Morgunblaðið - 02.03.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.03.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1967. BÍLALEIGAN FERÐ SÍMI 34406 Daggjöld kr. 306,00 og kr. 2,50 á ekinn km. SENDU M MAGNÚSAR skiphoui21 símar2119Q eftirlokun stmi 40381 - ^ SÍMt ^44.44 mumifí Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA bíloleigon Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald. Bensín innifalið í leigugjaldi. Sími 14970 BÍLALEIGAIM VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. f . ^BUJK If/KAJV RAUOARÁRSTiG 31 SfMI122022 22-1-75 r-* Með tækifærisverði Bell og Howell 16 mm kvik- myndunarvél, sama sem ónot- uð, með skiptanlegri optik og aukalinsu. Uppl. í síma 19790. Laugavegi 31 - Simi 11822. Sveinbjörn Dagfinnsson, hrl. og Einar Viðar, hrl. Hafnarstræti 11 — Sími 19406. * Skálholtsskóli Þórarinn Þórarinsson skrifar: „Einhver, sem nefnir sig gamlan skólastjóra ritar í þátt um yðar í dag um lýðháskól- ann í Skálholti. Gerir hann sig furðu ófróðan um þetta mál. Er svo að sjá sem allt hafi far- ið framhjá honum, sem rætt hefur verið og ritað um þessa skólahugsjón. Einnig virðist honum koma algerlega á óvart, að vinir máls ins í Danmörku hafa nú lagt fram væna gjöf til skólans og lætur hann á sér skilja, að þess um tíðindum skjóti upp fyrir- varalaust. Flestir kannast við, að stofn- un lýðháskóla í Skálholti á veg um kirkjunnar hefur verið rædd árum saman. Málið komst á rekspöl 1962. Þá var það aðalmál á Prestastefnu og kosin nefnd til að vinna að und irbúningi. Bæði almennur kirkjufundur og Kirkjuþing hafa haft málið á dagskrá og lýst eindregnum vilja sínum til þess að koma því í fram- kvæmd. Með lögum um afhendingu Skálholtsstaðar í hendur kirkj unnar 1963 fékk Kirkjuráð aukna ábyrgð á framgangi málsins og hefur unnið að því óslitið síðan. Það þarf ekki að koma nein- um á óvart, að gjafir berast frá nágrannalöndum til þessa skóla. Þegar Skálholtskirkja var vígð sumarið 1963 afhenti séra Harald Hope 200 þús. norskar krónur og hafði hann safnað því fé í Noregi. Hann hefur manna mest og bezt geng ið fram í því að vekja áhuga á málinu á hinum Norðurlönd- unum. Hefur oftar en einu sinni ver ið á það bent að nefndir eru starfandi í Danmörku og Svi- þjóð, skipaðar vinum íslend- inga og velunnurum Skálholts staðar, sem leita eftir samskot- um til skólans. Um áramótin var tilkynnt gjöf frá Færeyingum, 9000 kr. danskar. Fyrir fjársöfnun í Færeyjum gekkst Kennarafé- lag Færeyja. Þá má og geta þess, að Vestpr-íslendingar af- hentu fyrir tveimur árum um hendur dr. Richards Beck, hundrað þúsund krónur, sem þeir höfðu safnað í sama skynL Almenningur á íslandi er ekki svo skyni skroppinn, að hann sé lengur allsendis ófróð- ur um þetta mál, þótt hann hafi enn ekki áttað sig á mik- ilvægi þess. Beztar undirtektir hefur það hlotið meðal skóla- manna, enda skilja þeir og þekkja manna bezt, hvaða gildi lýðháskólar hafa haft í öðrum löndum og hvílík óskabörn þeir eru í menningarviðleitni ná- grannaþjóða. Með löggjöf og opinberum fjárframlögum er reynt að hlynna sem bezt að stofnunum þessum, þó að frumkvæði um stofnun þeirra hafi komið frá samtökum áhugamanna og þeir njóti mikils frjálsræðis um starfsháttu. Fyrir allmörgum árum sam- þykkti Alþingi þingsáíyktunar- tillögu um stofnun lýðháskóla og setti nefnd í málið. Nefndin skilaði áliti og mælti með því að slíkur skóli yrði settur á fót. Frekar var þó ekki gert að sinni þar sem fræðslulöggjöfin í heild var þá í deiglunni og er enn. Svo sem fyrr segir hefur Þjóðkirkjan tekið forustu í þessu máli og er það nú í hönd um Kirkjuráðs, sem samkvæmt lögum hefur umsjón með Skál holti og þeirri uppbyggingu, sem þar er fyrirhuguð. Kirkjuráð hefur því skipað byggingarnefnd fyrir væntan- legan skóla og er nú verið að vinna að teikningum hans. Fyrr eða síðar hljóta að verða sett lög um lýðháskóla, hliðstæð lgggjöf annarra Norð- urlanda, og verða þau lög að sjálfsögðu ekki bundin við skólann í Skálholti, þótt ganga verði útfrá því að sá skóli njóti góðs af þeirri löggjöf. Hingað til hefur ekki verið leitað til hins opinbera, því að enn eru til menn í þessu landi, sem vilja krefjast nokkurs af sjálf um sér, áður en þeir gera kröf ur til annarra eða á hendur ríkinu, en einmitt það er eitt af markmiðum lýðháskólanna. Hefur því verið treyst, að sjálfboðaframlög komi einhver frá innlendum aðiluiga, þegar erlendir menn sýna málinu þann skilning, sem raun er á, enda hafa einstaklingar þegar sýnt lit á því. Nefna má í því sambandi, að annar „gamall skólastjóri“, Snorri Sigfússon, hefur um nokkurra ára bil innt af hendi mánaðarlega greiðslu til lýðháskólans í Skálholti. Sá „gamli skólastjóri“ er ekki í neinum vafa um, hvers eðlis sú hugsjón er, sem hér er á ferð, né að hverju stefnt, enda sjálf- ur gamall lýðháskólamaður. Margir eru þeir fleiri í sama flokki, þótt ekki hafi þeir marg ir sýnt málinu þvílíkan dreng- skap, sem hann og efa ég ekki að þeir eiga eftir að verða miklu fleiri, sem fylgja munu fordæmi hins mikla skóla- manns. Þess er og vert að geta að norðlenzkur bóndi Jón H. Þorebrgsson, Laxamýri, hefur gerzt styrktarmaður skólans með álitlegu fjárframlagi. Með því, sem sagt hefur ver- ið, hefur væntanlega verið svar að fyrirspurnum þeim, er sá „gamli" setur fram í lok grein- ar sinnar, engu að síður lang- ar mig til að bæta nokkru við, öllu þessu máli til frekari skýr ingar. Svo sem fyrr segir, eru lýð- háskólarnir frjálsar mennta- stofnanir, í litlum eða engum tengslum við ráðandi skóla- kerfi. Inntöku-skilyrði, bæði hvað snertir undirbúnings- menntun nemenda og aldur eru önnur en í venjulegum gagn- fræðaskóla. Þar eru engin próf tekin, en fyrst og fremst lagt stund á þær námsgreinar, er vekja til skilnings á manninum sjálfum og lifinum í kringum hann. Því hljóta þær náms- greinar að vera aðrar en í venjulegum unglingaskólum og allt öðrum námsaðferðum beitt, sem hér er ei rúm til að rekja. Námið allt i þessum skólúm og þó fyrst og fremst hvernig numið er, skipar þeim miklu fremur í sveit með hinum svo- kölluðu „alfræðiskólum“ uni- versitates kallaðir á sínum tíma háskólar á íslenzku, en nokkr- ir aðrir skólar, sem ég þekki og er því lýðháskólaheitið ekki út í hött eins og greinarhöfund- ur vill vera láta. GODIR GÍTARAR Hljóðfærahús Reykjavíkur Hafnarstræti 1. — Sími 13656. Árshátíð félagsins verður haldin 12. marz í Att- hagasal Hótel Sögu. Heitur matur. Góð skemmtiatriði og dans. Aðgöngumiðar verða afhentir eftir helgina á eftirtöldum stöðum. Carl Bergman Skv.st. 5, Bólstrun Harðar Lgv. 58 og Lúllabúð Hverfisg. 61. Tryggið ykkur miða í tíma. Ath. takmark- aður fjöldi. Stjórnin. Þórarinn Þórarinsson, fyrrv. skólasitjóri.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.