagði ég harkalega. — En ég botna nú samt ekkert í þessu. Hún flýtti sér að segja: — En ég hef ekkert gert illt af mér —- ég á við, ekki viljandi. Svei mér þá. Þetta byrjaði í fullu sak- leysi og gerði engum neitt til, en áður en ég vissi af, var ég orðin föst í gildrunni. — Vitanlega, elskan, Steve skil ur þetta allt. Þetta gæti komið fyrir hvaða stúlku sem væri, ef hún er nógu vitlaus til að gefa tilefni til þess. Hún sendi mér illt auga, saup svo hressilega á glasinu og fór svo aftur að hugsa. — Brad vill losna við mig .... og lái honum það hver sem vill. Ég spurði. — Og ihefur hann sagt það við þig benum orðum? — Já, hann bað mig beinlínis um að fara. — Hvenær var það? Þegar ég ætlaði að fara að hátta. Hann kom inn til mín. Sagði, að þetta Evvie-mál væri mér óviðkomandi frá fyrstu byrjun, svo að ég ætti ekki neitt að vera að sletta mér fram í það. Bezt væri fyrir mig að vera einhvers staðar annars staðar, það sem eftir væri af fríinu mínu. Og auðvitað taldi hann mér þetta vera fyrir beztu. — Nú, hvað ætlarðu þá að gera? — Ja, hvað get ég gert? Það er búið að reka mig? En hversvegna gat það verið, hugsaði ég. Haíði Kerry ein- hvernveginn ruglað fyrir Brad í sambandi við þetta aðaláhyggju efni hans? Mér er illa við að segja þetta, kennari, en pabbi sagði í gær, að komi ég ekki með betri einkunn, þá verði einhver hýddur! — Svo að þú hverfur þá að sjálfsögðu héðan sem fyrst, sagði ég huglhreystandi. Var þetta það merkilega, sem þú komst í áð- an? — Nei, það stafaði af þessu, sem ég var að segja þér. Eft'r að Brad fór frá mér, gat ég eKki sofið. Ég bylti mér tímunum saman og loks ákvað ég að fara niður í búr og fá mór bita. Ég fór í slopp og setti upp inniskó, en um leið og ég kom út um dyrn ar, sá ég að Brad flýta sér niður stigann. Hann var afskapiega oró legur — og það var eins og har.n þyrfti að gera eitthvað mjóg árið andi. Jæja, klukkan var orð:n hálfþrjú. — Og þú eltir hann auðv.tað? — Vitanlega. Ég ihafði svo m.kl ar áhyggjur af honum. Ég for niður og þá var hann kominn út úr ihúsinu. Ég fór líka út og gat rétt séð þegar hann gekk inn í vinnustofuna sína. Kerry saup aftur á glasinu og var önnum kafin að hugsa. — Ég ávað, að Brad skyldi leysa frá skjóðunni við mig, og því fyrr því betra, svo að ég gekk yfir að vinnustofunni, en fór samt ekki inn, heldur 'horfði á hann gegn um gluggann. Hann var afskaplega órólegur og var eitthvað að róta í skrifborðinu sínu og leita í öllum skúffunum. Það var örvæntingarsvipur á andlitinu á honum. Enn saup hún á, og enn hugs- aði hún sig um. — Ég hugsaði mér, að ég skyldi lofa honum að róast dáiíí- ið betur — en engu að síður vildi ég komast að því, hvað að hon- um gengi. Bíllinn hans Brads 81100 þarna úti á stæðinu, svo að ég ska eið inn í hann til þess að bíða þar, en mundi þá aðvörun- ina hennar ömmu þinnar um að fara varlega og læsti því að mér. — Kellingin verður hrifin, góða mín. - Ég var varla búin að koma mér fyrir í aftursætinu, þegar Brad kom út og stefndi beint á bílinn og mig. Ég varð diálítið hrædd og vildi ekki, að Brad sæi, að ég væri að njósna um hann, svo að ég grúfði mig nið- ur bak við framsætið og opnaði læsinguna Brads megin um leið — og Brad steig inn. Það næsta sem ég vissi, var að hann ók af stað, hægt og hægt, ón þess að vita, að hann hafði anig fyrisr far þega .... Þú sérð, Steve, að ég gat ekki að þessu gert, eða finnst þér það? — Nei, vitanlega ekki. Heldur bjánaleg spurning. Brad sneri í áttina til Cross- gate. Eftir nokkrar mínútur stöðv aði hann bílinn en fór samt ekki út. Þetta var hjá Feirjuhorninu — staðnum þar sem vegurinn beygir niður að ánni. — Kannski hefur hann viljað atlhuga, hvort noklkur væri að elta hann. Hann leit allt í kring um sig og það umlaði eitthvað í honum, rétt Hitarar - Master Hitarar Model M-50E Model B-99E Model B-120E Model B-155E Model B-320E Hitamagn - BTU á klst. 50.000.00 75.000.00 120.000.00 150.000.00 320.000.00 St«r8 f cra Lengd 75 »0 107 •7 150 • Breidd 32,4 49,5 49,5 44 76 Hæ8 41 55 62,5 64,8 89 í^ngd í kg. ( án olfu ) 16,8 21 41 41 72 Búmtak olfugeymia, f lftrum 17 34 52 M 120 Aætluö olfueyösla, í lítrum á klst. 1,25 S 3,26 4,1 8,6 Tfmar, á einni tankfylH 13,6 16,5 15,5 12 14 Loftmagn, upphitað (c.f.m.) 100 345 450 600 1600 Mótor: 220 volt, 50 r*S, 1 fasa 1/8 hö 1/8 hö 1/4 hö 1/3 M 1/2 hö SnúningshraOi 3450 3450 3450 3460 1726 Hitastillir (thermostat) Fáanlegt Fáanlegt Fáanlegt Fáanlegt Fáanlegt Síðasta sending vetrarins er komin Fimm stærðir fyrirliggjandi. — Þeir sem vilja fá MASTER hitara, úr þessari sendingu, ættu að tryggja sér þá sem fyrst. ttsölustaðir: Byggingavöruverzlun Akureyrar og Verzlun Elíasar Guðnasonar, Eskifirði. I, KUTIIimi t JIIIIOIII Grjótagötu 7 og Ármúla 1. — Sími 24250.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.