Morgunblaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÖVEMBER 1975 16 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen, i Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið. r Atökin á fiskimiðunum við landið fara nú stöðugt harðnandi í kjölfar þess, að síðasti samninga- fundur milli íslendinga og Breta fór út um þúfur. Landhelgisgæzlan hefur aukið aðgerðir sínar gegn brezkum togurum, sem eru að ólöglegum veiðum við landið dag frá degi með togvíraklippingum og öðr- um ráðstöfunum til þess að trufla veiðar þeirra. Nú þegar hefur sá árangur náðst, að fiskimiðin úti fyrir Vestfjörðum hafa nánast verið hreinsuð af brezkum togurum, sem eru nú flest allir austur af landinu og veiða þar meö aðstoð verndarskipanna, dráttarskipa og birgða- skipa, sem notuð voru í sambandi við olíuvinnslu í Norðursjó. Þar sem viðræður við Bretana fóru út um þúfur er Ijóst, að við íslendingar eigum ekki annarra kosta völ en að herða aðgerðir landhelgisgæzlunnar svo sem kostur er. Geir Hall- grímsson, forsætisráð- herra iýsti yfir því í ræðu á Alþingi, eftir að Bretar fóru í burtu af landinu í fússi, að nú yrði allt kapp lagt á að verja landhelgina. Varðskipið Óðinn, sem ver- ið hefur í Danmörku, þar sem margvíslegar breyt- ingar voru gerðar á því, kemur heim á næstunni og Ólafur Jóhannesson, dóms- málaráðherra, yfirmaður Landhelgisgæzlunnar, hef- ur upplýst, að a.m.k. einn skuttogari verði tekinn til starfa í þágu Landhelgis- gæzlunnar. Ljóst er því, að á Landhelgisgæzlunni og starfsliði hennar mun hvíla mikil ábyrgð og mikill vandi á næstu vikum og mánuðum. Um framgöngu starfs- manna Landhelgisgæzl- unnar á þessum erfiðu tím- um þurfum við íslendingar engu að kvíða. I tveimur fyrri þorskastríðum hefur starfsliðið á varðskipunum, í gæzluflugvélunum og í landi haldið þannig á mál- um, að þjóðinni hefur verið sómi að. Landhelgisgæzlan hefur sýnt hörku, þegar það hefur átt við, en að öðru leyti aðhaldssemi og skilning. Það liggur fyrir, að útlendir togarar hafa getað tekið sér umtalsverð- an afla á ólöglegan hátt enda verðum við að horfast í augu við þá staðreynd, að við ofurefli hefur verið að etja. Þótt okkur hafi ekki tekizt að friða miðin algjör- lega hefur þó verulegum árangri verið náð. Við þessar aðstæður beinist athygli þjóðarinnar mjög að störfum Land- helgisgæzlunnar á fiski- miðunum. Engum er það ljósara en sjómönnunum sjálfum, hvort sem þeir eru um borð í varðskipun- um eða brezkum togurum, að lítið má út af bera án þess að slys hljótist af. En á það verður að leggja megináherzlu að grípa ekki til neinna þeirra ráðstaf- ana sem leitt geta til mann- tjóns. Varðskipsmenn og aðrir starfsmenn Land- helgisgæzlunnar vilja vænta þess að njóta ein- dregins stuðnings þjóðar- innar allrar f þeim erfiðu og vandasömu störfum, sem bíða þeirra á næstu vikum og mánuðum. Eins og jafnan fyrr, þegar til ófriðar hefur komið á fiski miðunum, vakna upp spurningar, með hverjum hætti unnt er að efla Land- helgisgæzluna og bæta starfsaðstöðu þeirra manna, sem við hana starfa. Ríkisstjórnin tók þá ákvörðun að keypt yrði ný gæzluflugvél, sem væntan- leg er til landsins að ári liðnu. Kaup þeirrar vélar munu vafalaust bæta mjög alla aðstöðu Landhelgis- gæzlunnar. Skoða þarf rækilega með hverjum hætti öðrum unnt er að bæta aðstöðu hennar og efla möguleika hennar til þess að friða fiskimiðin. Við getum ekki vænzt skyndisigurs í þeirri land- helgisdeilu, sem nú er haf- in, en með þolinmæði og þrautseigju og störfum Landhelgisgæzlunnar munum við vinna sigur að lokum. V andasamt verkefni Landhelgisgæzlu Hið pólitíska frum- hlaup Fords forseta WASHINGTON Ford forseti er nú í vanda staddur vegna þess að hann virðist hafa gleymt því, hvers vegna þingið valdi hann með yfirgnæfandi meirihluta til að gegna forsetaembætti, en hann varð þar með fyrstur manna til að komast til æðstu valda á þann hátt. Hann virðist líka hafa gleymt því, hvers vegna hann naut ómældra vinsælda meðal þjóðarinnar fyrst á valdaferli sinum. Það var ekki einungis vegna þess að hann var ekki Nixon, heldur nýr og viðfelldinn maður í erfiðri aðstöðu, enda þótt hitt hafi sjálfsagt átt ein- hvern þátt í því. Hin raunveru- lega ástæða var hins vegar sú, að hann var I senn ákafur mála- fylgjumaður og sanngjarn, opinskár og samningalipur og virtist líklegur til að geta komið á ró og reglu í landinu eftir stórviðri og flokkadrætti a undangengnum árum. Þingið bar hann ekki á gull- stóli inn í Hvíta húsið til þess að hann setti met í því að vísa frá frumvörpum eða til þess að skipa New Yörk borg annað tveggja, að söðla um eða verða gjaldþrota. Né heldur var það ætlunin, að hann kippti mönnum upp úr gluggum forn- söluverzlana og inn í ráðuneyti sitt, þvert ofan f ráðleggingar samstarfsmanna sinna og án þess að hafa ráðgazt um það við frammámenn í flokki sínum. Þegar Ford tók við embætti, kvaðst hann ekki vilja neina hveitibrauðsdaga með þinginu, heldur rétt og slétt hjónaband, og „gömlu skarfarnir" sem hann nefndi þingheim kunnu þessu fádæma vel. En nú vofir hins vegar hjónaskilnaður yfir. Skyndilega hefur hinn gamli, góði Jerry, sem flaug upp á tindinn, af þvi að hann átti enga óvini, breytzt í ábúða- mikinn krossfara, sem böl- syngur demókrata og syndum- hlaðnar borgir, biðlar til stuðn- ingsmanna Ronalds Reagan. Um þessar mundir hafa for- síðufréttir snúist um þessi óvæntu gos gnípunnar, sem enginn hafði hugmynd um að væri eldfjall. En eftir því sem maður grannskoðar síðustu að- gerðir forsetans, þeim mun heimskulegri virðast þær vera. Þegar þjóðin er uggandi um ástandið í efnahagsmálunum, hefur hann ekkert upp á að bjóða nema hörku í garð New York, og á sama tíma er ástand- ið í alríkisfjármálum verra en nokkru sinni fyrr á friðar- tfmum. Hann hefur nú fengið „sinn mann“ til að gegna embætti varnarmálaráðherra, en þessi skipti á Schlesinger og Rums- feld auk tilnefningar George Bush í embætti yfirmanns CIA, hafa orðið til þess eins að auka á ónauðsynlegar deilur og flokkadrætti innan stjórn- arinnar. Það gegnir furðu, að Bush, sem er ungur og metorða- gjarn stjórnmálamaður og hátt settur innan Repúblíkana- flokksins, skuli hafa valizt til þessa embættis, sem á að vera hió ópólitískasta innan stjórn- arinnar. Þessar embættaveit- ingar stinga mjög I stúf við aðrar, sem Ford forseti hefur átt hlut að með ágætum. Því trúir enginn maður, að með því að reka Kissinger út úr skrifstofu sinni í Hvíta húsinu, sé Ford skyndilega orðinn frjór og athafnasamur á sviði utan- ríkismála., Allar þessar tilfær- ingar stangast ekki einungis á við óskir Bandaríkjamanna eftir ró og friði, heldur stangast eftir James Reston þær ekki síður á við sjálfan forsetann. Styrkur Fords lá í heilbrigðri skynsemi hans og þægilegu við- móti — í sáttfýsi hans en ekki óbilgirni. Það situr engan veginn á honum að ryðjast fram á sextugsaldri með nýja og harðskeytta fhaldsheimspeki fyrir komandi ár eða þröngva persónulegum skoðunum sínum á afvopnun, viðskiptum og peningum, upp á fölk, sem skellir skollaeyrum við. Hann er hjálparþurfi og mjög svo. Hann þarfnast aðstoðar innan ráðuneytis síns, meðal þings og þjóðar, en hvernig sem því eiginlega víkur við, skerðir hann stöðugt pólitíska vígstöðu sína og telur sjálfum sér trú um, að þegar hann sé búinn að safna í kringum sig „sínum mönnum" fari allt vel. I Washington gera menn þvi skóna, án þess aö nokkur geti með fullu um það dæmt, að Ford hafi metið stöðu sína ranglega. Hann hafi ofmetið vald Reagans, vanmetið sfnar fyrri vinsældir og lesið skakkt í hug þjóðarinnar. Frá lokum sfðari heimsstyrj- aldar hefur ýmislegt dunið á. Bandaríkjamenn hafa tekið þátt i tveimur styrjöldum, Kóreustríðinu og Víetnamstríð- ínu, það hafa orðið átök milli kynþátta, milli ríkra og fátækra og milli kynslóða. Þjóðin hefur átt í alls konar deilum og rimm- um við Rússa, Kínverja, Evrópumenn og Japani, og á innanlandssviðinu hafa komið fram vandræðabörn eins og Nixon, Agnew og þeirra kónar. En þetta allt hefur banda- ríska þjóðin staðið af sér, þótt við hafi bætzt ný efnahags- kreppa, hækkandi verðlag, at- vinnuleysi og vaxandi verð- bólga. Og þegar Ford kom inn í Hvita húsið, hlýddi þjóðin feginsamlega á boðskap hans um sameiningu, einlægni og frið. f þessa uppsprettu sótti Gerald Ford styrk sinn. Hann lét f fyrstu í veðri vaka, að hann hefði óvart orðið forseti, og hygðist aðeins reyna að leiða þjóðina yfir erfiðan hjalla fram til næstu kosninga, en þá ætlaði hann aftur heim til Grand Rapids. Um skeið var það viðkvæðið hjá honum, að Bandaríkjamenn hefðu fengið sig fullsadda af deilum og sviptingum á stjórn- málasviðinu. Þjóðin þyrfti að taka sig saman í andlitinu, endurvekja traust sitt á ríkis- Framhald á bls. 21 Neiujlorkehncjsí JíeUrJJorkShne$ ííeiirjlorkmmeo Jííeitr JJorkShne# jNeitrjJorkShnes íSTeiuJ]orkenmeo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.