Morgunblaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1975 31 — Gunnar Gunnarsson Framhald af bls. 1 hans hefur verið snúið á mörg erlend mál. Sjálfur vann hann lengi eftir að þau hjón fluttust til íslands að þýðingum á eigin . verkum og sá um útgáfur skáld- verka sinna. Gunnar Gunnarsson keypti Skriðuklaustur í Fljótsdal haustið 1938 og átti þar heima til hausts 1948. Þá fluttust þau hjón til Reykjavíkur og hafa búið þar sfðan. Gunnar Gunnarsson var einn af stofnendum Bandalags íslenzkra listamanna og var fyrsti formaður þess. Hann var meðstofnandi Almenna bóka- félagsins og formaður bók- menntaráðs þess til 1959. Hann var heiðursdoktor við háskólann i Heidelberg og heiðursforseti ýmissa menningarfélaga. Hann var sæmdur prófessorsnafnbót og heiðursmerkjum. Ritverk Gunnars Gunnars- sonar eru mikil að vöxtum og alkunn, svo að ekki verða þau öll talin upp hér. En fyrstu bækur hans komu út 1906, Móður-minningj Nokkur kvæði, svo og Vorljóð og næsta bók hans var einnig ljóðabók, Digte, 1911, Árið eftir kom fyrsta bindið að Borgarættinni. Síðan rak hver skáldsagan aðra og má geta þess að fyrsta binda Fjall- kirkjunnar kom út 1923 I Dan- mörku. Þegar hann hafði flutzt til íslands gaf hann út Heiða- harm 1940 en siðasta skáldsaga hans, Brimhenda, kom út 1954 og það sama ár eitt af mörgum framlögum hans til frjálsrar menningar og vestræns lýð- ræðis, ræða sem ber nafnið Vestræn menning og kommúnismi. Gunnar Gunnarsson kvæntist Francisku Antonie Josephine 20. ágúst 1912 og lifir hún mann sinn. Um leið óg Morgun- blaðið þakkar Gunnari Gunnarssyni margvislegan vinarhug í garð blaðsins, ábendingar og efni ýmiss konar, sendir það frú Francisku og fjölskyldu þeirra hjóna samúðarkveðjur við lát þessa mikilhæfa íslenzka rit- höfundar. Forysta hans var afl og uppörvun Morgunblaðinu og lesendum þess. — Ungfrú heimur Framhald af bls. 15 samlega fram, að öðru leyti en því, að þátttakendur frá Belgíu, Luxemborg, Frakklandi og Mári- taníu neituðu að hlýðnast fyrir- skipun stjórnandans „ökla saman — snú!“ — til að dómnefndin gæti virt stúlkurnar fyrir sér aft- an frá. — Land og lýðveldi Framhald af bls. 32 Alls eru í bindinu 17 ræður og ritgerðir, og er lengsta ritgerðin um Ólaf Thors, 70 bls., skrifuð að honum látnum. Af öðru efni skal þetta nefnt: Landið og tungan (1965), Frelsi, sjálfstæði og frið- ur koma ekki af sjálfu sér (1967), Um stjórnmál og þekkingarleit (1968), Lýðveldið 25 ára (1969), Ríkisforsjá og frjálsræðisstefna (1965), Verðbólgan og vandi ís- lenzkra atvinnuvega (19.66), Þættir úr fjörutíu ára stjórnmála- sögu (1970). Nafnaskrá fylgir ritgerðasafn- inu. Bókin er 214 bls. að stærð. Útgefandi er Almenna bókafélag- ið. — Fer Grænland Framhald af bls. 15 Krafan um útfærslu fiskveiði- lögsögunnar við Grænland í 100 mílur er orðin að meiriháttar bar- áttumáli, þar serh landssamtök sjómanna hafa efnt til undir- skriftasöfnunar um allt landið og mikill hluti kjósenda hefur þegar orðið við áskoruninni um undir- ritun. Búizt er við þátttöku mörg þúsund manns áður en frestur rennur út 1. desember. Landsráðið i Grænlandi ákvað í haust útfærslu í 100 mílur, en dönsk yfirvöldhafaviljaðbíða úr slita hafréttarráðstefnu Samein- uðu þjóðanna f vor. Nú er þolin- mæði manna á þrotum og krafizt er útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 100 mílur þegar í stað. — Lítt hrifnir Framhald af bls. 1 stæðu verði,“ segir Stuttgarter Zeitung. Fréttin birtist á forsiðum flestra vestur-þýzkra blaða i dag en fá blöð gera nokkrar athuga- semdir um samninginn. I fréttum blaðanna er á það lögð áherzla að samningurinn verði að hljóta samþykki islenzku ríkisstjórnarinnar og Alþingis áð- ur en hann tekur gildi, — Sigla brezkir Framhald af bls. 1 Grimsby að Bretar vildu ekki stríð, að þeir ætluðu ekki að neyta aflsmunar gegn Islendingum, að brezkir sjómenn yrðu að fá vernd, að hann vildi að skipstjórarnir gerðu sér grein fyrir þessu, héldu kyrru fyrir og forðuðust fjótfærn- islegar aðgerðir þótt þeir væru í erfiðri aðstöðu. Hann sagði að það væri einlæg- ur vilji Breta að semja við íslend- inga og að þeir vildu ekki að deil- an við þá magnaðist stig af stigi og sagði um þá „áreitni” sem brezkir skipstjórar yrðu fyrir, að þegar klippt væri á togvíra misstu þeir veiðarfæri sem kostuðu 3.000 pund, að þeir yrðu að koma fyrir nýjum veiðarfærum i myrkri og kulda, að þeir misstu dýrmætan veiðitíma og gætu þannig tapað á veiðiferðinni og að togvíraklipp- ing gæti stofnð lífi og limum tog- aramanna i hættu. Hann sagði að aðstoðarskipun- um væri beitt til reynslu og ef aðstæður breyttust gæti farið svo að málið yrði endurskoðað en sjó- hernum yrði ekki beitt að svo stöddu. VIÐVÖRUN Peart tók einnig fram að Bretar væru i mjög sterkri aðstöðu gagn- vart tslandi vegna aðildar Breta að Efnahagsbandalaginu. Hann sagði að tslendingar væru háðir markaðnum i Bretlandi og í Evr- ópu og gæti tapað miklu á lokun þeirra. Þó væri ekki um það að ræða að beita tslendinga bola- brögðum, aðeins væri um það að ræða að neyta hefðbundinna rétt inda sem Alþjóðadómstóllinn hefði staðfest. Þetta töldu brezkir fréttamenn skýlausustu viðvörunina í garð Is- lendinga frá brezkum ráðherra um efnahagslegar refsiaðgerðir. Jafnframt sagði Peart að brezka stjórnin hefði sagt að hún vildi greiða fyrir löndun og sölu fisks frá tslandi í Bretlandi og það sýndi að hún gerði sér grein fyrir nauðsyn þess að verndunarsjón- armið væru höfð í huga og viður- kenndu sérstöðu tslendinga. Með þessu virtist Peart gefa í skyn að ekkert opinbert löndunarbann gegn Islendingum væri í gildi í Bretlandi. Togara- eigendur í Grimsby komu á þessu banni að höfðu samráði við sam- band togaraeigenda en sfðan neitaði sambandið því að það væri aðili að banninu og fiskkaupmenn og aðrir kaupendur viðurkenna fúslega að þeir vilja fá íslenzkan fisk. _________EKKI AÐILI Austen Laing, formaður togara- eigendasambandsins, sagði í við- tali við blaðið að sambandið stæði ekki að banninu. Hann sagði að þeir sem stæðu að banninu væri eigendur i höfnunum, þeir sem stjórnuðu löndununum og mannvirkjum sem væru notuð við þær. Hann sagði að ekkert samráð hefði verið haft við togaraeig- endasambandið vegna bannsins. Hverjir þeir væru sem stjórnuðu löndunum kvaðst hann ekki hafa hugmynd um. Laing sagði að „óskammfeilni tslendinga" væri meiri en orð fengju lýst: „Það er fráleitt að halda að landanir verði leyfðar eins og nú er ástatt. Gera íslend- ingar sér ekki grein fyrir þvf hvernig andrúmsloftið er í hafnarbæjunum? Vita þeir ekki hvað andúðin gegn þeim er mikil? Vita þeir ekki hvaða móttökur áhafnir íslenzkra skipa fengju ef þau kæmu til hafna okkar? Það er til að fyrirbyggja slíkar móttökur að við viljum halda þeim f burtu.“ Laing fór hörðum orðum um það sem hann kallaði ögrandi framferði tslendinga. „Ef við eig- um að forðast ýfingar verður að sýna miklu meiri stillingu. En það er ekki aðeins annar aðilinn sem getur sýnt stillingu. Allir aðilar verða að gæta stillingar og þá verður hægt að setjast að samningaborði. Og við verðum að semja fyrr eða síðar, helzt fyrr en sfðar. Það verður að finna lausn með samningum. Deiluna er ekki hægt að leysa með styrkleika- prófi.“ — Formaður LÍÚ Framhald af bls. 32 að „svarta skýrslan" gefi rétta mynd af ástandi þorskstofnsins eins og það er núna. I umræðum eftir erindi Jakobs Jakobssonar, fiskifræðings, kom það fram í tölu Kristjáns Ragnarssonar, for- manns Landssambands fsl. út- vegsmanna, að útlitið væri svo ískyggilegt að fyrirsjáanlegt væri að hætta þyrfti útgerð verulegs hluta fiskiskipaflotans þar til tekizt hefði að auka stofninn aft- ur til mikilla muna frá því sem nú væri. Þá var á fundi Fiskiþings í gær samþykkt tillaga laga- og félags- málanefndar er Sveinn Bene- diktsson hafði framsögu fyrir og I fjallaði um sjávarútveginn og óða- verðbólguna. Kemur þar fram hvílíkum erfiðleikum óðaverð- bólgan hér á landi hefur valdið höfuðatvinnuvegum þjóðarinnar, sjávarútvegi, iðnaði og land-1 búnaði. Sjávarútvegurinn hafði þó þá sérstöðu meðal atvinnuveg- anna að verða að langmestu leyti að sæta því verðlagi fyrir fram- leiðslu sína, sem væri á erlendum mörkuðum á hverjum tíma. I sjávarútveginum, væri því ekki unnt að velta auknum tilkostnaði yfir á aðra innlenda aðila, svo sem venjan væri með ýmis þjónustu fyrirtæki og stofnanir ríkis og bæja. Kemur og fram í tillögunni að kaupgjald og allur rekstrarkostn- aður sjávarútvegsins hefur marg- faldazt á síðustu 3—4 árum. A tveimur síðustu árum hefðu af- urðir sjávarútvegsins fallið stór- Iega f verði um leið og tilkostn- aðurinn á sjó og landi hefði vaxið hraðfara. Komið hefði verið I veg fyrir stöðvun á þessu ári með greiðslum úr Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðarins, en nú væri svo komið að sjóðurinn væri að mestu tómur og hefði ríkissjóður orðið að taka ábyrgð á greiðslum hans. Afleiðingin af framangreindri þróun hefði orðið söfnun lausa- skulda ríkissjóðs, sem næmu að viðbættum yfirdrætti hjá Seðla- bankanum um 9 milljörðum króna. Væri nú svo komið að láns- traust rikisins væri á þrotum. Siðan segir i niðurlagi að þótt verðbólgan hafi aukizt minna síðasta ársfjórðung en áður, verði að grípa betur í taumana, þ.e. eyða minna svo að jöfnuður fáist í viðskiptum við útlönd. Að öörum kosti sé sú vá fyrir dyrum sem enginn geti séð fyrir endann á. Var tillagan síðan samþykkt sam- hljóða. (2 fulltrúar sátu hjá). — Samkomu- lagsdrög Framhald af bls. 32 maður ánægður með sumt, en miður ánægður með annað. Við höfum reynt að koma islenzkum sjónarmiðum á framfæri eins vel og unnt er og túlka hagsmuni landsins eins og menn hafa bezt getað. Ég tel að mikið hafi þokazt í rétta átt. Samningamenn Þjóð- verja hafa sýnt eindreginn samningsvilja og sveigjanleika. Að sjálfsögðu myndi maður kjósa sum atriði á annan veg, en í heild tel ég, að hagkvæmt sé fyrir ís- land, að leysa þessa deilu á þann veg, sem nú er gert ráð fyrir.“ Við komuna til Keflavíkurflug- vallar f gær, sagði Einar Ágústs- son, að hann hefði enga vissu fyrir því að þingmenn samþykktu samkomulagsdrögin. Hann sagði að þingmenn væru frjálst fólk, sem vissulega hefðu óbundnar hendur til þess að taka afstöðu til samningsdraganna. Einar sagðist mundu mæla með samþykki samningsdraganna á Alþingi. Guðmundur H. Garðarsson, al- þingismaður, sem sæti átti i. samninganefnd tslands, sagði við komuna til Keflavíkurflugvallar: | „Ég vil ekki ræða einstök atriði, samkomulagsdraganna. Eftir at-! vikum tel ég þó drögin í heild hagkvæm tslendingum og að sjálfsögðu mæli ég með þeim bæði við ríkisstjórn og Alþingi. Það er skoðun mín, að með þess- um drögum muni staða íslend- inga styrkjast verulega i barátt- unni, sem skiptir þjóðina enn meira máli — en það er, að ís- lendingar geti verndað þorsk- stofninn og nýtt á sem hagkvæm- astan hátt.“ — Borgarstjórn Framhald af bls. 17 flestar af þeim götum, sem malbik- aðar voru á árinu. Þá hefur á árinu verið unnið við ýmsan frágang á vegum gatnagerð- ar að upphæð kr 21 9 millj. og undir liðnum umhverfi og útivist var aðallega unnið við svæði í Fossvogi og í Breiðholti I og III, sennilega fyrir allt að kr 1 5.0 millj Fjárveiting til nýbyggingar gatna og holræsa var um kr 51 7 0 millj. Um síðustu mánaðamót var kostnaðurinn við þessar fram- kvæmdir orðinn um 410 millj kr. og er gert ráð fyrir að hann verði um 510 millj. kr. um áramót 2) Framkvæmdum frestað frá end- urskoðaðri áætlun Ekki er hafin gatnagerð í nýjum miðbæ eða i iðnaðarhverfi við Vest- urlandsveg Vinna er hafin við teng- ingu Stekkjarbakka og Höfðabakka, en hluti framkvæmdarinnar færist á næsta ár. Frestað er að leggja hol- ræsi meðfram Hafnarfjarðarvegi og hluta af Kleppsvegi. Af þeim verkefnum, sem voru á áætlun, hefur verið frestað að hefja framkvæmdir við eða verður ekki lokið við verkefni, sem voru áætluð á um kr 1 60 millj 3) Kostnaðaráætlanir. Allar tölur um kostnaðaráætlanir hér nefndar eru miðaðar við verðlag í des 1974. Er talið, að meðal- hækkun á kostnaðí við framkvæmdir á árinu frá áætlun sé 35—40%. Má i þvi sambandi minna á hækkun á gjaldskrá vinnuvéla um 55% i lok april 1 975, en í reynd varð hækkun- in mun meiri á gjaldskrá vissra teg- unda vinnuvéla. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR 1) Framkvæmdir, sem lokið er við Upphafleg framkvæmdaáætlun Rafmagnsveitunnar var kr 494.7 millj Áætlunin var siðan skorin nið- ur í marz um kr 89 6 millj og til viðbótar var frestað framkvæmdum fyrir kr. 64.3 millj., allt miðað við verðlag i des. 1974 Framkvæmda- áætlun R R , sem lokið var við á árinu varð þannig 340 7 millj kr á verðlagi i des. 1 974 og er áætlaður kostnaður á árinu 442 6 millj . eða 29 9% hærri en áætlunartalan — og er þannig einnig svarað spurn- ingu nr 3. 2) Framkvæmdir Rafmagnsveit- unnar, sem ráðgerðar voru eftir end- urskoðaða framkvæmdaáætlun, en ekki verður lokið við, voru að upp- hæð kr. 64 3 millj á verðlagi i des. '74 eins og áður segir. Þær sundurliðast þannig: Neytendakerfi kr. 17.0 millj. Háspennukerfi kr 7.1 millj Spennistöðvar kr 40 2 millj. Samtals kr 64 3 millj Rétt er að fram komi, að frestun þessi varð fyrst og fremst vegna breytinga á framkvæmdaáætlun sveitarfélaga, en i staðinn komu ým- is ný verkefni að fjárhæð kr 54 4 millj miðað við verðlag í des 1974, en kosta í reynd kr 70.7 millj VATNSVEITA REYKJAVÍKUR 1) Framkvæmdir. sem lokið er við í framkvæmdaáætlun 1975 var gert ráð fyrir kr. 162.8 millj. til nýframkvæmda. þar af lánsfé kr 88 2 millj. Lán fékkst að upphæð kr 40.0 millj og lækkar því fram- kvæmdaáætlunin um kr 48.2 millj eða i kr 114 6 millj Áætlun um nýframkvæmdir 1971 er að upp- hæð kr 100 8 millj., en auk þess birgðaaukning til nýframkvæmda að upphæð kr 15 0 millj Þannig að mjög mun láta nærri, að áætlun og niðurstöðutölur standist á. Helztu framkvæmdir, sem lokið er við á árinu eru lagnir ! Breiðholti II (4. — 7 áfangi), vatnslögn í Slðu- múla, I Skildinganesi, aðfærsluæð að Ártúnshöfða með tengingu frá Höfðabakka I Bæjarháls. Þá hefur verið unnið við boranir, prufudæl- ingu, vegagerð og hönnun vegna virkjana I Heiðmörk, en þó verulega minna en áætfað var, og lokið við frágang og uppsetningu á dælum 1 Bullaugum svo og lögn aðalæðar frá Selásgeymi að dælustöð við Hraunbrún 2) Framkvæmdum frestað: Helzt er að nefna lagnir I Eiðs- granda, Nýjum Miðbæ, Iðnaðar- hverfi við Vesturlandsveg og 1. hluta Seláshverfis; Kostnaðaráætlun samtals 9.8 millj. kr. Þá var unnið minna en ráðgert var við undirbún- ing virkjana I Heiðmörk, eins og áður segir og gert er ráð fyrir, að kostnaður við lögn aðalæðar til Heiðmerkur verði aðeins um kr 8 0 millj á árinu I stað 51.6 millj., samkv. fjárhagsáætlun, en útboð tafðist og fór ekki fram fyrr en i september 3) Kostnaðaráætlanir. Tilboð, sem tekið var í lögn hluta aðalæðar til Heiðmerkur í september var innan við 80% af kostnaðaráætl- un, og lægsta tilboð i annan hluta lagnarinnar, sem opnað var i gær, er innan við 70% af kostnaðaráætlun HITAVEITA REYKJAVÍKUR Framkvæmdaáætlun Hitaveitunn- ar var endurskoðuð í marz 1975 og þá reiknuð eftir byggingarvisitölu 156, en meðalvisitala ársins mun vera 1 881, eða um 20 3% hærri en i marz. Endurskoðuð framkvæmda- áætlun hljóðaði upp á kr 1 449 millj og áætluð útkoma er mjög nærri þessari upphæð, eða kr. 1.460 millj 1) Framkvæmdir, sem lokið er við Til virkjana og aðalæða var áætlað að verja kr 300 millj , áætluð út- koma er kr 250 millj Helztu fram- kvæmdaliðir eru boranir, virkjanir og safnæðar að Reykjum, bygging dælustöðvar og lögn aðalæðar i Breiðholt III, vinna við Reykjaæð og aðveituæðar í Suðurlandsbraut og Skammadal Til dreifikerfis i Reykjavik er áætl- að að verja kr 146.0 millj , áætluð útkoma er um 132 0 millj kr Helztu framkvæmdir hafa verið I Breiðholti II og III svo og endurbæt- ur i eldri hverfum Kostnaður við lögn aðalæðar og dreifikerfis I nágrannasveitarfélög- unum var áætlaður 930 m.kr , verð- ur sennilega 1.056 m kr Til byggingar bækistöðvar var áætlað að verja um kr 73 0 millj . verður sennilega 22.0 millj.. eða verulega undiráætlun 2) Framkvæmdum frestað: Ráðgerðar en frestaðar fram- kvæmdir eru helztar frekari lögn safnæða að Reykjum, lögn aðalæðar i Breiðholt III svo og frekari fram- kvæmdir við lögn Skammadalsæð- ar Ennfremur lögn dreifikerfis i Nýj- an Miðbæ og á Eiðsgranda Einnig er frestun við byggingu bækistöðv- ar, svo sem áður segir. 3) Kostnaðaráætlanir. Ef tekið er tillit til breytinga á byggingarvisitölu hafa kostnaðar- áætlanir almennt staðizt nokkuð vel, en tilboð á miðju þessu ári voru þó hlutfallslega ivið lægri en fyrri hluta árs og s I vetur í fjárhagsáætlun Reykjavikurhafn- ar eftir endurskoðun 20 marz 1975, var gert ráð fyrir lántöku á eignabreytingareikningi að upphæð kr. 1 65.0 millj. Með bókun i hafnar- stjórn 29 mai 197 5, voru hins vegar ákveðnar framkvæmdir á ár- inu að upphæð kr 32 0 m.kr., enda þótti sýnt, að umrædd lántökuáætl- un væri óraunhæf Er þvi hér miðað við ofangreinda fjárhæð Framangreind áætlun mun vænt- anlega standast, þó verða fram- kvæmdir við Sundahöfn (fylling o fl ) um kr 27 0 millj , eða um kr 2.0 millj. hærri en áætlað var og framkvæmdir við Vesturhöfn um kr 5.0 millj., eða um 2.0 millj. lægri en samkv. framangreindri áætlun Er þá ekki meðtalinn kostnaður við ferjulægi, sem fæst væntanlega endurgreiddur. né heldur vegna kaupa á krana, sem ekki hafa verið fjármögnuð — Spánn Franihald af bls. 15 sósíalista, hafa gefið svipaðar yf- irlýsingar og UDM. Einn af leið togum sósíaldemókrata, Antonio Garcia López, sagði að flokkur sinn mundi gefa prinsinum hálfs mánaðar frest til að koma til leið- ar frjálslyndum umbótum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.