Morgunblaðið - 02.03.1967, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.03.1967, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1967. 23 fyrir þau langt að komin og öll um ókunn, og á þeim árum lítið um arðvænlega atvinnu. Enda befur einn bróðir Jóseps heit- ins látið þau orð falla „að Lax- nesheimilið hafi verið þeim hjálp arhella og stjórn Guðjóns hafi verið bezti skóli sinn“. Hann var flest sumurin i Laxnesi þegar hann var að alast upp, og stund um með honum í vegavinnu. En þess ber líka að geta að fljótt kom í ljós, að fjölskylda Jóseps, foreldrar og systkini var bæði gott og dugandi fólk. Ég, sem þessar línur skrifa, kynntist þessu fólki fljótt eftir að það kom að austan, einkum flestum bræðrunum, sem vestur komu. Þeir urðu allir duglegir menn, reglusamir, skemmtilegir og góðir félagar og glaðlyndir, og ágætlega vel verkifarnir. Það einkenndi þá bræður minnsta kosti alla sem ég þekki; vinnu- vilji og trúmennska. Þeir urðu því fljótt vinsælir hjá öllum sem þekktu þá, eins og hefir komið fram æ síðan. Enda veit ég að þessi fjölskylda er af merku og góðu fólki komin þar austur frá, þótt það verði ekki rakið hér frekar. í Laxnesi naut Jósep þeirrar barnafræðslu, sem þá var fáan- leg, þó ekki væru skólar þá komnir í sveitunum, heldur far- kennsla. En í Laxnesi var mik- ið menningarheimili, og góður skóli öllu ungu fólki utan og inn anbæjar. Jósep átti gott heimili í Lax- nesi og mótaðist áreiðanlega mik ið af því. Hann var mikið prúð menni og frjálslyndur og skemmtilegur, fylgdist með öllu sem var að gerast, glaður og spaugsamur, og alltaf gaman að vera með honum, hvort heldur var í verki eða kom gestur að Laxnesi. Sama var að segja þeg- ar Jósep stofnaði sitt eigið heim ili síðar. Jósep missti húsbónda sinn, og mátti næstum segja fósturföður, þegar hann er rúmlega tvítugur að aldrL Verður hann þá að taka við heimilinu út á við með hús- móður sinni SigríðL ekkju Guð- jóns heitins. Sýndi það sig þá hvað mikið ágætis mannsefhi Jósep var. Hann tileinkaði sér heimilið eins og hann ætti það ajálfur. Alltaf sí vinnandi heim- ilinu, mjög vel verki farinn og duglegur, hirðusamur og þrif- inn um allt sem hann átti að sjá um og stjórna, og var það næsta eftirtektar vert, um svo ungann mann. Jósep var ágætur heyskapar maður, sem heimilin áttu þá mikið undir að væri slíkur, þeg ar allt var unnið með handverk færum. Hann hirti og fóðraði skepnur ágætlega, hafði sérstak lega gaman af að hirða og um- gangast sauðfé. Samvinna milli hans og Sigríðar var eins og hann væri hennar sonur. Hann var frjáls í allri vinnutilhögun utanbæjar. Sigríður sá fljótt að það var óhætt. Enda var Jósep henni og heimilinu hollur og tryggur öll þau ár, sem hún 'bjó í Laxnesi eftir manninn sinn. Og hélt þar lengi og vel í horfinu. 1928 hætti Sigríður bú- skap í Laxnesi og fluttist til Reykjavíkur, og Jósep fór þá að eiga með sig sjálfur, og fór einnig til Reykjavíkur. Vinnux í vegavinnu næstu tvö sumur- in á sínum sömu slóðum. Verð- ur svo síðan fastastarfsmaður hjá Reykjavíkurbæ, sem hann hefir verið síðan til æviloka. Hann vann við sprengingar á vegum bæjarins og hafði lengi umsjón eða verkstjóm á þeim verkum. Jósep Einarsson stofnaði eig ið heimili 1934 og kvæntist þá eftirlifandi konu sinni Katrínu Kristjánsdóttur hjúkrunarkonu og ljósmóður frá Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd, ættuð úr Hrunamannahreppi, Árnessýslu. Þau hjón ólu upp 6 börn að mestu eða öllu leytL 2 af þeim hafa þau ættleitt, Óla og Sigur- þór. Sýnir þetta í senn fómar- lund, dugnað, og drengskap, sem oft er ekki metið sem verðugt er, sem beinlínis er gert af kær leikshug með því að taka und ir byrgðar annarra, sem eru of þungar. Kemur mér í hug ljós- móðirin í Laugardalnum forðum, „sem reiddi stundum heim með sér hvítvoðunginn af fátæku heimulunum". Þannig voru þau samstilt hjón in Jósep og Katrín að rétta hjálp arhönd í erfiðleikum annarra, sem lífið býður stundum upp á í ýmisum myndum. Þessa hlið þekktum við samtíðarmenn og nágrannar Jóseps í Laxnesi. Fyrir rúmu ári veiktist Jósep, og lá á sjúkrahúsi og náði ekki fullum bata eftir það. Og nú er hann horfinn. Vil ég að enduðum þessum lín um senda honu hans, börnum og systkinum innilega samúðar- kveðju. Því við sem fjær stönd um ásamt þeim, minnumst með þakklæti hins góða drengs. Jónas Magnússon. - MINNING Framhald af bls. 14. að ég flutti frá Laugalandi og þar til þú komst aftur í ná- grennið. Þau voru lesandi bréf- in þín, eins og annað, sem frá þér kom. En í gegnum bréfin þín fylgdist ég með öllu, sem var að gerast heima hverju sinni. Báðum var okkur klak- sárt um Berurjóðrið. Um ára- bil unnnum við saman að flest- um opinberum málum heima. Ég var nasbráður, því blés stundum um mig. En ef næddi, þá skauztu skildi fyrir mig, ó já, „einu sinni var“. Þegar ég kom heim að norð- Afgreiðslustúlka Rösk stúlka óskast til afgreiðslustarfa í bókaverzl- un. Málakunnátta nauðsynleg. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendist í pósthólf 124. an úr fríinu mínu í sumar, fór ég fljótlega suður til að heim- sækja þig. Þú varst fyrir nokkru kominn heim af sjúkrahúsi, eft- ir mikla og hættulega aðgerð. Þegar ég er búinn að heilsa og seztur, segir þú við mig: Ég átti von á þér í dag, frændi. Mig dreymdi þig í nótt. Þú stóðst að baki mér í draumnum. Ég réð strax drauminn með sjálfum mér fyrir feigð þinni, en sagði við þig: Já, lengi höf- um við, frændi, haft samflot. Garpurinn var að segja mér með sínu venjulega æðruleysL að hann vissi vel sjálfur að hverju færi. Árni átti við mikla vanheilsu að stríða síðastliðið ár, en hann bar sig eins og hetja og lét aldrei bugast. Það var eðli hans. Hann lézt að sjúkrahúsinu á Landakoti laugardaginn 28. jan. sl. og var jarðsettur frá kapell- unni í Fossvogi mánudaginn 6. febr. að viðstöddu fjölmennL sem flestir vildu fylgja honum á leiðarenda og kveðja .hann hinztu kveðju með þökk og virð ingu fyrir samskiptin og indæla kynningu. Góður, kærleiksríkur og misk- unnsamur Guð huggi konuna þína, börn ykkar, móður þína og systkini og aðra nánustu. Öll hafið þið mikils misst. Ég kveð þig með söknuði og ævinlegri þökk. Hvíldu í friðL hjartkæri, trygglyndi frændi. Al- góður Guð blessi minningu þína. Akranesi, 18. febr. 1967 Jónmundur G. Guðmundsson frá Laugalandi. ÆT PASKAFERDIR 1967 RHOI 16 DAGAR DOS . 19. MARZ NORI 9 DAGAR EGUR . 21. MARZ LONI 8 DAGAR I0N . 25. MARZ FERDASKRIFSTOFAN LÖ N D & LE 1 0 1 R H F ADALSTRATI 8 RtTKJAViK SlMAR 243 13 20800 SMÁRÓSÓTT FLAUEL. MARKAÐURINN Hafnarstræti 11. Ll CR MMITS ACKERS I LIMMiTÍ I kM 1, 1? , . .. .,»,1. m . - TV ■ ’^rBasfmj.KstÆ Með glasi af mjólk eða bolla af tei eru 4 Limmits Crackers full máltíð, er inniheldur þó aðeins 350 kalóríur. — Léttist án erfiðis — — Grennist án hungurs — Limmits Crackers fást í næsta apóteki. Heildsölubirgðir G. Ólafsson hf. Sími 24418. Afsláttur af húsgögnum Vegna flutnings seljum við næstu daga, bólstruð húsgögn með miklum afslætti, sófasett, svefnsófa, svefnbekki, svefnstóla, staka stóla. Góðir greiðsluskilmálar. Valhúsgögn Skólavörðustíg 23 — Sími 22375. Garðahreppur Börn óskast til að bera út blaðið í Arnar- nesi. Upplýsingar í síma 51247. I3TSALA Skyrtur peysur o.m.fl. á gjafveröi. Cuðsteinn Eyjólfsson Laugaveg 34.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.