Morgunblaðið - 02.03.1967, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.03.1967, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR-2. MARZ lí>67. Glæsilegur árangur Fram í knattspyrnu og handbolta — og markvisst unnið að undirbúningi nýs félagssvæðis AÐALFUNDUR Knattspyrnufé- lagsins Fram var haldinn s.l. laugardag. Á fundinum kom fram, að aðalstjórn félagsins hef- ur unnið markvisst að undirbún- ingi framkvæmda við hið nýja félagssvæði Fram við Miklu- braut. Standa yfir samningar milli Fram og borgaryfirvald- anna um þessar mundir og eru allar likur á, að hafizt verði handa um uppbyggingu svæðis- ins innan tíðar. Jón Þorláksson, formaður Fram flutti skýrslu aðalstjórnar. I upphafi fundar minntist hann Sigurðar E. Jónssonar, fyrrum formanns Fram, sem lézt á síð- asta árL Risu fundarmenn úr sætum í virðingarskyni við hinn látna forustumann félagsins. Fyrir fundinum lágu fjölritað- ar skýrslur knattspyrnudeildar og handknattleiksdeildar. Fram náði mjög góðum árangri bæði í knattspyrnu og handknattleik á síðasta ári og vann ekkert félag eins mörg mót í knattspyrnu og Fram. f knattspyrnunni vann Fram 12 mót og í handknattleik 7 mót af 14, eða 50%, sem verð- ur að teljast mjög góð útkoma. Knattspyrnan Stjórn knattspyrnudeildar á siðasta ári var skipuð eftirtöld- um mönnum: Formaður Alfreð Þorsteinsson, varaformaður Hin- rik Einarsson, ritari Hilmar Svavarsson, gjaldkeri Þorkell Þorkelsson og spjaldskrárritari Þorgeir Lúðvíksson. Knattspyrnudeildin vann að mörgum verkefnum á síðasta ári, m. a. kom skozka atvinnumanna- liðið Dundee Utd. í heimsókn á vegum deildarinnar. Þá fór 2. flokkur félagsins í keppnisför til Danmerkur og náði ágætum ár- angri. M. a. sigruðu Fram-pilt- arnir dönsku meistarana í sínum aldursflokki. Aðalmál deildarinnar var að rétta meistaraflokkinn við, en Fram féll úr 1. deild 1965 og lék í fyrsta skipti í 2. deild á síðasta ári. Karl Guðmundsson var ráð- inn þjálfari meistaraflokks og vann ötullega að þjálfuninni. Dvöl Fram í 2. deild varð því ekki löng og vann félagið sæti sitt í 1. deild aftur. Karl Guð- mundssoa þjálfaði einnig 1. flokk, sem sigraði í Reykjavíkur- móti. Þjálfari 2. flokks var Hilmar Svavarsson. A-liðið sigraði í Reykjavíkurmóti og hefur auk þess möguleika á sigri í haust móti, en því móti er ekki lokið enn. B-liðið stóð sig einnig mjög vel, tapaði engum leik og sigraði í öllum mótum sumarsins, þ. e. Reykjavíkur-, miðsumars- og haustmóti. Að launum hlaut flokkurinn „Gæðahornið" svo- kallaða, en það hlýtur sá flokkur félagsins, sem beztri útkomu nær hverju sinni. Þjálfari 3. flokks var Jóhannes Atlason. Útkoma 3. flokks var sérstaklega góð. A-liðið sigraði í íslandsmóti og haustmóti og b- liðið sigraði í öllum mótum sum- arsins. Jóhannes þjálfaði einnig 4. flokk, en sá flokk.ur náði ekki eins góðri útkomu að þessu sinni. Þjálfarar 5. flokks voru Alfreð Þorsteinsson, Skúli Nielsen og Hilmar Ólafsson. A-liðið sigraði í Islandsmótinu eftir mjög skemmtiiega og tvisýna baráttu við FH. Alls hlaut Fram 173 stig út úr mótum sumarsins af 278 mögu- legum, skoraði 337 mörk gegn 221 og sigraði í 12 mótum af 33, en möguleiki er að vinna 13. mótið. Auk annarra verkefna, stóð knattspyrnudeildin fyrir útkomu félagsblaðs. Á aðalfundi knattspyrnudeild- ar, sem haldinn var í nóvember, var Hilmar Svavarsson kjörinn formaður, en aðrir í stjórn eru Sæmundur Gíslason, Þorkell Þorkelsson, Þorgeir Lúðvíksson og Einar Árnason. Handknattleikur Stjórn handknattleiksdeildar á síðasta ári var þannig skipuð: Formaður Birgir Lúðvíksson, varaformaður Sveinn Ragnars- son, gjaldkeri Hilmar Ólafsson, ritari Bjarney Valdimarsdóttir og spjaldskráritari Þorgeir Lúð- víksson. Þjálfari meistara- og 1. flokks var Karl Benediktsson. Varð Fram Rey k j a víkurmeistari og hlaut 2. sæti í íslandsmóti. 1. flokkur sigraði í íslandsmóti. Þjálfari 2. flokks var Sveinn Ragnarsson og náði þessi flokkur mjög góðum árangri, vann alla sína leiki og varð því bæði Reykjavíkur- og íslandsmeistari. Þjálfari 3. flokks var Gylfi Jó- hannesson. Tapaði flokkurinn að- eins 2 leikjum, en náði þó hvorki að sigra í Reykjavíkur- né ís- landsmóti. Þjálfarar 4. flokks voru Frí- mann Vilhjálmsson og Friðgeir Indriðason. Þjálfari meistara-, 1. og 2. flokks kvenna var Hilmar Ólafs- son. Meistaraflokkurinn náði 50% útkomu úr mótunum, hlaut 9 stig af 18. 1. flokkur kvenna sigraði bæði í Reykjavikur- og íslands- móti. Og 2. flokkur sigraði í Is- landsmóti. Gunnlaugur Hjálmarsson — ein skærasta stjarna Fram-liðSins. í byrjendaflokki stúlkna voru Bjarney Valdimarsdóttir og Hrafnhildur Helgadóttir þjálfar- ar. Á keppnistímabilinu 1965—66 lék Fram samtals 66 leiki, sigraði í 47, gerði 7 jafntefli og tapaði einungis 12 leikjum. Hlaut Fram 101 stig af 132 möguleigum og sigraði í 7 mótum af 14. Alls skoraði Fram 795 mörk í þessum leikjum og fékk á sig 559. Á aðalfundi deildarinnar, sem haldinn var um mánaðarmótin nóv.-des. var Birgir Lúðvíksson endurkjörinn formaður, en aðrir Framihald á bls. 31. Milan vann Real 2-0 INTER MILAN vann Real Madrid í gærkvöldi með 2-0 og hefur með þeim sigri tryggt sér rétt til undanúrslita (4 liða) og ætla flestir að nú sé sigurbraut liðsins rudd. í gærkvöldi fóru fram ýmsir af Evrópuleikjunum í keppnun- um þremur. Úrslit urðu þessi: Meistaralið: Inter Milan — Real Madrid 2-0 Vojvodina (Jug) — Celtic 1-0 í fyrra vann Real Madrid bik- arinn í 6. sinn. Linfield (frl.) — CSKA (Búlgaría) 2-2 Ajax — Duikla Prag 1-1 Bikarlið: G. Rangérs R. Zaragosa 2-0 Eigo oldrei ofturkvæmt SVISSNESKA knattspyrhusam- bandið hefur ákveðið að ef ein- hver svissneskur leikmaður eða þjá'lfari gerist starfsmaður hjá einhverju liði er leiki í „þjóð- legu atvinnumannadeildinni“ bandarísku eigi þeir aldrei aftur kvæmt í svissnesk félög. Tilkynning þessi var gefin út skömmu eftir að alþjóðasam- bandið ihafði aðvarað aðildar- félög sín um að margir af beztu leikmönnum ýmissa Evrópu- liða stæðu í samningum við for- ráðamenn bandarísku deildar- innar nýstocfnuðu. Sacmbandið bætti við að eina viðurkennda samband knatt- spyrnumanna í Bandaríkjunum væri „N-Amerí'ku knattspyrnu- deildin", sem er aðili að alþjóða sambandinu. RÚSSINN Valentin Chistja- kov setti á miðvikudag óstað- fest heimsmet í 50 m grinda- hlaupi. Hljóp hann á 6.5 sek. Tíminn er 1/10 úr sek betri en landi hans átti. Skólamótið í frjáls- íþróttum II. marz Þátttökutilkynningar skortir Myndin sýnir gegn Napoli 3 að nokkru ólætin er urðu á dögunum er enska liðið Burnley vann sinn fyrri leik :0 og urðu áhorfendur ákvæða við. SKóLAMÓT í frjálsum íþrótt- um verður haldið 11. marz n.k. eins og áður hefur verið skýrt frá. Fer mótið fram í íþrótta- höllinni í Laugardal og hefst kl. 2 síðdegis. Ævinlega hefur mikil þátttaka verið í þessum mótum, R-vikurmót skíðamanna SKÍÐAMÓTI Reykjavíkur verð- ur fram haldið við Skíðaskál- ann í Hveradölum á sunnudag- inn og verður þá keppt í svigi B-flokks, C-flokks karla, drengjaflokki og telpnaflokki. Skíðaráðið annast móts'haldið og verður Þórir Lárusson for- maður ráðsins, mótstjóri. Meðal skráðra keppenda eru allir beztu menn í Reykjavík í áðurnefndum flokkum. Nafna- kall verður við endamark braut- ar kl. 12, en keppnin hefst kl. 1 e.h. en auglýstur þátttökufrestur rennur út á morgun og vænta forráðamenn mótsins þess að skólafélög og ilþróttakennarar bregði fljótt við og tilkynni þátt töku sinna nemenda, þvi ekki verður tekið á móti þátttöku- tilkynningum eftir þann dag. Þarfnast undirbúningur mótsins nokkurs tíma. Keppnisgreinar á mótinu eru fyrir sveina yngri og eldri og keppa þeir í 100 m hlaupi, fyrir drengi sem keppa í 200 m hlaupi, fyrir unglinga og fullorðna sem keppa í 400 m hlaupi og einn kvennaflokkur sem keppir í 100 m hlaupi. Allir flokkar keppa síðan i 4x100 m boðhlaupi, 35 m sprett- hlaupi og hástökki. Þátttöku þarf að senda skrif- lega til Benedikts Jakobssonar, íþróttahúsi Háskólans. 1 gærkvöldi hafði aðeins ein þátttökutilkynning borizt, en vit að var um margar í undir'bún- ingi, en þær verða að berast strax.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.