Morgunblaðið - 02.03.1967, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.03.1967, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. MARZ 1967. 31 Frá Jarðfræðiþingitnti: Er granítlag undir landinu? Eru geilarnar í Atlantshafshryggnum dalir? í GÆR var framhaldið í Raun- vísindastofnun Hóskólans, Jarð- fræðingaráðstefnunni um Miðat- lantshafshrygginn. Fundarstjóri var í>orleifur Einarsson. Þrír Guðmundar fluttu erindi og á eft ir urðu miklar umrseður. Guðmundur E. Sigvaldason tal aði um jarðfræði og bergfræði eyja á Miðatlantsafshrygg og Thulesvæðinu. Rædri hann berg fræði sýnishorna af hafsbotni, og dreifingu sporefna og ísotopa. Bar hann slíkar rannsóknir í haf inu saman við' samskonar rann- sóknir á íslandi. En fór varlega í að draga ályktanir af þeim. Guðmundur Kjartansson ræddi tilgátur um gos og gerð eldfjalla á haísbotni, byggóur á hegðun gosa undir jökli. Benti hann á að hér væri sérstök aðstaða til að athuga þetta, því hér hafa j hlaðizt upp mörg eldfjöll undir | ísaldarjökli, móbergsfjöllin, og jökullinn hefði marga sömu eig- inleika og hafið yfir hryggnum. Benti hann á sem hugsanlega möguleika að geilarnar langs i Atlantshafshryggnum væru ekki ! sprungur heldur bil á milli fjall garða, sem hefðu hlaðizt upp yfir sprungum eins og hann tel ur að gerzt hafi á landi, en ekki að þær hafi orðið til fyrir mis- . gengi. Síðan skýrði Guðmundur Páknason frá niðurstöðum jarð sveiflu og þyngdarmælinga á ís landi og Miðatlantshafshrygg. Hafði hann þverskurð af land- inu samkvæmt jarðsveiflumæl- ingum, sem gerðar hafa verið. Sagði hann að samkvæmt úr- vinnslu á mælingum frá í sum- ar gætj verið granítlag eða súrt berglag undir landinu, svipað og er undir meginlandinu. Hafa ver ið skiptar skoðanir meðal jarð- fræðinga um hvað sé undir bas altinu, og sumir haldið því fram að þetta hlyti að vera, en þarna hafa komið fram meiri líkur að minnsta kosti en áður. - RIKISSTYRKUR Framhald af bls. 32. mætti telja að þau fengju greiðslur fyrir.“ Hér fer á eftir í heild svar Bjarna Benediktssonar, for- sætisráðherra við framan- greindri fyrirspurn: Fyrri fyrirspurn, sem hér er til umræðu hljóðar svo: „Hver hefur orðið árangur þeirrar könn unar á hag og stöðu ísl. dagblað- anna, sem ríkisstjórnin ákvað að láta fram fara fyrir ári“? Það hefur aldrei verið ákveðið af hálfu ríkisstjórnar að nein því lík könnun á hag íslenzkra dag- blaða færi fram, og er því eng- inn árangur af þeirri könnun. Hitt var ákveðið í fyrra að íhuga og kynna sér, hvort þau úrræði, sem í öðrum löndum hefur verið ; gripið til í því skyni að rétta við j hag dagblaða, ættu við hér á landi. Og það hefur verið safnað töluverðu af gögnum um þetta atriði. í skemmstu máli má segja að það er óvíða, þótt það sé ekki óþekkt, að dagblöðum sé beinlín is hjálpað af hálfu ríkisvaldsins. Víðar og víðast hefur það orðið niðurstaðan, að ekki væru heppi- leg bein afskipti ríkisvaldsins af þessum efnum, og þar sem talin hefur verið þörf á afskiptum rík isins, eins og t.d. í Svíþjóð og Finnlandi, hefur orðið ofan á að hjálpa flokkunum en ekki blöð- unum, og síðan gætu flokkarnir þá, ef þeir vildu, ráðstafað því fé, sem þeir þannig fá úr ríkis- ejóði, til þess að halda við og efla þau blöð, sem hverjum um sig er sérstaklega annt um. Og í þessum löndum, og raunar víð ar, eins og í Þýzkalandi, eru þær upphæðir, sem flokkunum eru ætlaðar í þessu skyni, miðaðar við meðlimatölu hvers flokks, eða réttara sagt kjósendafjölda við síðustu almennar kosningar. Slík ar bollaleggingar hafa verið all víða uppi og löggjöf er komin á um þessi efni um aðstoð til flokkanna í Sviþjóð Og Finnlandi, og í minna mæli í Þýzkalandi, en það mun vera nokkuð mismun- andi í einstökum fylkjum þar. 1 Frakklandi aftur á móti, á sér stað margvísleg aðstoð til blað- anna sjálfra, þó meira í óbeinu formi, en með beinum ríkis- atyrkjum, en þau eru studd með margvíslegu móti þar. í Bretlandi hefur nýlega verið um þetta rætt og þar urðu allir aðaltalsmenn flokkanna, að minnsta kosti bæði Verkamannaflokksins og íhalds- flokksins sammála um, að bein fyrirgreiðsla ríkisins við blöðin væri ekki heppileg. Að þessu at huguðu hygg ég, að við höfum í raun og veru ekki ýkja mikið að læra af þessari löggjöf erlendis, sem var aðalverkefni þeirrar at- hugunar, sem efnt var til. Ef setja ætti um þessi efni löggjöf hér á landi, er það auðvitað rétt, sem fram kemur í fyrirspum hv. þm., að áður yrði að kanna hag og kjör hinna ísl. dagblaða bet- ur en menn nú hafa vitneskju um. En til slíkrar athugunar hef ur ekki verið efnt af héilfu ríkis- stjórnarinnar, — það er nauðsyn- legt, að menn viti það, — enda hefðu dagblaðaútgefendur og að- standendur þeirra orðið varir við, ef að slíkri athugun hefði verið stefnt, því að þá hefði ver- ið óskað eftir gögnum frá þeim um þeirra hag, sem ekki hefur verið gert. Seinni fsp. hljóðar svo: „Hyggst ríkisstjórnin gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir, að sú þróun, sem víða í Evrópu hefur leitt til sívaxandi blaðadauða, og þar af leiðandi minnkað raunverulega prentfrelsi gerist einnig hér á landi“. Þessari spurn ngu er skemmst að svara á þá leið, að ríkisstj. hefur ekki, að minnsta kosti að svo komnu ákveðið, að nein heildarlöggjöf verði sett, eða frv. þess efnis borið fram. Hitt er til athugunar, en þó ekki til hlítar ákveðið, hvort unnt sé að létta af blöð- unum vissum útgjöldum, þannig að gera þeim auðveldara um út- I gáfu en verið hefur og þannig, *að slíkt verði með sanngirni gert, ; án þess að á aðra sé hallað, svo ! að dagblöðin fái greiðslur af hálfu ríkisins og ríkisstofnana fyrir þjónustu, sem þau hafa innt af hendi í þágu þessara aðila, hingað til ókeypis, en eðlilegt mætti telja, að þau fengju greiðsl ur fyrir. Þetta hvort tveggja eru méira framkvæmdaratriði en lög gjafaratriði. Það er vitað mál, að ákvörðun póstgjalda og síma- gjalda t. d. hefur að undanförnu nokkuð verið hagað með hags- muni blaða fyrir augum. Það er ekki nýtt fyrirbæri, það hefur verið svo áratugum saman. Það er eðlilegt að slík ákvæði liggi stöðugt undir endurskoðun. Það er einnig þjónusta, sem blöðin leysa af hendi, við skulum segja bæði í þágu útvarps og sjón- varps, og það er ekki óeðlilegt, að slíkir aðilar greiði eitthvað fyrir þá þjónustu, og þá ekki sízt, vegna þess að hvarvetna, ekki einungis hér, heldur er það staðreynd alls staðar, að þar sem auglýsingaútvarp og sjónvarp á sér stað, hefur það mjög bitnað á dagblöðunum og á verulegan þátt í þeirra örðugleikum, eftir því, sem erlendar tannsóknir sýna. Það er innan þess ramma, sem ég hef nú vikið að, sem sú íhugun á sér stað, sem fram fer. Einar Olgeirsson (K) þakkaði svar ráðherra. Sagðist hann hafa tekið orðalagið upp úr fyr- irsögn í Alþýðublaðinu, er væri eitt af stjórnarblöðunum og væri því ekki við sig að sakast um það atriði. Ræðumaður fagnaði því, að könnun hefði farið fram á því, hvernig bæta mætti hag dagblaða, því .að blaðadauðinn svokallaðri væri mikið vanda- mál og nauðsynlegt að láta gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir slíkt hér. Ræðumaður benti á, að út- gjöld við póst og síma væru sér- lega tilfinnanleg og því vel til fallið, að athuga hvernig gera mætti þann útgjaldalið sem létt- bærastan. Gera þyrfti ýmsar ráð- stafanir til að gera útgefendum blaðanna það bærilegt að gefa blöðin út. Eins þyrfti að afnema það, að auglýsendur hafi það í hendi sér að hvaða blöðum gangi vel. Mætti jafna þann mikla mun auglýsenda m. a. með því að hið opinbera greiddi fyrir ýmsa þá þjónustu, er það fengi nú ókeypis frá blöðunum. Bjarni Benediktsson sagði að það væri misskilningur, að aug- lýsendur hefðu það í hendi sér, hvaða blöðum vegnaði vel. Aug- lýsendur seldu mest þeim blöð um, er flesta kaupendur hefðu, enda eðlilegt að þeir vildu setja auglýsingar sínar í þau blöð, er mest væru lesin. Væri þetta eðli- legt lögmál. Hér væri ekki um það að ræða, að auglýsendur héldu uppi ein- stökum blöðum, heldur að ein- stök blöð veittu þeim meiri þjón- ustu og því væri eðlilegt að þeir greiddu meira. Hérlendis væri ekert það blað, þar sem aug- lýsingar væru verulega meiri hluti tekna. Hlutfallið milli út- breiðslu og auglýsihga væri nokk uð jafnt og furðanlega mikið sam ræmi þar á milli. - JÖN ÁRNASON Fram af bls. 21. að sjálfsögðu flestir viðskipta- menn ferjunnar. Ennfremur greiðir ríkissjóður um 2 millj. kr. á ári í beinan rekstrarstyrk með skipinu auk þess, sem ríkis- ábyrgðasjóður hefur haft af því veruleg útgjöld að þurfa að greiða af lánum frá því að skip- ið var byggt. Það er sameiginlegt öllum, sem rætt hafa eða ritað um mál þetta, að enginn þeirra hefur haft þau gögn í höndum, sem þarf til þess að komast að skynsamlegri niðurstöðu, sem óhætt væri að treysta til fram- kvæmda. Það hlýtur hins vegar að vera mikil nauðsyn fyrir alla og ekki sízt forsjármenn sam- gangna og vegamála, að leitað verði að hagkvæmustu lausn, þegar nú er framundan að hefja byggingu varanlegs vegar frá Reykjavík til Vesturlands og síð- an áfram norður. Það er því lagt til að láta fara fram alhliða at- hugun á máli þessu nú þegar, og skal hér til skýringar bent aðeins á nokkur atriði, sem esér- staklega þarf að rannsaka. 1. Þarf að kanna bifreiðafjöld- ann, sem ekur nú fyrir Hval- fjörð. 2. Farþegafjöldinn og vöru magn, sem fyrir fjörðinn fer, hvort tveggja með tilliti til á- kvörðunarstaðar og tímadreifing ar. 3. Sparnaður í rekstri vegna styttingu vegar í hlutfalli við vegalengdir, sbr. það, sem ég áðan sagði. 4. Sparnaður á fjár- festingu í bílum og öðrum sam- göngutækjum, t.d. skipum. 5. Áhrif betri samgangna til vest- urs frá Reykjavík til þess að létta á öðrum vegum frá Reykja vík, sbr. hinn mikla akstur, sem á sér stað um helgar, t.d. til Þingvalla og austur fyrir fjall og 6. Áhrif nýrra samgöngumögu- leika á búsetu og fólksfjölgun hinna ýmsu staða, sem málið I varðar mest, t.d. Akranesi og Borgarnesi. Þá kæmi næst samanburður á þessum úrræðum. Það er ferja frá Reykjavík til Akraness beint eða ferja á Hvalfirði, venjuleg bílferja eða þá væri athugað um hugsanlega notkun á loftpúða- ferju eða slíku skipi, sem hef- ur verið nú fyrir nokkru síð- an rætt um hér á Alþ. Þá er það um brúna, sem rætt hefur verið um, hvort fjárhagslegur grund- völlur væri fyrir því, að ráðizt væri í að byggja brú annað hvort innarlega eða utarlega á Hvalfjörð og þá í því sambandi ýmsar gerðir brúa. Það á sér stað t.d. í Svíþjóð er mér kunnugt um, að þegar um slíka staði er að ræða, eins og að koma á samgöngum yfir firði eða slíkar samgöngur eins og hér er um að ræða, hefur verið um framkvæmdir að ræða, sem er að byggja göng ofan á botni fjarðanna. Það er vitanlega eitt af þeim framkvæmdaratriðum, sem þyrfti að athuga. Og svo síð ast, að sjálfsögðu þyrfti að gera sér grein fyrir, hvað fullkominn vegur úr varanlegu efni umhverf is allan fjörðinn mundi kosta. En enda þótt að því yrði horf- ið að byggja annað hvort brú utarlega eða innarlega á Hval- fjörð, eða hafa ferju, þyrfti að sjálfsögðu að byggja veg úr var anlegu efni frá þéttbýlinu hér í Reykjavík og inn að brúnni eða ferjustaðnum. Þetta þarf að sjálfsögðu að athuga mjög ræki- lega. Hér þarf að kanna með sérfræðilegum vinnubrögðum um ferðarmagn og spá þá nokkuð fram í tímann bæði um breyt- ingu þess, svo og um önnur þau áhrif, sem breyttir samgöngu- möguleikar mundu hafa á ýms- um sviðum.'Það þarf að gera ýt- arlegan samanburð á þjóðfélags- legu gildi hinna ýmsu úrræða, sem til greina geta komið og meta gildi þeirra með hliðsjón af dýrleika þeirra mannvirkja, sem þarf í hverju tilfelli. Þess vegna er lagt til, að n. fái heim- ild til þess að ráða sérfræðilega aðstoð, meðan á rannsókninni stendur. Það er flm. þessarar þál till. ljóst að rannsókn sem þessi kostar mikið fé. En þó mun það lítið hjá þeim ávinningi, sem það er, ef takast mætti að finna hag- kvæmustu lausn þessa mikils verða atriðis, áður en fjárfrekar framkvæmdir við vegagerð til Vestur- og Norðurlandsins eru hafnar. - RÁÐSTAFANIR Framhald af bls. 1. bannið, að verkstæði félagsins á Kastrup-flugvelli við Kaup- mannahöfn hefði eftirlit með DC-7C vélunum, og að starfs- menn þar hefðu fyrir löngu kom izt að þeirri niðurstöðu að stund um þyrfti að styrkja afgreiðslu- dyr framarlega í vélunum. Heíðu - NYTT SKIP Framhald af bls. 32. um, þar á meðal eitt fullkomí* asta fiskileitartæki, sem til er í veröldinni, og er það sérstaklega smíðað fyrir skipið. Aflvélar skipsins eru á sérstökum púð- um, sem leiða ekki titring frá þeim, og er þetta gert til þess að mögulegt sé að ná sem beztum árangri með leitartækjunum. Ennfremur eru í þvi geymar, sem draga munu úr veltingi skipsins. Vélarúmið er allt hljóð- einangrað og engir kilir eru á skipinu, en það gefur jafnara streymi. Hið nýja hafrannsókn- arskip mun kosta rúmar 36 milljónir, er það er fullgert. allar vélarnar þess végna verið röntgen-ljósmyndaðar og sumar þeirra styrktar. — Við teljum að SAS hafi nú þegar uppfyllt allar þær kröfur. sem búast má við að verði gerð- ar í Bandaríkjunum á næstunni, sagði Medböe. En þangað til verð um við að hlíta settum reglum og fljúga i minni hæð. Af því leiðir aukin eldsneytisnotkun, og stundum lengri flugtími, því að fyrir getur komið að krækja verði fyrir fjöll, sem unnt væri að fljúga yfir ef jafnþrýstilofts- kerfið væri í notkun. - ÍÞRÖTTIR Framhald af bls. 30. í stjórn eru Sveinn Ragnarsson, Hilmar Ólafsson, Alfreð Þor- steinsson og Gunnar Ágústsson. Stjórnarkjör Á ðalfundi Fram s.l. laugardag var öll stjórnin endurkjörin. For- maður er Jón Þorláksson, vara- formaður Hörður Pétursson, gjaldkeri Sæmundur Gíslason, ritari Hannes Þ. Sigurðsson og spjaldskrárritari Ólafur Jónsson. Auk þess eiga formenn deilda sæti í aðalstjórn, þeir Hilmar Svavarsson og Birgir Lúðvíks- son. kerfið væri í notkun. Kvöldvaka að Borg í Grímsnesi FÉLAG3HEIMILIÐ Borg í Gríms nesi efnir til kvöldvöku laugar- daginn fjórða marz og verður það hin fyrsta af sex kvöld- vökum, sem ráðgerðar eru á þessu ári. Á kvöldvökunni á laugardag mun Þórhallur Vil- mundarson, prófessor, tala um örnefni og sýna skuggamyndir til skýringar efninu, en eins og kunnugt er hefur prófessor Þór- hallur sett fram nýstárlegar kenningar um uppruna ýmissa örnefna. Einnig verður kvart- ettsöngur og getraunaþátturinn: H.er er maðurinn?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.