Morgunblaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÖVEMBER 1975 Slysum hefur fækkað um helming: „Treystum á fólkað halda áfram vöku sinni” — segir læknir á slysadeildinni „FYRSTU 12 dagana i nóvember fengum við til meðferðar 81 slasaðan úr umferðinni en síðan hefur stórlega dregið úr fjölda slasaðrgu Ég gæti trúað að það væri helmingsmunur," sagöi Haukur Árnason læknir á slysadeild Borgar- spítalans í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það er greinilegt að sú mikla herferð sem fjölmiðlar hafa verið mcð upp á síð- kastið hefur haft áhrif. Fólk virðist hafa gætt bet- ur að sér í umferðinni og nú verðum við bara að treysta á að það haldi því áfram,“ sagði Haukur. Ráðstefna SUS um landbúnaðar- mál í dag SAMBAND ungra sjálfstæðis- manna gengst i dag fyrir ráð- stefnu um landbúnaðarmál í Fé- lagsheimilinu Fólkvangi á Kjalar- nesi. Ráðstefnan hefst klukkan 10 árdegis og að lokinni setningu fjalla þrír ungir bændur um spurninguna: Er róttækra breyt- inga þörf í landbúnaði? Eftir há- degi ræðir Gunnar Bjarnason ráðunautur, um nýja möguleika til innlendrar fóðuröflunar og Pálmi Jónsson, alþm., og Jónas Kristjánsson, ritstjóri um spurn- inguna: Er verðmyndunarkerfi landbúnaðarins úrelt? Einnig verða almennar fyrirspurnir og umræður. I hádegi snæða ráð- stefnugestir hádegisverð og þar flytur Ingólfur Jónsson, fyrrv. ráðherra, ávarp. Öskar Ölason yfirlögregluþjónn umferðarmála í Reykjavíkurlög- reglunni tók í sama streng. „Veg- farendur hafa sýnt að hægt er að halda slysunum í skefjum með þvf að vera vakandi í umferðinni og nú er fyrir öllu að þeir haldi vöku sinni,“ sagði Óskar. Hann sagði að herferð fjölmiðla hefði greinilega haft geysimikla þýð- ingu og einnig taldi hann að hert eftirlit lögreglu hefði haft sitt að segja. „Ég ítreka það að lögreglan mun áfram hafa góðar gætur á umferðinni og við treystum á veg- farendur að láta okkur hafa sem minnst að gera.“ Hjá Hauki Árnasyni lækni fékk Morgunblaðið þær upplýsingar, að 10 fyrstu mánuði ársins hefði slysadeildin fengið 41 úr umferð- inni með höfuðkúpubrot og brotin andlitsbein, hryggbrot voru 17, fótleggja- og öklabrot 40, lærleggjabrot 17, upp- og fram- handleggsbrot 33, áverkar í andliti 341, sár á fótleggjum 160, áverkar á brjósti og kviðarholi 23 og höfuðkúpu- og mænuáverkar 137. Þetta eru ískyggilegar tölur og segja betur en margt annað hver nauðsyn er á bættri umferðarmenningu. Þá hafði Morgunblaðið í gær samband við gjörgæzludeild Borgarspítalans og spurðist fyrir um líðan fólksins sem legið hefur meðvitundarlaust á deildinni eftir umferðarslys. Fengust þær upplýsingar að 68 ára gamla konan frá Keflavík væri nú út- skrifuð af deildinni en 15 ára pilturinn sem féll af vélhjóli á Laufásvegi og 21 árs piltur sem slasaðist í bílslysi á Djúpavogi væru enn meðvitundarlausir og i lífshættu. Lombardy tefl- ir fjöltefli BANDARlSKI stórmeistarinn William Lombardy teflir í dag fjöltefli í Iðnaðarmannahúsinu í Keflavík kl. 14. Á morgun fer hann til Vestmannaeyja og teflir þar fjöltefli við heimamenn kl. 14. Keppnisstaður verður auglýst- ur nánar í götuauglýsingum þar í bæ. Allir skákáhugamenn eru vel- komnir. GÖMUL hús og verndun þeirra verða í sviðsljósinu um þessa helgi. Þá efna Umhverfismála- ráð Reykjavfkur, Samband fsl. sveitarfélaga og Arkitektafélag íslands, til ráðstefnu um hús- friðun f samráði við Sögufélag- ið, sem standa mun yfir f hátfðasal Háskóla lslands laugardag og sunnudag. Kjör- orð ráðstefnunnar verður: „Að fortfð skal hyggja.“ Og á sama tfma opna nemendur f Mynd- listar- og handfðaskólanum til sýningar um Grjótaþorpið, og hefur sýningunni verið komið fyrir framan Bernhöftstorfuna. Að sögn Hildar Hákonardótt- ur, skólastjóra, þá er svokölluð umhverfisteikning einn liður í náminu við skólann, Kjartan Guðjónsson leiðbeinir þessum Verndun gamalla húsa á dagskrá yfír helgina: Ljósmynd Ól.K.M. Á BAK VIÐ ÞESSA HÖLL EH LÍTIÐ ÞORP — Eins og vaenta má koma vistarverur Morgunblaðsins nokkuð við sögu á sýningu mynd- listarnemanna, eins og sést á myndinni. Húsfriðunarráðstefna og Gr jóta- þorp til sýnis undir Bernhöftstorfu bekk en í honum eru 18 nemendur. Ákveðið var að taka þessa námsönn fyrir nú í nóvember til að hægt væri að fara út undir bert loft áður en of kalt yrði í veðri, og einnig var ákveðið að þessu sinni skyldi verða tekið fyrir ákveðið verkefni — Grjótaþorpið. Hins vegar var ekkert áformað um það fyrirfram hvernig tekið skyldi á verkefninu, en nemendurnir fóru og gerðu „vettvangsrannsókn" svo að leitað sé fanga í orðasafni lög- reglufréttaritara — nemendurnir skoðuðu sig sem sagt um í Grjótaþorpinu, reyndu að átta sig á því hvað það væri í raun og veru, fengu að fara inn í sögufræg hús eins og fjalaköttinn, inn á búðarloft, í bakgarða og reyndu að átta sig dálítið á sögu þess. Hildur sagði, að að þessu loknu hefðu nemendurnir ásamt Kjartani farið að hug- leiða hvernig vinna mætti úr þessu efni og niðurstaðan orðið sú að þau hefðu ákveðið að koma upp sýningu um Grjóta- þorpið í hópvinnu. Sýningin ætti að vera komin upp í dag og tengjast þannig húsfriðunar- ráðstefnunni sem þá stæði yfir í Háskólanum. Svo að vikið sé frekar að hús- friðunarráðstefnunni verður hún sett kl. 9.30 af Birgi ísleifi Gunnarssyni, borgarstjóra. Þá flytur dr. Kristján Eldjárn, for- seti íslands, ávarp en að því búnu flytur Vibeke Fischer Thomsen, arkitekt, erindi um endurnýjun gamalla borgar- hluta og verndunarsjónarmið og Birgir Thorlacius, ráðu- neytisstjóri, fjallar um Hús- friðunarárið 1975. Að loknu hádegisverðarhléi mun Þór Magnússon, þjóð- minjavörður, fjalla um húsfrið- un á íslandi og ýmis vandamál í þvf sambandi, Björn Þorsteins- son ræðir um skráningu húsa og minja, Páll Lindal um lög- gjöf um húsfriðun og Nanna Hermannsson, forstöðumaður Árbæjarsafns, um stefnur um verndun gamalla bygginga. Á morgun hefst ráðstefnan kl. 10 með erindi Þorsteins Gunnarssonar, arkitekts, um gamlar byggingar í Reykjavik og verndun þeirra, Jón Páll Halldórsson, formaður stjórnar byggðasafns Vestfjarða, fjallar um gamla bæinn á ísafirði og vanda sveitarstjórna i sam- bandi við friðun húsa, Guðrún Jónsdóttir, arkitekt, fjallar um Bernhöftstorfuna og starfsemi áhugamannasamtaka og Hjör- leifur Stefánsson, arkitekt, um byggingar sem lestrarefni. Eftir hádegi mun Einar Hedén, borgarminjavörður I Stafangri, ræða um hagnýta húsavernd, og Baldvin Halldórsson, leikari, segir frá reynslu sinni af endurnýjun timburhúsa. Að því loknu verða almennar umræður um efni ráðstefnunnar. Fjórir íþróttamenn heiðraðir Hörður Sigmarsson, Jón Alfreðsson, Marteinn Geirsson og Matthías Hallgrímsson hlutu verðlaun Morgunblaðsins 5K«4fT/!l 1 GÆR voru hin árlegu verðlaun sem Morgunblaðið veitir íþrðtta- mönnum afhent í kaffiboði sem blaðið bauð til á Hðtel Loft- leiðum. Að þessu sinni hlutu fjðrir íþróttamenn viðurkenn- ingu blaðsins: Hörður Sigmars- son, handknattleiksmaður, og knattspyrnumennirnir Jón Alfreðsson, Marteinn Geirsson og Matthías Hallgrímsson. Afhenti Haraldur Sveinsson, fram- kvæmdastjóri Morgunblaðsins, þeim Herði, Jóni og Marteini verðlaun sfn, en Gunnar Sigurðs- son, formaður Knattspyrnuráðs Iþróttabandalags Akraness, tók við verðlaunum Matthíasar Hall- grfmssonar, sem ekki gat verið viðstaddur. Steinar J. Lúðvíksson, íþrótta- fréttamaður Morgunblaðsins, gerði grein fyrir verðlaunum blaðsins. Sagði hann að þetta væri í fimmta sinn sem blaðið heiðraði knattspyrnumenn og i fjórða sinn sem handknattleiksverðlaun væru veitt. Fyrirkomulag við verðlaunaveitinguna væri þannig, að íþróttafréttamenn blaðsins gæfu öllum leikmönnum er tækju þátt i 1. deildar keppni í hand- knattleik og knattspyrnu einkunn eða stig að loknum hverjum leik, og þeir sem hefðu hæstu meðalút- komu fyrir leiki sína væru af blaðsins hálfu valdir „Leikmenn Islandsmótsins". Einnig væru þeir leikmenn sem skoruðu flest mörk í 1. deildar keppninni, markakóngar, heiðraðir. Sagði Steinar, að einkunnagjöf blaða- mannanna væri jafnan umdeild og umdeilanleg, en hins vegar gætu flestir verið sammála um að þegar upp væri staðið að leikslok- um væri niðurstaðan eðlileg og sanngjörn og þeir íþróttamenn er hlytu viðurkenningu blaðsins vel að henni komnir. Hörður Sigmarsson, Haukum, hlaut flest stig í einkunnagjöf Morgunblaðsins í íslandsmótinu í handknattleik 1975, 44 í 14 leikj- um eða 3.14 stig að meðaltali fyrir leik. í öðru sæti varð Ólafur H. Jónsson, Val, með 40 stig fyrir 13 leiki, eða 3,07 að meðaltali og f þriðja sæti varð Sigurgeir Sigurðsson, Víkingi, með 30 stig fyrir 11 leiki, eða 2,72 að meðal- tali fyrir leik. Hörður var því val- inn „Leikmaður Islandsmótsins 1975“. Hann varð einnig marka- kóngur í handknattleiknum, skoraði 125 mörk, mun fleiri en næsti maður sem var Björn Pétursson, Gróttu, með 89 mörk. I knattspyrnunni urðu þeir efst- ir og jafnir Jón AJfreðsson frá Akranesi og Marteinn Geirsson, Fram, sem báðir hlutu 41 stig fyrir 14 leiki, eða 2,92 stig að meðaltali fyrir leik. I þriðja sæti varð Einar Gunnarsson, Keflavík, með 33 stig fyrir 12 leiki, eða 2,75 stig að meðaltali. Verður Jón Alfreðsson þar með fyrsti knatt- spyrnumaðurinn sem hlýtur verð- laun blaðsins öðru sinni en hann var verðlaunahafi í fyrsta sinn sem blaðið veitti slíka viðurkenn- ingu árið 1971. Markakóngur f knattspyrnunni varð Matthías Hallgrímsson frá Akranesi sem skoraði 10 mörk, en næstir honum voru Guðmundur Þorbjörnsson, Val, Marteinn Geirsson, Fram, og Örn Óskars- son, ÍBV, sem allir skoruðu 8 mörk. Er Haraldur Sveinsson hafði af- hent fþróttamönnunum verðlaun sín og árnað þeim heilla tóku til máls Gunnar Sigurðsson, for- maður Knattspyrnuráðs IA, Alfreð Þorsteinsson, formaður Fram, og Hafsteinn Geirsson, for- maður handknattleiksdeildar Hauka. Óskuðu þeir íþróttamönn- unum til hamingju með verðlaun sín og þökkuðu Morgunblaðinu framtak það sem það sýndi með verðlaunaveitingu þessari, sem þeir sögðu að hefði örvandi áhrif á íþróttirnar og sköpuðu aukinn áhuga íþróttamannanna. I ávarpi sínu gerði Hafsteinn Geirsson þjálfaramál f handknattleik einn- ig nokkuð að umtalsefni, og verður nánar greint frá því í blaðinu síðar, svo og birt viðtöl við verðlaunahafana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.