Morgunblaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÖVEMBER 1975 23 Ásmundur trúboöi — 12. nóvember andaðist að Landakotsspítala Ásmundar Ei- ríksson trúboði, eftir stutta legu. Ásmundur var fæddur 2. nóv- ember 1899 og lifði því 10 dögum meira en 76 ár. Foreldrar Ás- mundar voru Guðrún Magnús- dóttir og Eiríkur Ásmundsson sjálfseignarbóndi að Reykjarhóli i Vestur-Fljótum Skagafirði. Með þeim og þar ólst Ásmundur upp. Ásmundur var af merkum ætt- um kominn og rakti ættir sínar til Jóns Steingrimssonar eldprests og Högna Sigurðssonar prestaföð- ur að Breiðabólstað i Fljótshlið. Ásmundur lagði fyrir sig bú- fræðinám að Hólum og í Dan- mörku. Stefndi hann ákveðið að þvi marki. „Maðurinn upphugsar veg sinn en Guð ræður“, stendur hjá hinum vísa Salómon konungi. Rættist það hér. Að allri sköpun var Ásmundur vel gerður maður, viljasterkur og einbeittur, sannur Islendingur, aldamótamaður. Hreifst af þeim anda er mótaði þá kynslóð, um bjarta og fagra daga fyrir ísland, sjálfstætt og óháð öðrum. Tvenn kollvarpaði framtíðar- draumum hans á unga aldri, með búskap og ræktun. Mikið heilsu- leysi lagðist á hann og svo mjög afgerandi afstaða í trúmálum og þá afturhvarf fyrir endurlausn Jesú Krists. Lífsstefna hans varð önnur en reiknað hafði verið með. Hann gerðist mikilvirkur trúboði. Sókn hans varð til að byrja með í heimasveit hans, þar sem vakning braust út og svo allt landið. Þar af 22 ár sem forstöðumaður Fíladelf- íusafnaðarins I Reykjavík. Þó svo Ásmundur gengi ekki heill til skógar mikinn hluta æf- innar, þá þurfti stór legur á sjúkrabeði til að sannfæra mann um veikleika hans. Svo var Andi hans þróttmikill og brennandi í Andanum og tendrandi fyrir allt umhverfi sitt, að með ólíkindum var. Ásmundur sótti Biblíuskóla til Stockholms árið 1932, þar sem hinn kunni prédikari Lewi Pethr- us var rektor. Hafði þessi vera þar ytra afgerandi áhrif á lífs- stefnu Ásmundar. Þegar eftir heimkomuna gengur hann i Betelsöfnuðinn í Vestmanna- eyjum og stóð i hinni íslensku Hvítasunnuhreyfingu upp frá því. Jafn hæfileikamikill maður sem Ásmundur var, gróf ekki pund sitt í jörðu. Skáld var hann gott og hafði virkan penna og athyglisverðan. Orti hann og þýddi bæði sálma og bækur, sem náð hafa hugum og hjörtum þús- unda. Enda bækur hans og rit gefin út í mjög stórum upplögum. Málgagn hreyfingarinnar hefir komið út i meira en 40 ár og hefir. Ásmundur verið ritstjóri þess jafn lengi. í allri umgengni var Ásmundur mjög háttvís maður, átti fágaða- framkomu, umtalsfrómur og góð- gjarn. Hélt menn af sér. Varð því stundum fyrir sárum og meiðsl- um frá óráðvöndum og óheilum mönnum. Fáa hefi ég þekkt jafn sáttfúsa og fljóta til að gleyma ávirðingum sem hann. Þó svo Ás- mundur væri höfðingi í sjón og raun, þá gerði hann sér aldrei mannamun. Lítilsmegandi og smælingjar áttu aðgang að honum og heimili hans sem stóð um þjóð- braut þvera, var öllum opið. Fáir hafa notað heimili sitt sem þau hjón, Ásmundur og Þórhild- ur, tii þjónustu f þágu fagnaðarer- indisins. Þar var gestrisni í háveg- um ái;um saman. Þúsundir inn- lendra og erlendra geta tekið und- ir þann vitnisburð. 12. desember 1932 giftust þau Þórhildur og Ásmundur. Náði hjónaband þeirra yfir nærri 43 ár. Svo náið voru þau samtvinnuð, að manni fannst hvorugt geta án hins verið. Það er því skarð fyrir skildi í heimili Ásmundar, við brottför hans. Nú við leiðarlok Ásmundar skal honum þakkað framlag hans til starfs Hvítasunnumanna. Filadel- Eiríksson Kveðja fíusöfnuðurinn þakkar honum trúfestu og úthald, sem var jafnt í meðlæti sem mótlæti. Persónu- lega þakka ég og eiginkona mfn áratuga kynningu. Það var ekki vandalaust hlutverk mitt að ganga inn í störf hans og sjást við daglega umgengni. En þar sem bræðrahugur ríkti og áhugsmálin voru sameiginleg, þá fór þetta eins og bezt varð á kosið. Eftirlifandi skyldmennum, systkinum og eiginkonu eru send- ar kveðjur þakklætir, virðingar og samúðar. Einar J. Gfslason. „Höfðingi og mikill maður er f dag fallinn f lsrael“ (II. Sam 3,38) Þessi orð komu í huga minn, er ég frétti andlát Ásmundar Eiríks- sonar trúboða og um árabil for stöðumanns Fíladelfíusafnaðar- ins f Reykjavík. Varð ég þess raunar oft var, að Guð sendi hann gagngert inn á trúarsvið þjóðar- innar, mörgum til blessunar. Við getum þess vegna hugleitt orðin, sem forðum voru sögð um annan trúboða og starf hans: „Maður kom fram, sendur af Guði. Þessi maður kom til vitnisburðar til þess að vitna um ljósið. Ekki var hann ljósið, heldur átti hann að vitna um ljósið" (Jóh. 1. kap.). Jóhannes skfrari og Asmundur trúboði vitn'uðu báðir um hið sanna ljós, sem var að koma og kom í heiminn, þótt mörg væru árin á milli þeirra. Hér verður eftirtektarverður og minnisstæður æviferill Asmund- ar ekki rakinn og ekki heldur hið mikla og margbrotna starf hans á vettvangi trúmálanna. Það fellur væntanlega í annarra hlut, auk þess, sem þegar eru komin út tvö bindi af sjálfsævisögu hans: Skyggnzt um af skapabrún. En svo sérstæður og ógleymanlegur persónuleiki var Ásmundur, að ég vil bregða upp hér á eftir örfáum minningum. Fyrst er ég sá hann og heyrði fyrir liðlega aldarfjórðungi, var það ekkert vafamál, að þar fór óvenju djarfur, en einlægur Drottins þjónn, sem hikaði ekki við að leggja út á djúp trúarinnar, maður, sem einnig gat sagt: „Hvf- líkt djúp, ríkdóms og speki og þekkingar Guðs!“ (Róm. 11,33). Ásmundur var þá að móta og byggja upp söfnuð á tslandi, sem erlendir hvítasunnumenn höfðu stofnað. Og ekki var slegið slöku við né hlaupizt á brott frá erfiðum verkefnum. Ásmundur var stórhuga og óvenju afkastamikill. Það sýna og sanna öll þau mörgu stórviki, sem hann og fámennur söfnuður komu heil um i höfn. Ásmundur Eiriksson var glöggur og vel gefinn og gæddur margvíslegum og góðum hæfileikum. Hjartahlýjan var mikil og augað næmt fyrir nauð- stöddum meðbróður, hvort heldur konur eða karlar, ungir eða gaml- ir áttu þar í hlut. Á þeim mikla vettvangi var ekki sfzt unnið kappsamlega og ósleitilega. Hann var mikill bænarinnar maður og náði ótrúlega langt að því sviði. Þar var líka oft gripið til föstu til þess að ná settu marki. Reyndist þetta hvort tveggja sálgæzlustarfi hans hinn mesti styrkur. Margan sjúkan og sorgbitinn heimsótti hann til þess að umvefja þann hinn sama ástúðlegri og bróður- legri fyrirbæn, bæn, sem vermdi og veitti kraft, huggun og sigur. Margan vissi ég koma niðurbrot- inn og illa leikinn af grimmum örlögum og sjálfsskaparvítum til Ásmundar, en fara af fundi heil- an, hressan og glaðan í bragði. Boðun trúarinnar og þjónustu kærleikans voru rækt á sjúkra- húsum og í fangelsum, f heima- húsum og á ótal samkomum, úti í Guðs grænni náttúrunni og við alls konar aðrar kringumstæður. Oft hefi ég hitt ýmsa trúarleið- toga um dagana, en þar var Ás- mundur einn þeirra fáu, sem þrátt fyrir mikil og tíma frek störf, hafði allt af tíma til og ánægjuna af að ræða þau mál. Þar var hann rökfastur vel, og hafsjór af fróðleik og þekkingu. „Drottinn einn er dómarinn í hinum leyndustu og viðkvæmustu málum, en ekki mennirnir," sagði hann oft. Vin- áttu og virðingu fjölmargra átti hann, þótt þeir stæðu viðsfjarri honum i trúarlegum efnum. Hann vitnaði gjarnan i orðin alkunnu: „Aðgát skal höfð i nærveru sál- ar.“ Og hvort sem hann var i helgidóminum eða utan sá ég hann aldrei koma öðru visi fram en af virðuleik, festu og dreng- skap og djúpri auðmýkt og lotn- ingu fyrir öllu því, sem Guðs er. Líf og grandvarleiki Drottins- þjónsins góða speglaði orðin: „Verið ávallt glaðir vegna samfé- lagsins við Drottin, ég segi aftur verið glaðir. Ljúflyndi yðar verði kunnugt öllum mönnum, Drott- inn er í nánd. Verið ekki hugsjúk- ir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni ásamt þakkar- gjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í samfélaginu við Krist Jesúm“ (Fil. 4,4—7). Asmundur Eiríks- son trúði Orðinu og hann sáði Orðinu. Það var svo sannarlega Orð lffsins.En það var lfka kapp- kostað að breyta samkvæmt þessu Orði. Þess vegna var trúin lifandi og verkin góðu streymdu í kjöl- farið. Þar fór maður brennandi í Andanum, „sannur Israelíti, sem ekki voru svik i“. Orðum hans var því gott að treysta. Á fagran hátt sameinaði Ásmundur djúpan skilning, mildi og karlmennsku. Og vel fórst honum framkvæmd þessara fyrirmæla Ritningarinn- ar: „Vakið, standið stöðugir í trúnni, verið karlmannlegir, verið styrkir. Allt hjá yður sé í kær- leika gjört“ (I. Kór. 16,13—14). Þannig var starfað, af því að sú nótt nálgast, þá enginn fær unnið. Það, sem hér hefur verið rifjað upp, ætti að bera trúar- og bæna- lífi Ásmundar nokkurt vitni. Það er mikil blessun hverri þjóð, þegar Guð gefur henni góða andlega leiðtoga, en þá ber líka, að hafa í heiðri orð postulans: „Verið minnugir leiðtoga yðar, sem Guðs orð hafa til yðar talað, virðið fyrir yður, hvernig ævi þeirra lauk, og líkið síðan eftir trú þeirra“ (Hebr. 13,7). Kærleikur góðra samferða- manna hefur allt af í för með sér vissa áhættu, sem sé söknuðinn, sem hann kallar óhjákvæmilega á, þegar hans nýtur ekki lengur. Gerist hins vegar ekkert slíkt, er ekki um sannan kærleika að ræða. Að jarðneskum leiðarlokum þakka ég nú Ásmundi Eiríkssyni trúboða alla góðsemi hans, sanna vináttu og órofa tryggð. Og við hjónin þökkum honum yndislegar samverustundir á hans fagra heimili, þar sem hann naut sín svo vel með sinni ljúfu og góð- gerðarsömu konu, Þórhildi Jó- hannesdóttur, að unun var þar að koma og dveljast. Henni ásamt öðrum þeirra nánustu, Fíladelfiu- söfnuðinum og núverandi safnað- arstjóra, vottum við einlæga og dýpstu samúð: Guð blessi þau öll og minningu Ásmundar, af þvi að „höfðingi og mikill maður er f dag fallinn f Israel". Hann hefur nú verið kallaður heim í himneska dýrð komandi jóla- hátíðar. Sr. Páll Pálsson á Bergþórshvoli. „Ég lagði allan hug á að rann- saka og kynna mér með hyggni allt það er gjörist undir himnin- um.“ Ég veit naumast hvað veldur því að ég vel þessi orð úr einni að því er mig snertir, torráðnustu bók Biblíunnar Prédikaranum, þegar ég sest niður til þess að kveðja einn mesta andans mikil- menni og mannvin sé ég hefi á stormasömum aefiárum fengið náð til þess að kynnast náið. Það má vissulega segja og það með sanni að Asmundur leitaðist við til hinstu stundar að auka og bæta þekkingu sína á öllu því sem mannlegt var, Hann gjörði meira en hinn spakvitri höfundur Prédikarans, hann eyddi nær allri sinni æfi í það að afla sér meiri og dýpri þekkingar á þvi, sem var ofar sjónum okkar jarðar barna. Mjög er mér til efs að aðrir menn hér- lendir hafi verið honum fremri i þekkingu á hinum fornu helgirit- um þ.e. Heilagri ritningu. Það er ekki meining min að rita langt mál f minningu Ásmundar, það munu mér hæfari menn giöra. Heldur var ætlun mín einungsis sú að koma á framfæri minu dýpsta hjartans þakklæti til þeirra hjóna frú Þórhildar og Ás- mundar, sem um langt árabil höfðu heimili sitt jafnan opið fyr- ir mér hvernig svo sem á stóð. Tel ég mig ekki standa í meiri þakkar- skuld við nokkrar persónur aðrar. Elskulega Þórhildur min, ég votta þér alla þá dýpstu samúð er ég ræð yfir, nú er þú horfir á eftir þínum elskulega eiginmanni yfir móðuna miklu. En bæði trúum við og vitum að hér er aðeins um vistaskipti að ræða, þvi Ásmund munum við hitta með sínu blíð- asta brosi þegar okkar örstuttu jarðvist likur. Söknuðurinn er sár, en allt slíkt mun þin einlæga trú samfara afburða greind milda og græða. Þorvaldur Sigurðsson. Nokkur kveðjuorð Er mér barst sú harmafregn að Asmundur Eiríksson trúboði og fyrrverandi safnaðarstjóri Fíla- delfíusafnaðarins í Reykjavik væri látinn, minntist ég þá síðasta samtals, er við áttum fyrir skömmu gegnum síma. Hann spurði mig hvort ég gæti ekki skroppið með sér í kaffi á veit- ingahús bráðlega, hann þyrfti að spyrja mig um visst atriði. Ég þakkað fyrir boð hans, en sagði jafnframt að þannig stæði á hjá mér, að það væri að koma sjúkra- bíll að sækja konu mína þar sem hún væri að fara á spitala. Hvað er þetta, svaraði Ásmundur, ég vona að þetta fari allt vel, ég læt biðja fyrir henni á safnaðarsam- komu vona að hún komi til þín eftir stuttan tíma. Hún kom enda heim eftir tíu daga og fékk bót á sjúkdómi sínum. En sarna dag og hún kom heim af spítalanum lézt Asmundur á Landakotsspitala, svo ferð sú er við vorum búnir að ákveða verður aldrei farin. Ás- mundur veiktist nokkru á eftir skyndilega og var skorinn upp, skurðaðgerðin gekk vel, var hann orðinn nokkuð hress, en hann var búinn að ganga með kransæða- sjúkdóm og skyndilega fær hann kransæðakast er hafði þær afleið- ingar er fyrr er getið. Ásmundur var fjölhæfur maður, hann var rithöfundur, skáld og ljóðaþýð- andi, og var hann þetta allt með ágætum. Ég mun eigi fara út i ætt hans, það verður gert af þeim er til hennar þekktu. En sú hlið er ég þekkti af manninum sjálfum verður mér alltaf hugstæð. Við konan mín komum oft á heimili þeirra hjóna og móttökur hjá þeim voru sem bezt er hægt að óska sér. Þar var alltaf opið hús fyrir alla og ekki sízt fyrir þá er áttu hvergi húsaskjól höfðu tapað ölli viljaþreki, ekkert framundan nema örbirgð og volæði, en eftir dvöl sína þar gengu út sem heil- brigðir menn bæði að sál og lík- ama, og urðu síðan góðir þjóðfé- lagsþegnar. Þarna á heimili þess- ara hjóna fengu þeir trúarstyrk, sem var hin andlega hjálparhella. Þau bjuggu mörg ár á Hverfis- götu 44 og þar var einnig sam- komuhús safnaðarins, og þar hygg ég að hafi byrjað fyrst hið raunverulega safnaðarlíf Ffla- delfíu. En nú hefur það gerst sem alþjóð veit, risið upp að Hátúni 2 einhver veglegasta kirkja hér- lendis, sem flestir Reykvfkingar hafa komið auga á og notið góðs af. Þetta hús var reist af litlum efnum, en því meiri áræðni. Að leggja út í þetta stórvirki, kirkju- bygginguna, sannar raunsæi og kjark hins fráfallna fyrrv. for- stöðumanns og safnaðarins í heild. sem bæði gaf peninga og vinnu til byggingarinnar. En As- mundur var lyftistöngin, fyrst og fremst að ná í þennan fallega stað sem kirkjan stendur á, og einnig til peningaöflunar, bæði utan- lands og innan. Veit ég að söfnuð- urinn þakkar honum fyrir þann dugnað er hann sýndi á svo mörg- um sviðum til að kirkjan kæmist upp. Ásmundur var fyrirmann- legur hvort heldur var í ræðustól eða maður hitti hann á götu, snyrtimenni bæði í sjón og raun er allir tóku eftir, enda sýnir lóð- in í kringum kirkjuna að þar var maður með útsjón og listhneigð að verki. Þarna var hann öllum stundum þegar hann hafði tíma frá hugðarefnum sínum. Oft horfði ég á litla dótturdóttur mína vappa í kringum hann þarna á lóðinni, Ernu Stefánsdóttur, Há- túni 7, og þegar hún kom heim var Ásmundur allt hjá henni, hann gaf sér tíma til að fræða hana og svara spurningum barns- ins (lofið börnunum að koma til mín), þannig var Ásmundur, mik- ill barnavinur. Ég er viss um að Ásmundur var ánægður að fá sem eftirmann sinn Einar Gíslason fyrrv. for- stöðumann Betels í Vestmanna- eyjum, sem á fáa sína lfka f ræðu- mennsku og gæddur þeim per- sónuleika að vera virtur af söfn- uði sínum. Að endingu þakka ég Asmundi Eiríkssyni og vini hans Guðmundi Markússyni fyrir allar þær ferðir er þeir áttu heim til föður mins Árna Þórarinssonar að Smára- götu 3 er hann var rúmliggjandi og glöddu hann með lifandi trúar- tali er lífgaði upp á gamla öldung- inn. Að lokum þakka ég og fjöl- skylda mín Ásmundi fyrir allar fyrirbænir hans okkur til handa f veikindatilfellum. Megi Guð blessa ástvini hans og hans ást- kæru eiginkonu Þórhildi Jó- hannesdóttur er hann taldi sína mestu lífshamingju að hafa átt sem lífsförunaut. Hafi hann þökk fyrir allt og allt. Þórarinn Árnason frá Stórahrauni Kveðja frá fyrrverandi samstarfsmanni „Svo mælti Drottinn: „Nemið staðar við vegina og litist um og spyrjið um gömlu göturnar, hver sé hamingjuleiðin og farið hana, svo að þér finnið sálum yðar hvild." Mér þykir við hæfi að byrja nokkur minningarorð um Ás- rnund Eiríksson trúboóa og fyrr- verandi forstöðumann Fíladelfíu- safnaðarins í Reykjavík með þess- um orðum Biblíunnar. Ég hygg að hann hafi sem ungur maður bók- staflega reynt það, sem í þessum orðum felst. Hann nam staðar við veginn sem fjöldinn gekk, litaðist um og spurði um gömlu göturnar, hver væri hamingjuleiðin og fór hana og fann sálu sinni hvíld. Hvíld trúarinnar á Jesúm Krist sem endurlausnara sinn og frels- ara. Þessi var trú hans allt til þeirrar stundar er hann kvaddi þennan heim. Þetta var hans hamingjuleið. Frá þessum þátta- skilum í lffi sfnu segir hann í fyrsta bindi ævisögu sinnar: „Skyggnst um af skapabrún.“ Þar dregur hann upp niynd af ungum manni stöddum í glæsilegum veislusal þar sem dansinn dunar og fólkið er glatt og kringumstæð- ur hinar bestu fyrir ungan og lífsglaðan mann að njóta þeirrar gleði, sem heimurinn getur veitt. Allt í einu er sem kallað sé til Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.