Morgunblaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 32
SILFUR- !( )! SKEIFAN U 4/ BORÐSMJÖRLÍKI SMJÖRLÍKID SEMALUR ÞEKKJA LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1975 AtíiLÝSINCiASÍMINN ER: 22480 í GÆR hlutu fjórir fþróttamcnn — einn handknattleiksmaður og þrfr knatt- spyrnumenn — viðurkenningu frá Morgunblaðinu fyrir árangur sinn f fþróttum og afhenti Haraldur Sveinsson, framkvæmdastjóri blaðsins, fþrótta- mönnunum verðlaunin f kaffiboði sem blaðið bauð til. Var myndin tekin við það tækifæri, en á henni eru, taldir frá vinstri: Gunnar Sigurðsson, formaður knattspyrnuráðs Akraness, sem tók við verðlaunum Matthfasar Hallgrfmssonar, Haraldur Sveinsson, framkvæmdastjóri Morgunblaðsins, Hörður Sigmarsson, Marteinn Geirsson og Jón Alfreðsson. Sagt er frá verðlaunaveltine'imni á hls. 2. — þrátt fyrir verndarskip VARÐSKIPIÐ Týr klippti á togvír brezka togarans Real Madrid GY 674 um klukkan 16.30 í gær, en þá voru skipin stödd í Þistil- fjarðardjúpi, um 40 sjómíl- ur norður af Rifstanga. Á þessum slóðum voru 15 brezkir togarar í gær, og tókst Tý að halda þeim frá veiðum, þrátt fyrir að tog- ararnir nytu verndar Star Polaris. Samkvæmt upplýs- ingum Landhelgisgæzlunn- ar voru brezku togarasjó- mennirnir að vonum óhressir yfir þessu og hafa þeir enn ítrekað að ekkert gagn sé af hjálparskipum. Það sé eins gott að hætta þessum veiðum. Brezkum togurum hafði heldur fækkað við landið í gær, en það getur verið af ýmsum ástæðum. Sigurjón sagði, að þeir hefðu séð um 40 togara í ferðinni, þar af voru brezkir 38. Langflestir voru þeir úti fyrir Austur- og Norð- austurlandi, eða frá Hvalbak og norður f Þistilfjarðardjúp. Þá sá- ust 2 brezkir togarar vestur og norðvestur af Grímsey og sigldu þeir fulla ferð í austur, væntan- íega á svæði það sem verndarskipin halda sig. Enn- fremur sást einn færeyskur togari að veiðum úti af Sporðagrunni. Talsmaður Landhelgisgæzlunn- ar sagði i gær, að 15 brezkir togar- ar hefðu verið á svæðinu úti af Þistilfirði, þar sem Star Polaris hélt sig, eins og fyrr segir. 30 míl- um sunnar, eða úti af Langanes- fonti voru nokkrir togarar einnig og hjá þeim verndarskipin Lloydsman, Star Sirius, Aquarius og Othello. tslenzkt varðskip var líka á þeim slóðurn. Þegar Mbl. hafði samband við Landhelgisgæzluna um kl. 22.30 í gærkvöldi hafði ekkert sérstakt borið til tíðinda á miðunum, eftir að Týr klippti á forvír Real Madr- id. Einar Águsisson þorsk. Einar svaraði því til að aflamagnið tæki eingöngu til ufsa og karfa og „aðeins til þess þorsks, sem kann að slæðast í Samninganefndm kom heim frá Bonn í gær „ÉG ER með drög að samnings- uppkasti í töskunni, sem við höf- um þrefað um nú f 2 daga og ég tel að við höfum áorkað þó nokkru f þá átt að gera samnings- uppkastið aðgengilegra fyrir Is- lendinga," sagði Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, er Mbl. hitti hann á Keflavfkurflugvelli við Land og lýðveldi Eftir Bjarna Benediktsson, þriðja bindi komið út Land og lýðveldi er þriðja bindi ritgerðasafns Bjarna heitins Benediktssonar, forsætisráð- herra. Hörður Einarsson, sem séð hefur um útgáfu þessa bindis eins og hinna tveggja, segir í formáls- orðum, að ritið sé úrval úr ræðum og ritgerðum Bjarna Benedikts- sonar, „sem hann flutti og samdi eftir að fyrri tvö bindi Lands og lýðveldis komu úr ...“ Má því segja, að í ritinu gefi að lfta nokk urt yfirlit yfir grundvallarskoðan- ir þess manns, sem ótvírætt hafði manna mest áhrif í fslenzku þjóð- lífi á sjöunda áratug þessarar ald- ar og hafði raunar fyrr úrslita- áhrif á ákvarðanir í mörgum þýðingarmestu málum þjóðarinn- ar á þessari öld.“ Á kápu bókarinnar segir m.a.: „Þegar sú fregri barst út hinn 10. júlí 1970 að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefði farizt þá um nóttina ásamt eiginkonu sinni og kornungum dóttursyni þeirra hjóna, voru allir íslendingar lostnir sömu sorg, jafnt fylgis- menn sem andstæðingar hins látna foringja. Strax á barnsaldri sökkti Bjarni sér niður í fslenzkar fornbók- menntir og söguleg fræðirit, göm- ul og ný. Þeir, sem þá þekktu til hans, töldu víst, að hann yrði snemma afburðamaður í íslenzk- um sagnvísindum. En í fámenn- um þjóðfélögum kallar margt eft- ir þeim hæfileikamönnum, sem hafa unnið sér álit og traust. Bjarni varð prófessor í lögfræði aðeins 24 ára gamall og borgar- stjóri Reykjavíkur frá 1940— 1947, er hann varð utanríkis- og dómsmálaráðherra... Með þessu þriðja bindi Lands og lýðveldis er lokið merku rit- gerðasafni, sem ugglaust verður mönnum því dýrmætara sem léngra líður, bæði sem einstakt heimildarrit og verðug minning um einn ágætasta son Islands á þessari öld.“ Framhald á bls. 31. komuna frá Bonn í gær. „Við skildum báðir án skuldbindinga, þannig að allt sem kann að gerast með þessi drög verður ákveðið af Alþingi og ríkisstjórn.“ Morgunblaðið spurði Einar, hvort sú tala, sem borizt hefði erlendis frá um 60 þúsund tonna ársafla Þjóðverja á Islandsmiðum væri rétt. Einar sagði: „Ég hef lofað því að láta ekki uppi neitt um efnisatriði samkomulagsdrag- anna fyrr en þingflokkar, ríkis- stjórn og landhelgisnefnd hafa fengið að sjá uppkastið frá fyrstu hendi. Ég er þess vegna vanbúinn þvi að nefna nokkrar tölur, en get staðfest að Þjóðverjar hafa veru- lega lækkað sig i aflamagni." Ráðherrann var spurður að þvi, hvort í umsömdu aflamagni væri tekið fram að ekki væri átt við netin — en þó má þorskafli aldrei fara upp fyrir 5 þúsund tonn“. Einar sagðist r.ú mundu undirbúa skýrslu til rikisstjórnarinnar, þingflokka og landhelgisnefndar, sem væntanlega myndi liggja fyrir á mánudag. Gunnar Thoroddsen, iðnaðar- ráðherra, sem einnig átti sæti í viðræðunefnd Islendinga í Bonn kom ekki heim í gærkveldi, þar sem hann fór á fund félagsmála- ráðherra landa, sem aðild eiga að Evrópuráðinu. Éundurinn er haldinn í Paris. Gunnar sagði í símtali við Mbl. í gær, er hann var spurður að því, hvort hann væri eftir atvikum ánægður með sam- komulagsdrögin og hvort hann teldi að drögin yrðu samþykkt á Alþingi: „Ég tel fremur líkiegt að þau nái samþykki, en eins og oftast er i vandasömum samningum, þá er Framhald ú bls. 31. Astand þorskstofnsins: Hætta þarf útgerð veru- legs hluta fiskiskipaflotans — segir formaður LIU FISKIÞINGI var framhaldið í gær, og flutti þá Jakoh Jakobsson, fiskifræðingur, þar erindi um ástand fiskstofnanna hér við land og þá sérstaklega um hættuna sem steðjar að þorskstofninum. Voru upplýsingar Jakobs I sam- ræmi við þær er fram koma í hinni svonefndu „svörtu skýrslu" Hafrannsóknastofnunar. Ánnað helzta mál fundarins f dag var síðan erindi Ingólfs Arnarsonar um þróun sjávarútvegsins, þar sem rakin er þróun og efling fiskiskipaflotans, sem einnig hefur verið töluvert til umræðu eftir að skýrsla Rannsóknaráðs rfkisins um sjávarútveginn birtist. I dag er sfðan sjálft land- hclgismálið á dagskrá fiskiþings. Samkvæmt þeim upplýsingum er Morgunblaðið aflaði sér á Fisklþingi í gær mun það vera nokkuð almennt álit þingfulltrúa Framhald á bls. 31. Landhelgisgæzluvélin SYR fór í könnunarflug í gærmorgun og er hún kom til Reykjavfkur á ný, náði Mbl. tali af skipherra vélar- innar, Sigurjóni Hannessyni. Samkomulagsdrögin við Þjóðverja: Þorskur í aflanum ekki meiri en 5 þúsund tonn Real Madrid: Týr hélt 15 togurum frá veiðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.