Morgunblaðið - 02.03.1967, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.03.1967, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. MARZ. Ifr67. 11 Kvenskátar í útilegu yifingar á fundi - BADEN POWELL Framhald af bls. 17. England og það háfi bezt sýnit sig í báðum heimsstyrjöldunum. Fyrsta skátamótið var svo 'haldið árið 1911 og voru 26 þúsund drengir þar þátttakendur, og ár- ið 1912 var gefið út sérstakt kon- ungsbréf, þar sem stjórn skáfa- hreyfingarinnar í Bretlandi var falin skátahöfðingja og skáta- ráði. Var það mjög óvenjulegt, að æskulýðshreyfing fengi kon- ungsbréf í Englandi eftir svo skamiman tíma, eða fjögur ár. Árið 1914, þegai stríðið braust út, fóru sveitarforingjarnir í herinn, en flokksforingjarnir héldu árfram skátastarfi og skáta drengir tóku að sér að standa vörð á mikilvægum stöðum og með ströndum fram. Hlutu þeir fyrir það hið mesta lof. Dreng- irnir sjálfir höfðu í raun og veru hrundið skátahreyfingunni af stað og það voru þeir, sem björg- uðu henni út úr fyrsitu stóru prófrauninni og meira en það, í lok stríðisins var skátahreyfingin í Bretlandi orðin mun öflugri og áhrifameiri heldur en hún var í stríðsbyrjun. Árið 1919 var skáta hreyfingunni gefið svæði í út- jaðri Epping-skógar við London og er það Gilwell Park. Var þar reist æfingamiðstöð fyrir skáta- foringja og er þar nú alþjóðleg- ur foringjaskóli. Árið 1920 ósk- uðú skátarnir eftir því, að Baden Powell yrði ekki aðeins skáta- höfðingi Englands, heldur al- heimsskátahöfðingi, en um það leyti voru starfandi um ein millj- ón skáta í 32 löndum. Árið 1929 var Baden Powell aðlaður, Sir Baden Powell af Gilwell. >á voru skátarnir 2 milljónir og 3 milljónir voru þeir orðnir 1937, þegar Baden Powell var sæmdur Order of Merit. Alls eru skáter nú um 17 milljónir . Þegar Baden Powell var rúm- lega fimmfugur að aldri, kvænt- ist hann og kona hans, Olave Baden Powell, varð honum stoð og stytta í skátastarfi og stofn- uðu þau til kvenskátastarfs, sem náði mjög mikilli útbreiðslu, eins og skátastarf meðal drengja. Lady Baden Powell er enn á lífi og ferðast um á milli skáta- landa og hvetur skáta tid starfa, hvar sem hún kemur. Baden Powell og Lady Baden Powell komu hér árið 1908, þá var hann orðinn heilsutæpur og fór ekki frá skipsfjöl. Lady Baden Powell hefur komið hér tvisvar síðan, síðast árið 1962, þegar íslenzkir skátar héldu há- tíðlegt fimmtíu ára afmæli skófa starfs á Íslandi. Síðustu ár ævi sinnar dvaldi Baden Powöll mjög í Afríku, sem hann unni mjög. Hann átti sér bústað nálægt Kenyafjalli, dó þar 8. janúar 1941 og er grafinn á stað, sem hann sjálfur hafði ákveðið, og sér þaðan yfir til Kenyafjalls. Síðasfa ávarp Baden Powells fannst meðal skjala eítir lát hans, fer það hér á eftir: „Kæru skátar! Ef þið hafið einhvern tíma séð leikinn „Pétur Pan“ minnizt þið þess, að ræningjaforinginn var alltaf að flytja skilnaðarræðu sína, af því hann var hræddur um, að honúm gæfist kannske ekki tími til að flytja hana, er dauða hans bæri að. Það er líkt á komið fyrir mér,. og þótt dauð- inn hafi ekki vitjað mín enn, meðan ég skrifa þetta, veit ég, að hann bíður á næsta Ieiti v!ð mig, og þyí langar mig að segja ykkur nokkur orð að skilnaði. Minnizt þess, að þetta er það síðasfa, sem þið heyrið frá mér. og gleymið því ekki, hvað mér liggur á hjarta. Ég heif verið einkar hamingju- samur maður og vildi, að þið ætt uð eins hamingjusamt líf fyrir höndum. Ég trúi því, að guð hafi sent okkur inn í þenna glaða heim, til þess að við gætum verið ham- ingjusamir og notið lífsins. Það eru ekki auðæfi, sem veita okk- ur hamingju og ekki heldur sér- plægnin eða starfsframinn ein- göngu. Þið stigið skref í rétta átt, ef þið kappkostið, að gera ykkur hrausta og sterka, meðan þið eruð drengir, svo að þið getið orðið að liði á fullorðinsárunum og um leið notið lífsins. Ef þið aukið þekkingu ykkar á náttúrunni, munu augu ykkar opnast fyrir dásemdum og feg- urð þessa heims, sem guð skapaði mönnum til yndis og ánægju. Verið ánægðir með ykkar hlut- skipti, og rækið Mutverk ykkar sem bezt. Lítið á bjartari hliðar tilverunnar í stað hinna skugga- legu. En hina raunverulegu ham- ingjuleið haldið þið, etf þið gerið aðra hamingjusama. Reynið að skilja svo við þenna heim, að hann sé einhverja vifcund becri en hann var; og þegar dauðinn sækir ykkur heim. getið. þið dáið ánægðir í þeirri trú, að þið hafið að minnsta kosti ekki eytt tíma ykkar í. óþarfa, heldur lagt ykk- ar til að láta sem bezt af ykkur leiða. „Verið viðbúnir“ á þann hátt, að lifa hamingjusömu lífi og deyja ánægðir — haldið jafnan skátaheitið — engu síður á fuli- orðinsárunuim en í æsku — og megi guð styrkja ykkur til þess. Vinur ykkar, Baden Powell“. Stundum hefui verið spurL Hvers vegna átti skátareglan strax svo miklum vinsældum að fagna, ekki aðeins í Bretlandi, heldur einnig í mörgum og ílíK- um hlutum heims og meðal drengja af öllum litariháttum, trúflokkum og tungumálum. Ég vísia þar til orða Rowallans lá- varðar. Hann segir: Skátareglan höfðar til náttúrulegrar eðlis- hvatar drengjanna og miðar að því að leiða þá inn á brautir skapandi uppbyggingar, en ekki niðurrifs. Drengir leitast alls sitaðar við að mynda hópa undir forustu eins þeirra í leit að ævin týrum og af sjálfsbjargarlöng- un. Foringi, t.d. flokksforingi i skátastarfi, hefur með höndum ábyrgð á velferð, aga og þjálfur. drengjana. Hann lærir að stjórna af reynslunni og uppgötvar brá'tt, að það eru ekki vandar höggin eða refsingarnar, sem gefa honuim vald og virðingu, heldur er það fordæmi hans sjálfs, sem vekur traust drengj- anna á forustu hans. Loforð um að rækj-a skyldu sína við guð og ættjörðina, að hjálpa alltaf öðrum og hlýða skátareglunum, allt þetta opnar augu drengj- anna fyrir því, að sérhverjum forréttindum fylgir skylda. Skyld an við guð kemur fyrst. Baden .Powell vissi, að ekkert, sem átti að hafa varanlegt gildi, var hægt að byggja á nokkurri annarri undirstöðu. Hann vissi, að það var til sameiginiegur jarðvegur, þar sem allir gátu rmætzt án þess að breyta út af sannfæringu sinni og siðum. Með því að halda fast við trú á einhverju afli fyr- ir utan og ofan okkur sjálf og láta jafnframt drengjunum eftir að skilgreina þetta afl eftir eigin sannfæringu, auðnaðist honum að tengja saman kristna menn og Gyðinga, Múihameðs't'"ú- armenn og Búddatrúarmenn í eina fjölskyldu, sem var innblás- in af einni sameiginlegri hug- sjón. Hugmyndin um þjónusru við aðra veitir skátunuim ábyrgð artilfinningu og sjálfsvirðingu og út frá því er auðvelt að byggja upp gagnkvæma virðingu og skilning, sem ryður svo aftur braut hugsjóninni um bræðralag við gervallt mannkyn“. Skátum mistekst oft í starfi og er því gjarnan haldið á lofti. Sigrarnir, sem við vonum að séu tiltölulega fleiri og stærri en við gerum okkar grein fyrir, liggja fremur í þagnargildi. Þó mætti segja, að stærsta viðurkenningin á ágæti skátahreyfingarinnar sé sú, að hún er oftast það fyrsta, sem sénhver einvaldur ryður úr vegi og bannar. Á þessum degi, 22. febrúar, minnast margir Baden Powells, aliheimsskátahöcfðingja. En það er ekki í formi dýrkunar, heldur I þakklætisskyni fyrir það, að hann skyldi verja síðari hluta ævi sinnar til þess að byggja upp æskulýðsstarf sem svo marg ir eru þakklátir fyrir að fá að hafa notið. í skátastarfi kemur fram hinn miklivægi þáttur félagslegrar þjálfunar, sem hef- ur tengt aðra hópa samian, það er þjónustan við aðra. Þjónusta er eitt af grundvallarmarkmið- um Rotary-hreyfingarinnar. Þess vegna er eðlilegt, að Rotary klúbbar veiti stuðning þeirri starfsemi, sem stuðlar að því að auka þjónustuvilja og þjónustu- lund með æskufólki. íslendlngar í kynnssför tll Bieilands EINS og að undanförnu hefur brezka utanríkisráðuneytið boð- ið íslendingum úr ýmsum stétt- um til hálfsmánaðar kynnis- dvalar í Bretlandi. Að þessu sinni eru það þeir Páll Líndal, borgarlögmaður, Magnús H. Magnússon, bæjar- stjóri í Vestmannaeyjum og Lárus Jónsson, bæjargjaldkeri, Ólafsfirði. Flugu þeir utan í morgun, 1. marz. Þeim til að- stoðar verður Brian Holt, ræðis- maður. FriSsamt í Keflavík SÍÐASTLIÐNA helgi var óvenju friðsöm í Keflavík, að sögn lög- reglunnar þar, en hún hafði bú- izt við drykkjulátum og öðrum ærslum, vegna þess, að áfengis- útsala var opnuð í kaupstaðnum á föstudag. Aðalfundur Landsmála- fél. Fram ■ Hafnarfirði Stefán Jónsson, bœjarfulltrúi, formaður SL. miðvikudag hélt Landsmála- fél. Fram í Hafnarf. aðalfund sinn og var hann mjög fjölmenn- ur. Formaður gerði grein fyrir störfum félagsins á liðnu ári, og ber skýrsla hans með sér að starf félagsins hefur verið með ágæt- um. Kjörin var stjórn félagsins og hlutu þessir kosningu. Stefán Jónsson, bæjarfulltrúi, sem var endurkosinn formaður, og með- stjórnendur þeir Sigurður Kristj ánsson, málarameistari, Stefán Sigurðsson, kaupmaður, Gestur Gamalielsson húsasmíðameistari, Finnbogi F. Arndal, fulltrúi. Varamenn í stjórn voru kjörnir; „ Þórður Stefánsson, framkvæmdar stjóri, og Gunnlaugur Ingason, byggingameistari. ATLAS Kæliskápar — Frystiskápar — Frystikistur 14 GERÐIR - STÆRÐIR VIÐ ALLRA HÆFI • ATLAS kaeli- og frystifækin eru glæsileg útlits, stílhrein og sígild. • ATLAS býður fullkomnustu tækni, svo sem nýja einangrun, þynnri en betri, sem veitir aukið geymslurými og meiri styrk. • ATLAS full- nýtir rýmið með markvissri, vandaðri innréttingu, og hefur m.a. lausar, færanlegar draghillur og flöskustoðir, sem einnig uuðvéldar hreinsun. • ATLAS kæliskóparnir hafa nýtt, lokað ★ ★ ★ djúpfrystihólf með nýrri gerð af hinni snjöllu, einkaleyfisvernduðu 3ja þrepa froststill- ingu. • ATLAS býður einnig sambyggða kæli- og frystiskópa með sér hurð og kuldastillingu fyrir hvorn hluta, alsjólfvirka þíðingu og raka blósturskælingu. • ATLAS hefur hljóða, létta og þétta segullokun og möguleika ó fótopnun. • ATLAS skóparnir hafa allir færanlega hurð fyrir hægri eða vinstri opnun. • ATLAS hefur stöðluð mól og inn- byggingarmöguleika með þar til gerðum búnaði, listum og lofþ ristum. • ATLAS býður 5 óra óbyrgð ó kerfi og trausta þjónustu. • ATLAS býður hagstætt verð. • ATLAS er afbragð. S í MI 2 4 4 20 - KÆLISKÁPAR .... — 4 STÆRÐIR SAMBYGGÐIR KÆLI- OG FRYSTISKÁPAR . — 2 STÆRÐIR FRYSTISKÁPAR .... — 3 STÆRÐIR FRYSTIKISTUR .... — 3 STÆRÐIR VIÐAR-KÆLISKÁPAR — 2 STÆRÐIR með og ón vín- og tóbaksskóps. Vol um viðarYegundir* FYRSTA FLOK.KS FRÁ.... SUÐURGÖTU 10 - REYKJAVlK Sendisveinn óskast hálfan eða allan daginn. Vinnufatagerð íslands hf. Vesturgötu 17. TiglóUar peysur með samlitum sokkum nr. 42—46. Síðasta Parísar- tízka. Peysur með rúllukraga — Frottepeysur — Crimp- Ienekjólar og dragtir á 6—12 ára telpur. — Telpukápur á 7—13 ára. Mikið úrval. — Heils- ársdragtir nr. 36 og 38. KOTRA SF. Framnesvegi 3 — sími 17021.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.