Morgunblaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1975 Minning: Sighvatur Bjarnason framkvœmdastjóri Vestmannaeyjum Mig setti hljóðan, þegar Jón Sighvatsson, sonur Sighvats Bjarnasonar, hringdi mig upp, að beiðni móður sinnar, og greindi mér frá hinu snögga láti föður hans. Þetta ver sami vináttuvotturinn sem ég hafði notið af hálfu Sig- hvats, en þarna sýndi hin ástríka og mikilhæfa kona Sighvats, Guð- munda, mér þá umhyggju að hlífa mér við kaldri frétt um lát vinar. Sighvatur Bjarnason var óvenju heilsteyptur maður. Kari- mennskan, raunsæið, afsláttar- laus sam.viskusemi og dugnaður var honum í blóð borin, en undir niðri sló hið viðkvæma hjarta, sem átti svo ríkan skilning á lífi og örlögum manna. Hetjan, sem í umbroti náttúr- unnar, er gerði heimahaga hans óbyggilega um skeið, brást þannig við nóttina, sem eldgosið mikla hófst að hann bjó í skyndi fjöl- skyldu sína til flutnings yfir meg- inlandið, en sjálfum datt honum ekki í hug að yfirgefa bæinn og verðmætin sem þar voru, og sem að hluta voru í umsjá hans. Þegar stjórnendur björgunarstarfsins lögðu bann við veru hans í Eyj- um, meðan óljós var hætta goss- ins, sagði hann aðeins, æðrulaust, að fram á þann dag hefði hann ráðið sínum samastað og athöfn- um, og að of seint væri að láta aðra „hafa vit fyrir sér“. Við það sat. Stutt lýsing á manni, en Ijós þó. Sighvatur Bjarnason var í lífi og starfi annars vegar hinn ljúfi heimilisfaðir og vinur vina sinna, en hins vegar hinn þróttmikli athafnamaður, sem valdi sjálfum sér ávallt þyngstu þrautina. Um Sighvat Bjarnason verður að sjálfsögðu skrifuð bók. Þar munu niðjar hans og raunar þjóð- ín öll kynnast mörgu því, sem bezt er í fari tslendings. Við, sem þekktum hann í lifanda lífi mun- um minnast mannkosta hans og söknum hans nú, þegar hann er allur. Kona mín og ég sendum eigin- konu Sighvats börnum hans, barnabörnum og öðrum ástvinum hans innilegustu samúðarkveðjur með ósk um styrk þeim til handa, til að standast þunga raun. Geir Borg. Sighvatur Bjarnason skipstjóri, útgerðarmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinnslu- stöðvarinnar h.f. í Vestmannaeyj- um lést í Eyjum laugardaginn 15. þ.m. og er útför hans gerð frá Landakirkju í dag. Sighvatur Bjarnason var fædd- ur á Stokkseyri þann 27. október 1903 og var því rúmlega 72 ára er hann lést. Foreldrar hans voru þau hjónin Arnlaug Sveinsdóttir og Bjarni Jónasson formaðurþar. Ólst Sighvatur upp í foreldrahús- um á Stokkseyri þar til hann fluttist til Vestmannaeyja árið 1925, þá rúmlega tvítugur að aldri, og varð fljótlega einn af harðsæknustu og aflamestu skip- stjórum í Eyjum, og aflakóngur á vetrarvertíð oftar en einu sinni og iuk þess landsþekktur síldarskip- stjóri þau árin, sem sumarsild- veiðar voru stundaðar fyrir Norðurlandi. Meðfædd athafnaþrá Sighvats Bjarnasonar hlaut að leiða til þess að hann vildi ekki una því til lengdar að vera skipstjóri fyrir Kveðja frá S.I.F. í DAG verður jarðsettur Sighvat- ur Bjarnason, framkvæmdastjóri, sem um áratuga skeið var í farar- broddi í sjávarútvegi. Sighvatur var farsæll og útsjónarsamur at- hafnamaður, naut fyllsta trausts samstarfsmanna sinna í hvívetna. Sölusamband íslenzkra fískfram- ieiðenda átti því láni að fagna, að mega njóta starfskrafta hans og hollráða til hinztu stundar, en hann átti sæti í aðalstjórn þess um 15 ára skeið allt til dánar- dægurs. Sölusambandið minnist Qátins heiðursmanns með þökk. t Eiginmaður minn GUNNAR GUNNARSSON ríthöfundur lést að morgni 21 þ.m. Franzisca Gunnarsson. t BJÖRN E. JÓNSSON verkstjóri, Bogahlið 15 sem lézt 13. þ.m., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 24. nóvember kl 13.30. Vilborg ívarsdóttir, Leifur Björnsson. Sigrún Björnsdóttir Hreinn Björnsson. aðra, heldur hlaut hann að verða útgerðarmaður og skipstjóri á eigin skipi. Fyrsta bát sinn mb. Svöluna, eignaðist hann árið 1926 og fylgdu fleiri á eftir, eftir því sem flotinn stækkaði og tækni- búnaður við veiðarnar færðist í aukana. Mun hann hafa verið fyrsti skipstjórnarmaðurinn í Eyjum og einnig á landinu, sem tók gúmmíbjörgunarbát um borð í skip sitt og reyndist það heilla- drjúgt spor, eins og síðar kom i Ijós, þvi gúmmíbátarnir sönnuðu þegar ágæti sitt á fyrstu árum sínum á Vestmannaeyjaflotanum þar sem með þeim björguðust fleiri mannslíf og heilar skips- hafnir, áður en þeir voru lögleidd- ir sem björgunartæki á íslenska skipaflotanum. Sighvatur Bjarnason var farsæll gæfumaður í starfi. sínu sem skipstjórnarmaður sem og í öðrum störfum. Þrátt fyrir harða sjósókn og mikil aflabrögð hlekktist honum aldrei á, missti aldrei mann eða bát, en kom ávallt öllu í heila höfn og varð auk þess þeirrar gæfu aðnjótandi að standa fyrir björgun skipshafna við Eyjar og lagði eitt sinn líf sitt og skipshafn- ar sinnar i beina lífshættu við að bjarga í stórviðri vélvana bát frá að reka upp í F:xasker og hlaut hann og skipshöfn hans fyrir að afrek réttilega opinbera viður- kenningu með veitingu hinnar is- lenzku Fálkaorðu. Sighvatur Bjarnason lét af skip- stjórnarstarfi árið 1959, eftir þrotlaust starf á sjónum að heita má frá barnæsku og gerðist þá framkvæmdastjóri Vinnslu- stöðvarinnar, sem þá var og er enn í dag ein af stærstu fisk- vinnslustöðvum landsins. En vinnslustöðin var stofnuð og byggð upp sem sameignarfélag útgerðarmanna og hélst það fyrir- komulag svo þar til fyrir nokkr- um árum, að fyrirtækið var gert að hlutafélagi. Sýnir þetta, að hann skyldi vera valinn sem framkvæmdastjóri og forystu- maður fyrir þetta stærsta fyrir- tæki Eyjanna, hversu mikils trausts og álits hann hafði aflað sér í starfi Sínu sem skipstjórnar- maður og útgerðarmaður og hversu mikla trú menn höfðu á dugnaði hans og atorku, enda brást hann þar ekki frekar en endranær og sýndi það og sannaði í starfi sínu, að stjórn fyrirtækis- ins hafði valið rétt, er hún réð hann sem framkvæmdastjóra, því fyrirtækið óx og dafnaði ár frá ári undir hans handleiðslu og var alveg óumdeilanlega orðið umsvifamesta og fjársterkasta fyrirtæki bæjarins í árslok 1972, er rekstrargrundvelli þess, eins og annarra fyrirtækja í Eyjum, var skyndilega kippt burt f bili vegna náttúruhamfaranna, sem þar urðu í ársbyrjun 1973. Ég hitti Sighvat einu sinni, skömmu eftir að hann hafði verið ráðinn framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar og spurði hann að því, hvort nokkur kvíði væri í honum við að taka við svona stóru fyrirtæki. Hann sagði það ekki vera. Hann sagðist alveg gera sér grein fyrir, að það væru mikil umskipti fyrir sig að hverfa frá skipstjórn á skipi með 10—12 manna áhöfn og taka við fyrir- tæki þar sem ynnu á milli 300 og 400 manns, þegar mest væri um að vera. Um borð í bát sínum hefði hann verið vanur að gefa harðar, snöggar og óvæntar fyrir- skipanir og getað hagað orðum sinum í hvert skipti og við hvern mann eins og honum þótti við eiga og best henta í hverju tilfelli og ekkert þurft að vera að klípa + utan af hlutunum, og alltaf hefði Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför MAGNÚSAR MAGNÚSSONAR múrara, Sörlaskjóli 32 t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og Bára Magnúsdóttir Frímann Frímannsson útför Einara Magnúsdóttir Einar Ásgeirsson ÁRNA Skúli H. Magnússon Unnur Pétursdóttir GUNNARSSONAR, Guðmundur Þ. Magnússon Jónína Friðriksdóttir frá Keflavík. Magnús A. Magnússon Margrét Vestmann Fyrir hönd systkina Valtýr E. Magnússon Gunnsteinn Magnússon Rita Jensen Hjördís Pétursdóttir. Margrét Gunnarsdóttir. sér verið hlýtt umsvifalaust. Hann sagðist gera sér fulla grein fyrir að þetta dygði ekki þegar hann stæði frammi fyrir svo stór- um hóp vinnandi fólks í landi, eins og honum nú hefði verið falin stjórn á. Og hann brosti við og sagði: ,,Ég verð bara að læra að hafa hemil á skapi mínu og aðlaga mig breyttum aðstæðum,“ og svo sannarlega tókst honum það með mikilli prýði, því á allra vitorði er, að starfsfólk fyrirtækisins bar fyrir honum mikla virðingu sem húsbónda og hann átti vináttu allra, sem þar störfuðu og því meiri, sem þeir störfuðu þar leng- ur, og mun starfsfólkið af ein- lægni sakna hans, þegar hann nú svo snögglega er burtu kallaður. Ég kynntist Sighvati Bjarna- syni fyrst náið, er leiðir okkar lágu saman í sambandi við félags- málastörf f Eyjum, bæði i bæjar- stjórn og víðar. Og minnist ég margra funda með honum í bæjarstjórn, hafnarnefnd og öðrum nefndum bæjarstjórnar, svo og á ýmsum félagsfundum. Hann var fyrst kosinn í bæjar- stjórn 1942 og átti síðar sæti þar um árabil eða frá 1954 til 1966. Af eðlilegum ástæðum var hann strax kosinn í hafnarnefnd, þar sem hann átti sæti óslitið um ára- tugabil, eða allt þar til hann féll frá. Hafnarmálin voru honum hjartfóigin. Hann hafði upplifað það, að ekki einu sinni smærri bátar flutu að bryggju í Eyjum nema um flóð, eða þegar hátt var í sjó eins og sagt er. Honum var það sem sjómanni og skipstjórnar- manni sérstaklega ljóst, að úr þessu varð að bæta og að það væri ekki síst hagsmunarnál sjómanna, að úr rættist í þessum efnum. Hann hafði kynnst því f raun að sjómenn urðu að berjast með hnú- um og hnefum fyrir hverju einasta viðleguplássi sem losnaði þegar mestur afli barst að landi á vetrarvertíð. Hann hafði á því fullan skilning, að bætt haínar- aðstaða létti ekki aðeins störf sjó- manna og stytti vinnutíma þeirra, heldur einnig og ekki síður að uppbygging hafnarinnar væri undirstaðan undir framþróun byggðarlagsins. Hafnarmálin í Vestmannaeyjum voru honum af þessum ástæðum sérstaklega hjartfólgin, því þó að hann væri ekki fæddur í Eyjum og hefði eytt bernsku- og æskuárunum f fæð- ingarbyggð sinni Stokkseyri, sem hann vissulega bar mikinn hlý- hug til, kom það greinilega fram f öllum félagsmálastörfum hans síðar á lífsleiðinni, að heima- byggð sinni, Vestmannaeyjum, unni hann af alhug og taldi svo sannarlega ekki eftir, þó að hann eyddi verulegum tima í margþætt félagsmálastörf, ef hann vissi að þau yrðu byggðarlaginu til hag- sældar. Fundarseta með Sighvati Bjarnasyni var yfirleitt óvenju- lega ánægjuleg og lærdómsrík. Raunsæi hans og rétt mat á þeim verkefnum, sem fyrir lágu, gerðu oft flókna hluti einfalda og auð- leystari en mörgum sýndist við fyrstu sýn. Af þessum ástæðum hlutu að hlaðast á hann margvis- leg og fjölþætt félagsmálastörf eftir að hann hætti sjómennsku og var kominn í land, eins og sagt er, og er ég alveg sannfærður um, að ef hann hefði verið aðeins nokkrum árum yngri, hefði hann orðið sjálfkjörinn forystumaður um uppbyggingu byggðarlagsins eftir að náttúruhamförunum lauk þar og fólk fluttist heim aftur. Ég tel að traustleiki Sighvats Bjarnasonar og konu hans Guðmundu Torfadóttur hafi fengið sfna eldskírn f orðsins fyllstu merkingu í náttúru- hamförunum í Eyjum veturinn 1973. Þrátt fyrir að hið gamla, góða heimili þeirra að Ási yrði óíbúðarhæft i fyrstu eldgusunni, sem yfir bæinn gekk, hopuðu þau hvergi, heldur fluttu sig aðeins um set með nauðsynlegustu hluti af innbúi sínu inn í verbúðirnar í Vinnslustöðinni, þar sem konan bjó þeim eins vistlega aðstöðu og kostur var á og þar dvöldu þau allan veturinn og stóðu af sér allar hrinur náttúruhamfaranna hversu svart sem útlitið var. Frúin við alls konar fyrirgreiðslu við þá tugi og þau hundruð gesta, sem gistu og gistingar leituðu í verbúðum fyrirtækisins. En Sig- hvatur á þeysingi um allan bæinn á gamla Volvoinum sínum, sem einu sinni var hvítur, en nú var orðinn málningarlaus og svartur af öskufalli og gjalli, sem á honum hafði dunið, bæði af gló- andi og kulnuðu grjótkasti, telj- andi kjark í menn og ráðleggjandi um, hvernig skyldi bregðast við hinum óteljandi vandamálum, sem upp komu. Hann stóð þá eins og reyndar oft áður á hættunnar stund æðrulaus og bjargfastur eins og klettur í hafinu, sann- færður um að allt myndi bjargast og fara vel að lokum. Hlýt ég f þessu sambandi að minnast einnar nætur af mörgum, er ég gisti i verbúðunum hjá þeim hjón- um þennan vetur. Ég hafði komið í náttstað um miðnæturskeið og stöð við austurgluggann á efri hæð hússins, þar sem verbúðirnar voru og virti fyrir mér náttúru- hamfarirnar, sem við blöstu, þar sem eldtungurnar lýstu upp allan bæinn og kyrrð næturinnar var af engu rofin öðru en öskrinu frá eldfjallinu, þegar glóandi gjallið og gosmökkurinn braust út með nokkuð reglubundnu millibili. Ég var satt að segja búinn að gleyma stund og stað, en stóð þarna ríg- bundinn eða heillaður, sem er kannski ekki rétta orðið, af hinum hrikalegu náttúruhamför- um, sem við blöstu, og sem maður svo sannarlega vildi heldur trúa að væri draumur frekar en veru- leiki, þegar ég varð þess áskynja að ég var ekki einn lengur. Sig- hvatur hafði komið fram og stóð við hlið mér og stóðum við nokkra stund þögulir, þar til mér varð að orði: „Ætlar þetta virkilega að fara með Eyjarnar." Sighvatur þagði aðeins við, hefur eflaust heyrt einhvern efa í rödd minni, en sagði síðan með mikilli ró: ,,Ég veit ekki hvaðan ég hef það, en ég þori næstum að fullvissa þig um, að þetta bjargast allt, þótt dökkt sé í álinn í bili.“ Ég vissi, að Sighvatur hafði oft á lffsleiðinni staðið i- stýrishúsi á bát sínum í náttmyrkri og ólgandi sjó og var því vegna reynslu sinnar mun dómbærari á aðsteðjandi hættur en ég. Hið rólega svar hans verk- aði þannig á mig, að það hlaut að auka bjartsýni mína á, að allt myndi fara vel að lokum. Og ég er sannfærður um, að svo hefur verið með fleiri, sem við hann ræddu um ástand og horfur á þessum erfiðu tímum, svör hans voru vissulega hvetjandi og fram- koma hans og stöðugleiki þeirra hjóna beggja, að standa af sér æðrulaus allan veturinn úti i Eyj- um meðan að náttúruhamfarirnar gengu yfir, hefur án efa verið öðrum hvatning, sem þar dvöldu og unnu við hin margvíslegu björgunarstörf. Ég mat mikils áður Sighvat Bjarnason og konu hans, en virð- ing mín fyrir þessum ágætu hjónum óx mikið vegna starfa þeirra, ósérhlífni og staðfestu, þegar allt virtist vera að fara for- görðum úti í Eyjum, og ég veit það með fullri vissu, að þannig var og er hugur Vestmannaeyinga Framhald á bls. 18 útfaraskreytingar blómouol Groðurhusið v/Sigtun simi 36770

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.