Morgunblaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR OG LESBÓK 268. tbl. 62. árg. LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Sjá minningarorð Halldórs Laxness um Gunnar Gunnarsson, bls. 3. Gunnar Gunn- arsson látinn GUNNAR Gunnarsson skáld, sem lézt að heimili sfnu að- fararnótt föstudags á 87. aldurs ári, var eins og segir f forystu- grein Morgunblaðsins um hann áttræðan, „einn mesti rithöf- undur sem lsland hefur alið.“ Verk hans eru þekkt meðal menntaðra manna um víða veröld og hann hefur verið f hópi þeirra, sem hvað mest hafa aukið hróður þjóðar- innar. Kornungur hlevpti hann heimdraganum og hélt út í lönd, þar sem hann vann sér orðstfr sem einn helzti rit- höfundur danskrar tungu, en hugurinn stefndi þó ávallt heim til Islands eins og skáld- sögur hans bezt sýna og að sjálfsögðu varð hann einn af öndvegishöfundum þjóðar- innar, enda stóð Island, íslenzk- ur arfur og fslenzk þjóðmenn- ing hjarta hans næst. Gunnar Gunnarsson var skapheitur þátttakandi sam- tfðar sinnar og fylgdist með samtfmaviðburðum fram til hinztu stundar. Hann var ávallt, eins og segir í fyrr- nefndri forystugrein. „áhrifa- mikill liðsmaður í þeirri bar- áttu sem háð hefur verið gegn einræði og kúgun meðal manna og þjóða á þessari öld. Sú bar- átta stendur enn og kannski lýkur henni aldrei. Gunnar Gunnarsson hefur hafið merkið hátt f þeirri baráttu og mætti það verða æskumönnum Is- lands verðugt fordæmi." 1 andlátsfregn ! um Gunnar Gunnarsson er ástæða til að vekja athygli á þvi hve skammt er liðið síðan hann sat í sjón- varpssal ásamt öðrum rithöf- undum, aldinn en eldheitur stríðsmaður frelsis og mann- réttinda, og mun sú mynd sem íslendingar eignuðust þar af skáldi sinu verða flestum ógleymanleg, nú þegar hann er horfinn svo skömmu síðar. Svo eldlegur var áhugi Gunnars Gunnarssonar fram á síðustu stundu, að hann hafði samband við ritstjóra Morgun- blaðsins nú í þessari viku vegna þorskastríðsins við Breta og fylgdist þá náið með framvindu þess máls. Hann hafði áhuga á þvi að auka og endurprenta grein sem hann hafði skrifað i siðasta þorskastríði og var með hugann við það mál eins og ungur væri og engu líkara en hann hygðist hasla sér völl í fremstu sveit þeirra manna, sem berjast fyrir 200 mílna fiskveiðilögsögunni. Ellimerki var það siðasta sem harflaði að þeim sem viðskipti áttu við hann um þetta mál. Þessa er minnzt hér af þeim sökum að það sýnir baráttuhug þessa mikla rithöfundar, en hann var eitt af helztu einkennum Gunnars Gunnarssonar alla tíð. Gunnar Gunnarsson var fæddur 18. maí 1889 á Valþjófs- stað í Fljótsdal í Norður- Múlasýslu. sonur Gunnars Helga Gunnarssonar, bónda og hrepppstjóra, lengst á Ljóts- stöðum i Vopnafirði, og fyrri konu hans, Katrinar Þórarins- dóttur. Eins og fyrr getur fór hann ungur til Danmerkur og var við nám f Lýðháskólanum í Askov 1907—9, en stundaði venjuleg bústörf á unglingsár- um. Hann hafði alla tíð mikinn áhuga á samstarfi norrænna þjóða. Skrifaði um það m.a. og hélt fyrirlestra. í Danmörku samdi hann hverja bókina á fætur annarri og komst í for- ystusveit danskra rithöfunda en varð síðar þekktur víða um lönd, því að fjölda ritverka Framhald á bls. 31. Sigla brezkir togarar burt af miðunum 1 dag? „Oskammfeilni Islendinga er meiri en orð fá lýst,” segir Austen Laing BREZKI landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherrann, Fred Peart, sagði I Grimsby f gær, að Bretar vildu ekki annað þorskastrfð við Islendinga en tók fram að brezka stjórnin teldi það skyldu sfna að vernda brezka togaramenn fyrir íslenzku varðskipunum. Jafnframt bárust þær fregnir til brezkra hafna frá miðunum að skipstjórar á um 40 brezkum togurum væru að búa sig undir að sigla út fyrir 200 mflna mörkin við tsland f dag, laugardag, ef þeir fengju ekki vernd brezka sjóhersins. Peart ráðherra hvatti hins vegar togaramennina til að halda kyrru fyrir til að „veikja ekki málstað Breta“. Hann gekk ekki svo langt að lýsa þvf yfir að herskip yrðu send á miðin og sagði: „Um leið og byssurnar eru teknar fram fær fólk rangar hugm.vndir. Við viljum friðsamlegt samkomulag og reynum að forðast ögranir.“ Þegar Peart var sagt frá klippingu togvíra Real Madrid (sjá baksíðu) sagði hann: „Ef þessar upplýsingar eru réttar þykir mér leitt að Islendingar skuli hafa slíkar ögranir í frammi. Það gæti leitt til stig- mögnunar.“ SAMSTARFSMENN Aður hafði verið skýrt frá því að sérstakir samstarfmenn yrðu sendir um borð i hin óvopnUðu gæzluskip Breta á tslandsmiðum til að annast samstarf við brezka flotann ef þess gerðist þörf að senda herskip .á vettvang og gegna hlutverki milligöngu- manna sjóhersins og togaranna. Fyrsti milligöngumaðurinn, Eric Thundercliffe frá Hessle skammt frá Hull, fer með togaranum Ross Altair í dag og verður fluttur um borð í Lloydsman. Thundercliffe gegndi svipuðu hlutverki í síðasta þorskastríði. Hann hefur stundað veiðar við ísland í þrjátíu ár og er fyrr- verandi ritari félags yfirmanna á togurum i Hull. Brezka togaraeig- endasambandið sendi öllum brezkum togaraskipstjórum skeyti þar sem sagði að Thunder- cliffe væri á leiðinni. Ákvörðunin um að senda Thundercliffe var tekin að loknum fundi samstarfsnefndar brezka Sjávarútvegsins í Hull þar sem skýrt var frá þvl að sumir togarar hefðu ekkert getað veitt vegna aðgerða varðskipsins Týs þrátt fyrir vernd brezku aðstoðar- skipanna. Tom Nielson, ritari sambands yfirmanna á togurum, sagði að hópur 14 togara hefði ekkert getað veitt í 14 tíma vegna aðgerða íslenzku varðskipanna. Fréttamaður BBC um borð í Lloydsman skýrði frá því að margir togarar væru á förum frá miðunum hálftómir vegna að- gerða varðskipanna. Haft var eftir talsmanni sam- bands brezkra togaraeigenda að Bretar héldu áfram veiðum en skipstjórarnir væru ekki sann- færðir um að aðstoðarskipin veittu næga vernd. „Enn er allt á huldu um hvort þeir ætla að sigla burtu af miðunum, en þeir virðast reiðubúnir að prófa aðstoðarskipin," sagði hann. „ERFIÐ AÐSTAÐA" Fred Peart sagði þegar hann hafði rætt við togaramenn i Framhald á bls. 31. Hættulegar aðfarir að sögn Breta London, 21. nóvember. AP. Reuter. YFIRMAÐUR brezku gæzlu- skipanna við Island, Taff Dav- ies, sagði í dag að tilraun varð- skipsins Týs til að klippa tog- víra Hulltogarans Beneilu hefði verið „hættulegustu að- farir“ sem hann hefði séð I 20 ár. Davies er fyrrverandi sjó- liðsforingi og sagði að tilraun- in hefði verið gerð þegar tog- arinn var að kasta vörpunni og hefði lftið svigrúm og þvi auð- veldara að komast að honum. Þýzki útvegurinn lítt hrifinn af samningnum Einkaskeyti til Mbl. Ðoiln, 21. nóvember. AP „ÞVZKI sjávarútvegurinn verður ekki hrifinn af öllum atriðum samningsins,“ segir stórblaðið Die Welt f dag um fiskveiði- samning Islendinga og Vestur- Þjóðverja. „Hins vegar hefur hann áður gefið til kvnna að hann sé eindregið fylgjandi einhvers konar (málamiðlunar) samkomu- Iagi.“ „En erfitt getur reynzt að fá staðfestingu þingsins á Islandi," heldur Die Weít áfram. „Annar fiskveiðisamningur við Vestur- Þjóðverja fékk ekki samþykki þingsins i Reykjavík. Hins vegar gerir Einar Ágústsson utanríkis- ráðherra sér vonir um að fá nægan stuðning frá stuðnings- flokkum islenzku ríkisstjórnar- Stuttgarter Zeitung segir: „Samkomulagið var gert með samþykki vestur-þýzka sjávarút- vegsins svo að lifshagsmuna hans verður gætt. Hins vegar hermdu heimildir i Bonn að Þjóðverjar gætu ekki gengið lengra i átt til samkomulags." Blaðið bendir á að íslenzka ríkisstjórnin fái „töluverða lækk- un á innflutningstollum" sam- kvæmt „bókun sex“ þegar hún ljúki einnig samningum við Belga og Bireta. „I Bonn er gert ráð fyrir að þessi tollafríðindi og samningur sá sem nú hefur verið gerður muni tryggja þýzkum neytendum öruggt framboð á fiski við hag- Framhald á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.