Morgunblaðið - 02.03.1967, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.03.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1967. 19 Lelkfélag Kópavogs: Ú, amma Bína Klöfundur: Ólöf Árnadótfir Leikstfóri: Fiosi Ólafsson SÍÐASTLIÐINN föstudag frum- sýndi Leikfélag Kópavogs nýtt barnaleikrit „Ó, amima Bína“ eftir Ólöfu Arnadót'tur, sem einnig gerði tónlist við leikritið. Hvorki verkið né sýningin voru vel úr garði gerð, en börnin eru þakklátir áheyrendur og hafa sjálfsagt af skemmtun þessari talsverða ánægju. „Ó, amma Bína“ segir frá tví- burunum Lóu og Þresti og ömmu þeirra, Jakobínu. Börnin eru ærslafengin og sú gamla ræð ur lítt við þau. Fyrsti og þriðji þáttur gerast á heimili ömmunn- ar, en anr.ar þáttur á Þingvöll- um, þar sem segir frá því, hvern- ig kaffikanna ömmu komst í eigu ættarinnar, en gripur þessi var upprunninn úr álfheimum. Því miður nægir atburðarás leik- ritsins ekki til að gera það spenn andi og hvorki atvik né texti eru svo fyndin, að þau „geri sigg sjálf“, þ.e.a.s. ár. viðauka frá leikendum. Þó örlar einstöku sinnum á stemmningu, en aldrei tekst að halda henni lengi. Leikstjóranum, Flosa Ólafs- syni, hefur ekki tekizt að gera sýninguna samfellda og skemmti- lega eða hafa hemil á fullorðnu leikendunum. Hins vegar virtust allar staðsetningar sæmilega unnar og ærslaatriði tvíburanua og hópatriði barnanna tókust einna bezt. Þá stingur það mjög í stúf við aðra hluta sýningar- innar, að láta einn leikandan’i, Einar Torfason, sem lék með- hjálparann í 2. þætti og lögregu- þjón í 3. þætti, hafa í frammi tilburði af ýktasta og fáranleg- asta tagi, enda hafði það ekki tii- ætluð áhrif á á'horfendur. Besrtu frammistöðu á sýning- unni sýnd'i Olga Kristjánsdóttir í hlutverki Lóu, og Árni Árna- son gekk tiltölulega vel í hlut- verki Þrastar, bróður hennar. Amma Bína, var slysalaust en tilþrifalaust leikinn aif Bryn- hildi Ingjaldsdóttur, en söng- röddin var í allraminnsta lagi. Vinkonur ömmu voru leiknar af Líneyju Bentsdóttur og Sigríði Einarsdóttur á cfcálítið skoplegan hátt, en hvort sem um er að kenna leikstjórn eða tauga- spennu á frumsýningu, var tíma- setning tilsvara þeirra og klaufa legar hreyfingar um sviðið mjög til að draga úr fyndninni. Guðmundur Gíslason leik séra Þorstein eðlilega, en ekki sköru- lega. Kona hans var leikin af Maríu Vilhjálmsdóittur, sem átti í miklum erfiðleikum með texta- framsögn sína. Einar Torfason fór með hlutverk Gísla meðhjálp ara og einnig lögregluþjóns í síðasta þætti. Annan lögreglu- þjón lék Frosti Bergsson. Hópur barna kom fram í gerfi ál'fa í öðr um þætti og sem leitarflokkur í hinum þriðja. Voru börnin frem- ur eðlileg í framgöngu. Fyrir þeim voru Rakel Guðmundsdótt- ir og Sigurður Sigþórsson, sem bæði fóru vel með lítil hlutverk. Ólöf Árnadófctir hefur einnig samið lögin við leikritið. Hún virðist fara mjög troðnar slóð'r, en útsetning Leifs Þórarinsson- ar er smekkleg og undirleikur Grettis Björnssonar góður. Hns vegar veittist leikendunum erf- itt að halda hljóðfalli undirleiks- ins. Leiktjöld gerði Þorgrímur Einarsson. Örnólfur Árnason. Líney Bentsdóttlr og Slgríður Einarsdóttlr í hlutverkum sínum. Erum flutt að Laugavegi 33 Opnum í dag Laugavegi 33. Olga Kristjánsdóttir, Brynhildur Ingjaldsdóttir og Árni Árnason í hlutverkum tvíburanna og ömmu Bínu. * Gætið að velferð barnanna veljið þeim rétta skó. AKA 64 er réttalausnin. Kaupið skóna hjá skósmið Skóverzlun og skóvinnustofa Sig urbjörns Þorgeirssonar, Verzl- unarhúsinu, Miðbæ Háaleitisbra ut 58—60. Góð bílstæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.