Morgunblaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 22. NÖVEMBER 1975 10 millj. kr. gjöf til sérmenntun- ar leiðbeinenda vanheilla barna Mikill góðhugur, mikið starf og glöggur skilningur á sárri þörf sagði menntamálaráðherra í hófi á aldarafmæli Thorvaldsensfélagsins Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálarádherra flytur ræðu sfna. Á aldarafmæli f hófi á Hótel Borg 19. þ.m. afhenti formaður félagsins, frú Unnur Ágústsdótt- ir, menntamálaráðherra skraut- ritað skjal með eftirfarandi texta: „Konur f Thorvaldsensfélaginu f Reykjavík hafa ákveðið í tilefni aldarafmælis félagsins að stofna sjóð, til þess að stuðla að sér- menntun þeirra, sem kenna og leiðbeina vanheilum börnum. Vilhjáimur Hjálmarsson menntamálaráðherra þakkaði þessa höfðinglegu gjöf, og fer ávarp hans hér á eftir: Með þakklátum huga hef ég móttekið ykkar höfðinglegu gjöf. Hún skal verða meðhöndluð á þann hátt, sem þið mælið fyrir um. Á bak við slíka gjöf er mikill góðhugur og mikið starf og glögg- ur skilningur á sárri þörf. Mun Á aldarafmæli Thorvaldsens- félagsins færi ég fram einlægar árnaðaróskir og alúðarþakkir fyrir unnin störf, persónulega og frá ríkisstjórninni, já, frá þjóð- inni allri. Það er í senn lærdómsríkt og eggjandi að kynna sér starfsemi þessa félagsskapar. Saga sú — um aldarskeið — sýnir glöggt að mikið getur góður vilji og öflug samstaða. Oft er haft á orði að mikill sé máttur kvenna, þegar þær veita máli brautargengi, — Hefir það svo sannarlega orðið raunin, hvarvetna, þar sem Thor- valdsensfélagið hefir haslað sér völl. Forðast ber fjölmælgi um fjar- læg svið. Og hér hef ég vissulega staðið álengdar. Ég veit þó að hér hefir göfugur félagsskapur verið að verki, félag, sem þegar i byrj- un hafði það höfuðmarkmið að vernda veikan gróður. Og grunur minn er sá, að störf Thorvaldsens- félagsins hafi löngum auðkennst af því tvennu, sem fyrst og fremst setur sinn svip á þetta siðasta viðbragð: Annars vegar af glögg- skyggni á þarfir lítilmagnans og þar með þjóðfélagsins. Hins vegar af rausn og myndarskap. Hafa slíkir eiginleikar ætíð verið metnir til drengskapar á íslandi. Gjöf Thorvaldsensfélags- ins er einkum ætlað að hjálpa þeim til mennta sem hyggjast kenna börnum, sem á einn eða annan hátt víkja frá venjulegum þroska heilbrigðra. Það hefir frá upphafi verið kjarni og megintilgangur skipu- legrar fræðslu ungmenna að styðja sérhvern einstakling til að ná þeim þroska, sem honum er áskapað að hljöta mestan. Á siðari tímum opnast svo augu manna fyrir margvislegum möguleikum til hjálpar þeim ungmennum, sem búa við sérstakar hamlanir af ýmsu tagi. í nýrri skólalöggjöf okkar er gert ráð fyrir auknum aðgerðum á þessu sviði. Samkvæmt því er nú unnið að heildarskipulagi, húsakostur er bættur á höfuð- borgarsvæðinu og skipulegar úr- bætur hafnar utan þess. — En segja má að flest sé þetta á byrjunarstigi. Mikill hörgull er á fólki, menntuðu til starfa á þessu sviði. Kennarar sýna góðan skilning og nýta kennaraorlof og fáanlega styrki til að heyja sér slíkrar menntunar. Hér kemur gjöf Thorvaldsens- félagsins eins og hlý, gróðraskúr á grænkandi svörð, kemur til hjálp- ar sem stórfelldur stuðningur og eggjun. Já, verum minnug þess, góðir tilheyrendur, að þroskaþrepin eru mörg og það er bæði rétt og skylt að hjálpa sérhverjum ein- staklingi áleiðis, hvar sem hann er staddur á þroskabrautinni. Islenska samfélagið okkar smáa hefir fengið margþætt verk að vinna. Flestir eru fúsir að leggja þvi lifsreglurnar og benda á bláþræði i einstökum verkþátt- um. Slíkt ber ekki að lasta. Með gjöf sinni minnir Thorvaldsensfélagið á einn hinna veiku hlekkja. — Og það gerir meira, þvi um leið sýnir það i verki öfluga viðleitni til þess að styrkja hann. — Vel sé þeim sem þannig styðja samfélagið sem aldrei hefír ótakmarkaða getu — því starfið er margt. — Jafnframt mikilsverðum stuðningi við sam- félagið er einstaklingnum rétt örvandi hönd. — Já, Iífið fer misjöfnum höndum um hvert eitt okkar. — „Suma skortir verjur og vopn við hæfi,“ segir skáldið. & Og vel sé þeim, sem bætir úr slíkri vöntun þar sem vanmáttur er mestur fyrir. Kæi u Thorvaldsenskonur! Ég árétta: Innilegar þakkir fyrir gjöf og góðhug frá öllum þeim sem njóta — og hugheilar framtíðaróskir á aldarafmæli félagsins ykkar. ' Frú Unnur Ágústsdóttir formaður Thorvaldsensfélagsins ávarpar gesti. Stofnfé sjóðsins er 10 milljónir króna og ber að ráðstafa því og ávaxta í samræmi við skipulags- skrá, sem sjóðnum verður sett I samráði við menntamálaráð- herra.“ Undir þetta ritar stjórn félagsins en hana skipa: Unnur Ágústsdóttir, formaður, Svanlaug Bjarnadóttir, varaformaður, Evelyn Þ. Hobbs, ritari, Sigur- laug Eggertsdóttir, gjaldkeri og Júiíana Oddsdóttir. Akureyri: Bankapeningarn- ir enn ófundnir Akureyri — 20. nóvember EKKI hefur tekizt að Ijóstra upp um innbrotsmanninn í Útvegs- bankaútibúið á Akureyri en lög- reglan vinnur af kappi að rann- sókn málsins. Það mishermi varð um frétt um innbrotið í Morgunblaðinu f dag, að peningarnir sem hurfu hefðu verið í ólæstri hirslu. Hið rétta er að þeir voru geymdir í hólfi með læstu loki í gjaldkerastúkunni. Þjófurínn réð ekki við læsinguna heldur braut sundur trérammann utan um lokið, og komst þannig að seðlunum. Aðrar skemmdir voru ekki unnar í afgreiðslusa bankans. hér og rætast það, sem skrifað stendur, að eins og maðurinn sáir svo mun hann upp skera. Margt gott mun leiða af gjöf þeirri, sem hér er fram borin. Það er ekki tilviljun að ýmis merk samtök og stofnanir islenskar taka nú óðum að komasí yfir á 2. öldina. Með stjórnar- skránni 1974 jókst sjálfsforræði Islendinga og það glæddi umbóta- vilja fólksins og stælti þjóðina til sóknar. Brfreiðaeigendur A meðan þér bíðið er bifreiðin ryksuguð, þvegin og bónuð. Opið alla daga vikunnar Virka daga frá kl. 8—18.40 sunnudaga frá kl. 9 — 1 8.40 BÓN- OG ÞVOTTASTÖÐIN HF., SIGTÚNI 3. n> F JÖLSK YLDUHLUT AVELTA 01 Lionsklúbburinn Týr heldur hlutaveltu í lönaðarmanna- húsinu við Hallveigarstíg á morgun, sunnudaginn 23. nóv., og hefst kl. 2. Ágóðinn rennur til styrktar fjölfötluðum börnum. Mikill fjöldi alls kyns muna. <^p> Engin núll - Meðal vínnlnga: Kanaríeyiaferð Komið með alla fjölskylduna og njótið góðrar sunnudags- skemmtunar um leið og þið styrkið gott málefni LIONSKLUBBURINN TÝR — Sv.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.