Morgunblaðið - 03.05.1979, Síða 13

Morgunblaðið - 03.05.1979, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. MAÍ1979 13 t,d. hérlendis, en talað hefði verið um að hér yrðu 5 rásir og myndu Danir ráða tveimur þeirra, með tilliti til Grænlands og Færeyja. Sagði hann að framboðið sjón- varpsefni myndi aukast úr 35 klst á viku í um 400 og þótt segja mætti að mikill hluti þess væri á sama tíma þá væri ljóst að hlutur íslenzka efnisins myndi minnka úr 35—40% í um 5%, en aukið framboð yrði aðallega fimmu- dagskvöld og júlímánuður. Ljóst væri af þessu að ísland myndi í raun missa yfirráð sín í sjón- varpsmálum og mætti einnig athuga hver staða ríkisútvarps- ins íslenzka væri til þess að mæta þessari samkeppni. Sagði Njörð- ur útvarpið svo illa statt um þesar mundir að jaðraði við að segja mætti að það væri óstarf- hæft, reisa þyrfti nýja lang- bylgjustöð, nýtt útvarpshús og kvaðst halda að engin ríkisstjórn í landinu hefði metið að verðleik- um hlutverk útvarpsins, það væri stærsti miðill bókmennta, stærsta fréttablaðið, stærsta leikhúsið, stærsta tónleikahöll og eini fjölmiðillinn er næði til allra landsmanna strax, þrátt fyrir þetta fengi það ekki að hækka afnotagjöld sín til jafns við áskrift dagblaða. Hlyti sú spurn- ing að vakna hvort útvarpið geti tekið þátt í samkeppni við Nord- sat og að hægt yrði að framleiða sambærilegt íslenzkt efni. Mætti t.d. minnast þess að greiðslur fyrir efni tækju mið af 200 þúsund manna markaði útvarps- ins og spyrja mætti hvort þær yrðu miðaðar við 24 milljónir eftir að Nordsat kæmi til, með öðrum orðum hvort þær yrðu 100 faldaðar? Sagði Njörður að hefðu íslenzkir stjórnmálamenn áhuga á eflingu útvarps og sjónvarps á íslandi ætti að keppa að því að taka upp tvöfalda dagskrá í útvarpi, þótt ekki væri nema af öryggisástæðum og stefna ætti að því að hlutur íslenzks efnis í sjónvarpi yrði ekki minni en 50%. Síðan spurði Njörður hvort menn þyrftu raunverulega á Nordsat að halda. Nordsat væri annars vegar til að skapa markað fyrir fjölþjóðleg fyrirtæki á sviði rafeindaiðnaðar og hins vegar fyrir nýjar gerviþarfir í neyslu- þjóðfélagi, sem sagt nýtt afþrey- ingartæki ríkra og saddra þjóða og meðan heimurinn sveltur taldi hann það bera vott um sinnuleysi að telja það nauðsyn að eyða mörg hundruð milljörðum í slíkt leikfang þegar norrænar þjóðir gætu ekki einu sinni staðið við loforð um 1% þjóðartekna í stuðning við vanþróuð ríki. Vantrúað- ir á að Nordsat nái tilgangi sínum Þorsteinn Jónsson minntist upphafi framsöguræðu sinnar á samstarf Norðuriandanna á sviði sjónvarpsmála, markmið þess hefði aukist og 1975 hafi norræn ráðherranefnd ályktað að kann- aðir yrðu möguleikar á norræn- um sjónvarpshnetti. Sagði Þorsteinn að síðan hefði mikið verið skrifað og margir fundir haldnir um þessi mál og erfitt væri að átta sig á því hvernig dæmið liti út, m.a. ekki síst vegna hinnar öru tækni- þróunar. Þá ræddi hann nokkuð um kostnaðarhlið og sagði að á ráðstefnu Norræna kvikmynda- og sjónvarpssambandsins um Nordsat í marz sl. hefði prófessor við' Helsingforsháskóla haldið erindi um félagsfræðilegar af- leiðingar Nordsat. Samkvæmt útreikningum hans er kostnaður við sendingu fjögurra hnatta, byggingu fimm sendistöðva, einnar stjórnstöðvar og texta- og þýðingaaðstöðu 1,2 milljarðar sænskra króna. Þai af er kostn- aður við hnettina fj .ra og send- ingu þeirra 1,1 milljarður, en ending þeirra er 7 ár. Kostnaður við þýðingar er á bilinu 70—120 milljónir s.kr. miðað við sendingu allra dagskráa til allra landanna. Erfitt er að reikna aukinn kostn- að við dagskrárgerð þótt gera megi ráð fyrir fimmföldun höf- unda- og flytjendagreiðslna yrði hann ekki umtalsverður miðað við hina hlið talnanna. Kostnað við móttöku segir hann vera á bilinu 6,5 — 11,3 milljarðar sænskra króna og sé reiknað með 7—8 ára meðalnýtingu á kerfinu er heildarfjárfestingin því 1—2 milljarðar sænskra króna á ári. Þetta er kostnaðurinn við að auka dreifinguna á sama dag- skrárefni og áður. Á meðan slást verður fyrir hverri krónu til kvikmyndagerðar er í alvöru ver- ið að stinga upp á því að kasta þessum fjármunum út í loftið aðeins í dreifingarapparat, sagði Þorsteinn og spurði síðan hverra hagur væri að koma hnettinum upp. Þeir sem hafa hag af því að Nordsat áætlunin verði fram- kvæmd eru framleiðendur alþjóðlegs skemmtiefnis fyrir sjónvarp og framleiðendur tæknibúnaðar og móttöku- búnaðar til almennings. Einnig gætu hæglega bætst við auð- hringir og stórfyrirtæki sem gjarnan vildu auglýsa í sjónvarpi fyrir samnorrænan markað. Án þess að vera með getsakir um huganleg áhrif þessara aðila á Nordsat-áætlunina held ég að öll ástæða sé til að hindra að einhvers konar þensluþörf fram- leiðenda verði ekki blandað saman við hagsmuni sjónvarps- notenda. Síðan minntist Þorsteinn Jóns- son á vangaveltur manna yfir því að sjónvarpið væri af hinu illa, hindraði persónuleg samskipti, spillti börnum, leiddi til afskipta- í leysis, skaðaði frumkvæði í ýms- um greinum lista o.s.fv. og kvað hann margt vera til í þessu, sem ætti orsakir í forsemdum tækni- þróunar sjónvarps hingað til þ.e. að auka fjöldaneysluna. Sjónvarpið er tæki til þess að flytja myndefni frá einum stað til annars og útvarpa efni til fjölda áhorfenda, sagði Þorsteinn. Höfuðeinkenni sjónvarps er það að milljónir manna horfa á sömu dagskrá samtímis. Þetta hefur fyrst og fremst þýðingu fyrir allan áróður. Þótt opnaðir séu fleiri rásir breytir það í eðli sínu litlu. Ég hef kynnst mikið sjónvarpsneyslu í Japan, en hún hefur um nokkurt skeið verið svipuð og búast má við að hún verði ef Nordsat starfaði. Á Tokyo-svæðinu eru t.d. starfandi 8 stórar sjónvarps- stöðvar sem útvarpa næstum allan sólarhringinn. Áð einni stöð undanskilinni var efnið í dag- skránni hið sama á öllum stöðvunum á hverjum tíma dags. Þess var jafnvel gætt að hafa auglýsingar á sama tíma á öllum stöðvum, svo áhorfendum dygði ekki að skipta á aðra stöð til að forðast þær. Síðan sagði Þor- steinn að aukinn fjöldi sjónvarps- stöðva væri ekki trygging fyrir meira úrvali efnis, samkeppnin væri fólgin í því að takast öðrum betur með þætti eftir sömu for- skrift. Þá ræddi Þorsteinn aðra möguleika t.d. kapalsjónvarp og kasettusegulbönd. Þá tækni væri auðvelt að nýta til að auka valmöguleika sjónvarpsnotenda, koma upp söfnum með kvikmynd- um og sjónvarpsefni, sem gætu mætt kröfum allra smærri hópa sem oft vildi gleymast þegar sjónvarpsstöðvar reyndu að upp- fylla kröfur milljóna samtímis. Talaði Þorsteinn um að líkja mætti því við byltingu ef Norður- löndin kæmu upp þess konar dreifingu sjónvarps, þar sem notendur veldu sitt efni sjálfir þegar þeim hentaði í stað þess að „vera mataður eins og kjúklingur í búri“. Síðast í ræðu sinni gat Þorsteinn Jónsson um ályktanir m.a. frá Félagi kvikmyndagerða- manna þar sem sjónvarpsdreifi- kerfi um norrænan gerfihnött: Að fyrirkomulag á innkaupum og útsendingu dagskrárefnis tryggi til fullnustu höfundarrétt kvikmyndagerðamanna og greiðslur fyrir hann, að tryggt sé að bein dreifing dagskrárefnis um gerfihnött hindri ekki nauð- synlega aukningu innlendar dag- skrárgerðar íslenzka kvikmynda- gerðamanna og að tryggt sé að dreifing íslenzks dagskrárefnis um norrænan gerfihnött hafi ekki í för með tér skerðingu á tjáningarfrelsi íslenskra dag- skrárhöfunda, og er tekið fram í lok ályktunarinnar að í henni felist ekki afstaða félagsmanna né stjórnar til Nordsat. Sagði Þorsteinn í lok máls síns að ályktanir kvikmyndagerðar- manna og sjónvarpsstarfsmanna á Norðurlöndum sýndu að þeir væru vantrúaðir á að Nord- sat-áætlunin þjónaði þeim mark- miðum er stefnt væri að. Menningar- tengsl okkar verði fyrst og fremst við Norð- urlönd Gylfi Þ. Gíslason hóf mál sitt á því að vekja athygli á að Norður- landaráð hafði frá upphafi gert sér ljósa þýðingu þá, sem útvarp gæti haft fyrir menningarsam- starf Norðurlanda og vitnaði í því sambandi til ræðu sem Júlíus Bonnholt, þáverandi mennta- maælaráðherra Dana hafði hald- ið á fyrsta þinginu, enda hefði Norðurlandaráð ekki gert fleiri ályktanir á sviði nokkurs mála- flokks en þessa. Síðan sjónvarp kom til sögu á miðja sjötta áratugnum hafi áhugi Norðurlandaráðs á þýðingu þessara fjölmiðla enn vaxið og hafi ráðið gert 13 ályktanir um aukna samvinnu á sviði útvarps og sjónvarps síðan 1954. Gylfi minnti á að árið 1964 hafi farið fram víðtæk umræða um menningarmál í Norðurlanda- ráði. Þar hafi m.a. verið lögð mikil áherzla á nauðsyn þess að sænskumælandi finnar gætu not- ið sjónvarps og útvarps frá Sví- þjóð og þeir 300 þúsund Finnar sem starfa í Svíþjóð gætu notið finnsks útvarps og sjónvarps. Menntamálanefnd Norður- landaráðs sem var lengi for- maður fyrir, hefur haldið 3 ráð- stefnur um útvarps- og sjón- varpsmál, 1965, 1971 og 1977. Smám saman fóru ríkisstjórnir að sýna þessum málum aukinn áhuga og hafa stjórnskipaðar nefndir skilað 3 ítarlegum álits- gerðum, 1972, 1974 og 1977. Sér- stakur áhugi á huganlegri sam- vinnu á sviði útvarps- og sjón- varpsmála fór að vakna þegar sá tæknimöguleiki var kominn til greina að nota gerfihnött til þess að senda dagskrár um öll Norður- löndin. Var þá farið að ræða þá 2 möguleika að senda eina sam- eiginlega dagskrá um allt svæðið eða að gefa öllum útvarps- og sjónvarpsnotendum kost á að velja um allar þær 7 sjónvarps- dagskrár og allar þær útvarps- dagskrár sem nú eru sendar út. Þetta sem nú er deilt um er þrennt: 1) Á að senda út eina sameiginlega dagskrá eða gefa kost á öllum dagskránum? 2) Hversu miklu fé er skynsamlegt að verja í þessu skyni? 3) Hverjar yrðu menningarlegar afleiðingar þess ef um jafngífurlega aukið framboð á útvarps- og sjón- varpsefni yrði að ræða. Menningarlegar afleiðingar þess ef um jafngífurlega aukið framboð á útvarps- og sjónvarps- efni yrði að ræða. Gylfi lýsti sig í grundvallar- atriðum fylgjandi því að taka þátt í samstarfi Norðurlandanna á þessu sviði, hvort sem um yrði að ræða meira eða minna viðtæka hagnýtingu gerfihnatta í þessu sambandi. Aðalrök sín taldi Gylfi vera þau að gerfihnettir yrðu á næstu árum tvímælalaust notaðir til þess að dreifa útvarps- og sjónvarpsefni um stór svæði. Þjóðverjar hefðu þegar tekið ákvörðun sína í þessum efnum. Bretar og Bandaríkjamenn myndu gera það á næstunni og sömuleiðis t.d. Frakkar og Sovét- ríkin. Andstaða gegn slíkum tækniframförum væri þýðingar- laus. Ef menn bæru einhvern ugg í brjósti í sambandi við menningarleg áhrif slíkra tækni- framfara væri ráðið ekki það að reyna að stöðva þær heldur að hafa jákvæð menningaráhrif á notendur útvarps og sjónvarps, þannig að þeir lærðu að velja og hafna jákvætt og skynsamlega. Gylfi kvað alveg augljóst að eftir svo sem 5 ár myndi t.d. þýzkt sjónvarp flæða yfir Skandinavíu, sovéskt sjónvarp yfir Finnland og bandarískt yfir ísland. Gylfi sagðist gera sér grein fyrir því að áhrif slíks gæti verið varhugaverð fyrir menningarsjálfstæði þessarar þjóða og þess vegna taldi hann að það sem frá íslensku sjónarmiði þyrfti að gera væri að stórbæta aðstöðu íslensks útvarps og sjón- varps til samkeppni við breskar og bar.darískar dagskrár og í öðru lagi að taka þátt í hinu norræna samstarfi á þessu viði til þess að halda megi menningartengslum okkar út á við við Norðurlönd. Gylfi taldi aðstöðuna við gerfi- hnattarmálið fyrst og fremst koma úr tveim áttum. Annars vegar frá finnskum kommúnist- um sem gæti verið að ekki hefðu í raun og veru sérstakan áhuga á tengslum Finna við Norðurlöndin og hins vegar frá ýmsum hópum menntamanna, sem aðhylltust róttækar skoðanir í stjórnmálum og þjóðfélagsmálum yfirleitt og virtust hafa andúð á þess konar tækniframförum sem hér væri um að ræða. Hann kvað það verða að játast að þeir sem um þessi mál hefðu fjallað á Norðurlönd- um hefðu hingað til einkum fjallað um tæknihlið og stjónunarhlið þessara mála en miklu minna um menningarhlið þeirra og höfundarréttarmál í því sambandi. Mætti eflaust skýra gagnrýna afstöðu ýmissa lista- manna út frá þessu sjónarmiði. Að lokum sagði Gylfi að sér- stök ástæða væri fyrir íslendinga að sofna nú ekki á verðinum á þessu sviði og dragast ekki aftur úr hinum Norðurlöndunum. Margir hefðu haft miklar áhyggjur af Keflavíkursjónvarp- inu á sínum tíma. Gylfi sagði að á næsta áratug myndu íslendingar ekki aðeins eiga völ á einni „Keflavíkurdagskrá“ heldur fjöl- mörgum. Einmitt til þess að vega á móti þeim áhrifum þeirra sem kynnu að reynast óheilbrigð væri nauðsynlegt að hefjast nú þegar handa um eflingu íslenska útvarpsins- og sjónvarpsins og að taka þátt í norræna samstarfinu til þess að menningartengsl okkar út á við yrðu áfram fyrst og fremst við Nörðurlönd.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.