Morgunblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR OG LESBÓK 15. tbl. 67. árg. LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. — bílarnir sem keyrðu fram af brúnni Símamyndir AP. Brúarstöplar og hluti brúarinnar hrundu yfir norska skipið eftir áreksturinn. Yfirlit yfir slysstað hröpuðu 40 metra niður áður en þeir skullu í sjónum. Paul f ær ekki að spila á gítarinn sinn Tokyo, 18. janúar. AP. PAUL McCartney, hefur nú dval- ið í 3 daga í japönsku fangelsi. Hann hefur verið úrskurðaður í 11 daga gæzluvarðhald. Paul McCartney er nú 37 ára gamall. Sagt er að hann sé í góðu skapi í japanska fangelsinu, jafnvel þó að honum hafi verið neitað um að spila á gítar í fangaklefa sínum. Yfirvöld segja, að Paul sé með- höndlaður eins og hver annar fangi. Hann er í eins manns klefa og sefur á japanskri dýnu á gólfinu. Félagar hans hafa fengið að færa honum teppi, auk þess að klæðum og heitum mat hefur verið komið til hans en hann er grænmetisæta. Bítillinn Paul var handtekinn fyrir að vera með 219 grömm af maríhúana. Einn af öðrum óku bílamir fram af 40 m hárri brúnni — í svartaþoku og náttmyrkri — hluti brúarinnar hrundi eftir að norskt skip sigldi á hana kolsvart hyldýpið. Rétt eftir miðnætti sigldi norskt 16 Stokkhólmi — 18. janúar — AP. „SKYNDILEGA var bara tóm framundan og ég hemlaði. Ég sat góða stund í bílnum og áttaði mig á að ég hafði stöðvað um 10 metra frá hyldýpinu. Þá sá ég bílljós hinuin megin. Skyndilega svifu þau niður og hurfu svo. Ég var alveg miður mín,“ sagði Jan Rosenberg vöruflutningabílstjóri við fréttamenn eftir að hafa sloppið svo naumlega við að keyra ofan í Einn af öðrum óku bílarnir fram af brúnni og niður í hyldýpið — hröpuðu 40 metra niður áður en þeir skullu á haffletinum. í AP- fréttum segir að minnsta kosti 7 bílar hafi farið fram af brúnni niður í hyldýpið. Ekki er vitað hve margra er saknað, en að minnsta kosti 10 manns voru í bílunum. Engar líkur eru taldar á að nokkur þeirra hafi komist lífs af. Þegar skipið hafði siglt á brúar- stöpulinn og hluti brúarinnar fall- ið yfir það hafði skipið þegar samband við lögregluyfirvöld. Lögreglan kom á staðinn 14 þúsund lesta vöruflutningaskip á einn af undirstöðu- stöplum Almobrúarinnar út í eyna Tjörn á vestur- strönd Svíþjóðar, um 50 kílómetra fyrir norðan Gautaborg. Brúin er 532 metra löng, gífurlegt mannvirki og hún féll niður á 278 metra löngum kafla. Svartamyrkur og þoka var þegar þetta varð. mínútum síðar og stöðvaði alla umferð. Um borð í skipinu var hafnsögumaður og var hann í yfirheyrslu í dag ásamt skipstjór- anum. Skipið mun hafa siglt of nærri landi. Það var á leið inn til Ullevalla. „I sænskum fjölmiðlum hefur verið rætt um að a.m.k. 6 bílar hafi farið fram af brúnni, þar af 2—3 flutningabílar. Engin vissa er um hve margir voru í bifreiðunum en talið að ekki færri en 10 manns hafi verið í þeim,“ sagði Stefán Halldórsson, en hann býr í nágrenni Gautaborgar. Kafarar hafa kafað niður en þeir sjá ekkert fram fyrir sig. Það er allt svart og að sögn yfirmanns björgunaraðgerða verður farið með röntgentæki yfir svæðið til að reyna að finna út hvar bílarnir liggja,“ sagði Stefán ennfremur. Þá sagði Stefán að missir brúar- innar myndi valda íbúum á Tjörn- eyju miklum vandræðum þar sem flestir þeirra sæktu vinnu upp á meginlandið. Að vísu er önnur brú sem tengir eyjuna við meginlandið til Gautaborgar en fólk verður þá að fara um 100 kílómetra auka- krók. Á degi hverjum hafa á milli sjö og átta þúsund bílar ekið um brúna. Pakistanar með mikinn viðbúnað við landamærin Kabúl — Karachi — Teheran — 18. janúar — AP SPÆNSKUR fréttamaður, sem ér nýkominn frá suðurhéruðum Afghanistans, sagði í dag, að Sovétmenn hefðu hrakið uppreisnar- menn upp í afskekkt fjallahéruð. Ilann sagði, að Sovétmenn hefðu uppreisnarmenn í hendi sér við pakistönsku landamærin. Uppreisnar- menn virtust skelfdir yfir því hve Sovétmenn hafa beitt fullkomnum vopnum í baráttunni við þá, m.a. vopnuðum þyrlum og skriðdrekum og orrustuþotum. Uppreisnarmenn megi sín lítils gegn fullkomnustu vopnum úr vopnabúri sovéska hersins. Þeir hafi engin sjálfvirk vopn, aðeins úreit og megi sín lítils. Þeir hafi hörfað upp í snæviþökt fjallahérúðin. Þessar fréttir hafa ekki fengist staðfestar frá Kabúl og almennt eru fréttir frá landinu mjög óijósar. Þá berast fréttir um að afgh- anskir uppreisnarmenn hrekist undan sókn Sovétmanna yfir landamærin til Pakistans. Þús- undir pakistanskra hermanna hafa verið sendir til landamær- anna og herinn er sagður í við- bragðsstöðu. Alls eru nú sjö her- fylki við landamærin. Fréttir ber- ast um mikla vopnaflutninga Kínverja til Pakistans yfir Kara- koram-skarðið. Þá sagði frétta- maður indversku fréttastofunnar UNI, að Sovétmenn hefðu nú nánast alveg afvopnað afghanska herinn, en fjölmargir afghanskir hermenn hafa gengið í lið upp- reisnarmanna í landinu. Zia Ul-Haq, forseti Pakistans, kallaði boð Jimmy Carters Banda- ríkjaforseta, um 400 milljón doll- ara aðstoð við Pakistan, smámuni. Hann sagðist vera mjög vonsvik- inn með boð Bandaríkjamanna. „Pakistan mun ekki kaupa sér óvild Sovétmanna fyrir litlar 400 milljónir dollara. Sovétmenn hafa mun sterkari ítök á þessu svæði en Bandaríkin," sagði Zia við banda- ríska fréttamenn. Hann tók ekki fram hvað hann vildi mikla aðstoð en sagði að hann þarfnaðist orr- ustuþotna, flugskeyta, skriðdreka og fjarskiptakerfis til að styrkja varnir við landamærin að Afghan- istan. Hann sagði, að Bandaríkin myndu ekki fá land undir her- stöðvar í landinu. „Pakistanar munu verja sig sjálfir," sagði hann. Flugvellinum í Kabúl var lokað í dag en þaðan ætluðu fjölmargir bandarískir fréttamenn. Fréttir frá Nýju Delhi sögðu að flugvell- inum hafi verið lokað vegna mik- illar snjókomu í höfuðborginni. Sovéski ambassadorinn í Brasilíu fór í dag á fund utanríkisráðu- neytisins og þakkaði Brasilíu- mönnum fyrir að hafa ekki tekið þátt í kornsölubanni á Sovétríkin. Hann sagði að sú ákvörðun hefði verið rétt. Sadeq Gotbzadeh utanríkisráð- herra sagði í dag að írönsk stjórnvöld rannsökuðu riú sögu- sagnir um herflutninga Sovét- manna að landamærum írans. „Við getum ekki látið sem ekkert sé ef sovéskir hermenn eru við landamæri okkar. Við erum við- kvæmir fyrir þessu og munum mótmæla kröftuglega," sagði Qotbzarieh í viðtali við íranska útvarpið. Heilsu Titos fer hrakandi Bcl);rad. 18. janúar. AP. LÆKNAR sem stunda Josip Broz Tito, hinn aldraða for- seta Júgóslavíu, gáfu i dag í skyn að liðan hans hafði versnað. í opinberri tilkynn- ingu i dag sagði að líðan Titos væri óbreytt. Læknar sögðu í gær, að vegna blóðtappa í fæti forsetans, væri það erfiðlcik- um bundið að halda eðlilegri blóðrás. Talsmaður utanríkisráðu- neytisins í Belgrad gagnrýndi vestræna fjölmiðla fyrir til- raunir til að skapa spennu um Júgóslavíu, eins og hann orðaði það. Hann átti þar greiniiega við fréttir, sem hafa birst um sovéskar áætlanir um íhlutan í Júgóslavíu þegar Tito væri all- ur. Orðrómur er á kreiki um að júgóslavneska hernum hefði verið skipað í viðbragðstöðu og stöðuga fundi helstu leiðtoga landsins vegna veikinda Títos. Aðspurður sagði talsmaðurinn að fréttir um viðbragðstöðu hersins væru út í hött og um stöðuga fundi leiðtoga landsins sagði hann að eins væri um árlega fundi að ræða og ekkert' óvenjulegt við þá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.