Morgunblaðið - 02.03.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.03.1967, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1967. smHissi Öryggisútbúnaður álbræðslunar: Hægt aö setja reykhreinsunar tæki upp fyrirvaralaust sagði Jóhann Hafstein í ítarlegri ræðu 'á Alþingi í gær JÓHANN Hafstein, iðnaðar- málaráðherra, svaraði í gær fyrirspurn Alfreðs Gíslason- ar um eituráhrif og öryggis- útbúnað álverksmiðjunnar í Straumsvík, með ítarlegri greinargerð, þar sem ítarlega •ru rakin viðhorfin í þessum málum og aðgerðir islenzkra yfirvalda tii þess að koma í veg fyrir allar hugsanlegar hættur af þessum völdum. Það kom fram í ræðu Jó- hanns Hafsteins að skv. kröfu fslenzkra aðila voru ákvæði tekin inn í samningana við svissneska álfyrirtæki þess efnis að því væri skylt að koma fyrir reykhreinsunar- tækjum í verksmiðjunni ef ástæða væri til og hafa þegar verið gerðar ráðstafanir til þess að það sé unnt með stuttum fyrirvara, en af því hefur leitt töluverðan kostn- aðarauka fyrir hið svissneska fyrirtæki. Hins vegar sagði Jóhann Hafstein, að þær upp lýsingar sem iðnaðarmála- ráðuneytið hefði undir hönd- um um þetta mál hefðu ekki leitt í ljós nauðsyn þess að koma upp reykhreinsunar- tækjum á fyrsta stigi fram- leiðslunnar. Hér fer á eftir í heild hin ftarlega greinargerð Jóhanns Hafsteins um þetta mál, sem Alþingi var gefin i gær: Hr. ForsetL ÉG VIL fyrst fara nokkrum al- mennum orðum um fyrirspurn tU iðnaðarmálaráðherra um eit- ttráhrif og öryggisbúnað fyrir- hugaðrar álverksmiðju í Straums vík frá Alfreð Gíslasyni, háttv. 9. þm. Reykvíkinga, á þingskjali 202. Það hefur verið vitað frá því að fyrst var farið að ræða um byggingu álbræðslu hér á landi, að viss mengun gæti stafað af rekstri hennar, aðallega vegna uppgufunar á flúorvetni frá bræðsluofnum hennar. Má segja, að þetta sé sú eina tegund meng- unar, sem orð sé á gerandi í sam- bandi við fyrirhugaða álbræðslu i Straumsvík. Eins og nánar verður vikið að hér á eftir, er full ástæða til að ætla, að flúormengun muni ekki skapa teljandi vandamál í sambandi við vinnu verkamanna og annarra i verksmiðjunni sjálfrL þar sem loftræsting í bræðsluofnum hennar og önnur vinnuskilyrði verði góð. Þær at- huganir, sem farið hafa fram í málinu á vegum ríkisstjórnar- innar hafa þess vegna meira beinzt að því, hvers vænta megi umn áhrif álbræðslunnar á um- hverfi hennar, þ.e. fyrst og fremst á gróður og dýralíf í næsta nágrenni. í þessu sambandi skiptir það «6 sjálfsögðu mjög miklu máli, hvar álbræðslunni er valinn •taður. í>að hefur frá upphafi verið ljóst, að álbræðsla ÍSiALs yrði mjög vel staðsett í Straums- vík í þessu tillitL Hún mun standa þar á opnu svæði, þar sem ríkjandi vindátt er á haf út, og gróður í næsta nágrenni mjög takmarkaður og yfirleitt ekki af þeim tegundum, sera taldar eru sérstaklega viðkvæm- ar fyrir mengun af völdum flúors. Þetta kom skýrt fram á fyrsta stigi viðræðnanna um álbræðslu á íslandL en þá var við það mið- að, að byggð yrði 30.000 tonna verksmiðja með einum bræðslu- sal. Þá var talið, að staðsetning verksmiðjunnar ein saman væri næg trygging fyrir því, að ekki mundi þurfa reykhreinsun fyrir álbræðslu í Straumsvík. Hins vegar var gengið að því sem gefnu, að nauðsynlegt yrði að hafa reykhreinsun, ef bræðslan yrði staðsett við Eyjafjörð, þar sem aðstæður eru hliðstæðar því, sem þekkt er úr hinum þröngu fjörðum í Noregi. Þegar hinir svissnesku viðsemjendur ríkisstjómarinnar gerðu fyrstu kostnaðaráætlun sína á árinu 1964, töldu þeir, að bræðsla við Eyjafjörð yrði um 45 millj. kr. dýrari í byggingu en Straums- víkurbræðslan vegna þessarar reykhreinsunar, miðað við 30 þús. tonna bræðslu. Um það leyti, sem ríkisstjóm- Jóhann Hafstein in gaf skýrslu sína til Alþingis um álmáiið, hinn 5. maí 1965, hafði framkvæmdaáætluinm breytzt þannig, að á fyrsta stigi skyldi byggja 30.000 tonna ál- bræðslu, er síðan yrði stækkuð í 60.000 tonn á nokkrum árum í einum eða tveimur áföngum. Þá var einnig gert ráð fyrir því, að ekki mundi þurfa að gera sér- stakar ráðstafanir í byrjun til hreinsunar á reyk frá álbræðsl- lurni í Straumsvík. Hins vegar var það áskilið af hálfu fslend- inga, eins og segir í skýrslu rík- isstjórnarinnar (bls. 9 efet), að „verksmiðjufélagið beri alla á- hættu af tjóni af útblásturslofti eða öðrum úrgangi frá verksmiðj unni í Straumsvík. Verði tjón af þessum sökum, mundi það vera fullkomlega skaðabótaskylt og auk þess skuldbundið til að grípa til nauðsynlegra varúðar- ráðstafana, ef hætta yrði talin á frekara tjóni." Þetta síðast talda sjónarmið sætti nokkurri andspyrnu af hálfu hinna svissnesku viðsemj- enda ríkisstjómarinnar. Þegar þeir lögðu fram samningsupp- kast sitt sumarið 1965, óskuðu þeir eftir ákvæði á þá leið, að ekki mætti skylda ISAL til þess að setja upp reykhreinsunarút- búnað í bræðsluna. Á þetta var ekki fallizt, og taldi ríkisstjómin, að reykhreinsun ætti að koma til greina á sama hátt og aðrar varúðarráðstafanir, þ.e. að félag- inu yrði skylt að taka hana upp, ef hún yrði talin nauðsynleg. Þetta atriði og mengunarákvæði samningsins í heild var til um- ræðu milli aðilanna fram á árið 1966, þegar endanlega var frá samningunum gengið. Á því tímabili voru gerðar ýmsar at- huganir á málinu af hálfu ríkis- stjómarinnar eða fulltrúa hertn- ar. M.a. fór einn samningsnefnd- armannanna (Stgr. Herm) til Noregs til að kynna sér aðstæð- ur þar frekar en gert hafði ver- ið, og Rannsóknarstofnun iðnað- arins gerði skýrslu þá um meng- un, sem lögð var fram með frum varpinu um álsamninginn 1. apr. 1966, fskj. II. Að sjálfri niður- stöðu eamninganna verður nán- ar vikið hér á eftir. Eftir að samningsgerðinni lauk vorið 1966, hefúr athugun á mál- inu af hálfu ríkisstjórnarinnar verið haldið áfram og frekari Jón Árnason á Alþingi » gær: ALHUOA RANNSdKN Á SAM GOKGUMIIM HVALFJORD — Brú eða ferja f RÆÐU í Sameinuðu þingi I gær lagði Jón Árnason alþm. á- herzlu á nauðsyn þess að fram fari alhliða rannsókn á því hvernig hagkvæmast muni að leysa samgönguþörfina milli þétt býlisins í og við Reykjavik ann- ars vegar og Akraness, Borgar- fjarðar og til Vestur- og Norð- urlands hins vegar. í ræðu sinni sagði Jón Árna- son að aðallega hefðu verið rædd ar tvær leiðir í þessu efni. Brú- argerð yfir Hvalfjörð eða ferja milli Reykjavíkur og Akraness eða yfir Hvalfjörð. Ennfremur væri nauðsynlegt að kanna möguleika á notkun loftpúða- skips í þessum tilgangi . Jón Árnason benti á að fram- undan væri bygging varanlegs vegar frá Reykjavík tii Vestur- lands og síðan áfram norður og væri ekki sízt af þeim sökum nauðsynlegt að leita hagkvæm- ustu lausnar á þessu tiltekna samgönguvandamáli. Hér fer á eftir ræða Jóns Árnasonar um mál þetta: Ég hef ásamt öðrum h.v. þm. Vesturl. leyft mér að flytja tilL til þál. um fullkomna rannsókn á samgöngumöguleikúm yfir Hvalfjörð. Tillgr. hljóðar svo með leyfi forseta: ,.Alþ. ályktar að skora á ríkis- stj. að skipa þriggja manna n. urinn er nú, hefur þessi sam- til þess að annast alhliða rann- sókn á því hvernig hagkvæmast muni að leysa samgönguþörfina milli þéttbýlis í og við Reykja- vík annars vegar ög Akraness, Borgarfjarðar og til Vestur- og Norðurlands hins vegar. Verði n. heimilað að ráða sérfræðilega aðstoð, bæði verkfræðilega og hagfræðilega, svo að unnt verði að finna niðurstöður byggðar á eins traustum grundvelli og mögulegt er, bæði að því er varðar tæknileg og þjóðhagsleg sjónarmið. í n. verði valinn einn maður búsettur á Akranesi. N. skili áliti fyrir árslok 1967. Kostn aður við rannsókn þessa greið- ist úr ríkissjóði“. Till. þessi er. m.a. flutt að tilmælum bæjarstjórnar Akra- ness. Akurnesingar eiga að sjáií Jón Árnason sögðu mikilla hagsmuna að gæta í sambandi við lausn þessa þýð- ingarmikla samgöngumáls. Um langan tíma hafa samgöngur yfir og einnig fyrir Hvalfjörð verið Framh. á bls. 21. upplýsingu.m safnað um hinar ýmsu hliðar þess. Meðal annars má geta þess, í fyrsta lagi, að hinn 30. jiiní 1966 barst iðnaðar- málaráðuneytinu bréf frá land- læknL og fylgdu með því upp- lýsingar um mengunarvamir við álbræðslu, sem hann hafði aflað að beiðni heilbrigðis- og iðnað- armálaráðherra, frá Alþjóðaheil- brigðisstofnuninni og þýzkum og norskum heilbrigðisyfirvöldum. Einnig bárust ráðuneytinu upp- lýsingar frá svissneskum heil- brigðisyfirvöldum með bréfi landlæknis 14. júlí 1966. í þess- um gögnum er að finna ýmsar mikilsverðar upplýsingar al- menns efnis, sem hafa má hlið- sjón af við mat á aðstæðum hér á landi, en hins vegar engin bein svör við þeirri spurningu, hvað sé hæfileg varúð í sambandi við álbræðsluna í Straumsvík. Öll- um þessum gögnum er það sam- eiginlegt, að þau leggja höfuð- áherzlu á það, hvernig til takist um staðarval viðkomandi verk- smiðju hverju sinni. í þessum þremur löndum, Þýzkalandi, Sviss og Noregi, eru engar al- mennar og algildar reglur um varúðarráðstafanir vegna meng- unar nema þær, að gera beri það, sem telst mauðsynlegt hverju sinni með tilliti til aðstæðna. Að því leyti má segja, að þar er beitt nákvæmlega sömu aðferð- um og sama mælikvarða eins og fyrirhugað er að beita hér á landi vegna ÍSAL. — Að því er sérstaklega varðar reykhreinsun má geta þess til nánari upplýs- ingar, að í Sviss eru 4 álbræðsl- ur, og sumar komnar mjög til ára sinna. Það er ekki fyrr en tiltölulega nýlega, sem þær hafa sett upp reykhreinsunartæki, en reynslan hafði þá sýnt, að þeirra væri þörf eftir aðstæðum. Höfðu kamið fram skemmdir á apríkós- um og grenitrjám í nágrenninu, og á einum stað hafði þess orðið vart, að nautgripir sýktust af flúorveikL í Noregi hefur reynd- in orðið sú, sem kimnugt er, að allar álbræðslur í landinu, sem vera munu 6 að tölu, hafa sett upp reykhreinsunartæki. Ástæð- an er sumpart sú, að vegna landa lagsins í fjörðum og dölum Nor- egs er ekki talið varlegt að starf- rækja þar álbræðslu án slíkrar hreinsunar, sbr. það, sem áðúr var sagt um Eyjafjörð. Auk þess er ríkari þörf á hreinsun við þá tegund bræðsluofna, sem algeng- ust er í Noregi. — En almennt gildir það um þessi lönd, sem fyrr segir, að það tilheyrir hin- um almennu réttarreglum ura öryggi á vinnustað og atvinnu- sjúkdóma, hvað gera beri hverju sinni vegna þeirra manna, sem vinna í verksmiðjunum, og ná- grannaréttinum tilheyrir það, hvað gera beri vegna áhrifa á umhverfið á hverjum stað. Iðnaðarmálaráðuneytinu hefur einnig borizt bréf frá landlækni dags. 15. nóv. sl., þar sem kom- ið er áleiðis erindi frá heilbrigð- isnefnd Hafnarfjarðar, sem álykt aði á fundi sínum hinn 12. sept. sl. að fara þess á leit við land- lækni, að hann „gengist fyrir ýtarlegri könnun á ráðstöfunum varðandi væntanlega álverk- smiðju í Straumsvík, .. að þvl leyti, sem snertir heilbrigðisvarn ir almennings, og geri allt sem í hains valdi stendur til að tryggja að æskilegar varúðarráðstafanir verði gerðar, ef hann telur þess þörf.“ Eins og sagt var áður, eru þessi mál í áframhaldandi athugun á vegum iðnaðarmála- ráðuneytisins, og munu þar verða höfð full samráð við land- lækni og önnur viðkomandi yfir- völd, eftir því sem tilefni gefast. í öðru lagi hefur Rannsóknar- stofnun iðnaðarins haldið áfram athugunum sínum á mengunar- málinu að beiðni ráðuneytisins. Forstöðumaður stofnunarinnar fór m.a. til Sviss og Noregs á sL hausti og kannaði þar álbræðsl- ur á vegum Alusuisse og ann- arra. Skilaði hann skýrslu til ráðuneytisins um athuganir sín- ar um mánaðamótin nóv.-des. sL Þessi skýrsla hefur nú verið afhent ÍSAL og Alusuisse til um- sagnar, og er hún þar í athug-, un. Framh. á bls. 21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.