Morgunblaðið - 19.01.1980, Síða 27

Morgunblaðið - 19.01.1980, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1980 27 40 milljarða velta hjá Cargolux á s.l. ári: „Við erum þokkalega ánægðir með okkar hlut“ „LOKAUPPGJÖR síðasta árs liggur nú ekki fyrir ennþá, en það er óhætt að segja að við erum alveg þokkalega ánægðir með okk- ar hlut,“ sagði Einar Ólafsson, forstjóri Cargolux, í samtali við Mbl. „Við lentum auðvitað í tíma- bundnum vandræðum vegna sífelldra eldsneytishækkana, en þó ekki þannig að við þurfum að hafa áhyggjur af. í því sambandi er vert að geta þess, að Jumbóinn okkar, Boeing 747-vélin kom alveg sérstaklega vel út rekstrarlega séð, í raun mun betur en við höfðum þorað að vona. Það hafði ekki lítið að segja í sambandi við þessar eldsneytishækkanir allar. Varðandi útlitið á þessu ári gerum við okkur vonir um að halda settu marki, þ.e. að halda fengnum hlut og bæta við á nokkrum leiðum. T.d. er um þessar mundir sendinefnd á okkar vegum niðri í Kenya til þess að leita hófanna um leyfi til flugs þangað, en við fengum synjun þar í haust. Við gerum okkur vonir um að fá einhver svör að þessu sinni, en hver verða get ég auðvitað ekki sagt um á þessu stigi," sagði Einar ennfremur. Þá var Einar í framhaldi fréttar í Morgunblaðinu um síðustu helgi — segir Einar Ólafsson fram- kvæmdastjóri Einar ólafsson, forstjóri Cargo- lux. þess efnis, að Halldór Guð- mundsson, flugvélstjóri og yfir- maður viðhaldsdeildar Flugleiða tæki bráðlega við starfi fram- kvæmdastjóra Cargolux í Banda- ríkjunum, inntur nánar eftir þeirri starfsemi. „Við fengum fyrir nokkru opið leyfi til vöru- flutningaflugs til Bandaríkjanna, þ.e. við megum fljúga til þeirra staða sem við óskum. Við tókum ákvörðum um að stofna dótturfyr- irtæki Cargolux með aðsetur í Miami í Flórída og það stendur til að Halldór taki þar við fram- kvæmdastjórastöðu. Við munum hefja flug þangað einu sinni í viku á DC-8 í febrúar, en síðan munum við auðvitað auka þetta ef vel gengur, sem ég á von á.“ Aðspurður um hvort von væri á breytingum á flota félagsins sagði Einar það ekki vera. „Við erum með í gangi níu flugvélar um þessar mundir og þær anna okkar flutningum nokkurn veginn. Þetta eru ýmist vélar í okkar eigu, eða á kaupleigusamningum og í beinni leigu," sagði Einar. Að síðustu var Einar spurður hver væri velta fyrirtækis eins og Cargoiux. „Áætluð heildarvelta okkar á síðasta ári var um 100 milljónir dollara, eða um 40 millj- arðar íslenzkra króna." Þá má geta þess, að Cargolux hefur ákveðið að skipta um mótor- ana í öllum DC-8 vélum félagsins, en hinir nýju mótorar eru mun hljóðlátari, kraftmeiri og eyða minna eldsneyti en þeir gömlu. Jumbóinn, Boeing-747, kom betur út en menn þorðu að vona. METAR 700 farþegaþotur smíðaðar á s.l. ári FRAMLEIDDAR voru fleiri far- þegaþotur á s.l. ári en nokkru sinni fyrr í sögunni. eða ríflega 700 þotur, að verðmæti um 20 milljarðar dollara eða um 7900 milljarðar ísienzkra króna. Inn í þessari tölu eru einnig varahlutir með vélunum. Þá voru fluttir fleiri farþegar á s.l. ári en nokkru sinni fyrr, eða um 745 milljónir manna. en það er um 10% aukning frá árinu áður. Þá varð mikil aukning í smíði ýmiss konar smáþotna, sem sér- framleiddar eru fyrir kaupsýslu- menn og aðra þá sem ferðast í einkavélum. Auk þeirra 700 þotna, sem fram- leiddar voru á árinu sem leið, voru pantaðar um 200 þotur til viðbótar, sem gerir það að verkum að flug- vélaframleiðendur geta ekki tekið við viðbótarpöntunum fyrr en á miðju þessu ári. Flestir flugvélaframleiðendur eru sannfærðir um að þessi stöðuga eftirspurn eftir nýjum farþegaþot- um muni halda áfram út allan þennan áratug vegna þess, að þörfin 745 milljónir f arþega fluttar sem er mesti f jöldi frá upphafi fyrir endúrnýjun sé svo óvenjulega mikil. Mjög mikið af þeim þotum, sem nú séu í notkun, séu orðnar 15—20 ára gamlar. Þá er talið að það muni flýta mjög fyrir þessari endurnýjun að þær farþegaþotur, sem nú eru framleiddar, eyða um 30% minna eldsneyti en þær eldri og varahlutir eru orðnir tiltölulega ódýrari vegna meiri fjöldafram- leiðslu. Að mati sérfræðinga í flugmálum má gera ráð fyrir að smíða þurfi a.m.k. 3500 farþegaþotur á næstu tíu árum til þess að mæta þeirri endurnýjunarþörf, sem fyrir hendi er, en á verðlagi í dag er það endurnýjun upp á 100 milljarða dollara eða um 39500 milljarðar íslenzkra króna. Boeing-flugvélaverksmiðjurnar bandarísku fengu langflestar pant- anir á s.l. ári eða 314. Þar af voru pantaðar ein af gerðinni Boeing-707, 106 Boeing-727, 76 Boeing-737, 80 Boeing-747 Jumbo og 51 Boeing-767, sem eru nýjar vélar á markaðinum. Þá má geta þess að Boeing-verk- smiðjurnar eru með nýja vél, Boeing-757, í hönnun og kemur hún væntanlega á markað á næsta ári, og mun þá‘ væntanlega taka við hlutverki Boeing-727-vélanna. Þeir framleiðendur sem komu næstir á eftir Boeing eru Airbus- verksmiðjurnar evrópsku sem fengu 221 pöntun á A-300 og A-310 vélum samanlagt og er þar um mikla aukningu að ræða frá árinu áður. McDonell Douglas-verksmiðjurn- ar bandarísku koma svo þriðju í röðinni, en hjá þeim voru pantaðar alls 46 DC-10-vélar þrátt fyrir öll vandræðin í kringum þær vélar á árinu og síðan voru pantaðar 62 vélar af gerðinni DC-9. Eins og framan greinir jukust farþegaflutningar um 10% á liðnu ári, en vöruflutningar hins vegar jukust aðeins um 8%, sem er nokkru minna en búist hafði verið við. Ný hárgreiðslustofa í Garðabæ • Ný hárgreiðslustofa hefur verið opnuð í Garðabæ, Hárgreiðslustof- an Ella, Reynilundi 2. Stofan er opin alla virka daga frá kl. 8.30 til 5 og laugardag til kl. 3 e.h. Veitt er almenn hársnyrting og auk þess er á hárgreiðslustofunni leikaðstaða fyrir börn. Meðfylgjandi mynd tók ljósm. Mbl. Emilía i hinni nýju hárgreiðslustofu i Garðabæ. Vertíðin byrjar illa á Hornafirði Höfn, Hornafirði. 17. janúar HJÁ Hornafjarðabátum hófst vertíð upp úr áramót- um, en gæftir hafa verið mjög óhagstæðar. 14 bátar hafa róið með línu og einn verið á togveiðum. Alls voru farnar 58 sjóferðir fram til 15. janúar og varð heildar- afli þann tíma 307 lestir, meðalafli í róðri því 5,3 lestir. I fyrra höfðu 16 bátar aflað 561 lest á sama tíma í 84 róðrum, eða 6,7 lestir til jafnaðar í róðri. Afli er því 253 lestum minni í ár og meðalafli 1,4 lestum minni í róðri. Gunnar. Heyrnarskertum verði gert auðveld- ara að fylgjast með sjónvarpsefni Esperantistafélagið Auroro hefur gert svofellda samþykkt: Fundur í Esperantistafélaginu Auroro, haldinn 14. des. 1979, minnir á að samkvæmt 19. grein mannréttindayfirlýsingar Sam- einuðu þjóðanna eru það mann- réttindi að mega tala við annað fólk, „leita, taka við og dreifa vitneskju" (leturbreyting hér). Slík réttindi eru innantóm orð ef aðstæður í samfélaginu banna mönnum að neyta þeirra, og minn- ir félagið í því sambandi á ályktun sína frá 7. des. 1978 um gagnsleysi slíkra réttinda þegar sameiginlegt tungumál skortir. Við Islendingar höfum ekki tal- ið okkur til þeirra þjóða þar sem minnihlutahópum er meinað að nota móðurmál sitt á eðlilegan hátt, ýmist vegna þess að það er beinlínis bannað eða því er haldið niðri af félagslegum aðstæðum, og við lítum með réttlátri hneykslan til þeirra landa þar sem slíkar hindranir í samskiptum manna eru lagðar á leið þjóðarbrota eða minnihlutahópa. En fundurinn bendir á að slíkir minnihlutahóp- ar eru fleiri en þjóðabrot með sérstakt tungumál, og minnir í því sambandi á stóran minnihlutahóp hérlendis sem aðstæður í samfé- laginu banna að njóta eðlilegra samskipta við landa sína. Minnihlutahópur heyrnar- skertra og heyrnarlausra Islend- inga er stór og getur sökum fötlunar sinnar ekki notið út- varpsefnis né heldur sjónvarps- efnis annars en þess sem ritaður texti fylgir. Meðal þessa er margt ungt fólk. Því bendir Esperantistafélagið Auroro sérstaklega á nauðsyn þess að setja texta við sem allra mest af innlendu sjónvarpsefni. I því sambandi þakkar fundurinn það framtak að flytja heyrnar- skertum kosningaúrslitin í des- emberbyrjun á táknmáli þeirra með þeim hætti að líklegt var einnig til skilningsauka heyrend- um. Fundurinn bendir Ríkisútvarp- inu á að unnt er að koma til móts við fyrrgreindan minnihlutahóp með því að: 1) Sýna í upphafi hvers frétta- tíma sjónvarps textayfirlit á skjánum, annaðhvort um leið og það er lesið fyrir heyrandi fólk eða síðustu mínúturnar áður en fréttalestur hefst. 2) Flytja á táknmáli vikulegt fréttayfirlit í sjónvarpi. 3) Gera allt sjónvarpsefni með íslensku tali aðgengilegt heyrn- arfötluðum með því að setja texta við það, þar á meðal þætti um landafræði, náttúrufræði, vísindi, tækni, atvinnuhætti og svo framvegis. Liði 1 og 2 mun vera unnt að framkvæma án verulegs kostnað- ar eða mikils undirbúnings, en það er réttlætismál að koma þeim öllum í verk sem fyrst. Sé ekki fé tiltækt til þessa, er eðlilegt að skerða ögn fé til þeirra dagskrár- liða sem eingöngu gagnast fólki með enga fötlun. Fundurinn heitir á yfirstjórn Ríkisútvarpsins, útvarpsráð og út- varpsstjóra, að duga þessu mann- réttindamáli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.