Morgunblaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÖVEMBER 1975 FRÁ LEIÐBEININGASTOÐ HÚSMÆÐRA SALTRENDURA KULDASTlGVÉLUM Vetur er genginn í garð og er nú kominn tími til að klæðast kuldastigvélum eða hlýjum skóm. Margir hafa þá reynslu að þegar skófatnaður blotnar mikið í snjó eða í rigningu, koma stundum á hann hvítar rendur eða blettir. Þetta eru oftast saltrendur, sem koma fram, þegar skórnir blotna. Saltið er stundum á götunum, stundum kemur það úr mal- bikinu eða úr leðrinu sjálfu þ.e. úr sútunarefnum. Að nokkru leyti má koma í veg fyrir þessar hvimleiðu rendur með því að sprauta „sili- eone-spray“ má kaupa í kjör- búðum og hjá skósmiðum og kostar einn brúsi um 250 kr. Yfirleitt fylgja leiðbeiningar, hvernig ber að nota það. Haldið skónum eða stígvélinu í dálítilli fjarlægð frá spraybrúsanum, þegar sprautað er á skóna og látið þá þorna vel áður en þeir eru teknir í notkun. Við og við þarf að endurtaka þetta, þar sem ein siliconemeðferð endist ekki nema í stuttan tíma. Stíg- vél og skór úr ljósu rúskinni verða oft dekkri við þessa með- ferð, menn verða að sætta sig við það. Ef saltrendur hafa komið á skófatnaðinn má fjarlægja þær með því að væta skóna með vatni og nudda þá með hreinum klút eða svampi. Byrjið að ofan- verðu og strjúkið að sólanum. Þegar skórnir eru orðnir þurr- ir, má bursta þá með skóáburði, en rúskinnsskófatnaður er burstaður með stífum bursta úr hárum en ekki vírbursta. Einnig má hressa upp á rú- skinnsskófatnað með góðu strokleðri. Ef gljáandi blettir hafa myndast, reynið þá að nudda þá varlega með fíngerð- um sandpappír og látið gufu úr katli leika um þá. Munið að leður er viðkvæmt fyrir hita. Sóli, bindisóli og yfirleður verður stökkt og hætt er við, að smárifur komi á það, ef það er þurrkað á miðstöðvar- ofni. Best er að troða pappir í blauta skó og skipta svo við og við um pappír, á meðan skórnir eru að þorna. Gætið þess að láta þá ekki standa of nálægt mið- stöðvarofni. Sigríður Haraldsdóttir. Jöklarannsókna- félagið 25 ára Vilmundur Gylfason: Morgunblaðið og Morgunblaðinu hefur þótt ástæða til þess að útskýra nokkuð fyrir lesendum sínum hvað átti sér stað í sjónvarps- þætti síðast liðið föstudags- kvöld, þegar við Valdemar Jó- hannesson ræddum við Jón G. Sólnes um Kröfluvirkjun. Sýnishorn birtast hér, tilvitn- anir og athugasemdir Mbl. en öll eru ummælin í þessum dúr. Morgunblaðið virðist taka undir gagnrýni um að það telur að spyrjendum hafi orðið tvennt á: Spyrjandi neitaði að gefa upp nafn á heimildar- manni fyrir spurningu, og það að þættinum lauk þegar Jón G. Sólnes vildi ræða Landsbank- ann á Akureyri og tengsl min við Gylfa Þ. Gíslason. Ég er sammála því að þátturinn hefði vel mátt vera nokkru lengri, en ekki hinu, að spyrjandi þurfi að gefa upp heimildir sínar. Verkaskipting spyrjenda í þætti sem þessum var sú að félagi minn, Valdemar Jó- hannesson, hafði erfiðara hlut- verkið á höndum, hann stjórn- aði þættinum og spurði um orkuhlið málsins, ég spurði um fjárreiður nefndarinnar, sem mjög hefur verið skrifað um í blöð einkum norður á Akur- eyri, og byggði spurningar mínar á þeim skrifum. Á þeim skrifum tek ég að öðru Ieyti enga ábyrgð, enda var Jón G. Sólnes til staðar til þess að svara — og leiðrétta það sem hann taldi rangt með farið. En viðbrögð Morgunblaðsins þykja mér einkenriileg, þótt maður sé svo sem orðinn ýmsu vanur. Þegar Morgunblaðið er að segja Iesendum sínum hvernig þátturinn hafi verið, virðist það ganga út frá því að spyrjendur hafi gengið út frá þvf að þeir sætu með glæpa- Cr Velvakanda sjálfum, ekki lesendabréfi. Islendingur fordæmirl þær lágkýruiegu baráttu kðferðir^ sem beitt hefur i Derið gegn Jóni G. Sólnesl vlsar persónunlði á I iann til föSurhúsa. Blaðið Fskorar á pólitlska and- stæðinga slna til málefna- legra rökræðna umj Islensk þjóðmál og telur , slika umræðu eina sam- Tilvitnun Staksteina í Is- lending. mann á milli sín, og hefðu verið staðráðnir í þvf að sanna fyrir þjóðinni að svo væri. Og þar sem þeim hefði ekki tekizt að sanna að Jón G. Sólnes væri glæpamaður, þá hefði þeim „mistekizt“. Og Morgunblaðið fagnar. Nú er allt í lagi. Mér finnst nú samt einhvern veginn þessi viðbrögð segja meir um það, hvað Morgunblaðínu þykir um Jón G. Sólnes en hvað því þykir um okkur. Morgunblaðið heldur augljós- lega að nú séu Kröflumál út- Ný bók: Saltfiskur og sönglist SALTFISKUR og sönglist heitir bók eftir Harald Guðna- son, sem Skuggsjá hefur sent frá sér. I bókinni eru tíu þjóð- legir þættir og lengstur um Skarðsselsbræður, Bergstein á Yrjum, Hreiðar í Hvammi og Jón í Skarðsseli. Aðrir þættir í bókinni auk titilkaflans eru þessir: Vélstjóri, vitavörður og múrari um Friðrik Guðmunds- son, Djöfullinn í Helvíti gefi þér tóbak, séra Loftur á Krossi, Einfari á Öræfum, frá Erlendi Helgasyni, Laugi í Mandal, trilluformaður, Áslaugur Stefánsson. Þá kemur kaflinn Þúsund þjala smiður, Matthías Finnbogason, Baráttuglaður kjarnakarl, Jóhann í Stígshúsi, Maður verður að hætta á fenginn, brot úr minningu Þórðar Stefánssonar, for- manns, og loks Ef guð vill að fólkið haldi lífi, Helgi Jónsson, faktor í Garðinum. Bókin Saltfiskur og sönglist er 204 bls. að stærð, setning og prentun annaðist Skuggsjá og bókin er bundin í Bókfelli h.f. Krafla jögulegur ijónvarps- láttur í frétt I dagblaðinu Tlm- pum sl. sunnudag segir f.a.: ' „Reykjavlk. Það bar til Rðinda I fréttaskýringa- lættinum Kastljósi. sem lýndur var á föstudags- völdið, að spyrlarnir Vil- Jiundur Gylfason og (aldimar Jóhannesson itu umræðum fyrirvará- Eist, er Jón G. Sólnes llþingismaður, sem var til yfirheyrslu" I þættinum, ðindi óþægilegum spurn- jtgum til Vilmundar I amhandi við skrif hans jim Landsbankann á Akur- kyri, og ummæli Gylfa Þ. píslasonar á Alþingi um tröflu. Nokkurt fát kom á Itjórnendur þáttarins og áu beir bann kost vænst- |n, að____sllta umræð- Tilvitnuii Staksteina ITÍrnann. rædd. Ég þykist hins vegar finna á mér að svo sé ekki. En ef Morgunblaðið væri alvöru- blað, þá myndu viðbrögð þess ekki vera þessi taugaveiklaða kátína yfir því að því þótti eins og fleirum að Jón G. Sólnes hefði átt að fá lengri tíma til þess að spjalla um Landsbank- ann á Akureyri, heldur myndu þau verða önnur. Morgunblaðið myndi leita eftir því hjá sjón- varpi að fá afrit af þessum þætti. Þá myndi Morgunblaðið kannski sjá hvað þar kom fram um f járreiður Kröflu. 1. Ekkert útboð á fram- kvæmdum fór fram, en verk- efnið hlaut verktakinn Miðfell. Eigandi er nátengdur Jóni G. Sólnes. Það er auðvitað til- viljun. 2. Fyrirtækið Norðurverk á Akureyri hafði áhuga á að vinna verkið eða hluta þess. Til þess var ekki leitað. Því var svarað með þögn hvort þessi fyrirtæki hefðu setið við sama borð. Þetta er auðvitað líka til- viljun. 3. Samt leitaði Norðurverk sjálft eftir verkefninu. Það veit ekki enn af hverju því var hafnað. Það er vissulega líka tilviljun. 4. Forútboð — en ekki opin útboð — fóru fram á túrbínum. Og stóðu aðeins I sex vikur. Japanskt fyrirtæki fékk kaupin, en tilboðin hafa aldrei verið birt. Það er vissulega einnig tilviljun. 5. Fyrirtækið sem hreppti hnossið, og eru sérstakir vinir Sólnesfjölskyldunnar, sendi langsamlega ítarlegasta til- boðið, mörg bindi, að því er sagt I snjóbfl á leið á Hvannadal. I dag 22. nóvember á Jökla- rannsóknafélag Islands aldar- fjórðungs afmæli. Það var stofnað þann mánaðardag 1950 á fundi í Tjarnarkaffi í Reykjavik. Var boðið til fundarins af nokkrum mönnum, sem áhuga höfðu á jökulferðum og jöklarannsókn- um, en aðalhvatamaður var Jón Eyþórsson, brautryðjandi um nútíma jöklarannsóknir hér- lendis. Segja má, að óbeinan þátt í stofnuninni hafi þeir átt Steinþór Sigurðsson, magister, og Einar B. Pálsson, verkfræðingur, með þeirri samvinnu sem þeir, ásamt Jóni Eyþórssyni, höfðu komið á milli vísindamanna er sinna vildu jöklarannsóknum og áhugamanna úr hópi skíðafólks. Hefur Jökla- rannsóknafélagið frá upphafi byggt á slíkri samvinnu. Starf- semi þess er að mestu leyti borin uppi af áhugafólki, konum og körlum, sem unnið hafa félaginu af sérstökum dugnaði og ósér- hlífni. Fyrsti rannsóknaleiðangurinn, sem gerður var út á vegum félags- ins, var Fransk-íslenzki Vatna- jökulsleiðangurinn í marz-april 1951, sem hafði það aðalverkefni að mæla þykkt jökulsins með bergmálsmælingum. Frá og með vorinu 1953 hefur árlega verið gerður út vorleiðangur til Gríms- vatna — sum árin einnig haust- leiðangur — til þess að fylgjast með breytingum í Grímsvatna- öskjunni, en þar eiga Skeiðarár- hlaupin upptök sin, sem kunnugt er. Þessar Grimsvatnarannsóknir voru hafnar eingöngu í fræðileg- um tilgangi, en hafa nú, eftir til- komu akvegar yfir Skeiðarár- sand, fengið hagnýta þýðingu. Fer svo um ýmsar undirstöðu- rannsóknir. var, meðan aðrir svöruðu stutt- lega á þeim sex vikum sem þeir höfðu til stefnu. Þetta er sagt, en fékkst ekki staðfest, því for- maður Kröflunefndar hafði ekki séð tilboðin. Vitaskuld til- viljun. 6. Fyrirtækið býður Jóni G. Sólnes persónulega til Japan og hann tekur son sinn, ráðgjafa nefndarinnar með. Og enda var sá um nokkurt skeið við nám i Japan. Tilviljun. 7. Og heima, þá segir Hag- sýslustofnun að upplýsingar hafi ekki fengizt um fjármál Kröflunefndar. Á því fékkst flókin skýring. Óheppileg til- viljun, vitaskuld. 8. Kröfluformaður, sem jafnframt er framkvæmda- stjóri, virðist leigja húsnæði af Landsbankanum á Akureyri, sem hann áður stýrði, og endur- leigja síðan Kröflunefnd, ásamt með húsgögnum. Keðja af til- viljunum. 9. Og í þessu húsnæði starfar Iögfræðingurinn Gunnar Sól- nes. Það er auðvitað algjört smámál — og auk þess tilviljun. Þetta stendur eftir af sjón- varpsþættinum þar sem skrúf- I nýútkomnu hefti timarits Jöklarannsóknafélagsins, Jökli, sem komið hefur út árlega síðan félagið var stofnað, er grein eftir Helga Björnsson, jöklafræðing, með heitinu: Skýring á jökul- hlaupum úr Grímsvötnum, og byggir hún að miklu leyti á Grímsvatnarannsóknum Jökla- rannsóknafélagsins. Af öðrum leiðöngrum félagsins er einkum að nefna leiðangrana í sambandi við borun á Bárðar- bungu og töku ískjarna þar niður á 415 m dýpi vorið 1972 undir stjórn Braga Árnasonar og Páls Theodórssonar. Miðstöð Jöklarannsókna- félagsins er Jökulheimar i Tungnaárbotnum, nærri vestur- jaðri Vatnajökuls. Þar reisti félagið skála vorið 1955 og annan veglegri 1966. A Grímsfjalli var reistur skáli vorið 1957, i 1719 m hæð yfir sjó. Braggaskála á félag- ið á Breiðamerkursandi. Jón Eyþórsson var formaður félagsins frá stofnun þess til dauðadags 1968. Trausti Einars- son, sem var fyrsti varaformaður félagsins gegndi siðan formanns- stöðu í eitt ár. Guðmundur Kjartansson var ritari félagsins fyrstu tvö árin, en Sigur/ður Þórarinsson, sem starfaði erlendis er félagið var stofnað tók þá við ritarastörfum og hefur ver- ið formaður siðan 1969. Sigurjón Rist hefur lengst af verið gjald- keri, en núverandi gjaldkeri er Guttormur Sigbjarnarson. Jón Eyþórsson var aðalritstjóri Jökuls frá upphafi, en Sigurður Þórarinsson meðritstjóri og hefur verið það síðan, en núverandi aðalritstjóri er Sveinbjörn Björnsson, eðlisfræðingur. að var fyrir Jón G. Sólnes, þegar hann var, að lokinni um- ræðu um fjárreiður Kröflu, að ræða um blaðaskrif um Lands- bankann á Akureyri. Raunar var það nú svo að það var ég sem ætlaði að gera athugasemd við ummæli Jóns um þessa blaðagrein, þar sem ég var höf- undur hennar, þegar skrúfað var fyrir, en það breytir engu, það var rétt mat að Landsbank- inn var alls ekki til umræðu. En ef Morgunblaðið væri al- vörublað, þá myndi það skoða þessa þætti nánar, í stað þeirra skrifa sem hér birtast með. En á því virðist Morgunblaðið ekki hafa áhuga, enda á Morgun- blaðið, þvi miður, ekkert sam- eiginlegt með blöðum eins og Washington Post eða The Guardian. En min skoðun er samt sú — þó svo það komi ekki aðild minni að sjónvarpsþætti við — að þegar tilviljanir verða niu, eða tuttugu, eða fimmtíu, þá sé ekki lengur um tilviljanir að ræða. Og það skilja alvöru- blaðamenn þó svo að ritstjórar Mbl. skilji það ekki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.