Morgunblaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 29
MÖRGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÖVEMBER 1975 29 VEL\4CXKAI\IDI Velvakandi svarar t sima 10-100 kl. 14—15,frá mánudegi til föstu- dags 0 Altaristaflan í Þingvalla- kirkju Hér er bréf frá „velunnara" Þingvallakirkju: „Fagrar altaristöflur í kirkjum, gera þær þess verðar, að í þær sé komið utan messutíma. Fögur mynd (altaristafla) hefur heill- andi áhrif og leiðir hugann upp yfir hversdagsleikann. í Þingvallakirkju var fögur alt- aristafla. Sú mynd var þess virði, að oft væri komið í kirkjuna, og hugleiddur sá boðskapur, sem myndin hafði að flytja. Vegna þessarar myndar m.a. var kirkjan fólki helgur staður. Nú hefur þessi fagra mynd ver- ið fjarlægð, en i hennar stað sett sú útskorna mynd, sem fannst i eyjunni Weight, fyrir nokkrum árum. Þótt sú mynd muni vera listaverk, að mati fróðra mann, þá verkar hún ekki heillandi á hugi fólks, sem í kirkjuna kemur, til að leita sálu sinni friðar og andlegr- ar blessunar. Þið, sem ráðið málum Þing- vallakirkju: Setjið gömlu altaris- töfluna aftur á sinn stað, en látið jafnframt tréskurðarmyndina hanga uppi á öðrum stað i kirkj- unni, svo að allir gestir kirkjunn- ar geti séð hana. Takið ekki úr kirkjunni það, sem fólki hefur löngum verið dýr- mætt. Aukið á fegurð hennar án þess að fleygja þvf fagra, sem áður var til staðaf. Einn velunnari Þingvallakirkju." 0 Hvað er að gerast í umferðarmálum Islendinga? Árni Ketilbjarnar, Framnes- vegi 21, Reykjavík, skrifar: „Kæri Velvakandi. Nú finnst flestum, að mælirinn sé fullur, varðandi hin tíðu um- ferðarslys, og hefur nú síðustu daga mifcið verið um þessi mál skrifað og þá sérstaklega i Morg- unblaðinu. Hefur þar verið skýrt fyrir fólki hversu alvarleg þessi mál eru. Langar mig þvi til að bæta litlu við þessi skrif. Morgunblaðið ræddi nýlega við nokkra helztu forystumenn um- ferðarmála, svo sem lögreglu- stjórann í Reykjavik, formann Umferðarráðs og nokkra yfirlög- borg varð alveg örvita af leiða og veinaði í háum hljöðum og þegar ég hafði sagt frá því sem ég hafði orðið áhcyrandi af f þurrkunni sagði hún eldrjóð i vöngum: — Nei, vitið þið nú hvað! Ösköp getur fólk verið ægilega illgjarnt. Og svona ósanngjarnt f garð vesl- ings Teklu! Það er auðvitað deginum Ijósara að hún hefur ekkert verið neitt himinlifandi yfir þessu með Barböru og for- stjórann — og ég skal viðurkenna að það vissu allir um það. En nú eru fimm ár sfðan Gerhard dó og mér finnst sannarlega að fólk þurfi ekki endalaust að velta sér upp úr fortíðinni. Fólkið hefði átt að hlusta á það sem presturinn sagði f ræðunni sinni á annan f jólum um að bera ekki Ijúgvitni, þá hefðu þeir kannski... — Góða Friedeborg, sagði ég örvæntingarfull — Þér verðið þá að leysa frá skjóðunni og segja okkur allt af létta. Allar þessar hálfkvcðnu setningar og undar- legu dylgjur eru langtum alvar- legri en ljúgvitni. Hvers vegna hreytti Tekla Motander til dæmis fúkyrðum f Barböru? Og hvað meinti Barliara með þvf að segja að nú hefði hún EINNIG misst regluþjóna, sem allir eru þekktir að dugnaði og samvizkusemi i em- bættum sínum. Allir töldu þessir heiðursmenn, að stöðva þyrfti tafarlaust þessa geigvænlegu slysatiðni og nefndu f því sambandi ökuleyfissvipt- ingu, sem beztan árangur mundi bera, hækkun sekta og lækkaðan ökuhraða. Er þetta allt saman gott og blessað, en betur má ef duga skal, þvi framkvæma þarf tafar- laust þessi ráð og fleira i þvi sambandi. Sem sagt, ef allt of hratt er ekið og ógætilega, þarf að svipta öku- menn ökuleyfi misjafn- lega lengi eftir aðstæðum. Það á að sýna þessum mönnum í tvo heimana. Slikt mun reynast vel, því að alltof margir eru algerlega tillitslausir i umferðinni, og þeir skilja ekki annað en svona ráð- stafanir. Það þarf að lækka öku- hraðann i skammdeginu og gera það strax. 0 Sektir Ennfremur þarf að hækka veru- lega sektir í sambandi við kæru leysi við akbrautir, akstur á rauðu ljósi og ógætilega hraðan akstur. Sannleikurinn er sá að þegar búið er að drepa 26 manns í umferð- inni og slasa yfir 600 — suma mjög alvarlega — á siðast liðnum 10 mánuðum, þá eru hér að gerast hræðilegir hlutir, sem stöðva verður, tafarlaust með einhverj- um ráðum. Þeir ökumenn, sem hafa valdið stórslysum og dauða vegna ógæti- legs aksturs, og hafa jafnframt valdið aðstandendum næstum óbærilegum sorgum og hörmung- um, ættu að fara að hugsa um þessi mál. Með þessum linum langar mig til að skora á alla ökumenn að sýna nú sérstaka árvekni og gætni I umferðinni, og þá sérstaklega meðan skammdegið stendur yfir. Ekki mundi saka, þótt ökumenn færu að hugsa og um leið að biðja góðan Guð að varðveita þá frá þvi að valda slysum í umferðinni og óumræðilegum sorgum samferða- manna sinna. Sjálfur er ég ökumaður og hefi ávallt reynt að biðja Guð minn, og hefur það reynzt mér vel. Þá vil ég skora á hinn dugmikla og ágæta lögreglustjóra okkar, sem ég treysti bezt til þess að tafarlaust verði hafizt handa og fundin ráð sem duga munu. Þá er vel, og mun hann hljóta þakklæti landsmanna. Árni Kctilbjarnar." Það er ekki vafamál, að eftir ráðstafanir lögreglunnar í sam- bandi við umferðina nýlega hefur akstur og umferð gangandi veg- farenda tekið breytingum, þótt ekki sé hægt að tala um stakka- skipti. Fólk fer nú gætilegar, en svo virðist sem ökumenn uggi fremur að sér en gangandi fólk. HÖGNI HREKKVÍSI McNaught Synd., lw. LES URV OPID TIL HADEGIS NÝJAR ÝÖRUR DRGLEGR LOFTLAMPAR VEGGLAMPAR BORÐLAMPAR GÓLFLAMPAR ÚTILAMPAR FORSTOFULAMPAR GANGALAMPAR STOFULAMPAR BORÐSTOFULAMPAR ELDHÚSLAMPAR BAÐLAMPAR KRISTALLAMPAR GLERLAMPAR MÁLMLAMPAR KERAMIKLAMPAR VIÐARLAMPAR POSTULÍNSLAMPAR MARMARALAMPAR VINNULAMPAR LAMPASKERMAR LJÓSKASTARAR. SENDUM í PÓSTKRÖFU UM LAND ALLT LAHDSINS MESTA LAMPAÚRVAL LJÓS & ORKA Suðurlandsbraut 12 sími 84488 Danski fiðluspilarinn Evald Thomsen og Hardy sonur hans flytja gamla alþýðlega danstónlist í Norræna húsinu laugardaginn 22. nóvember kl. 16:00 og einnig þriðjudaginn 25. nóvember kl. 20:30. Aðgöngumiðar við innganginn. Norræna húsið Dansk-íslenzka félagið. NORRÍNÁ HUSIO POHJOLAN TAiO NORDENS HUS Skipulag Breiðholtshverfanna sýning í Fellahelli. Síðara sýningartímabil frá 22. nóv — 28. nóv. Laugard. 22 nóv. 13 — 19 Sunnud. 23 nóv. 13 — 22 Mánud. 24 . nóv. 1 7 — 22 Þriðjud. 25 . nóv. 13 — 18 Miðvikud. 26 . nóv. 1 7 — 22 Fimmtud. 27 . nóv. 13 — 19 Föstud. 28 . nóv. 13 — 17 Skipulagshöfundar eru viðstaddir á laugardag og sunnudag og tvo síðustu sýningartímana á virkum dögum. Þróunars to fnun Reykja víkurborgar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.