Morgunblaðið - 02.03.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.03.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1967. Árni Eiríksson hóli # Fljótum - F. 6. des. 1905 — D. 28. jan. 1967. „Ég geng niðr að hafi. í hinnsLa sinn í hönd þér ég taka vildi. Svo fallegar rúnir, frændi minn, að yndi er að trúa því enn um sinn, að allt sé í fullu gildi.“ Árni á Reykjarhóli, eins og hann var jafnan nefndur, var kjarnakvistur. Hann var kominn af greindu, traustu og þrelcmiklu skagfirsku bændafólki í báðar ættir. Hann var fæddur að Reykjarhóli í Vestur-Fljótum 6. des. 1905. Foreldrar hans voru: Eiríkur Ásmundsson, sjálfseign- arbóndi á Reykjarhóli, og Anna Sigríður Magnúsdóttir, húsfreyja. Eiríkur faðir hans yar mikill manndóms og drengskaparmaður og svo hjálpsamur, að á hvers manns vitorði var, og gengu ýmsar sögur heima í Fljótum um hjálpsemi hans. Ein með þeim styttri er á þessa leið: Haustið 1912 eða 13 kom Eiríkur heim úr ferðalagi seinni part dags. Var þá orðan, norðaustan uppgangs- veður skollið á og mikil ylgja komin í sjó. Faðir minn, Guð- mundur Ásmundsson, þá bóndi á Bakka, var i göngum. Báðir áttu þeir bræður báta sína niðri í fjöru. Eiríkur velti því ekki lengi fyrir sér, hvernig haga skyldi björgunarstarfinu. Hann lét sinn bát eiga sig fyrst um sinn, reið fáliðaður út í Bakka- gil og bjargaði báti bróður síns upp, en meðan þessu fór fram, tók sjórinn hans bát og braut í spón. Þessi atburður lýsir vel skapferli og athöfnum þessa merka manns og sýnir bezt hver hann var í raun og veru. Eirík- ur var mestur búhöldur sinnar samtíðar í Vestur-Fljótum og rík astur af gangandi fé. Samt hjálp- aði hann oft öðrum um fóður, þegar í dálpaði. Hann var um skeið oddviti Haganeshrepps, sýslunefndarmaður og í stjórn Kaupfélagsins í Haganesvík. Hann var um árabil í fararbroddi síns sveitarfélags. Móðir Árna er enn á lífi, há- öldruð, komin yfir nírætt. Hún er greind kona og var dugmik- il og stjórnsöm húsfreyja, æfin- lega róleg og hjartahlý. Allir, sem kynnast henni, þykir vænt um hana, sakir umhyggjusemi hennar og góðvildar. Þessi lýsing af foreldrum Árna hér að fram- an sýnir bezt af hverri klöpp hann var brotinn. Eplið fellur sjaldan langt frá eikinni, segir gamalt spakmæli, og þannig reyndist með þennan ávöxt. Árni ólst svo upp með foreldr- um sínum á Reykjarhóli í glað- værum og dugmiklum systkina- hópi. Hann vann öll venjuleg sveitastörf, svo sem að heyskap á sumrum og skepnuhirðingu á veturna. Einnig var sjórinn sótt- ur af kappi haust og vor, minna að sumrinu, yfir sláttinn. Hann var verkmaður með ágætum, og fór honum einnig öll skepnu- hirðing mjög vel úr hendi. Hann var dýravinur. Árni hafði mjög sterka löng- un til að mennta sig eitthvað og sem fullorðinn maður hleypti hann heimdraganum og byrjaði nám í héraðsskólanum á Laug- arvatni haustið 1930. Námið stundaði hann af alúð og sam- vizkusemi, sem og öll önnur störf. í>ar lauk hann burtíarar- prófi eftir tveggja vetra nám, með prýðiseinkunn. Sumarið á milli skóla vann hann heima á búi foreldra sinna. Hann var æf- inlega heimakær og vildi sínu heimili sízt skulda. Vorið 1938 gekk Árni að eiga eftirlifandi konu sína og frænd- konu, Líneyju Guðmundsdóttur, Jónssonar frá Austara-Hóli og Ólafar Björnsdóttur frá Sigríð- arstöðum. Bæði voru foreldrar Líneyjar hagmælt. Raunar mátti Reykjar- Minning Guðmundur frekar heita skáld en hagyrðingur, en hann dó ung- ur og mælti svo fyrir, áður en hann dó, að ekkert yrði látið koma út eftir sig, af því að hann sjálfur gat ekki fylgt því úr hlaði. I>au byrjuðu búskap sama vorið á nýbýli sínu, hálfum Reykjarhóli, sem Árni byrjaði að byggja vorið 1937. Valgarð Krist- jánsson, húsasmíðameistari í Lambanesi, hjálpaði honum í fyrstu við smíði íbúðarhússins, en öll önnur hús á jörðinni smíð- aði hann sjálfur úr varanlegu efni, steinsteypu og timbri, svo sem hlöður, fjárhús, hesthús, fjós og votheysgryfjur. Ekki lærði Árni samt annað til smíða, en það sem hann lítilsháttar fór með hefil og sög veturna, sem hann var við nám a Laugarvatni. Hann var smiður að eðlisfari. Ég vissi aldrei til, að Árni legði gjörva hönd á nokkurt verk, sem honum fór ekki vel úr hendi. Hann lagði í geysimikla skurð- aðgerð og nýrækt á Reykjar- hóli og á sjötta hundrað metra langa hitaveitu lagði hann heim til að hita upp íbúðarhúsið og til fleiri heimilsþæginda. Mið- stöðina lagði hann einnig sjálf- ur. Allra manna bezt setti hann upp girðingar um tún og engi og hélt þeim við. Hann var at- hafnamaður í búskap, snyrti- mennska og búhyggindi fóru sam an, líkt og verið hafði í búskap- artíð föður hans. Árni var mikill hestamaður og hafði yndi af góðum hestum. Hann var ágætur tamningamað- ur og gerði talsvert að því að temja fyrir aðra á yngri árum. Hesturinn, sem hann situr á á myndinni, sem fylgir þessum línum, var einn af hans þekkt- ustu góðhestum, „Gamli Freyr“, svifhár töltari og mikill garpur. Strax í byrjun búskapar voru honum falin ýms trúnaðarstörf fyrir sveit sína. Um aldarfjórð- ung, eða þar til hann flytur frá Reykjarhóli, situr hann í hrepps nefnd Haganeshrepps, í skatta- nefnd, í stjórn búnaðarfélagsins og fóðurbirgðafélagsins, svo og skólanefnd og stjórn kaupfélags ins í Haganesvík. Til þessara starfa var hann svo endurkosinn hverju sinni úr því. Þessi upp- talning sýnir bezt, hvernig Fljót- verjar yfirleitt treystu Árna, virtu hann og mátu. Hann vann öll opinber störf af alúð og skyldurækni og hlífði sér hvergi og sást heldur ekki fyrir um tíma og fyrirhöfn, sem hann varð að fórna frá eigin heimili. Hann var málafylgjumaður mik- ill og sótti mál sitt af einurð og festu, en fullum drengskap. Hann var rökfimur og rökfastur. Oft- ast var honum djörfung og al- vara efst í huga. Hann var mjög vel félagslega þroskaður, sérstak lega víðsýnn og glöggskyggn og hafði þann ágæta eiginleika að vera fljótur að greina aðalatriði frá aukaatriðum í hverju máli. Á því fengu andstæðingar hans oft að kenna. Hann lét ekki hlut sinn að óreyndu og enginn þok- að honum um hársbreidd frá því, sem honum fannst réttast og sannast í hverju máli. Heimilið á Reykjarhóli var frá öndverðu rómað fyrir gestrisni. Reykjarhóll liggur^ þjóðbraut og í mikilli umferð, og má með sanni segja, að alla tíma árs væri þar húsfyllir vandamanna, gesta og gangandi. Því kunnu bæði' hjónin bezt, og þá hljómaði úti og inni: Hjartanlega velkomin. En oft mun vinnudagur húsráð- enda hafa verið langur og lík- lega fæstir vitað, hvenær hús- freyjan fór á fætur á morgn- ana, eða hvnær hún ,þreytt að loknu erfiðu dagsverki lagðist til hvíldar á kvöldin. Árni var gæfumaður. Hann eignaðist góða og indæla konu, sem allt vildi á sig leggja til að vera honum sem mest stoð og styrkur í lífsbaráttunni. Hún vann öllum stundum að velferð hans, barna þeirra og heimilis. Hann mat hana líka að verð- leikum. Þau eignuðust 2 mynd- arleg, vel gefin og mannvænleg börn: Ester Anna er fædd 27. maí 1941. Hún ber nöfn foreldra Árna. Hún dvelur heima. Guðmundur Haukur, trésmíða- nemi, f. 23. apríl 1945. Hann er heitinn eftir föður Líneyjar. Hann dvelur einnig heima. Þau ólu upp einn fósturson, Benedikt Frímannsson, trésmíða- meistara í Reykjavík. Hann hef- ur ætíð sýnt þeim sérstaka rækt- arsemi og reynst þeim sem bezti sonur. Árni var fyrirmyndar heimil- isfaðir og hafði mikla elsku á sinni fjölskyldu. Einnig var æfin lega náið og innilegt samband milli hans og systkinanna, sem bezt kom í ljós, þegar eitthvað reyndi á innan frændgarðsins. Foreldrum sínum sýndi hann ástúð og ræktarsemi. Það er að- alsmerki allra góðra manna. Hann var líka virtur og elskaður af þeim. Árni missti föður sinn vetur- inn 1938. Hann varð því sem næst bráðkvaddur. Árni var ekki heima, þegar faðir hans lézt, því lenti það í minn hlut að tilkynna honum viðskilnað föður síns, svo og fleirum syst- kinunum. Þessi atburður líður mér aldrei úr minni, þvílíkri hryggð, sem hann og öll Reykj- arhólsfjölskyldan var þá slegin. En móðir hans hefur æ síðan búið í skjóli þeirra hjóna, elskuð og virt af þeim og börnum þeirra. Meðan heilsa entist, vann hún heimilinu heilshugar og af trúmennsku, sem ævinlega hef- ur einkennt öll hennar störf. Nú um langt skeið hefur hún notið umbunar verka sinna í hárri elli, umvafin umhyggju þeirra og ást úð. Fyrir áramótin 1952 veiktist Anna mikið og lá lengi þungt haldin. Um þær mundir kom ég oft að Reykjarhóli. Árni sat þá venjulega við sjúkrabeð móður sinnar. Oft hélt hann í höndina á henni, það var eins og henni liði þá betur. Mér er alveg ógleymanleg hlýjan og ástúðin, sem birtist í svip hennar til son arins og sjálfsagt hefur Árni lengst af verið bjartasti sólar- geislinn í lífi hennar. Líney vinnur áfram hin góðu störfin, meðan heilsa endist, þótt Árna missi við: Að hjúkra og hlynna að lasburða móður hans og rúmliggjandi systur. Henni berst styrkur að ofan í hverri raun. Hún vinnur sína sigra í hljóðlátu starfi. Hennar er þjón- ustan, kærleikurinn og velvildin. Guð er innra með henni. Árni flytur svo með fjölskyldu sína til Reykjavíkur 1962. Þá hafði heilsuleysi herjað á heimil- ið í nokkur ár. Líney varð að liggja á sjúkrahúsi, ýmist á Sauð árkróki eða í Reykjavík, og fékk ekki bót meina sinna. 1960 gekk hún svo undir hættulegan upp- skurð í Reykjavík og ennþá sat næstum því við það sama um heilsufar hennar eftir þá aðgerð. En 1963 er hún aftur skorin upp, og þá loksins fær hún sæmilegan bata. Einnig varð Anna systir hans að vera oftsinnis á sjúkra- húsum. Heima í Fljótum er að vetrinum til oft erfitt með lækn isvitjanir og læknishjálp, sakir snjóþyngsla og langvinnra ill- viðra. Var því eðlilegt að skyn- samlegt af Árna og flytja til Reykjavíkur og kom þá sem oft- ar fram fyrirhyggja hans. Þar eru tæki til rannsókna fullkomn- ust og þar er bezta og fullkomn- asta læknishjálp og aðhlynningu að fá á landinu. Einnig var margt af þeirra nánasta skyldfólki fyr- ir í Reykjavík. Árni var gáfaður og óvenju- lega vel gerður. Hann átti yfir það rólegri, þjálfaðri og sterkri skapgerð að ráða, er fæstum eða engum tókst að færa úr skorð- um. Hann var indæll félagi og skemmtilegur og svo góðgjarn, að hann vildi hvers manns vand- ræði leysa. Svo greiðasamur, að hann vildi öllum verða að liði, sem hjálpar og aðstoðar þurftu. Hann var hreinskiptinn og frjáls mannlegur, hlýleiki í svipnum. Honum fylgdi æfinlega þróttur og festa. Hann var hugþekkur ungur maður, sem var okkur jafnöldrunum heima mjög til fyrirmyndar og eftirbretyni. Hann var æfinlega hógvær og kurteis í framkomu. Aldrei neitti hann áfengis og notaði tóbak. Hann var mikill trúmaður og einlægur og staðfastur í Guðs- trú sinni. Lengst af alvörumaður og vissi alltaf hvert hann var að fara. „Þér er borgið. Þinni önd þykir mér sem stoði ganga syni Guðs á hönd, gjalda þökk við boði.“ Nú skiljast leiðir um sinn eftir hláfrar aldar nágrenni og sam- veru. Að leiðarlokum þakka ég þér ágæta frændsemi, sem aldrei féll minnsti skuggi á, og ég þakka þér fyrir fullan trúnað, sem þú sýndir mér frá fyrstu kynnum til síðustu stundar. Og ég þakka þér fyrir vinsemdina og hlýhuginn, sem þú ævinlega auðsýndir fjölskyldu minni. Við skiptumst á bréfum eftir Franvh. á bls. 23 Stokvis kæliskápar STO.KVIS er falleg- ur, góður og á mjög hagstæðu verði. Húsmæður kynnið yður STOKVIS. Veljið yður STOKVIS. Ný sending var að koma í stærðunum 130, 170, 200 lítra. Útsölustaðir: Rafiðjan h.f., Vesturgötu 11, sími 19294. Ratsjá hf., Laugavegi 47, sími 11575. Einkaumboð: Yggdrasill h.f. Su5urlandsbraut 6.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.