Morgunblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1980 7 Utanþings- stjórn Jón Sigurðsson, rit- stjóri Tímans, ræðir í for- ystugrein í gær um stjórnarkreppuna og veitir bersýnilega fyrir sér þeim möguleika, að grípa veröi til þess að mynda utanþingsstjórn. Hann segir: „Við aðstæður sem þessar þarf sterka stjórn sem veit hvað hún vill og knýr fram vilja sinn. Slík stjórn veröur að styðjast við meirihluta ó Alþingi, því að augljóst er að jafnan þarf tilstyrk Al- þingis að koma fram lög- um og öllum mikilvæg- ustu ákvörðunum stjórn- valda. Eftir því sem lengra líður á tilraunir flokkanna til stjórnarmyndunar verða vandamálin örö- ugri og erfiöleikarnir meiri. Ábyrgir stjórn- málamenn hljóta að sama skapi að leggja fleiri ágreiningsmál til hliðar, en einbeita sér þeim mun frekar að þeim sjónarmiðum sem sam- eina sem allra flesta. Takist ekki meö neinu móti aö mynda ríkis- stjórn sem styðst beinlín- is og formlega viö meiri- hlutafylgi á Alþingi, eru góö ráö dýr. Svo er ráö fyrir gert í stjórnar- skránni aö forseti Islands geti tekiö þaö ráð aö kveðja hverja þá menn sem hann sjálfur kýs til að mynda ríkisstjórn, og á sínum tíma valdi Sveinn Björnsson, þáver- andi forseti, þennan kost. í reynd verður aö telj- ast lítill efnislegur munur ó því hvort að völdum situr ríkisstjórn sem á uppruna sinn í einhverj- um þingflokki, en er í minnihluta á Alþingi, eöa ríkisstjórn landsins er skipuð öðrum aðilum án beinna tengsla við þing- ið. Aðalatriöið er í slíkri stöðu hitt: Hverja kosti hefur slík stjórn á því aö koma fram málum sín- um? Nýtur hún skitnings eða jafnvel trausts meðal verulegs hluta Alþingis eða ekki? Allar hugleiðingar manna um slík neyðar- úrræði sem minnihluta- stjórn á Alþingi eða utan- þingsstjórn hljóta að miðast við þetta megin- atriði. Enda þótt þing- ræðisreglunni yrði vikið til hliðar um stund, sem verður í báðum slíkum atvikum, þá verður ekki fram hjá Alþingi komist og afstaða þess mun ráða öllum úrslitum, hvort sem ráðherrar eru úr hópi þingmanna og flokksbundnir eða ekki.“ Vandi Alþýöu- bandalagsins Árni Bergmann, rit- stjóri Þjóðviljans, ræðir í forystugrein í gær um þann vanda, sem Alþýðu- bandalagið stendur frammi fyrir, þegar taka þarf ákvöröun um aðild að rfkisstjórn. Um þetta segir ritstjórinn: „Hitt er svo annað mál, að flokkur sem vill meiri- háttar breytingar á gerð þjóðfélagsins er í nokk- urri klemmu að því er varöar samsteypustjórn- ir. Hann gengur til sam- starfs við önnur pólitísk öfl, sem a.m.k. nú um stundir hafa engan áhuga á tiiraunastarfsemi í þjóðfélagsmálum og hugsa ekki út fyrir þann ramma sem efnahagslífi og efnahagslegum ráð- stöfunum eru nú settar. Þessi sömu öfl gera litlar sem engar athugasemdir við sjálfar þær forsendur sem efnahagsdæmin eru reiknuð út frá. Vinstri- flokkur er tilneyddur til að taka þátt í að reikna slík dæmi — því ekki er boðið upp á aðra kosti. En ef hann ætlar sér annað og stærra hlutverk en hefðbundið sósíal- demókratí þá þarf hann í leiöinni að taka miö af langtímamarkmíðum, af sérstööu sinni, af því, að það eru reyndar ekki sósíalistar sem hafa skapað það samfélag sem nú er í kreppu. í sjáfri þessari stöðu eru merkileg ágreinings- efni fólgin, sem hollt er að horfast í augu við. Þeir sem neita að taka þátt í því, með fáanlegum bandamönnum, aö leysa brýnan vanda sem brennur á öllu alþýðu- fólki, þeir eiga þaö á hættu aö einangrast í sjálfumglöðum stofusósíalisma. En þeir sem týna öllum áttum í hversdagsleika mála- miðlananna eiga á hættu örlög hægrikratismans. Hér er um að ræða vanda sem er sameiginlegur öll- um vinstrihreyfingum Evrópu: Að finna skyn- samlegt jafnvægi milla lausna á dægurverkefn- um og róttækra hug- sjóna. Virk og málefnaleg umræða um þá hluti er eitt af því sem Alþýðu- bandalagið fær ekki skorast undan — hvernig sem þær stjórnarmynd- unarviöræöur enda sem nú fara fram.“ Svarthöföi og Svavar Svarthöfði Vísis fjallar í gær um tilraun Svavars Gestssonar til stjórnar- myndunar og telur, aö umræður um „sögulegar sættir“ valdi því að lítið verði um mótmæli gegn því að Svavar Gestsson taki að sér stjórnarmynd- un. Um þetta segir Svarthöfði m.a.: „Beiðnin 1978 vakti engu að síður mikla at- hygli erlendis meðal þeirra þjóða, sem við teljum okkur þurfa aö hafa samneyti við vegna líkra stjórnarhátta. Þá voru líka gleðidagar af því þá voru kommar í fréttum. Nú hefur hins vegar skipt um skreiö. Enginn er þess megnug- ur lengur aö andmæla núvernaid ráðstöfun, enda hafa í millitíðinni komið upp kenningar um sögulegar sættir og fleira þvílíkt, og fyrst svo er komið er alveg sjálfsagt fyrir hina fáu andmæl- endur aö lofa hinum vitru og stjórnvísu að teyga sinn bikar í botn ... „Hin meira og minna duldu átök, sem urðu út af samskonar máli 1978 uröu mörgum manninum nóg lexía. Kenningin um sögulegar sættir slitu líka samhengi gagnrýninnar. Þar féllu göt á gamalt virki.“ Ályktun SÍNE: Námslán nægi til fram- færslu námsmanna Samband íslenskra námsmanna erlendis samþykkti á fundi sínum snemma i janúar tillögur þar sem er m.a. skorað á þing- menn að samþykkja frumvarp til breytinga á lögum um námslán og námsstyrki og skorað er á stjórnvöld að þau sjái til þess að Lánasjóður isl. námsmanna fái það sem hann fer fram á í fjárhagsáætlun 1980. í ályktunum SÍNE segir m.a.: „Allar götur síðan lögin um námslán voru sett, hafa náms- menn sett þá kröfu á oddinn að staðið yrði við stefnuákvæði lag- anna þess efnis að námslán nægi til framfærslu námsmanna. Sú barátta hefur staðið í u.þ.b. 12 ár án árangurs, þótt stjórnmála- flokkarnir hafi verið ósparir á stuðning sinn fyrir þingkosningar þegar þeir hafa þurft á atkvæðum námsmanna að halda.“ Þá er í einni ályktun SÍNE mótmælt niðurskurði sem fram kemur í fjárlagafrumvarpinu og skorað er á stjórnvöld að þau sjái til þess að allt nám að loknum grunnskóla njóti aðstoðar LÍN og skorað er á stjórnvöld að veita námsmönnum meirihlutavald í stjórn Lánasjóðsins. Veitum alhliða þjónustu og ráögjöf um bókhald og eignaumsýslu fyrirtækja og einstaklinga. Ðókhaldsþjónusta Sölu- og vörugjaldsskýrslur, viöskiptamannabókhald, launabókhald, fjárhagsbókhald og reikningsskil. Eignaumsýsla Fjármála- og eignaumsjón. Framtalsaðstoð Skattframtöl fyrir einstaklinga og félög. Skrifstofuþjónusta Getum annast almenna skrifstofuþjónustu. Tölvuvinnsla og vélabókhald. Armúli 21, símar 84700 og 83383 íbúð óskast til leigu strax Helst þarf íbúöin aö vera minnst 80 ferm. og æskilegt aö íbúðin sé í Teigahverfi. Uppl. í síma 37299. Hestamenn Hver tók bleikálóttan hest í misgripum frá Ragnheiö- arstööum (landi Fáks) í desember? Er meö annan bleikálóttan í óskilum. Uppl. í síma 13212. Til sölu Flugvélin TF-DGA c 172 árgerö 1962, meö nýjum mótor, u.þ.b. 130 tímar búnir. Tæki: ADF, VOR, ILS Transponder. Upplýsingar gefur Kjartan Þ. Emilsson. Símar 33672 eða 17430 (Ext. 43). Einn franskur fyrir fimm PEUGEOT 504 GL 96 DIN ha vél. Afturhjóladrifinn. Sjálfstæð fjöðrun á öllum hjólum. Aflhemlar og tvöfalt bremsukerfi. 4 gírar áfram og altir samhæföir. Gólfskipting. Jafnaðareyðsla á hverja 100 km 10,2 Itr. Hámarkshraði 164 km á klst. 5 manna með ökumanni. Peugeot hefur unniö fleiri Þolaksturskeppnir en nokkur önnur gerð bíla. HfíRMíU fff| Húa sí VAGNHÖFÐA 7 — SÍMI 85211 UMBOÐ A AKUREYRI I FURUVÖLLUM 11 — SÍMI 21670 EFÞAÐERFRÉTT- Wrr f/ næmtþáerþaðí MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.