Morgunblaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.11.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. NÓVEMBER 1975 Ketill Brandsson — Minningarorð Fæddur 16. janúar 1896. Dáinn 11. nóvember 1975. Ketill Brandsson netamaður var fæddur 16. janúar 1896 að Krókvelli undir Austur- Eyjafjöllum, sem var býli skammt sunnan kirkjustaðarins Eyvindar- hóla þar í sveit, en er nú i eyði. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Jónsdöttir Ketilssonar frá Kotvogi i Höfnum suður og Brandur Ingimundarson bóndi, síðar að Önundarhorni, A- Eyjafjöllum. Þau hjón bjuggu á Krókvelli og komust fjögur barna þeirra til fullorðinsára, en er þau voru öll í bernsku féli Guðrún frá barnahópnum og tvístraðist þá fjölskyldan. Föðursystir Ketils, Kristín Ingi- mundardóttir, og maður hennar, Uni Unason, sem bjuggu í Hrúta- fellskoti, tóku þá Ketil í fóstur. Þau reyndust honum sem beztu foreldrar og átti hann hjá þeim gott atlæti. Leit Ketill á dætur þeirra hjóna, Sigurlínu og Ólöfu, svo og fósturdöttur þeirra, Vil- borgu Tómasdöttur, sem systur sfnar. Eins og þá var lítt um Eyfell- inga fór Ketill ungur í verið til Vestmannaeyja. Hann var fyrstu vertíðirnar ráðinn beitudrengur hjá Guðjóni á Sandfelli, þekktum formanni í Eyjum, á vélbátinn Ingólf VE 108, og var yfir vertíð- ina heimilismaður á Sandfelli hjá Guðjóni og Ingveldi Unadóttur konu hans. Þorskanet voru fyrst lögð við Vestmannaeyjar vertíðina 1916 og varð notkun þeirra brátt almenn. Ketill gerðist fljötlega netamaður á vetrarvertíðum og varð leikinn að fella net og því eftirsóttur í það starf. Hann var góður verkmaður, trúr í verkum sínum, húsbóndahollur og lítt gefinn fyrir vistaskipti. Árið 1932 fór hann að útvegi Guðlaugs Brynjólfssonar á Lundi í Vestmannaeyjum, sem gerði út vélbátinn Glað VE 270 og síðar vélbátinn Gísla J. Johnsen VE 100. Var Ketill hjá Guðlaugi næstu 10 vetrarvertíðir. Milli vertíða sinnti hann bústörfum, en Ketill bjó mcð fósturforeldrum sínum í Hrútafellskoti til vorsins 1937. Þegar Guðlaugur á Lundi hætti útgerð og flutti frá Eyjum, varð Ketill netamaður hjá Helga Benediktssyni, sem þá og næstu árin hafði mikil umsvif og gerði út fjölda báta í Vestmannaeyjum, bæði á vetrarvertíð og til sumar- síldveiða við Norðurland. Ilafði Ketill yfirumsjón með veiðarfær- um á bátum Helga Benedikts- sonar allt þar til Helgi hætti út- gerð, stuttu eftir 1960, og vann hjá honum meðan hann gat unnið fullan vinnudag. Ketill leigði lengi á Bólstað í Eyjum, en siðan i 21 ár hjá Klöru Tryggvadóttur á Heiðarvegi. I fjölda mörg ár var hann í fæði hjá Ólöfu uppeldissystur sinni og Jóni Benónýssyni skipstjóra á Búrfelli við Hásteinsveg. Átti hann góða daga hjá þessu ágæta fólki. Árið 1971 var Ketill þrotinn að körftum og fór þá á Elliheimilið í Vestmannaeyjum. Eftir upphaf jarðeldanna í Eyjum í janúar 1973 dvaldi hann á Elliheimilinu Grund hér í bæ og þar andaðist hann 11. nóvember s.l. Ketifl var bókamaður, vel les- inn og fróður; átti hann margt góðra bóka, sem hann gaf Elli- heimilinu I Vestmannaeyjum, er hann varð vistmaður þar. í ættingja- og vinahópi var hann hrókur alls fagnaðgr, gamansamur og ræðinn. Hann var frændrækinn og hélt mikilli tryggð við ættmenni sín og bernskuvini undan Eyjafjöllum. Sveitinni sinni fögru, Austur- Eyjafjöllum, gleymdi hann aldrei og eftir því sem árin liðu og aldur- inn færðist yfir þráði hann æ meir að komast þangað. Hann dvaldi enda iðulega Iangdvölum í Yzta-Bæli hjá þeim heiðurshjón- um Ingiríði Eyjólfsdóttur og Ingi- mundi bróður sínum, er þar bjuggu, og átti Ketill þar heimilis- fang um hrfð. Önnur alsystkini Ketils voru Sigríður húsfreyja á Uppsölum í Vestmannaeyjum, sem gift var Gísla Ingvarssyni, eru þau bæði látin, og Guðrún frá Bcssastöðum f Eyjum. Hún er nú ein á lífi þeirra systkina og hefur ásamt manni sínum, Eyjólfi Gísla- syni, búið suður í Garði frá því að gaus í Vestmannaeyjum. Hálf- systkini Ketils eru Valtýr, búsett- ur í Vestmannaeyjum, Eggert og Guðrún, sem eiga heima í Reykja- vík. Ketill kvæntist aldrei, en son- ur hans er Óskar bóndi á Mið- bælisbökkum undir Eyjafjöllum, þar sem hann var föstraður og uppalinn. — Minning Sighvatur Framhahl af bls. 22 almennt f þeirra garð og er það sannarlega verðskuldað. Hinn 1. nóv. 1930 giftist Sig- hvatur Bjarnason eftirlifandi konu sinni, Guðmundu Torfadótt- ur, ættaðri úr Hnífsdal og komin af vestfirsk'um ættum. Eignuðust þau 8 börn, sex syni og tvær dæt- ur. Misstu þau einn son á bernskuskeiði. Búa börn þeirra öll í Eyjum nema elsta dóttirin, sem búsett er í Reykjavik. Ég er sannfærður um, að það var gæfa þeirra hjóna beggja, Guðmundu og Sighvats, að leiðir þeirra lágu saman. Þau voru bæði gjörvuleg og sterkar persónur, en aðlöguðu sig hvort öðru og urðu samrýnd í hjónabandi sínu svo eftir var tekið, og báru gagn- kvæma og djúpstæða virðingu hvort fyrir öðru, enda hjónaband þeirra farsælt, traust og heil- steypt. 1 búskap þeirra reyndi oft á þrek þeirra beggja og styrk- leika. Sighvatur var á sinni tíð hörkusjósóknari, áræðinn og djarfur, en átti því láni að fagna að koma ávallt skipi sínu og skip- verjum í heila höfn eins og áður er sagt. Hlaut starf hans oft að valda konu hans áhyggjum og kvíða, er hann var enn ókominn að landi, er stormar og stórviðri geysuðu, en hún ein heima með börn þeirra. Þetta þekkja og skilja sjómannskonur einar til hlítar. Eftir að Sighvatur hætti sjómennsku og gerðist fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvar- innar var oft gestkvæmt á heimili þeirra að Ási, sem þau strax að náttúruhamförunum loknum byggðu upp að nýju af sama myndarbrag og áður, og stóð heimili þeirra ávallt opið öllum hinum fjölmörgu, sem þurftu að finna bóndann í sambandi við starf hans sem framkvæmda- stjóra fyrir einu stærsta fyrirtæki bæjarins. Var gestrisni þeirra hjóna orðlögð. Sighvatur Bjarnason var það áberandi maður í bæjar- og athafnalífinu í Vestmannaeyjum, að sjónarsviptir er að við fráfall hans. Andlát hans bar að í fullu samræmi við Iff hans og starf fyrir byggðarlagið. Hann var nýkominn úr ræðustól á almenn- um fundi, þar sem rædd voru málefni byggðarlagsins og lands og þjóðar, er hann hné niður og var allur. Sighvatur er harmdauði, ekki Ingiríður og Ingimundur i Yzta- Bæli önduðust fyrir nokkrum árum. Sveinbjörn sonur þeirra og hans ágæta kona. Eygló Markús- dóttir frá Borgareyrum, V- Eyjafjöllum, tóku við jörðinni og var Ketill alla tíð kærkominn og mikill aufúsugestur á heimili þeirra hjóna. Sumarið eftir að Ketill var orðinn vistmaður á Grund sendi Eygló húsfreyja syni sina sérstaklega eftir honum til Reykjavíkur. Er slfk ræktarsemi og hlýja sérstök. I dag verður þessi tryggi frændi okkar borinn til moldar og lagður til hinztu hvílu í faðm æsku- sveitar sinnar, i kirkjugarð Eyvindarhólakirkju, þaðan sem sér vítt um blómlegt hérað og fjalla- og jöklasýn er hvað feg- urst; en út í bláma hafsins ber Vestmannaeyjar við vesturhimin. Færri voru ferðirnar á fund Ketils frænda en skyldi verið hafa. Hin siðari árin var gott að vita um hann hjá góðu fólki. Starfsfólki elliheimilisins í Vest- mannaeyjum og á Grund, og þá sérstaklega Unni Pálsdóttur for- stöðukonu í Eyjum, erum við frændur þakklátir fyrir umhyggju þeirra. Ketill Brandsson var ljúfmenni og vinmargur; framar öðru var hann barngóður. Við kveðjustund hans koma fram í hugann Ijúfar bernskuminningar um Kalla frænda, sem iðulega kom í heim- sókn og taldi ekki sporin eftir upp á bæi, eins og sagt var i Vest- mannaeyjum. En með brosi á vör og glettni í augum vék hann oft góðu að litlum hnokka. Blessuð sé minning Ketils Brandssonar. Guðjón Ármann Eyjólfsson. einasta sinum nánustu, heldur byggðarlaginu öllu. Sárust mun þó sorg eiginkonu hans, vegna hins óvenjulega heilsteypta og nátengda sambands, sem var þeirra í milli. En ég vona að hún af styrkleik sinum með tilstyrk æðri máttarvalda og aðstandenda fái risið undir þeirri raun, sem á hana hefur verið lögð, við fráfall hins kæra, elskulega og virta maka hennar. Viljum við hjónin votta henni og öllum aðstandendum Sighvats Bjarnasonar okkar dýpstu samúð. Guðlaugur Gíslason. — Minning Asmundur Framhald af bls. 23 hans: ,,Nem þú staðar við veginn og litast um.“ Þessi stund skipti sköpum í lífi Ásmundar Eiríks- sonar. Hann fann sig knúinn til að yfirgefa veislusalinn þrátt fyrir mótmæli góðra vina og félaga, taka reiðhjólið sitt og fara einfari i náttmyrkrinu í framandi landi, leið sem hann varla þekkti, til þess heimilis, sem þá var hans, þar sem hann heim kominn kraup á kné fyrst í lífi sínu, og laut þeim Guði og frelsara, sem eftir það var leiðtogi lífs hans. Ég, sem þetta rita, kynntist As- mundi Eirfkssyni fyrst árið 1948. Hann var þá forstöðumaður Fíla- delfiusafnaðarins í Reykjavík. Það var vöxtur og framgangur í starfi safnaðarins. Ásmundur var góður og áhrifamikill ræðumaður, sem boðaði trúna á Jesúm Krist af sannfæringarkrafti þess, sem sjálfur hefur reynt hvað það er að snúa frá vantrúarmyrkri til þess ljóss, sem Jesús Kristur er. Hann þekkti hamingjuleiðina, sem hann hafði sjálfur valið, og benti öðrum á hana með fullri djörf- ung. Ég var á einni samkomu, þar sem Ásmundur að vanda hvatti fólk til að reyna sjálft sannleiks- gildi orða hans með því að snúa sér til trúar að lifandi Guð. Þar sem ég sat í sæti minu meðal fjöldans hugsaði ég að ef slík hamingjuleið væri til, vildi ég fara hana. I samkomulok átti ég tal við Ásmund, hann bað fyrir mér ásamt öðrum, opnaði Bibli- una og las mér þau orð, sem hann sagði hafa hjálpað sér og mörgum öðrum, nefnilega orð Jesú úr Jóh. 6,37: „Allt, sem faðirinn gefur mér mun koma til mín, og þann sem til mín kemur mun ég alls ekki burt reka.“ Þessi orð urðu sem merkisteinn á vegferð minni og þar með hóf- ust kynni okkar Ásmundar. Hann var kennimaður og biblíulestrar hans virkuðu sem steinar i bygg- ingu á þeim grundvelli sem lagð- ur er, sem er Jesús Kristur. Nokkrum árum síðar urðum við samstarfsmenn, sérstaklega við bókaútgáfu Fíladelfiusafnaðarins og ritstjórn og útgáfu blaðanna Aftureldingar og Barnablaðsins. Þeirra ára er við störfuðum sam- an þar er ánægjulegt að minnast. Ásmundur var traustur og reynd- ur maður, sem hafði næma til- finningu fyrir íslensku máli. Hann hafði tamið sér sérstakan ritstíl, sem sjá má á bókum hans og blaðagreinum. Hann var glögg- skyggn á ritað jafnt sem talað mál og skáldmæltur vel, sem sálmar hans og önnur ljóð, jafnt frumort sem þýdd, bera best vitni um. En i gegnum öll orð hans í ræðu og riti var trúin á Jesúm Krist vegvisir- inn og leiðarstjarnan. Það var mér þvi hollt og gott að starfa með Asmundi og þótt því sam- starfi lyki fyrr en við báðir hefð- um kosið, verður það mér ávallt ógleymanlegt og ljúft að minnast. Það var mér sérstakt gleðiefni að mega lesa í próförk þau tvö bindi í ævisögu hans sem út eru komin og það verð ég að segja, að við þann lestur kynntist ég Ás- mundi hvað best. Ég las um bernsku hans, æsku og mann- dómsár, þar sem hann af einlægni segir frá, er hann aldraður, skyggnist um af skapabrún lífs síns. Hann flíkaði ekki tilfinning- um sínum hversdaglega þótt f rauninni væri hann þeim gæddur bæði djúpum og heitum. Það vita þeir best er leituðu til hans i nauðum og þrengingum jafnt sem á gleðistund. Ég þekki af eigin raun hvern mann hann hafði að geyma og er þakklátur fyrir að vinátta okkar var dýpst síðustu árin. Ekki get ég látið hjá líða að minnast eftirlifandi eiginkonu Ásmundar, Þórhildar Jóhannes- dóttur. Þegar við Ásmundur störfuðum saman var skrifstofa mín svo að segja inni á heimili þeirra hjóna. Þar var ég af þeim báðum umvafinn kærleika og um- hyggju, sem aldrei gleymist. Ás- mundur sagði mér eitt sinn að ekki hefði Guð getað gefið sér betri eiginkonu en Þór- hildi og leikur varla vafi á að það hafi verið svo. Það vita þeir sem til þekkja. Ég vil með þessum minningarorðum senda Þórhildi sérstakar samúð- arkveðjur svo og systkinum hans og venslafólki, sem honum var mjög kært og var ávallt umvafið fyrirbænum hans. Nú við kveðjustund vil ég minn- ast þess er ég sá Ásmund Eiriks- son ’síðast. Það var sunnudags- kvöldið 2. nóv. s.l., en þann dag varð hann 76 ára. Það var sam- koma í kirkju Fíladelfíusafnaðar- ins að Hátúni 2.1 samkomulok gaf sig fram margt fólk, yngra og eldra, og bað um fyrirbæn. As- mundur gekk um meðal þessa fólks með Biblíuna sína í hend- inni, las hjálpræðis- og huggunar- orð og bað fyrir þvi. Kannski vissu fæstir, að þetta kvöld kvaddi hann sitt kæra heimili og lagðist á sjúkrahús, en þaðan átti hann ekki afturkvæmt. Ekki bar hann sjúkdóm sinn á torg, en það fylltur Guðs anda bað hann fyrir öðrum, sem spurðu um hamingju- leiðina og vildu fara hana til að finna sálum sínum hvild. Guð blessi okkur, sem eftir stöndum enn um sinn, slika minn- ingu um góðan mann og bróður. Tryggvi Eiríksson. Nú eru allar vörur á einum gólffleti i I ITAX/FRI HmnQÁQVPni 1Q I Lnl I \r Clvl|r L3ii I Ob ★ Málningavörur og málning í þúsundum lita. ★ Veggfóður, sjálflímandi vinyl og pappaveggfóður. ★ Gólfdúkar, breydd 2 metrar og 2,74 metrar — veggdúkar ★ Gólfteppi á stofur og stigahúsganga. Lykkjuteppi — uppúrklippt teppi — filtteppi. STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR 10% 10% Daö munar um mlnna Lítiö viö í LITAVERI þaö hefur ávallt borgaö sig. LITAVER, Grensásvegi 18, Hreyfilshúsinu. Sími 30480.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.