Morgunblaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NOVEMBER 1975 19 — Kristinn Framhald af bls. 13 þakkir okkar viginti quottuor fólksins og við árnum um leið aldursforseta okkar allra heilla og biðjum hann að skila góðum kveðjum til hennar frú Dag- bjartar, konu sinnar með þökkum fyrir góða meðferð á kærum bekkjarbróður. Þinn einlægur Þórarinn Þórarinsson. Fljótin í Skagafirði eru falleg sveit og gróðursæld þar sérstök. Á góðum sumardögum ómar öll náttúran þar af lofgjörð til skaparans. Undrafagur gróður- inn, sem brosir mót sól, tjáir miklu betur en nokkur orð dásemd þess að vera til. Trúlega er hollt að eiga uppruna sinn og æskuár í slfkri byggð — en þar fæddist séra Kristinn Stefánsson, vinur minn, sem er sjötíu og fimm ára í dag. Kynni okkar séra Kristins hóf- ust þegar ég réðst sem erindreki hjá áfengisvarnaráði árið 1967 eftir þrjátíu ára starf mitt sem kaupfélagsstjóri. Var ekki laust við að ég kviði dálftið viðbrigðun- um, að hafa um langt árabil haft viss mannaforráð. en gjörast svo aðstoðarmaður, sem máske yrði lítið gjört með. En sá kvíði reynd-, ist ástæðulaus, því séra Kristinn, sem þá var áfengisvarnaráðu- nautur, reyndist mér slíkur ágætis yfirmaður, að ekki varð á betra kosið. Sérstök ljúfmennska hans og lítillæti þurrkaði strax úr tilfinningu þess að vera lítils metinn. Gerð hans og framkoma öll einkennist af stöðugri leit að því besta hjá samferðafólkinu og einlægri trú á það góða í tilver- unni. Ég kann ekki að segja baráttu- sögu fátæka piltsins úr Fljótun- um, sem tókst að ljúka langskóla- námi með góðum árangri af eigin rammleik. Efast ég um að sann- leika þeirrar sögu yrði trúað af ýmsum námsmönnum, sem nú kvarta yfir kjörum sínum. Eftir að séra Kristinn lauk guð- — Sextugur Framhald af bls. 13 jánssyni sem látinn er og Valdi- mar Þórðarsyni kaupmanni. Þegar Miðbærinn varð minn heimur og starfsvettvangur á heimsstyrjaldarárunum kynntist ég Sigurjóni fyrst. Ég minnist þess ekki að ég hafi kynnst ósér- hlífnari manni og samvizkusam- ari en þessu hressilega afmælis- barni, sem alltaf lætur það heita eitthvað þegar maður kemur í búðina til hans og skiptir engu máli þó allt sé snarvitlaust eða ekki. — Já, Sigurjón er einn af þessum myrkranna á milli vinnu- þjörkum. Hann hefur þó alltaf gefið sér tíma til að eiga skemmti- legar frístundir. Þórunn kona hans Sigurðar- dóttir er frá ísafirði. Það heyrði ég hérna í gamla daga að ísfirzkar konur væru miklar afbragðs konur. Þar hefur Þórunn ekki látið sitt eftir liggja. Það er stað- reynd að Sigurjón sté eitt sitt mesta heillaspor er hann kvæntist Þórunni. Þau eiga 4 börn, sem nú eru öll alfiðruð orðin — og barna- börnin eru 11 talsins. Þau hjónin standa nú hlið við hlið í hinnu gömlu Silla & Valda verzlun í Innréttingahúsi Skúla fógeta, — en hana keypti Sigurjón f haust af fyrri eigendum. Svo nátengdur finnst mér Sigurjón vera þessu gamla húsi eða öllu heldur sálinni í því, eftir áratuga starf þar, að það liggur við að manni bregði ef Sigurjón er þar ekki bakvið borð- ið, ef komið er þar inn eða gengið framhjá. Sigurjón verður ekki heima á afmælisdaginn á morgun, en hann bg fjölskylda hans ætla að taka á móti gestum milli kl. 4—7 í dag, laugardag, að heimili Sigur- jóns og Þórunnar að Starhaga 10. S. £ Kvenfélag Kópavogs heldur basar 1 Félagsheimilinu á morgun, sunnudag, kl. 2 síðd. Mikið úrval af hvers konar handunnum munum verður á boðstólum, svo og heimabakaðar kökur og lukkupokar. Einnig verða á basarnum jólakort og jóladagatölin frá Líknarsjóðnum. Basar- inn er hin árlega fjársöfnun félagsins til þeirra líknar- og félagsmála sem félagið vinnur að. Kvenfélagið þakkar öllum þeim sem stutt hafa og styðja munu þetta starf félagsins. (Fréttatilk.) • Jólabasar Vinahjálpar verður f ár haldinn sunnudaginn 23. nóv. að Hótel Sögu kl. 2. Að venju hefur verið vel vandað til basarsins. Verður hann mikill að vöxtum og glæsilegur, varningurinn er allur handunn- inn af félagskonum, skyndihappdrætti og sælgætissala verður þar einnig. „Góður stuðningur bæjarbúa hefur gert okkur kleift á undanförnum áruin, að hlynna að ýmsum mannúðarstofnunum með því að gefa þeim ýmis tæki og áhöld til að létta undir störf þeirra og afköst,“ segir f fréttatilkynningu frá Vinahjálp. Agóði af sfðasta basar fór óskiptur til kaupa á vönduðu röntgentæki handa St. Jósepsspítala að Landakoti. Tæki þetta, sem er á hjólum, er færanlegt og þvf nothæft við öll sjúkrarúm innan spftalans, mun það því létta mikið sjúku fólki það erfiði sem oft fylgir röntgenskoðunum. fræðinámi stundaði hann fram- haldsnám erlendis einn vetur. Var einn vetur kennari á Laugar- vatni en síðan 8 ár skólastjóri Reykholtsskóla. Fluttist þá til Reykjavíkur og varð starfsmaður hjá stjórnarráðinu, en jafnframt prestur fríkirkjusafnaðarins í Hafnarfirði í 20 ár. Auk þessara margþættu starfa var hann um langt árabil forystumaður í Góð- templarareglunni og hefir verið félagsbundinn bindindismaður allt frá skólaárum sínum. Afengisvarnaráðunautur og formaður áfengisvarnaráðs var hann svo frá 1958 til 1971 — er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Á þeim átta árum, sem ég hefi starfað sem erindreki hjá áfengis- varnaráði — hefi ég á ferðum mínum um landið fengið tækifæri til að hafa einhver kynni af mörgu fólki — og í þeim hópi haft tal af þó nokkuð mörgum, sem kynnst höfðu séra Kristni ýmist sem kennara, skólastjóra, sóknar- presti eða forsvarsmanni. bind- indis- eða áfengisvarnamála. Undantekningarlaust minntist allt þetta fóik hans með sérstakri virðingu og þakklæti. Það er vissulega mikils virði að hljóta slíka umsögn samferða- fólks eftir margþætt ævistarf, enda tel ég að séra Kristinn hafi verið mikill gæfumaður, þó hann hafi ekki komist hjá áföllum á lífsleiðinni. Auk þess að verða að striða við heilsubrest öðru hverju — varð hann fyrir þeirri þungu raun að missa fyrri konu sína frá ungum börnum þeirra. lín guð sendi honum sól og gleði að nýju með seinni konu hans Dagbjörtu Jóns- dóttur, húsmæðrakennara, sem einnig er ættuð úr Fljótum. Eg hefi notið þeirrar ánægju að koma oft á heimili þeirra hjóna séra Kristins og Dagbjartar og kynnst þvi af eigin raun að hlutur húsmóðurinnar liggur ekki eftir við að gleðja þá, sem að, garði þeirra ber. Góðar og miklar veitingar eru þar alltaf til staðar, en hlýtt við- mót og einlæga brosið þessara samvöldu sæmdarhjóna verður þó alltaf minnisstæðast að heimsókn lokinni. Björn Stefánsson. Ég var aö kaupa Jíðlaíirpfefeina SUMIR JOLASVEINAR DREKKA EGILS PILSNER............. OG ADRIR JOLASVEINAR DREKKA EGILS MALTÖL................... EN ALLIR JOLASVEINAR DREKKA AUDVITAD EGILS APPELSIN " f&leö'^eg jól meti S^gUs ctrpUkjiun 8* H.F ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.