Morgunblaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÖVEMBER 1975 Nýsklpan nðmsaosloðar Greinargerð sú og tillögur um nískipan námsaðstoðar sem hér fara á eftir eru samdar af Eirfki Þorgeirssyni læknanema og Kjartani Gunnarssyni laganema. Tillögurnar hafa verið kynntar á nokkrum fundum f deildum Háskólans og verður dreift fjöl- rituðum f skólanum og víðar, jafnframt verða þær sendar endurskoðunarnefnd námslána- laganna. Höfundar töldu samt sem áður rétt að koma þeim á framfæri á annan hátt enda telja þeir að tillögurnar eigi f sjálfu sér erindi til alþjóðar. Af þessum sökum fóru þeir þess á leit við Morgunblaðið að það birti þessar tillögur. NÝSKIPAN NÁMSAÐSTOÐAR Ein meginforsenda rökstuðn- ings um námsaðstoð er sú skoðun að litið skuli á fúlltíða námsmenn (fólk á þrítugsaldri) sem fjár- hagslega óháða einstaklinga, Þetta felur í sér réttmæti þeirrar kröfu að tekjur námsmanna, að viðbættri námsaðstoð, nægi til brúunar framfærslukostnaðar. Sú krafa er sjálfsögð forsenda jafn- réttis, því jafnrétti náms er óhugsandi án viðurkenningar á fjárhagslegu sjálfstæði náms- mannsins. Námsaðstoðarkerfið verður því að snfða að þessum þörfum. Þessi skoðun hefur verið viðurkennd af löggjafanum m.a. með setningu laga um lán til námsmanna. Þróun þessara mála undanfarin ár hefur verið sú, að námslánin eru nú f raun nær ein- vörðungu styrkir, vegna óðaverð- bólgu undanfarinna ára. Ef miðað er við verðbólgu næstu 10 árin áður en námslána- lögin voru sett 1967 þá höfðu endurgreiðslukjör þeirra í för með sér að helmingur hvers láns var í raun og veru styrkur. Um þessar mundir stendur yfir endurskoðun á fyrirkomulagi námsaðstoðar. Fréttir úr Alþingi herma að þingmenn leggi höfuð- áherzlu á, að lán frá sjóðnum komi til baka með óskertu raun- gildi þ.e. verði visitölubundin. Stúdentaráð Háskóla íslands og svokölluð Kjarabaráttunefnd hafa sett fram tillögur um að lánin verði að fullu vfsitölubund- in, að því tilskildu að einungis hluti lánþega greiði lánin til baka. Sá hluti þeirra, sem ekki nær vissum lágmarkstekjum, greiðir ekkert til baka, en hinir sem hærri tekjur hafa, greiða til baka í hlutfalli við tekjur sínar. Þjóð- hagsstofnun hefur að sögn ekki treyst sér til að reikna út heildar- endurgreiðslur samkvæmt þess- um tillögum með neinni vissu en fulltrúar Stúdentaráðs segja, að 30—40% af útlánuðu fé muni endurgreiðast. Og er þá ekki tekið tillit til þess hver áhrif það kynni að hafa á eftirspurn eftir lánun- um, að menn vissu meira og minna fyrir fram, hvort þeir endurgreiddu síðar eitthvað af lánunum. Fleiri en alþingismenn, Stúdentaráð, Kjarabaráttunefnd og endurskoðunarnefndin hafa velt fyrir sér framtíðarskipun námsaðstoðar. I þeim hópi eru m.a. höfundar þeirra tillagana, sem kynntar verða hér á eftir. Áður en sú kynning hefst þá vilj- um við taka fram og leggja ríka áherzlu á, að við mótun framtíðar- skipunar námsaðstoðar má ekki taka um of mið af tímabundnum efnahagserfiðleikum og óðaverð- bólgu sfðustu ára. Hugmyndin er að móta kerfi sem hæfi öllum tímum. TILLÖGUR 1. Námsaðstoð verði skipt í tvo þætti: A. Óendurkræfa styrki, sem veittir séu, skv. nánari reglum, öllum er framhaldsnám stunda og lokið hafa 13 ára undir- búningsnámi. B. Verð-tryggð lán Með þessu eru hlutirnir kallaðir sínum réttu nöfnum. Greinargerð Eiríks Þorgeirs- sonar og Kjartans Gunnarssonar 2. Nánari greinargerð um A (styrkjakerfi). Styrkur greiðist mánaðarlega, þegar námsmaður hefur lokið fyrstu prófum og er óafturkræf- ur. Styrkupphæð er miðuð við grunntölu, sem er upphæð styrks fyrir hvern mánuð í námsárinu. Grunntalan nemur ákveðnu hlut- falli, af framfærslukostnaði ein- staklings við nám á Islandi og skal halda sama hlutfalli af framfærslukostnaði námsmanna erlendis. Framfærslukostnaður skal ákvarðaður á sama máta og tíðkast hefur af L.I.N. Grunntala styrks hækkar til námsmanna sem komnir eru áleiðis í námi t.d. 4—5% fyrir hvert lokið námsár. Styrkur greiðist fyrir hvern mánuð í námsárinu. Styrkupphæð skal alls ekki vera lægri en kr. 25.000.00 á mánuði eða kr. 200 þúsund fyrir 8 mánaða náms- ár. Styrkupphæðin skal breyt- ast í hlutfalli við vfsitölu framfærslukostnaðar. (Skv. þessu eru lágmarkstekjur + lág marksstyrkur u.þ.b. 70% af fram- færslukostnaði einstaklings, sem ekki býr í heimahúsum. Leiða má að því rök að sú upphæð nægi fyrir brýnustu nauðþurftum námsmanna). Þessi upphæð er algjör lágmarksupphæð, og myndi kosta ríkisvaldið u.þ.b. 7 hundruð milljónir á ári . Við styrkveitingu er almennt ekki tekið tillit til tekna styrk- þega. Þó skal styrkur lækka í jöfnum skrefum þegar nettótekj- ur nema í'/í framfærslukostnaði, eins og hann er metinn hjá Lána- sjóðnum, og að fullu falla niður, er nettótekjur hafa náð tvöföld- um þeim kostnaði. B.l. Lán eru verðtryggð miðað við vísitölu framfærslukostnaðar eða kaupgjaldsvísitölu og skal sú vísitalan gilda, sem lægri er hverju sinni. Námslán skulu upp- fylla allar persónubundnar þarfir einstaklinga og fjölskyldna þeirra. Lánið skal hæst nema þeirri upphæð, sem kostnaðar- könnun gefur tilefni til og skal taka fullt tillit til fjölskyldustærð- ar, námslands og tekna eftir nán- ari reglum. Lánin eru vaxtalaus. ENDURGREIÐSLUR ENDURGREIÐSLU- TlMINN Endurgreiðslur hefjast 3 árum eftir að námi lýkur og skal að fullu Iokið 25 árum síðar. Lánin endurgreiðast með jöfnum greiðslum þ.e. 1/25 hluti lánsins að viðbættum verðbótum á þá upphæð greiðist hverju sinni. njóti einhverrar raunverulegrar aðstoðar og í öðru lagi að eðlilegt sé að samfélagið meti að einhverju marki framlag þeirra við það framhaldsnám sem þeir hafa ákveðið að leggja stund á og kemur þjóðinni allri vissulega til góða í öllum þorra tilvika. Með styrkjunum væri náð því mark- miði, að allir einstaklingar gætu án tillitis til efnahags lagt stund á það nám, sem þeir hefðu vilja og Kjartan Gunnarsson Eiríkur Þorgeirsson Lántaka er heimilt að endur- greiða lánin hraðar óski hann þess. Sjóðnum er heimilt að semja við lántaka um annan endur- greiðsluhraða, sem og lengingu endurgreiðslutimans, liggi rök- studdar ástæður að baki, að mati sjóðstjórnar. Mat sjóðstjórnar skal byggt á nánari reglum er taki fullt tillit til slæmrar afkomu, fjölskyldustærðar, sjúkleika og annarra atriða er máli kunna að skipta. HELZTU KOSTIR NÝSKIPUNAR Mörgum kann að virðast sem það skjóti nokkuð skökku við að fara fram á, að námsaðstoð verði að megin stefnu til breytt úr Ián- um í styrki. Rökin fyrir þessu eru einkum tvenns konar. I fyrsta lagi að sanngjarnt sé, að námsmenn getu til. Jafnframt væri útrýmt ýmsum göllum núverandi kerfis, sem hefur i för með sér mikla óvissu bæði fyrir námsmenn og ríkisvaldið, sem ekki veit, eins og nú er ástatt, hversu miklu fé það raunverulega ver til námsaðstoð- ar. Þá eru og líkur á því að hið raunverulega framlag rikisins mundi lækka all mikið frá því sem nú er. Rétt er að drepa hér aðeins á þann þátt þessara tillagna sem snýr að námsmönnum með fjöl- skyldur. Styrkurinn er miðaður við einstaklinga eins og fram er komið. Hins vegar telja tilllögu- semjendur vel koma til greina að styrkur hækki t.d. um 10% fyrir hvert barn sem námsmaður hefur að einhverju leyti á framfæri sínu. Þá fjárþörf, sem þá væri eftir að brúa, yrði námsmanns fjölskyldan að brúa með eigin tekjum, námslánum og með öðr- I eftirfarandi töflu er gerð grein fyrir styrkupphæð samkvæmt tillögum þessum og tekin 4 dæmi af mismunandi ,,tegundum“ námsmanna. Til samanburðar er yfirlit yfir lánsupphæðir, sem lánasjóður ísl. námsmanna veitir í sömu tilfellum skv. núgildandi reglum annars vegar og hins vegar, þegar nýtt kostnaðarmat tekur gildi og markinu um 100% brúun umframfjárþarfar verður náð. Alls staðar er gert ráð fyrir lágmarkstekjum (þ.e. kr. 150.000.00). Ekki skal metinn styrkurinn sem í láninu er sjálfkrafa fólginn. Styrkupphæð skv. nýskipunar- tillögum, miðað við átta mánaða námsár. (1). Lánsupphæð skv. gildandi reglum LlN Lánsupphæð þegar nýtt kostnaðarmat tekur gildi og markinu um 100% brúun umframfjárþarfir er náð. Einstaklir.gur utan heimahúsa kr. 200.000.00 kr. 340.000.00 kr. 550.000.00 Einstaklingur með eitt barn kr. 220.000.00 kr. 455.000.00 kr. 725.000.00 Hjón með eitt barn (bæði við nám). kr. 440.000.00 kr. 910.000.00 kr. 1.450.000.00 Hjón með tvö börn (bæði við nám). kr. 480.000.00 kr. 1.030.000.00 kr. 1.620.000.00 (1) Auk þess er gert ráð fyrir að styrkur hækki um 4—5% að loknu hverju námsárí og fylgi þess utan hækkun framfærslu vísitölu. Eins og af þessum dæmum má sjá mundu námsmenn njóta mjög sanngjarnra kjara í heild ef hugmyndir þessar yrðu að veruleika. um þáttum samneyzlunnar, sem hún nýtur eins og allar aðrar fjöl- skyldur. En á fjölskyldu náms- manns verður að líta, í tvennum skilningi þ.e. annars vegar þann eða þá einstaklinga í henni sem eru við nám og hins vegar sem vanalega fjölskyldu sem nýtur réttar og ber skyldur sem slík. Við teljum að alls ekki megi líta fram hjá þeirri aðstoð, sem fjöl- skyldur njóta af hálfu samfélags- ins þegar rætt er um námsmanna- fjölskyldur og fremur beri að vænta þess að sú aðstoð vaxi á einhvern hátt. Fleiri markmiðum yrði og náð með þessum breytingum; þannig má t.d. vænta þess að fullyrðingar um lystisemdalíf námsmanna á námslánum og annar óeðlilegur og rangur skilningur á námsað- stoðinni hyrfi úr huga al- mennings. En i stað þess vissu allir að námsmönnum væri aðeins tryggður lágmarks lífeyrir. Þá mundi styrkur, sem ekki skerðist meðan tekjur eru innan „hóflegra“ marka og verðtryggð lán, hafa hvetjandi áhrif á tekju- öflunarvilja og viðleitni náms- manna, í leyfum og með námi. Þannig yrðu lán væntanlega ekki tekin á röngum forsendum. Vfkjum þá að lánunum al- mennt. Þau eiga að vera verð- tryggð miðað við vísitölu fram- færslu eða kaupgjalds eftir því hvor er lægri hverju sinni svo lánþegar verði ekki fyrir tjóni, ef þessum vísitölum er kippt úr sam- bandi við hvor aðra eins og stund- um gerist. Þar sem lánin eru verð- tryggð þá væri það engum vanda bundið að afla fjár til þeirra á almennum markaði t.d. hjá líf- eyrissjóðum og með skuldabréfa- sölu til almennings. Hlutverk rikissjóðs í dæminu yrði aðeins að baktryggja sjóðinn s.s. vegna námsmanna sem látast. Að dómi höfunda má finna galla á lánakerfishugmyndinni. Þeir eru þó ekki það stórvægileg- ir eða alvarlegir (felast fyrst og fremst í mjög mismunandi náms- lengd) að ekki sé hægt að yfir- stiga þá við nákvæma tæknilega útfærslu tillagnanna. Og raunar er rétt og skylt að geta þess hér að þessar tillögur eru fyrst og fremst hugmyndir sem þarfnast frekari útfærslu og skýringa og vafalaust munu vakna ýmsar spurningar við um- hugsun um þessar tillögur, sem ekki hefur verið svarað í þessari greinargerð. Við það verður að sitja þar til siðar, en auðvitað eru höfundar reiðubúnir til þess að skýra og túlka tillögur sínar fyrir þá sem þess óska. AÐLOKUM Ofangreindar hugmyndir eru settar fram i þeirri trú að nauð- synlegt sé orðið að fram komi hugmyndir og tillögur um náms- aðstoð i annarri mynd en tíðkast hefur til þessa og hafa að flestra dömi gengið sér til húðar. Hug- myndirnar ber fyrst og fremst að líta á frá hugmyndafræðilegum sjónarhóli því eins og þegar er fram tekið þá eru án efa á þeim einhverjir tæknilegir agnúar, sem enn hafa ekki verið slípaðir af þeim með nákvæmri útfærslu. Við viljum að síðustu biðja menn að bregðast nú ekki ókvæða við því að hlutirnir eru nefndir rétt- um nöfnum þ.e.a.s. talað er um styrki, sfem eru styrkir og lán, sem eru lán. En ekki eins og nú er gert um lán, sem hafa innbyggðan styrk og munu halda áfram að hafa hann hvað sem gert verður til að koma I veg fyrir það. Orðið styrkur má ekki hræða menn frá því að taka málefnalega afstöðu. Að Iokum má benda á, að frændur okkar í Noregi hafa um skeið haft þetta fyrirkomulag á námsaðstoð og sama má segja um Vestur Þýzkaland. Ekki hefur neitt komið frant í reynslu þess- ara tveggja landa sem bendir til þess að hugmyndin sé ekki not- hæf á íslandi í einhverri mynd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.