Morgunblaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÖVEMBER 1975 11 27.600 fyrir kílóið af dúni: Hægt að tvöfalda útflutning á æðardúni EFTIRSPURN eftir íslenzkum æóardúni eykst stöðugt og hefur það verð, sem fæst fyrir hann á erlendum mörkuðum stigið mjög síðustu ár. Mestur hluti dúnfram- leiðslunnar er seldur úr landi og hefur Búvörudeild S.Í.S. annazt þennan útflutning. Á vormánuð- um 1975, greiddi Búvörudeildin krónur 27.200 fyrir hvert kíló af hreinsuðum og handfjaðurtínd- um dún, endanlegt verð til bænda, þ.e. að frádregnum sjóðs- gjöldum, var 25.600 krónur. Æð- arrækt hefur átt í vök að verjast vegna flugvargs og minks og við rannsókn á æti svartsbaks á 7. þing Verka- manna- sambandsins SJÖUNDA þing Verkamannasam- bands Islands verður haldið um næstu helgi. Verður það haldið I Lindarbæ, Lindargötu 9, og h^fst á föstudag klukkan 20.30. Gert er ráð fyrir að þinginu ljúki á sunnu- dagskvöld. Rétt til þingsetu hafa 93 fulltrú- ar frá 42 verkalýðsfélögum, sem í sambandinu eru, en félagatala þeirra er samtals um 18 þúsund. Formaður sambandsins er Eðvarð Sigurðsson. Brynjólfs- minning SUNNUDAGINN 23. nóv. verða hátíðarsamkomur til minningar um 300. ártíð Brynjólfs biskups Sveinssonar haldnar í Hallgríms- kirkju í Saurbæ kl. 2 síðdegis og í Akraneskirkju kl. 8.30 um kvöld- ið. Ræðumaður verður Þórhallur Guttormsson sagnfræðingur. Kirkjukórár safnaðanna syngja. Einsöngvari verður frú Ágústa Ágústsdóttir. — Albert Breiðafirði s.l. vor kom f ljós að æti þeirra samanstóð að miklum hluta af ungum og eggjum. Eins og áður var getið hefur verð á dúni hækkað mjög en fyrir tveimur til þremur árum voru að sögn Agnars Tryggvasonar, fram- kvæmdastjóra Búvörudeildar S.I.S., greiddar að meðaltali um 10—11 þúsund krónur fyrir kíló- ið. Fyrir framleiðslu ársins 1974 fengu bændur að meðaltali um 21 þúsund krónur fyrir kílóið. Agnar sagði árlegan útflutning á dúni nema milli 800—900 kílóum og væri að sínum dómi hægt að tvö- falda þetta magn án þess að það hefði áhrif á verðlagið. Islenzki dúnninn er aðallega fluttur til Þýzkalands en mjög lítið er af sambærilegum dúni á markaðn- um erlendis og er þar helzt um að ræða dún frá Alaska og Kanada. Stjórn Æðarræktarfélags Is- lands hefur unnið að eyðingu flugvargs í samvinnu við ýmsa aðila en flugvargur er fleirum en æðarræktendum áhyggjuefni, þvi svartbakur veldur fiskirækt í ám og vötnum geysilegum skaða. Einnig veldur minkur miklu tjóni í varplöndum og er bæði að hann drepur fuglinn auk þess, sem hann hræðir og styggir hann. Verðlaun fyrir unninn mink eru nú 1.500 krónur og ber viðkom- andi yfirvaldi að greiða veiðilaun- in. Æðarræktarfélagið veitti fjár- stuðning til rannsókna á æti varg- fugls 1 varplöndum á Breiðafirði s.l. vor. Fjöldi svartbaks var veiddur og kannað hvað þeir hefðu étið og kom þá greinilega í ljós að fæða þeirra var að miklum hluta egg og ungar og telja æðar- ræktendur þetta enn eina sönnun um þann mikla skaða, sem svart- bakur veldur æðarræktinni. Aðalfundur Æðarræktarfélags Islands verður haldinn sunnudag- inn 23. nóvember n.k. að Hótel Sögu og hefst kl. 14.00. Allir þeir, sem æðarrækt unna og vilja stuðla að viðgangi hennar eru vel komnir á fundinn, segir i frétt frá Æðarræktarfélaginu. Til leigu nú þegar Skemmtileg sölubúð á fjölförnu götuhorni, stutt frá Hlemmtorgi, stærð nál. 70 ferm. Leigutími minnst 1—2 ár. Áhugasamir sendi fyrirspyrn til Mbl. merkt: Allir lampar með: 3453, sem fyrst, með uppl. um fyrir hvað eigi að nota húsnæðið. Otrúlegt en satt! VIÐARÞILJUR á ótrólega lágu verði Stærö: 24x255 cm. KOTO verð pr. fm kr. 1780 m/sölusk. ÁLMUR verð pr. fm kr. 1980 m/sölusk. FURA verð pr. fm kr. 2180 m/sölusk PALESANDER verð pr. fm kr. 2780 m/sölusk. — FYRSTA FLOKKS VARA i f Cf i m cf .r< c ö r u d £ r z / u h i „ BJÖRNINN: Skúlatúni 4. Simi 251 50. Reykjavík Framhald af bls. 9 standa yfir á virkjunarmöguleik- um á Austurlandi og leggur áherslu á að þeim verði lokið sem fyrst og ákvörðun tekin um að nýta þá miklu orkumöguleika sem eru á Fljótsdalsheiði. Jafnframt verði nú þegar gerðar minni virkjanir til að tryggja öryggi f orkuvinnslu og dreifingu. Kjördæmisráð Sjálfstæðis- flokksins í Austurlandskjördæmi skorar á þingflokk sjálfstæðis- manna að hvika hvergi frá þeirri stefnu sem flokkurinn hefur fylgt I málefnum landsbyggðarinnar og treystir því að þingflokkurinn láti ekki hjáróma raddir tefja fram- gang málefna landsbyggðarinnar. Kjördæmisráð lýsir fyllsta stuðn- ingi við þingmann kjördæmisins í störfum hans. Kjördæmisráð Sjálfstæðis- flokksins í Austurlandskjördæmi haldið að Hlöðum 9. nóvember 1975, fagnar útfærslu fiskveiði- lögsögunnar í 200 mílur, og treyst- ir Alþingi og ríkisstjórn til þess að tryggja íslendingum sem allra fyrst full yfirráð yfir því haf- svæði. BORGIR S/F AUGLÝSA TIL SÖLU VERSLUNARHUSNÆÐI I MIÐBÆ KÓPAVOGS VIÐ ÁLFHÓLSVEG Stærð þess húsnæðis sem þegar er uppsteypt er 1200 fermetrar. Þar af eru 440—800 fermetrar sem henta vel MATVÖRUVERSLUN. Annað rými (400—760 ferm.) er skiptanlegt í smærri einingar. Magnús Baldvinsson múrarameistari og Trésmiðja Hákonar og Kristjáns. Upplýsingar í Auðbrekku 53, Kópavogi, sími 41390. Heimasímar 33732 — 41717. GUTEHBERGSYNINGIN Klarvalsslööum kl. 14-22 SÝNINGARSKRÁ Mlklil kjörgrlpur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.