Morgunblaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1975 Þrír leikir í kvenna — tveir í 2. deild karla ÞRlR leikir verða í 1. deild um helgina og tveir í 2. deild. í dag kl. 14 leika KR og Valur á Seltjarnarnesi, og strax að þeim leik loknum Fram og UMFN. Lestina rekur síðan leikur Hauka og Isfirðinga í 2. deild. Fyrirfram verður að álíta að Trukkur og co. í KR vinni Val, en þó áttu KR-ingar í erfiðleikum með Val í Reykjavíkurmótinu á dögunum. Framarar hafa lýst þvi yfir að þeir ætli að „taka“ Njarðvík- ingana í dag, og verður fróðlegt að sjá hvort þeir standa við þau orð sín. Það verður þungur róður hjá þeim, svo mikið er víst. Leik- ur Hauka við Isafjörð er fyrsti leikur þeirra í mótinu og ætti að geta orðið um jafna viðureign að ræða. Á morgun leika á Seltjarnar- nesi kl. 18 IR og IS, og síðan ÍBl og UMFS í 2. deild. Fróðlegt verð- ur að sjá hvort að íslandsmeistar- ar IR vinna þar auðveldan sigur, eða hvort IS liðið fer að vakna til lífsins, geri það það, má búast við að þeir veiti IR keppni, en IR ætti samt að sigra. Þá verður leikið í yngri flokkun- um um helgina. I dag kl. 14 í Njarðvfk 4 leikir, og í íþróttahúsi Háskóians kl. 16.30 — fimm leik- ir. gk—. BLAK UM HELGINA AÐEINS einn leikur verður i 1. deildar keppni Islandsmótsins í blaki um helgina, og fer hann fram á Laugarvatni í dag og hefst kl. 16.00. Þar leika lið UMFB og IS. Á morgun fer svo fram einn leikur í 2. deildar keppninni. Kl. 17.00 leika í Iþróttahúsi Kennara- háskólans B-lið ÍS og Ungmenna- félagið Skipaskagi frá Akranesi. Strax að þeim leik loknum senni- lega um kl. 18.00, fer svo fram leikur í 1. deild kvenna og mætast þar lið Vfkings og IS. Þrír leikir í 7. deild körfuknattleiksmótsins ENGIR leikir verða í 1. deildar keppni tslandsmótsins í hand- knattleik nú um helgina. Ilins vegar verða þrír leikir f 1. dcild kvenna og tveir í 2. deild karla. I 1. deild kvenna Ieika á sunnu- daginn kl. 15.00 f Iþróttahúsinu Ásgarði í Garðahreppi Breiðablik og Ármann og má þar búast við jöfnum leik. A sunnudaginn kl. 19.00 og kl. 20.05 leika í Laugar- dalshöllinni fyrst Valur og KR og síðan Fram og Víkingur. I leikj- um þessum ættu Valur og Fram að vinna sigur, ef að líkum lætur. I 2. deild karla leika í Njarðvík- urhúsinu kl. 15.35 í dag Keflavík og Leiknir, og kl. 21.10 annað kvöld fer svo fram í Laugardais- höllinni leikur milli IR og KR — tvímælalaust einn af úrslitaleikj- um deildarinnar. iR-ingar standa bezt að vígi f deildinni — hafa ekki tapað leik, en KR-ingar hafa hins vegar tapað fyrir KA, þannig að sigur í leiknum annað kvöld er enn mikilvægari fyrir þá en ÍR- inga. Æfa fjölbragöaglímu ÆFINGAR í nýrri fþróttagrein eru nú hafnar hjá KR. Er þarna um að ræða fjölbragðaglímu, sem víða erlendis er mjög vinsæl fþrótt, jafnt hjá íþróttamönnum og áhorfendum. Námskeið verður haldið í íþróttagreininni og hófst það á fimmtudagskvöld í Mela- skólanum. Þegar hafa um 20 manns látið skrá sig á námskeiðið, og eru það flestir glímumenn úr KR. Kennari á námskeiðinu verð- ur þjálfari brezka Olympfuliðsins í fjölbragðaglímu, William Baxt- er, en aðalhvatamaður að því að kynna þessa nýju íþróttagrein er Grétar Norðfjörð, knattspyrnu- dómari og lögreglumaður. Fundur unglingaþjálfara FRÆÐSLUFUNDUR fyrir unglinga þjálfara í knattspyrnu verður haldinn á vegum Tækninefndar KSÍ laugar- daginn 22. nóvember í Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskóla ís- lands við Háteigsveg. Á fundinum verða flutt erindi um ýmsa þætti knattspyrnuþjálfunar, og mtinu kennarar og nemendur knatt- spyrnuskola KSI annast þau. Fundurinn hefst kl. 10.00 f.h. og gert er ráð fyrir að hann standi til kl. 18.00 en matarhlé verði frá kl. 12.00—14.00. Allir unglingaþjálfarar knattspyrnufélag anna eru hvattir til þess að mæta á fundinum og beðnir jafnframt a' taka með sér skriffæri og pappfr. % x EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Leikur Víkings og Gnmmersbadi íþróttaviðbnrðnr helgarinnar Iþróttaviðburður helgarinnar verður án efa viðureign Víkings og vestur-þýzka liðsins Gummersbach í Evrópubikar- keppni meistaraliða, en leikur þessi hefst í Laugardalshöll- inni kl. 15.00 í dag. Virðist vera gífurlega mikill áhugi á loik þessum og sennilegt að með öllu verði uppselt á hann. Hansi Schmidt og félagar verða svo aftur á ferðinni f Laugar- dalshöllinni kl. 15.00 á sunnu- daginn og mæta þá öðru topp- liðinu 1 1. deildar keppninni f handknattleik, Haukum úr Hafnarfirði. Var vel til fundið hjá Vfkingum að fá Hauka til þessa leiks, þar sem frammi- staða þeirra að undanförnu hefur verið svo góð að þeir verðskulda að fá tækifæri til þess að spreyta sig gegn þessu fræga liði. Um möguleika Vfkinga f dag er ekki gott um að segja. Aðeins eitt er víst: Gummers- bach er mjög gott lið, sem náð hefur liða beztum árangri í Evrópubikarkeppni. Það er lfka jafnvfst að takist Víking- unum vel upp á móti þeim má búast við jöfnum og skemmti- legum leik. Og ekki er ósenni- legt að nokkur harka verði einnig f leiknum — slfkt hefur oftast fylgt Gummersbach- liðinu. Vonandi er að þeir áhorfendur sem leggja leið sína f Höllina um helgina veiti fslenzku liðunum góðan stuðning. Það er gömul saga og ný, að slfkt getur ráðið úrslit- um í jöfnum leikjum. Nýuppgerður mjög skemmtilegur og fallegur flygill (stofustærð Flygillinn hefur mikið verið notaður við upptökur í hinu nýja stúdíói Hljóðrita h.f. og reynst mjög vel og betri meðmæli er vart hægt að fá. Ef þér hafið áhuga, hringið í síma 92- 2831 eða 92-1687 frá kl. 10—12 f.h. næstu daga. FJARLOGIN OG ÞRÝSTIHÓPARNIR Heimdallur S.U.S. efnir til klúbbfundar laugardaginn 22. nóvember nk. í TJARNARBÚÐ UPPI kl. 12.00. GESTUR FUNDARINS VERÐUR MATTHÍAS Á. MATHIESEN, FJÁRMÁLARÁÐHERRA MUN HANN FLYTJA INNGANGSORÐ OG Matthias SVARA FYRIRSPURNUM FUNDARGESTA. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.