Morgunblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1980 HLAÐVARPINN VERÐILJÓS Tæplega 15 þúsund ljósastaurar lýsa upp í skammdeginu I SKAMMDEGINU væri borgin okkar heldur drungaleg ef ekki nyti við birtunnar, sem perur ljósastauranna senda frá sér. Um þetta leyti árs kvikna ljósin milli 4 og 5 á daginn eftir því hve dimmt er úti hverju sinni, en þar er sjálfvirkur rofi, sem stjórnar kerfinu og birtumagnið er mælt með sjálfvirkum mæli. Götuljósin loga síðan fram til 9—10 á morgnana eftir birtunni hvern dag. Yfirleitt logar á götuljósunum einhvern tíma dagsins allan ársins hring, dag. Ef ekkert kemur fyrir per- urnar endast þær 2—3 ár, en missa birtumagn eftir því sem þær verða eldri. Því hefur ekki verið unnt að koma við að endurnýja perur á 2—3 ára fresti og því er birtumagn sumra peranna í götuljósunum jafnvel komið niður í 50% af upprunalegri birtu. A Reykjavíkursvæðinu eru frá 20. maí og fram í ágúst nú tæplega 15 þúsund ljósa- staurar og perurnar í þeim mjög missterkar, allt frá 125 voltum og upp í 2000 volt, en þá eru 2—3 perur í hverjum ljósa- búnaði. Mesta lýsing er á nokkrum ákveðnum svæðum, t.d. við Vesturlandsveg, við Höfnina í Reykjavík og t.d. á stæði lögreglunnar við Hverf- isgötu. aðeins skamma stund hvern Rafmagnsveita Reykjavíkur sér um götulýsingu í Reykjavík, Kópavogi, Garða- bæ, Mosfellssveit, Seltjarnar- nesi, Kjalarnesi og í Hveradöl- um og Bláfjöllum. Kostnaði er síðan skipt niður á þessi sveit- arfélög í hlutfalli við notkun og viðhald. Fossvogurinn væri ekki árennilegur í kolniðamyrkri og erfiðri færð án þessarar götulýsingar. Sigurþór Jakobsson teiknari er hér með bókina um Heinesen, en hann sá um útlit hennar og var hún að mestu leyti unnin hérlendis. Ljósm. Kristján. Auglýsingateikn- un og myndsköp- un tvennt ólíkt í VIKUNNI kom á markað í Danmörku og Færeyjum bók um myndlist William Heinesens. Það hefur vakið athygli að bók þessi hefur að mestu leyti verið unnin hérlendis og hefur Sigurþór Jakobsson auglýsinga- teiknari og myndlistarmaður séð um útlit hennar. Sigurþór opnaði í sumar sem leið teiknistofu að Veltu- sundi 1, en áður hafði hann unnið á stofu hjá öðrum. Við litum inn til hans og spjölluð- um við hann stutta stund. Hvernig stóð á því að þú varst beðinn að sjá um útlit bókar Heinesens ? —Þeir hjá Prentsmiðjunni Odda höfðu samband við mig, en þeir hafa undanfarin ár prentað flestar eða allar bækur fyrir bókaútgáfu Emils Thomsen, Bókagarð. Kynntu þeir mig fyrir honum og samdist okkur um að ég tæki að mér að sjá um allt útlit á bók um færeyska myndlist allt frá byrjun og fram á þennan dag. Síðar kom í ljós að hann hafði hug á að gefa út fleiri bækur á þessu sviði, um einstaka færeyska myndlistarmenn og var ákveðið að Heinesen yrði tekinn fyrir fyrstur, m.a. vegna afmælis hans 15. janúar sl. Hvað finnst þér sem fnyndlistarmanni um þennan bókaflokk ? —Ég hafði mjög gaman af því að vinna við bók þessa, einkum þar sem öll samvinna þeirra, sem lögðu hönd á plóg- inn, var með ágætum. Þetta starf Emils er mikilsvert brautryðjendastarf og vænti ég þess að bókin um færeyska myndlist, sem væntanlega kemur úr í vor á öllum Norður- landamálum, muni sýna hve mikið smáþjóð getur gert til kynningar á myndlist sinni þegar hún á mann á borð við Emil. Hann hefur gert stórkost- lega hluti fyrir Færeyjar og líki ég starfi hans helst við brautryðjendastarf Ragnars í Smára þegar hann gaf út bæk- urnar um íslenska myndlist- armenn. Þarna held ég að hljóti að liggja sömu hugsjónir að baki. Nú starfar þú sem auglýs- ingateiknari jafnframt því að sinna þinni eigin myndlist, er ekki erfitt að sameina þetta? —Jú, en ég sætti mig við þetta meðan ástandið er eins og það er í dag gagnvart mýnd- listarmönnum og öðrum lista- mönnum. Ég þekki fáa lista- menn, sem eru á annað borð búnir að ljúka námi, sem ekki þurfa að skila fullum vinnu- degi til að sjá sér og sínum farborða, en hafa aðeins kvöld og helgar til að sinna hugðarefn- um sínum, nema ef vera skyldi þeir sem eru svo heppnir eða óheppnir að framleiða verk, sem lúta hinum almennu mark- aðslögmálum. Þó vona ég að þetta standi til bóta. En varðandi það hvort auglýs- ingateiknunin hefur áhrif á myndsköpun þá lít ég þannig á að þetta séu tveir gjörólíkir hlutir og því auðvelt að halda þeim aðskildum. Það eina sem tengir þetta tvennt er teikni- kunnáttan, sem ég tel að verði að vera til staðar í báðum tilfellum. Spjallað við Sigurþór Jakobsson STALDRAÐ VIÐ í BLÓÐBANKANUM „Þeir halda læknarnir að það þurfi bara „Halló.“ „Góðan dag, þetta er Blóðbank- inn%“ „Já, góðan dag.“ (Það var svo sem ágætt að þetta var ekki einhver hinna hankanna að iumbra á manni fyrir gúmmí- tékka! En Blóðbankinn er ekki sem verstur.) „Geturðu komið og gefið blóð, okkur vantar þinn flokk?“ „Minn flokk. já, ætli ég komist ekki eftir nærri klukkustund.“ „Það er gott, við treystum því.“ Minn flokk. Það er ekki ónýtt að vera í eftirsóttum flokki, ætli stjórnmálaflokkarnir mættu ekki vel við una ef bankastjórarnir tækju upp á þvi að kalla fulltrúa þeirra til sín utan úr bæ? En að skrúf a hvað um það. Eftir tilsettan tíma var undirritaður með hálfann hugann kominn, tilbúinn til að láta stinga sig í puttann og síðan handlegginn til að einhver gæti hugsanlega fengið þennan dökk- rauða vökva, sem við þolum helst ekki að sjá. Komumaður tilkynnti sig, skráð var i bækur og siðan lá leiðin í herbergið þar sem blóðið rennur. Glas af ávaxtasafa er rétt að mér og síðan er athugað sýnishorn af blóðinu. Stungið eldsnöggt í litla putta (liklega til að láta okkur halda að við meiðum okkur ekki, enda þóttist ég ekkert finna). „Sjáum til, 17 ,5%, það er ágætt.“ frá krana“ Ágætt, hvaða prósent sem þar skyldu vera. A.m.k, greiðir Blóð- bankinn ekki vexti, en þegar þetta var búið þá var ekki eftir neinu að bíða með að leggjast á bekkinn og láta mæla blóðþrýst- inginn. Ekki var hann afleitur og þá var stundin runnin upp: Lítill blettur á handleggnum var vætt- ur spritti og síðan stungið á. Allt í einu birtist í gættinni hjúkrun- arkona... hjúkrunarfræðingur heitir það víst: „Eru B-mínusarnir ekki tilbún- ir?“ „Annar er þegar til, hinn verður það rétt bráðum,“ segir blóðtökuhjúkrunarfræðingurinn. „Eftir hvað langan tíma? Það á að senda þá „akút“ á Borgarspít- alann.“ „Það á bara eftir að renna í pokann og þá eru tveir B-mínus- ar tilbúnir.“ (Við mig): „Þeir virðast halda læknarnir að það þurfi ekkert annað en skrúfa frá krana, það er nú meira hvað liggur á.“ Og fumlaust og hratt heldur hún áfram störfum sínum. Nú hefur blóðskammtur minn runn- ið i plastskjóðuna, slöngunni er kippt úr sambandi, lokað fyrir og pokinn er tilbúinn til sendingar. Þar með hafa verið afgreidáir á örskömmum tíma nokkrir pokar af blóði til þeirra er þurfa þeirra við hið bráðasta. En einnig þarf Blóðbankinn að útvega sér tals- vert af blóði til að haía til helgarinnar ef grípa þyrfti til þess, því það geymist ekki mjög lengi. Það þýðir ekki að stimpla á pokann einhvern síðasta söludag eins og Mjólkursamsalan, ef ég skildi rétt þá er það mælt í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.