Morgunblaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1975 Guðjón Ingvi Stefánsson, framkvæmdastjóri: BORGARFJARÐARBRt Undanfarið hcfur byKfíingu brúar yfir Borgarfjörð nokkr- um sinnum borið á góma í fjöl- miðlum. Ekki hefur þó mikið farið fyrir málefnalegri um- ræðu til upplýsinga, heldur hefur brúargerðin orðið sum: um tiiefni til vanhugsaðra at- hugasemda í almennri umræðu um efnahagsmál. Auðvitað hef- ur kreppan haft sín slæmu áhrif á afkomu almennings, en það er engin lausn að láta það bitna á nauðsynlegri samgöngu- bót landsbyggðarinnar, í stað þess að reyna að vega að rótum vandans, sem að mínu áliti er verðbólgan og hrunadans henn- ar. Svo langt hefur gengið í áróðri gegn brúnni, að almenn- ur vegagerðarkostnaður hefur verið sagður helmingi lægri en í raunveruleika og jafnhiiða hefur brúargerðarkostnaður ein, með vegagerð báðum megin, kostaði þá u.þ.b. 1,9% af fjárlögunum, en Borgarfjarðar- brú er nú áætluð u.þ.b. 2,6% af fjárlögum. Hvítárbrú var byggð á einu ári, en kostnaður við Borgarfjarðarbrú dreifist væntanlega á 3—4 ár. Brúin yfir Andakílsá er 40 ára gömul og brýrnar yfir Ferjukotssíki 27 og 43 ára gamlar. Það á víð um allar þessar brýr og raunar veginn þarna líka, að þær eru alls ekki hannaðar fyrir þá umferð sem nú er orðin og á það við um breidd þeirra, styrkleika og að- keyrslu. Umferðin um Hvítár- brú var árið 1973 samkvæmt umferðartalningu 960 bílar á dag yfir sumarmánuðina, en 530 bílar að meðaltali á dag yfir árið, þar af um 15% þungir bflar. Þessi leið verður oft ófær vegna flóða í ánum og verður gangsröð eða samanburði fram- kvæmda hafa arðsemisútreikn- ingar rutt sér til rúms á síðustu árum, til að fjármagn skili sér sem fyrst aftur. Arðsemisút- reikningar við þessa athugun voru gerðir samkvæmt reglum sem Alþjóðabankinn hefur sett og sýndu afkastavexti 11%, samanborið við endurbyggingu gamla vegarins. Afkastavextir sýna þjóðhagslegan sparnað þ.e.a.s. skattar og opinber gjöld eru ekki reiknuð með í reksturskostnaðarliðum. Borg- arfjarðarbrú sparar þvi veru- legan gjaldeyri og er arðbærari öryggi sem felst í svo mikilli styttingu vegalengda, þar sem allar samgöngur fara fram á landi. Á þetta einnig við um hluta Snæfellsness og Dali. Ætlunin er að leggja hita- veituæð í veg eða brú og gilda sömu möguleikar um vatns- veituæð, rafleiðslu og sima. Brúargerðin er raunar for- senda hitaveitu til Borgarness, hvort sem heita vatnið verður tekið frá Deildartungu eða Leirá. Flestir líta svo á, að nýt- ing jarðhita til húshitunar sé þjóðfélagslegt hagsmunamál og sá mikli gjaldeyrissparnaður, sem af þvi fæst, eigi að vera hafinn yfir hrepparíg. SAMANBURÐUR KOSTNAÐAR Ýmsir hafa miklað mjög fyrir sér umfang og kostnað væntan- gömlu leiðinni, ella gæti illa farið. Verði frekari tafir á framkvæmdum er óhjákvæmi- legt að leggja í verulegan við- gerðarkostnað alveg á næst- unni. Nýjasta dæmið um erfið- leikana er tengt flutningu stóra borsins, Jötuns, til Akureyrar. Hluta flutningsins, um 100 tonn, þurfti að fara með yfir Hvítá við Bjarnastaði i Hvítár- siðu. Síðan var farið yfir Þverá á vaði, því brúin þar þolir ekki þennan flutning. Orkustofnun mun hafa lagt í töluverðan kostnað til lagfæringa á vegum og til aðstoðar við flutninga. Þó er aukakostnaður vegna króka- leiða og mikillar tímatafar mun meiri, þar sem munar yfir 70 km miðað við Ferjukotsbrú er um 800 km ef hægt væri að fara yfir við Seleyri. Leiga á Jötni mun nema yfir 'á milljón kr. á dag. Þetta dæmi er ekkert eins- dæmi, þau eru mörg á hverju ári. FJÁRVEITINGAR TIL SAMGANGNA Borgarfj ar ðarbrú verið tvöfaldaður frá áætlun. Slík meðferð talna gefur síðan fjórfalda vitleysu í öllum samanburði. I tilefni af þeim misskilningi sem viða hefur komið fram um Borgarfjarðarbrú langar mig til að taka hér saman ýmsa þætti þess máls, sem þó hafa raunar allir komið fram opinberlega áður. TILLAGA KAMPSAX Hugmyndin um brú yfir Borgarfjörð er ekki nýlega til- komin. Tæp 20 ár eru liðin síðan málið kom fyrst fram á Alþingi og í áætlun, sem danska verkfræðifyrirtækið Kampsax gerði 1968, að tilhlut- an Alþjóðabankans, um upp- byggingu samgangna á Islandi er brú yfir Borgarfjörð nr. 7 á lista yfir forgangsverkefni i vegagerð. Nú er lokið við fimm efstu verkefnin og auk þess nr. 8, en nr. 6 í röðinni var Vestur- landsvegur að Akranessvega- mótum, Ef til vill hafa forsend- ur eitthvað breyst síðan, en athyglisvert er, að fyrir 7 árum gerði hlutlaus aðili útreikning á arðsemi vegaframkvæmda og samkvæmt þeim gáfu aðeins 44 km af vegum meiri afkastavexti en umrædd brú. Tillaga Kampsax gerði ráð fyrir, að framkvæmdir við brúargerðina hæfust 1970. GAMLAR BRÝR Eins og flestum mun kunnugt er núverandi vegur fyrir Borgarfjörð, ásamt brúm, með elstu og fjölförnustu vegarköfl- um á landinu. Hvítárbrú hjá Ferjukoti var byggð 1928 og til fróðleiks má geta þess, að hún kostaði 165.000 krónur, en. þá voru heildartekjur ríkissjóðs rúmar 10 millj. kr. Hvítárbrú þá að taka verulegan krók, sem nemur um 50 km ef farið er yfir Kljáfossbrú, en tæpum 80 km ef farið er yfir Hvítá við Bjarnastaði. Á þessum leiðum eru þó einnig nokkrar gamlar brýr, sem alls ekki þola veru- lega aukið umferðarálag. Nú í vor bilaði svo brúin yfir Hvítá, þannig að loka varö fyrir alla umferð í 1—2 sólarhringa. Bráðabirgðaviðgerð hefurfarið fram; en eftir stendur aðvör- unarskilti við brúna: „Aðvör- un, aðeins ein bifreið yfir brúna í senn.“ Ef þetta er það sem koma skal í samgöngumál- um landsbyggðarinnar eru Is- lendingar sannarlega ekki lengur á framfarabraut. ÝTARLEGAR RANNSÓKNIR Forráðamenn vegamála á Is-- Iandi hafa að vonum lengi velt fyrir sér leiðum til að leysa umferðarvandamálið fyrir Borgarfjörð. Mjög ýtarlegar athuganir hafa verið gerðar á þeim möguleikum, sem helst hafa þótt köma til greina. Hafa rannsóknirnar verið bæði tæknilegs og hagræns eðlis, auk þess sem hugsanleg áhrif mannvirkjagerðar á laxagöng- ur, lífríki, landnytjar og fleiri þætti umhverfis hafa verið könnuð. Auk þess hefur verið haft samráð við fjölmarga aðila, sem hagsmuna hafa að gæta á því sviði. Við rannsóknirnar hafa verið notuð líkön, sem er nýmæli við brúargerð hér á landi. Of langt mál yrði að rekja þessar athuganir hér í smá- atriðum, en meginniðurstaðan er sú, að af þremur möguleik- um gefur brú frá Seleyri til Borgarness mestan arð, en aðrar leiðir eru óhagkvæmari, en hins vegar nokkru ódýrari í stofnkostnaði. Við mat á for- en fjölmargar aðrar fjárfestíng- ar hér á Iandi. Til upplýsinga má geta þess, að sparnaður fyrir vegfarendur í reksturskostnaði bifreiða mun nema á annað hundrað milljón- um króna á ári og verðmæti tímasparnaðar ökumanna og farþega er um 50 milljónir á ári miðað við venjulegar forsendur slíkra útreikninga. Auk þess verður viðhald vega mun ódýrara. Sé dæmi tekið af vöruflutn- ingum yrðu mjólkurflutningar til Reykjavíkur frá Borgarnesi 2,4 milljónum ódýrari og í flutningi steypuefnis frá Mela- sveit til Borgarfjarðarbyggða spöruðust um 4 milljónir á ári. Þetta er ekki aðeins sparnaður nágrannabyggða, heldur stytt- ast leiðir til Snæfellsness og til Vestfjarða um Heydal u.þ.b. 25 km og allar leiðir til Norður- lands, Austfjarða og Vestfjarða um Bröttubrekku um rúma 7 km. Hugsanleg vetrarleið norður í land um Laxárdals- heiði styttist um 25 km. Góðar samgöngur eru undir- stöðuþáttur allrar þróunar til velmegunar í nútíma þjóðfélagi og draga úr áhrifum fjarlægða og hindrana. Hér er því um verulegt hagsmunamál allrar landsbyggðarinnar að ræða. ÓBEINN HAGNAÐUR Auk beins útreinaðs hagnaðar af brúarframkvæmd- inni er mikill óbeinn hagnaður. Vegalengdin Akranes — Borgarnes verður um 37 km f stað 65 nú, en þeir staðir eru miðstöðvar héraðs um 8—9000 íbúum. Samvinna og samstarf á sviði atvinnumála, heilbrigðis- mála, skólamála, félagsmála og á ýmsum sviðum sveitar- stjórnarmála mun væntanlega eflast verulega öllum til hags- bóta. Á Akranesi er eina sjúkrahúsið á þessu svæði og hljóta allir að sjá hið stóraukna legra framkvæmda. Sann- leikurinn er sá, að líta má á mestan hluta Borgarfjarðar við Borgarnes sem ósasvæði Hvftár. Á stórstraumsfjöru fell- ur vatn af meginhluta fjarðar- ins, en árnar Hvítá og Andakílsá renna þar fram í álum, sem þær hafa myndað. Lengd væntanlegrar brúar verður 520 m, en til saman- burðar er Hvítárbrú 118m, Lagarfljótsbrú 304 m, Sandgígjukvfsl 376 m, Súla 420 m og brúin á Skeiðará 904 m. Kostnaðaráætlun Borgar- fjarðarbrúar 1. ágúst 1975 er 1550 milljónir króna og er þar allur kostnaður, m.a. bundið slitlag á aðkeyrsluvegum inni- falinn. Umreiknað til sambæri- legs verðlags kostaði vegurinn Selás-Selfoss 1846 milljónir, sem er um 38 milljónir á kíló- metra og Keflavfkurvegur um 2400 milljónir, sem nemur 63 milljónum á kílómetra. Hring- vegur frá Klaustri að Svínafelli kostaði um 1900 milljónir á sama verðlagi. Ef miðað er við þær vegalengdir, sem brúin mun losa umferðina að mestu af, er kostnaður fyllilega sambærilegur við aðra svipaða áfanga í vegamálum þjóðar- innar. FRESTUN FRAMKVÆMDA Heyrst hafa raddir sem vilja fresta brúargerðinni nú. Til- laga þar að lútandi hlaut þó aðeins fylgi 6 alþingismanna við atkvæðagreiðslu f vor. Sam- kvæmt vegáætlun 1972—75 átti brúargerðin að hefjast 1974 og Ijúka á tveimur árum en var þá frestað. Nú þegar ríkir mjög slæmt ástand á gömlu leiðinni, sem lætur undan sívaxandi umferð. Reynslan frá í vor kennir okkur að létta verður mesta umferðarþunganum af Vilji menn ræða Borgar- fjarðarbrú á grundvelli kjör- dæma- eða hrepparígs er því til að svara, að framlög til vega- mála Vesturlands síðustu 10 ár eru lægst allra kjördæma og er þá 'brúin komin inn í dæmið. Við útreikning framlaga til hafnarmála er Vesturland hins vegar næstlægst en til flug- vallargerðar hafa framlög ríkis- ins til Vesturlands verið lang- lægst. Borgarfjarðarhérað byggir samgöngur sínar svo til ein- göngu á landleiðum. Enginn flugvöllur er þar en hins vegar gömul höfn í Borgarnesi, en um hana fóru á síðastliðnu ári um 8400 tonn að verðmæti 410 milljónir króna á verðlagi þess árs. Höfnin þar er mjög erfið og þarfnast nauðsynlega við- gerðar. Af u.þ.b. 15 milljarða fjárfestingu í höfnum árin 1961—1974 var framlag ríkisins til Borgarnesshafnar kr. 0. NIÐURSTÖÐUR Niðurstaða þessara hug- leiðinga er í fáum orðum sagt sú, að vegir eru eina samgönguleiðin milli höfuðstaðarins og Borgar- fjarðarhéraðs og þeir vegir eru jafnframt nauðsynlegur hluti samgönguleiðar til annarra landshluta. Gamla vegakerfið á þessari leið, sem er með þvi elsta á landinu, annar ekki lengur þeim miklu þungaflutn- ingum, sem daglega fara nú um það. Aðeins tímaspursmál er hvenær hluti þess vegakerfis getur brostið. Eftir ýtarlegar rannsóknir er niðurstaða færustu sérfræð- inga okkar sú, að hagkvæmasta leiðin til úrbóta sé brúargerð yfir BorgarfjÖrð. Þeirri fram- kvæmd hefur áður verið frestað og áframhaldandi tafir geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar og kostnaðarauka í för með sér. Framkvæmdir við brúna eru nú þegar komnar vel af stað og ekki getur það talist fjárhagsiega eða atvinnulega skynsamlegt að stöðva eða draga verk sem þegar er hafið. Þvert á móti ætti það að vera takmark Islendinga að hraða sem mest uppbyggingu varan- legs samgöngukerfis f landinu, en á því sviði erum við veruleg- ir eftirbátar annarra þjóða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.