Morgunblaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1975 Grœni riddarínn cn honum hefir alltaf versnaö en ekki batnaö". En hún lét sig ekki, heJdur lofaði að honum skyldi batna, og þaö bæöi fljótt og vel. — Jæja, konungurinn sagöi, aö hún yrði þá víst aö fá að reyna, og svo fór hún inn til Græna riddarans og þvoði honum einu sinni. Þegar hún svo koin aftur daginn eftir, var hann oröinn þaö hress, að hann gat setið uppi í rúminu. Næsta dag gat hann stigið í fæturna og er hún hafði þvegið honum í þriöja sinnið, var hann orðinn jafngóður aftur, og grasakonan sagöi að hann gæti meira að segja farið á veiðar. Nú fór konungi að líka heldur betur við þessa grasakonu. En hún kvaðst verða að fara heim til sín og sagðist ekki geta tekið við þeim heiðursboðum, sem konungur bauð henni, að gera hana að hirðlækni og hengja á hana ótal orður og krossa. Hún lagði nú af stað, og er hún var komin í skógarrjóður eítt, skammt frá höllinni, klæddi hún sig úr grasakonu- kuflinum og tók fram bókina og opnaði hana. Heyrðust þá sömu fögru hljómarnir og áður og um leið kom Græni riddarinn. En þegar hann sá ást- mey sína í hennar dýrasta skrúði á þessum staö, undraðist hann mjög og spurði, hvernig hún væri þangað komin. En hún sagði honum upp alla söguna, og síðan gengu þau heim til hallar hans og sögðu konunginum föður hans allt saman. Varð hann þá fegnari en frá megi segja, og var svo slegið upp mikilli brúð- kaupsveizlu og gekk Græni riddarinn að eiga konungsdóttur sem bjargað hafði lífi hans. Eftir það fóru þau heim til föður hennar og varð þar fagnaðarfund- ur. En stjúpuna vondu rak konungur frá sér, ásamt dætrunum hennar tveim, og bað hana að setja fólk í dýflissur annars- staðar en í sinni höll. Hjalti húsmannssonur EINU SINNI VAR fátækur húsmaður, sem átti einn einasta son og hann hét Hjalti, en hann var svo Iatur og kæru- laus, að hann vildi ekkert gera og ekki mannast neitt. Ef ég á ekki að þurfa að fæða þennan vtff> MOBÖdN k’Arr/NU Má ég bidja prestinn um að hraða sér — bfllinn er á stöðu- mæli. 43 Eyðimerkurstormarnir geta Já vina — já vina — já vina. verið ofsalegir . . . Lincoln Bandarfkjaforseti hafði mjög gaman^af að segja eftirfarandi sögu: Eitt sinn, þegar ég var á ferðalagi, mætti ég manni, sem ég hafði aldrei séð áður. Ég var mjög undrandi, þegar hann ávarpaði mig með þessum orðum: — Afsakið, herra, en ég er hér með dálftinn hlut, sem þér eigið. — Hvað er það? spurði ég. Ókunni maðurinn dró sjálf- skeiðung upp úr vasa sfnum. — Þessum hnff, sagði maður- inn, var stungið í vasa minn fyrir nokkrum árum með þeim ummælum, að ég skyldi halda honum þar til ég hitti mann, sem væri Ijótari en ég. Ég hefi haft hann allt til þessa dags. En með yðar leyfi held ég þvf fram, að þér séuð hinn rétti eigandi. X Fjármálaráðherra Lincolns stundi oft, þegar hann kom til forsctans: — Æ, nú glevmdi ég að skrifa þessum og þessum áður en ég fór að heiman. Lincoln var farið að leiðast þetta og sagði eitt sinn við ráð- herrann: — Vertu aldrci leiður vfir því, sem þú hefur ekki skrifað. Það er það, sem þú hefur skrif- að, sem þú getur stundum ásakaðþig fvrir. X — Æskan er dásamleg, sagði Bernhard Shaw. Það er svnd að evða henni allri í börnin. Morðíkirkjugarðinum Eftir Mariu Lang Jóhanna Kristjóns- dóttir þýddi. 40 Hárið var orðið þurrt, og hjálmurinn hafði slökkt á sér og þar sem enginn skipti sér af mér f bili, smeygði ég honum af mér og slökkti á honum. I kyrrðinni sem kom þegar hann þagnaði þrengd- ist skræk rödd inn til mín. — Það cr nú sagt að hún þarna merkikertið hún Tekla Motander sé grunuð um að hafa drepið hann, og hún ætfi sannarlega ekkerl betra, skilið en vera lokuð inni f tukthúsi. En ég sagði nú við hann Efraim: hvers vegna hefði hún átt að drepa IIANN? Já, ég sagði nú si svona. Ef hún hafði nú ákveðið loksins að koma Ijós- hærðu skækjunni fvrir kaftarnef, hefði ég sannarlega skilið það, eins og manneskjan hegðaði sér við forstjórann sáluga. Það var á allra vitorðí að þau voru sffellt að þevtast um f bflnum hans og fóru ekkert dult með allt sitt viðbjóðs- lega kelerí. Það var gersamlega blygðunarlaust og óþolandi! Ég verð nú bara að segja það. Og svo — ja, Motander er varla dauður og grafinn, þá byrjar hún að reyna að fleka Sandell — þennan líka gæðamann. Og það var eins og við manninn mælt. Ilann féll kylliflatur og hún trónaði þarna eins og fín kaupmannsfrú og sprangaði um f loðkápum og ég veit ekki hvað. Og ég sagði nú við hann Efraim — fröken, aðeins meiri Iokka þarna megin, já, þetta er f.vrirtak, það er svo klæði- legt, segir hún Monika og hún veit nú hvað hún syngur að þessu leyti stúlkan sú... og ég sagði scm sagt við Efraim. Ja, nú verður spcnnandi að sjá hvern hún ætlar að fleka núna þegar Sandell er dáinn. Og husið yður nú, fröken, — þá sagði Efraim — hann sem segir aldrei orð eða að minnsta kosti varla hægt að segja það. Haldið þér ekki að hann segi: Ja, bíður ekki karlmaður með opna arma eftir henni bara hin- um megin við götuna... Nei, svei mér þá sagði ég við Efraim. Ég varð alveg miður mín. Hugsið yður bara hvað það væri hryllilegt ef þessi virðulegi og alvörugefni sóknarprestur okkar færi að leggja lag sitt við svo- leiðis druslu. Nei, hann á nú betri kosta völ. Þér vítið náttúrlega að Friedeborg Jansson er alveg veik f hann og Monika segir að Tekla Motander hafi fengið þá flugu f höfuðió að Susann eigi að verða prcstsfrú. Ja, mér er sem ég sjái nú hana í því hlutverki! Nú svo hef ég heyrt að hann hafi þessa fyrirmyndar ráðskonu, sem hefur bókstaflcga gengið elsku móður- leysingjanum f móðurstað! Ég verð nú að segja að Lotta blessun- in er nú býsna fyrirferóarmikili kvenmaður. Hafið þér heyrt það nýjasta sem hún lenti f. Hópur ræningja réðst á hana og ætlaði að ræna kirkjusilfrinu eins og það lagði sig, en hvað haldið þér? Hún lét sig ekki muna um að taka það frá þeim... Þakka yður nú kærlega fyrir fröken. Stillið nú á hæsta, þvf að þá gengur þetta fljótar fyrir sig og ég verð að flýta mér heim og gera hreint fyrir nýárið, ja, er það ekki aldeilis agalegt með alla þessa helgi- daga... Sfðan var hjálmurinn settur f gang og ég heyrði ekki hvort hún hélt einræðu sinni áfram. Ég gekk hugsandi f áttina að búð Friedeborgar. Þegar ég var kominn þangað inn, gleymdi ég því nú um hrfð vegna þess hve kæti og gleði hcnnar var óblandin og ég gat ekki annað en dáðst að þvf hvað hún var sjarmerandi og indæl þótt hún teldist kannski f hina röndína hálf hallærisleg. Hún var klædd f fjólubláan kjól sem passaði henni engan veginn og þegar ég kom var hún að bera fram kaffi handa Einari og Iljör- dfsi f Iftilli kompu inn af búðinni. Hjördís brosti til mfn og sagði að hún hefði alltaf látið sig dreyma um að eiga svona hannyrðaliúð. — Það er svo hreint og indælt og svo góð lykt í svona búðum. Móðursvstir mfn átti hannyrða- búð, þegar ég var Iftil og mér fannst það aldýrðlegasta sem fyrir gat hent að fá að fara og heimsækja hana. En svo varð hún gjaldþrota, svo aö þú skalt gá að þér, Friedeborg! Friedeborg bauð mér rjóma- köku og bandaði frá sér grannri hendi. — Svona nú, Hjördfs, þú mátt ekki gera mig skelkaða. En látum oss nú heyra hvernig Burehjón- unum hefur litizt á sig f bænum okkar. Það kom reyndar upp úr dúrn- um, aö Éinar hafði orðið fyrir áþekkri reynslu og ég. Rakarinn hafði sápað hann, rakað hann og klippt og haldið stanzlausa tölu um kcnningar sínar um morðið og kirkjusilfurþjófnaðinn og þegar Einar hafði sfðan dvalið f fáeinar mfnútur inni í tóbaks- verzlun við hliðina hafði hann fengið þa>r upplýsingar að Connie Lundgren væri morðinginn og að Hjördfs Holm hcfði stolið kirkju- silfrinu: Svona kellingarskrudda sem er ekki héðan og enginn veit haus né hala á... hún hefur auð- vitað komið hingað gagngert...“ Hjördfs brosti við en Friede-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.