Morgunblaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÖVEMBER 1975 4 "/^BÍLALEIGAN !! ***■ 1 51EYSIR u CAR Laugavegur 66 " REN«fc 24460 £ • 28810 n!í ii Uivíirpog steieo kasettut.uki ,, ® 22 0 22- RAUÐARÁRSTÍG 31 FERÐABÍLAR h.f. Bilaleiga, sími 81260. Fólksbilar — stationbilar — sendibilar — hópferðabilar. Norsk kvöldvaka NORSK kvöldvaka verður haldin á vegum norræna félagsins f Hafnarfirði sunnudagskvöldið 23. nóvember í Iðnaðarmannahtisinu við Linnetsstíg og hefst kl. 20.30, og er þetta fyrsta kvöldvaka félagsins á vetrinum. Dagskráin er að þessu sinni tileinkuð Nor- egi, enda var vinabæjarmót haldið í Bærum, sem er vinabær Hafnarfjarðar, á s.l. vori, og var það sótt af fulltrúum bæði félags og bæjar. Dagskráin verður á þessa leið: Eiríkur Pálsson forstjóri segir frá síðasta vinabæjarmóti. Sýnd verður kvikmynd af landslagi, dýralífi og gróðri í Dofrafjöllum. Þá les Þóroddur Guðmundsson skáld nýjar þýðingar á norskum ljóðum, sem hann hefur gert. Félagsmönnum er heimilt að taka með sér gestí á kvöldvökuna. Happamarkaður Soroptimista SOROPTIMISTAKLÚBBUR Reykjavíkur heldur sinn árlega happamarkað á morgun í Iðn- skólanum við Vitastíg. Ýmsir munir gamlir og nýir verða þar á boðstólunum. Þá verður happ- drætti, lukkupakkar fyrir börn á kr. 100.00, jólaskreytingar og jóla- dúkar ásamt kökum alls konar. Eins og að undanförnu rennur ágóðinn til kaupa á lækningatæki, en klúbburinn gaf í fyrra tæki til Kvensjúkdómadeildar Land- spítalans. I Soroptimistaklúbbi Reykja- víkur eru liðlega 20 konur, en margir hafa lagt þeim lið að undirbúningi markaðarins, sem verður í Iðnskólanum við Vitastíg á morgun kl. 2. Héraðsfundur Arnes- prófastsdæmis HÉRAÐSFUNDUR Árnes- prófastsdæmis verður sunnudag- inn 23. þ.m. í Skálholti og hefst með almennri guðsþjónustu i Skálholtsdómkirkju kl. 2 e.h., þar sem prófastur prédikar og dóm- kirkjupresturinn, sr. Guðmundur Öli Ólafsson, annast altarisþjón- ustu. Aðalmál fundarins verður frumvarp um sóknargjöld, er nú liggur fyrir alþingi. I sambandi við fundinn mun prófastur minn- ast Brynjólfs biskups Sveins- sonar. Skálholtsrektor, sr. Heimir Steinsson, og frú Rósa B. Blöndal, skáldkona á Mosfelli, flytja erindi. öllum er heimill aðgangur og boðnir velkomnir. Útvarp Reykjavík L4UG4RD4GUR 22. nóvember MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugrcinar dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45. Guðrún Guðlaugsdóttir les „E.vjuna hans Múmfn- pabba“ eftir Tove Jansson (21). Tilkvnningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. Óskalög sjúklinga kl. 10.25. Kristín Sveinbjörnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og vcðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. SÍÐDEGIÐ 13.30 Iþróttir Umsjón. Bjarni Felixson. 14.00 Tónskáidakynning Atla Heimis Svcinssonar. LAUGARDAGUR 22. nóvember. 17.00 iþróttir Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. 18.30 Dóminik Brcskur mvndaflokkur fvrir börn og unglinga. 2. þáttur. Ilúsnæði til leigu Þýðandi Ellert Sigurbjörns- son. 19.00 Enska knattspyrnan Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrá og auglýsing- ar. 20.35 Læknir I vanda Breskur gamanmvnda- flokkur. Mannamunur Þýðandi Stefán Jökulsson. 21.00 Vetrarakstur Umferðarfræðsla. Um- sjónarmaður Arni Þór Eymundsson. 21.10 Kvöldstund með Lionel Hampton Lionel Hampton og hljóm- sveit hans leika jasslög. 1 þættinum koma fram ýmsir gestir, svo sem söngkonan Dusty Springfield og hljóm- sveitin Ocean. Þýðandi Stefán Jökulsson. 21.55 Svalbarði Norsk heimildamvnd um líf veiðimanns á eynni. Þýðandi og þulur Jón O. Edwaid. 22.20 Ást og afleiðing (Love Wíth The Proper Stranger) Bandarfsk bfómynd frá ár- inu 1963. Leikstjóri er Robert Mulligan, en aðalhlutverk leika Natalie Wood, Steve McQueen, Edie Adams og Herschel Bernardi. Ung stúlka verður þunguð af völdum manns, sem hún vill ekki giftast, og hvggst láta eyða fóstrinu. Þýðandi Heba Júlíusdóttir. 23.55 Dagskrárlok. 15.00 Vikan framundan Björn Baldursson kvnnir dagskrá KVÖLDIÐ 19.35 Á minni b.vlgjulengd Jökull Jakobsson við hljóð- nemann f 25 mfnútur. 20.00 Hljómplötusafnið Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 20.45 Á bókamarkaðinum Umsjón: Andrés Björnsson. Dóra Ingvadóttir kynnir. — Tónleikar. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Danslög 23.55 Fréttir f stuttu máli. Dagskrarlok. útvarps og sjónvarps. 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir Islenzkt mál Asgeir Blöndal Magnús- son cand. mag. flytur þátt- inn. 16.40 Popp á laugardegi. 17.30 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. DAGSKRÁRLIÐIR hljóðvarps á laugardögum éru sannast orðnir býsna fábreytilegir og þar er fátt nýtt frá laugardegi til laugardags. Þó er þess að vænta að margir hlýði á þátt Jökuls Jakobssonar, sem hefst kl. 19.35 og þáttinn „A bóka- markaðnum“ sem er á dag- skránni klukkan 20.45. Nýjar bækur streyma nú út á jóla- markaðinn og bætast við nokkr- ar dag hvern. Ekki tókst að ná f Andrés Björnsson útvarps- stjóra til að forvitnast um úr hvaða bókum yrði lesið að þessu sinni. h.k. Lionel Hampton og hljómsveit hans leika jasslög í 45 mfnútur í kvöld. í þættinum koma fram ýmsir gestir meðal annars söngkonan Dusty Springfield og hljóm- sveitin Ocean. Annar þáttur brezka myndaflokksins sem er á laugar- dögum fyrir börn og unglinga og nefnist Dominik er f sjónvarpi síðdegis, eða kl. 18.30 í kvöld. (Jr myndinni Ást og afleiðing sem hefst kl. 22.20 f sjónvarpi í kvöld. Þríggja stjömu mgnd ÁST OG afleiðing heitir myndin sem sýnd verður í kvöld í sjónvarpinu — Love With The Proper Stranger. Hún er gerð árið 1963 og fær þrjár stjörnur i kvikmynda- handbók okkar. Natalie Wood og Steve McQueen fara með aðalhlutverkin í myndinni og fá ágæta dóma fyrir. Sagan gerist í New York og þykir kvik- myndatakan sjálf með afbrigð- um góð. McQueen fer með hlut- verk tónlistarmanns sem vill í hvívetna halda sjálfstæði sínu unz hann kynnist ungri stúlku, sem Natalie Wood leikur. Leik- stjóri er Robert Mulligan, en með önnur helztu hlutverk fara þau Edie Adams og Herschel Bernardi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.