Morgunblaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1975 7 L Verðbólgan hægir á sér Það virðist samdóma álit efnahagssérfræðinga að verðbólgan hafi veru- lega hægt á sér á síðari helmingi þessa árs. Nægir í þvi sambandi að vitna til ummæla Jóhannesar Nordals Seðlabanka- stjóra, á blaðamannafundi nýverið, sem og áætlunar Þjóðhagsstofnunar, sem lögð var fram á fjármála- ráðstefnu Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga, og birt var F heild á strjál- býlissíðu blaðsins i gær. Mikilvægt er að sá árangur, sem þegar hefur náðst, verði ekki að engu gjörður með nýju vixl- hækkunarkapphlaupi i væntanlegum samningum aðila vinnumarkaðarins upp úr komandi áramót- um. Þá verður að sitja i fyrirrúmi sá megintil- gangur að tryggja kaup- mátt launa, fremur en að krefjast fleiri og verð- minni króna, sem og að tryggja áframhaldandi at- vinnuöryggi i landinu, stöðuga og helzt vaxandi verðmætasköpun i land- inu, sem er eina raunhæfa niðurstaða nýs lífskjara- bata með þjóðinni. Viðnám gegn verðhækkunum Rikisstjórnin hefur nú ákveðið að herða fram- kvæmd ákvæða laga um verðstöðvun. Markmiðið er að draga sem mest úr verðhækkunum næstu 4 mánuði. Hefur viðskipta- ráðuneytið beint þeim til- mælum til verðlagsnefnd- ar og allra ráðuneyta, er fjalla um verðákvarðanir, að ekki verði á þessu timabili heimilaðar verð- hækkanir nema i fáum undantekningartilfellum. Ólafur Jóhannesson viðskiptaráðherra segir um þetta efni í viðtali við Mbl. í fyrradag: „Þetta er gert til að halda niðri verðbólguvexti á um- ræddu timabili. Þarna er ekki um neinar fyrirskip- anir að ræða, heldur til- mæli til verðlagsnefndar, en hún hefur ekki nema takmarkað svið af verð- lagsmálunum, m.a. heyrir opinber þjónusta undir ýmis ráðuneyti. Það hafa orðið tiltölulega meiri hækkanir á þvi sviði að minu mati, heldur en á hinu almenna sviði." Að spara og halda í Ráðherrann sagði enn- fremur: „Verðlagsmál eiga öll að heyra undir viðskiptaráðuneytið — en gera það ekki i raun nema að hluta. Þarna er ákveð- ið, að áður en nokkurt ráðuneyti taki ákveðna af- stöðu til einhverra hækk- ana, skuli viðskiptaráðu- neytinu gefinn kosturá að fylgjast mjög vel með. En eftir sem áður þarf stað- festingu ríkisstjórnarinn- ar. Hér förum við að nokkru leyti eftir norskri fyrirmynd. Verðlagsstjóri hefur farið til Noregs og kynnt sér framkvæmd þessara mála þar. Þeir hafa hægt á verðbólgunni með þvi að stoppa hækk- anir i ákveðinn tima, þótt vitað sé. að á þvi timabili safnist eitthvað fyrir. Þetta timabil, langt eða stutt, sem fyrirtækin geta búizt við að þurfa að bera sjálf, þ.e.a.s. kostnaðar- hliðina. Þetta á þvi að vera hvati til þess að menn spari og haldi i." Viðleitni ríkisvalds Hér er um að ræða við- leitni rikisvaldsins til að hægja enn meir á verð- bólguvextinum, sem um langt skeið hefur verið helztur hættuboði í efna- hagslifi okkar. Slikar ráð- stafanir kunna að vera umdeilanlegar og þeim þurfa að fylgja ýmsar hliðarráðstafanir. Sú að- haldsstefna. sem ein- kennir framkomið fjár- lagafrumvarp, skiptir hér mun meira máli, bæði að því er varðar að koma rikisfjármálum á réttan kjöl og til að ná tökum á vanda efnahagslifsins og verðbólgunnar. Meginmáli skiptir þó, við rikjandi aðstæður i þjóðarbúinu, að frum- kvæði ríkisvaldsins í þessu efni undirbúi jarð- veg raunhæfs samstarfs þess og aðila vinnu- markaðarins, sem leiði til farsællar stefnumörkunar í kaupgjaldsmálum i býrjun komandi árs. Ýmis- legt bendir til þess að for- ystumenn launþegasam- taka geri sér Ijósan þann vanda, sem við er að etja, og haldleysi óraunhæfra kjarasamninga. Reynslan frá kjarasamningunum i febrúar 1974, sem leiddi til þess að fyrrverandi rikisstjórn rauf tengsl kaupgjalds og visitölu, er mönnum enn i fersku minni. Og ekki síður en sú raun, að kaupmáttaraukn- ing launa hefur um langt árabil verið verulega minni en krónutölu- hækkun þeirra segir til um. Það er þvi timabært, að standa að þessum málum á annan og heil- brigðari hátt, þar sem at- vinnuöryggið og raun- verulegur kaupmáttur launanna, þ.e. viðnám gegn verðbólgunni, sitji i öndvegi. J Dómkirkjan Messa kl. 11 árd. Séra Óskar J. Þorláksson dóm- prófastur. Messa kl. 2 síðd. Séra Þórir Stephensen. Barnasam- koma í Vesturbæjarskólanum við Öldugötu kl. 10.30 árd. Séra Þórir Stephensen. Fríkirkjan 1 Reykjavík. Barna- samkoma kl. 10.30 árd. Messa kl. 2 slðd. Séra Þorsteinn Björnsson. Hallgrímskirkja. Messa kl. 11 árd. Séra Ragnar Fjalar Lárus- son. Fjölskyldumessa kl. 2 síðd. Séra Karl Sigurbjörnsson. Les- messa n.k. miðvikudag kl. 10.30 árd. Beðið fyrir sjúkum. Prest- arnir. Laugarneskirkja. Messa kl. 2 síðd. Barnaguðþjónusta kl. 10.30 árd. Séra Garðar Svavars- son. Dómkirkja Krists Konungs Landakoti. Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. (Biskupsmessa). Lágmessa kl. 2 síðd. Neskirkja. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Séra Frank M. Hall- dórsson. Guðþjónusta kl. 2 siðd. Séra Guðmundur Óskar Ólafs- son. Grensáskirkja. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðþjónusta kl. 2 síðd. Starfsemi Gideonfélagsins kynnt. Séra Halldór S. Gröndal. Borgarspftalinn. Guöþjónusta kl. 10 árd. Séra Halldór S. Grön- dal. Asprestakall. Barnasamkoma kl. 11 árd. í Laugarásbíói. Messa að Norðurbrún 1 kl. 2 síðdegis. Séra Grímur Gríms- son. Seltjarnarnes. Barnaguðþjón- usta verður í félagsheimilinu kl. 10.30 árd. Séra Guðmundur Óskar Ólafsson. Bústaðakirkja. Barnasamkoma kl. 11 árd.. Guðþjónusta kl. 2 siðd. Séra Ólafur Skúlason. Fella og Hólasókn. Barnasam- koma kl. 11 árd. og Skátamessa kl. 2 í Fellaskóla. Séra Hreinn Hjartarson. Grund elli- og hjúkrunarheimil- ið. Messa kl. 10 árd. Séra Lárus Halldórsson messar. Fíladelffukirkjan. Almenn guðþjónusta kl. 8 sfðd. Að- komnir ræðumenn. Einar J. Gíslason. Árbæjarprestakall. Barnasamkoma i Árbæjarskóla kl. 10.30 árd. Guðþjónusta í skólanum kl. 2 síðd. Séra Guð- mundur Þorsteinsson. Háteigskirkja. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Síðdegisguðþjón- usta kl. 5 síðd. Séra Arngrímur Jónsson. Messa kl. 2 síðd. Séra Jón Þorvarðsson. Breiðholtsprestakall. Sunnudagaskóli kl. 10.30 árd. Messa kl. 2 síðd. í Breiðholts- skóla. Séra Lárus Halldórsson. LANGHOLTSPRESTAKALL Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðþjónusta kl. 2 siðd. Séra Arelíus Níelsson. Óskastundin kl. 4 síðd. Séra Sigurður Hauk- ur Guðjónsson. Aðalfundur safnaðarins verður að lokinni messu. Sóknarnefndin. Lágafellskirkja. Guðþjónusta kl. 2 síðd. Aðalsafnaðarfundur að lokinni messu. Séra Bjarni Sigurðsson. Digrancsprcstakall. Barnasam- koma í Víghólaskóla kl. 11 árd. Guðþjónusta í Kópavogskirkju kl. 2 síðd. Altarisganga. Séra Þorbergur Kristjánsson. Kársnesprestakall. Barnaguð- þjónusta i Kársnesskóla kl. 11 árd. Guðþjónusta í Kópavogs- kirkju kl. 11 árd. Séra Árni Pálsson. Garðasókn. Barnasamkoma í skólasalnum kl. 11 árd. Séra Bragi Friðriksson. Hafnarfjarðarkirkja Barnaguð- þjónusta kl. 11 árd. Séra Bragi Benediktsson. Messa kl. 2 síðd. Séra Garðar Þorsteinsson. Aðalsafnaðarfundur að lokinni messu. Sóknarnefndin. Fríkirkjan f Ilafnarfirði. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. i umsjá Stínu Gísladóttur. Safn- aðarprestur. Kirkjuvogskirkja, Messa kl. 2 síðd. Barnaguðþjónusta kl. 4 síðd. Séra Jón Árni Sigurðsson. Keflavíkurkirkja. Sunnudaga- skóli kl. 11 árd. Messa kl. 2 síðd. Prófessor Björn Björnsson pré- dikar. Aðalsafnaðarfundur eft- ir mcssu. Æskulýðssamkoma kl. 8.30 síðd. Séra Ólafur Oddur Jónsson. Ytri-Njarðvíkursókn. Messa í Stapa kl, 5 síðd. Séra Ólafur Oddur Jónsson. Hvalneskirkja. Barnaguðþjón- usta kl. 11 árd. Séra Guðmund- ur Guðmundsson. Ákraneskirkja. Barnasamkoma kl. 11 árd. Hátíðarsamkoma kl. 8.30 síðdegis til minningar um 300 ára ártíð Brynjólfs biskups Sveinssonar. Kirkjukórinn syngur. Ræðumaður Þórhallur Guttormsson sagnfræðingur. Sóknarprestur. Brautarholtskirkja. Mcssa kl. 2 síðd. Séra Einar Sigurbjörns- son Hallgrímskirkja f Saurbæ. Há- tíðarsamkoma kl. 2 síðd. Minnst 300 ára dánarafmælis Brynjólfs Sveinssonar biskups. — Þór- hallur Guttormsson sagnfræð- ingur flytur ræðu. Kirkjukór- inn syngur, frú Ágústa Agústs- dóttir syngur einsöng. Einnig verður upplestur. Séra Jón Ein- arsson. Stokkseyrarkirkja. Barnaguð- þjónusta kl. 10.30 árd. Almenn guðþjónusta kl. 2 síðd. Sóknar- prestur. Hjálpræðisherinn. Æskulýðs- vikan: Helgunarsamkoma kl. 11 árd. Sunnudagaskóli kl. 2 síðd. Samkoma verður kl. 8.30 síðd. Séra Frank, M Halldórsson tal- ar. Hermannavigsla. Sönghóp- urinn Blóð og eldur syngur. Kapt. Daniel Óskarsson. Komiö og sjáið hinn „lukkulega Hansa Schmidt í Laugar dalshöllinni í dag kl. 3. 3ju Háskólatónleikar 1975— 76 í félagsstofnun stúdenta í dag kl. 17. Hljómeikið flytur lofsöngva til heilagrar Sesselju eftir Orlando di Lasso, Henry Purcell og Benjamin Britten. Tónleikanefnd Háskólans HAPPAMARKAÐURl SOROPTIMISTAKLÚBBS REYKJAVÍKUR Hinn vinsæli Happamarkaður Soroptimista- klúbbs Reykjavíkur verður á morgun, sunnudag, kl. 2 í Iðnskólanum við Vitastíg. Aldrei meira úrval Lukkupakkar fyrir börn Stórkostlegt happdrætti Kökur allskonar Jólaskreytingar og jóladúkar Húsgögn, búsáhöld, skrautmunir Eitthvað fyrir alla Ágóðinn rennur til kaupa á lækningatæki ALLIR í IÐNSKÓLANN Á MORGUN SUNNU- DAG KL. 2 SOROPTIMISTAKLUBBUR REYKJAVÍKUR Ferðaskrifstofan ÚTSÝN UTSYNARKVOIvDto Suður-amerísk grísaveizla í Súlnasal Hótel Sögu sunnudagskvöld 23. nóvember 1975. Kl. 19.00 Húsið opnað. Suðuramerlskir svaladrykkir og lystaukar. Kl. 19 30 ♦ Veizlan hefst — Grisaveizla með Suður Amerlsku sniSi Ljúffengir réttir — matarverS aSeins kr. 1.200.— ♦ Halldór Kristinsson skemmtir og stjórnar söng. Kl. 20 30 ♦ FerSakynning: Ingólfur GuSbrandsson frumsýnir og kynnir nýja kvikmynd frá Karabisku eyjunum og Mexico. ♦ SkemmtiatriSi: Danssýning, SuSur Ameriskir dansar. ♦ FegurSarsamkeppni: Valin Ijósmyndafyrirsæta Útsýnar — ♦ Ungfrú Útsýn — forkeppni 1976. Allir þátttakendur fá ferSaverSlaun. Aldur: 17—23 ár. ♦ StórferSabingó: 3 glæsilegar utanlandsferSir m.a. til Kara- biska hafsins. ♦ Dans til kl. 1 00 Missið ekki af óvenju glæsilegri og spennandi en ódýrri skemmtun. Hátíðin hefst stundvíslega og borðum verður ekki haldið eftir kl. 19.30. Munið, alltaf fullt hús og fjör hjá ÚTSÝN Tryggið ykkur borð hjá yfirþjóni á föstudag frá kl 1 5.00 í sima 20221. Verið velkomin — Góða skemmtun. Ferðaskrifstofan ÚTSÝN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.