Morgunblaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÖVEMBER 1975 3 Halldór Laxness: Gunnar Gunnarsson Tn Memoriam Síðasta myndin af Gunnari Gunnarssyni — úr sjón- varpsþættinum fyrir skemmstu. Við lát Gunnars Gunnars- sonar staðnæmist hugur minn við þá daga sem ég átti með honum síðvetrar 1935. Þá var ég gestur þeirra hjóna á Fredsholm, Birkeröd, á Sjá- landi, vikulega eða oftar, frammá vor. Við höfðum lítið þekst áður, en hann hafði tekið upp hjá sér að reyna að koma út nokkrum fyrstum bókum mínum á forlagi sínu í Danmörku, en án árángurs. Loks hafði hann sitt mál fram, en reyndar hjá öðru forlagi sem setti það upp að hann þýddi sjálfur þá bók mina sem hann legði mesta áherslu á. Hann hafði um þessar mundir höfundarnafn sem bar hátt í Danmörku og reyndar víða um lönd. Ég hef ávalt talið mig standa i þakk- lætisskuld við hann meiri en við flesta menn. Samstarf okkar þennan vetur var í því fólgið að ég átti að skýra fyrir honum ýmsa óljósa staði í texta mínum, og þeir voru margir. Hið höfðínglega hús hans í Birkeröd stóð þá enn utanvið þéttbýlið, nálægt vatni og skógi, en i garðinum stóð íslenskur hestur á beit. Þau hjón voru miklir gestgjafar. Sérhver sameiginlegur vinnudagur okkar Gunnars var einnig veisludagur. En því fór fjarri að lífið á Freds- holm væri eintóm veislu- gleði. Öðru nær. Ég hafði aldrei fyr kynst rithöfundar- elju i orðsins fylsta skilningi, með reglu og aga fyren hjá Gunnari Gunnarssyni. Bak hinna miklu árángra hans sem rithöfundar lá þrotlaust sjálfsuppeldi. Vinnutími hans hófst alla ævi klukkan sex að morni; morgunstundirnar vann hann að skáldverkum sínum. Eftir hádegisverð hvíldi hann sig eða fór i stutta gaungu áður en hann tók til aftur. Seinni part dags vann hann að samningu greina handa dagblöðum og tímaritum, en um þær mund- ir var mjög sóst eftir slíku efni hjá honum; ellegar hann var að leiðrétta handrit af útlendum þýðíngum verka sinna til prentunar. Þaráeftir tók við sú skylda sem heitir að svara pósti. Rithöfundar sem mjög eru eftirsóttir verða fljótlega fyrir þeirri reynslu, að svari þeir öllum bréfum greiðlega, liður fljótt að því(að daglegur vinnutími þeirra endist varla til annars en afgreiða póst; margir taka sér þá sekretéra til þeirra hluta; aðrir gefast upp á bréfaskriftum. Gunnar Gunn- arsson var svo nákvæm- ur maður í opinberri hegð- un sinni, að hann hafði fyrir fastan sið að svara sjálf- ur, helst samdægurs, sér- hverju sendibréfi, þó það kæmi niður á hvíldarstund- um hans eða rændi hann. tómstundum sem ætlaðar voru nauðsynlegum bók- lestri. Hnitmiðuð nákvæmni og alger samviskusemi i vinnubrögðum lá i lyndis- einkun hans; svo i smáu sem stóru. Við hittumst i sjónvarpi fyrir nokkrum dögum. Ég spurði hann hvort hann færi enn að vinna klukkan sex á mornana einsog forðum, en því svaraði hann játandi og hló við, — bætti því þó við að hapn væri ekki eins hand- fljótur að hita sér morgun- kaffi og áður, og yrði að taka sér hvíld þegar hann væri búinn að skrifa hálfan annan tíma í einu. Ég minnist vinar og starfs- bróður á þessari stundu með þökk fyrir þá hepni sem mér féll i skaut að hafa á sínum tíma feingið að snara sjö bók- um hans á íslensku. Það var lærdómsríkt að fá svotil að þreifa á hverju hans orði í texta, og sannreyna hve ráð- vandlega þessi snillíngur gekk fram i skáldastarfi sínu, hinni fornu íþrótt sem hefur verið kölluð vammi firð. Listamannssamviska hans var alger að því leyti sem hvert verka hans var sáttmáli hans við sjálfan sig. Hann vissi að maður verður lista- maður af þvi einu að gera strángari kröfur til sjáifs sín en aðrir menn; og lifði eftir því. Og mikið skil ég hann vel, að hann skyldi vilja semja upp bækur sínar á islensku eftir heimkomuna. Sumar bóka hans, þær sem bæði hann og ég töldu meðal hinna bestu, voru svo algerlega Gunnar Gunnars- son sjálfur, að það hlaut næstum að vera fjarstæða fyrir aðra menn en höfundinn að snúa þeim á islensku. Bók einsog Vikivaki er eitt slíkt furðuverk. Einusinni skrifaði ég Gunnari hvilikur vandi mér hefði verið á höndum, og hve oft ég hefði verið að því kominn að gefa uppá bátinn, þegar ég var að reyna við þessa bók. Ég hef afturámóti áreiðanlega gleymt að þakka honum hví- líkur lærdómur það var mér að kynnast svona náið hand- bragði Vikivaka, frásagnarað- ferð sem fundin hefur verið aðeins i þetta eina skifti, — þakka honum fyrir þann blæ af íslenskum eilífðardraumi sem honum tókst að vekja í hug mér meðan ég var að glíma við þýðingu þessa einstæða skáldverks. viði erfðanna frá nauðöldun- um, þar á meðal ugginn við hungrið, ugg, sem lffsaðstæður gera að ógnkenndri fégræðgi. . . En ekki meira um það.“ „Hvað viltu annars segja?“ „Ég held að sagan geti talizt áhugaverð flestum, sem ekki eru ónáttúrufuglar á einhvern hátt. Hún fjallar mikið um ást- ir, fégræðgi og kynferðilegar fýsnir, en þetta hefur ævinlega „Kristrún nýs líma”: Segið nú amen, séra Pétur ALMENNA bókafélagið hefur gefið út skáldsögu eftir Guðmund Gíslason Hagalfn, sem héitir Segið nú amen séra Pétur. Skðldsaga hefur ekki komió frá hendi Hagalfns sfðan hann sendi frá sér Márus á Valshamri, sem vakti mikla athygli og varð mjög vinsæl. Segið nú amen, séra Pétur er sérstæð saga og ekki síður lík- leg til að verða vel þegin og mikið lesin en Márus. Morgun- blaðið sneri sér til höfundar- ins, sem er nú staddur í Reykjavík og óskaði þess, að hann svaraði nokkrum spurn- ingum í tilefni af útkomu bókarinnar. Hagalfn svaraði: „Mér hefur aldrei verið ljúft að tala við blaðamenn um nýút- komnar bækur minar, en ég get þó víst varla verið þekktur fyr- ir annað en ræða eitthvað um þessa sögu mína við mann frá því blaði, sem ég hef skrifað í um bækur í meira en hálfan annan áratug.“ „Mér hefur skilizt, að aðal- persóna þe.ssarar bókar muni vera ein af þeim merkustu sem fram koma i skáldsögum þínum, er langt síðan sköpunar- saga hennar hófst?“ „Já, það var ekki löngu eftir að Kristrún í Hamravík varð til. Kristrún er sérstæður persónu- leiki sem einstaklingur, en hún er meira en hún sjálf. “ „Hvað áttu við með því?“ „Hún er fulltrúi kjarnans i þeim konum, sem þraukuðu hér á afskekktum býlum i víkum, vogum og annesjum öld eftir öld, hver fram af annarri, og unnu þannig úr eðli sínu, erfðum, trú og reynslu að hve miskunnarlaust sem margvís- legir bölvaldar þrengdu að, fengu þeir ekki beygt þær, hvað þá brotið — og ekki einu sinni dulin máttarvöld, sem voru þó gjarnan þannig túlkuð af lærðum mönnum, að þau voru gerð að váboðum þessa heims og annars.“ „Og Herborg i þessari skáld- sögu. ..?“ „Hún er heldur ekki einungis einstaklingur, þótt mikil sé hún fyrir fetann. Kannski er hún Kristrún — ekki Hamravíkur, heldur Breiðuvikur nýs og breytts tíma, hafandi í sér inn- — ný skáld- saga eftir Guðmund G. Hagalín ráðið ærið miklu um lif manna og örlög, og ef til vill aldrei meiru en nú. Ég held, að sagan sé allvel sögð og heilleg að gerð, frásagnarstíllinn í samræmi við gerð persóna og málfar þess tíma, sem þær lifðu á, en ekki fer ég þar á handahlaupum eða í loftköstum — leik þar yfirleitt engar kostulegar nýtízku kúnstir." „Hvað helduróu að kven- fólkið segi um söguna?" „Það les hana, held ég, nokkurn veginn óhneykslað, vel flest. Og eiginlega ætti Her- borg að verða vel metin á sjálfu kvennaárinu, þvi að hún er ekki aldeiiis fyrir að láta beygja sig eða fara öðru fram en henni þykir sér við hæfi. Við jarðarför bónda síns segir hún þau orð, sem eru titill sög- unnar, og þó að hún tauti ef til vill ósjálfrátt og meiningarlítið þetta um náð sem sé hið sanna hjálparráð, þá hygg ég, að sá Pétur, sem sverðið úr slíðrum dró, gerist ekki til að neita henni um inngöngu þegar hún kemur að himnahliðinu hnarreist og eins og hún var glæstust frá hendi skapara síns.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.