Morgunblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1980 Fyrstu frímerki ársins 24. jan. nk. Kona frá Afríku. Kristniboðs- vika á Akra- nesi hefst á morgun SVOKÖLLUÐ kristniboðsvika hefur jafnan verið haldin á Akra- nesi í janúarmánuði undanfarin ár og hefst hún að þessu sinni sunnudaginn 20. janúar og stend- ur til næsta sunnudags á eftir. Eru samkomur haldnar í Akra- neskirkju og hefjast kl. 20:30. A hverju kvöldi eru á dagskrá fréttir og frásagnir af íslensku kristniboði, hugleiðing og Æsku- lýðskór KFUM og K í Reykjavík kemur í heimsókn eitt kvöldið. Ræðumenn á fyrstu samkomunni verða sr. Björn Jónsson sóknar- prestur og Margrét Hróbjarts- dóttir hjúkrunarkona og mun hún einnig syngja einsöng. Seinni sunnudaginn, 27. janúar, kl. 14 verður guðsþjónusta með altaris- göngu í Akraneskirkju. Benedikt Arnkelsson guðfræðingur predik- ar og sóknarprestur þjónar fyrir altari. Lokasamkoman verður síðan það kvöld. Tvær sérstakar samkomur í vikunni eru ætlaðar börnum á þriðjudag og föstudag kl. 17 og eru þær einnig í kirkjunni. Þess má og geta að á samkomunum verður tekið á móti gjöfum til kristni- boðsstarfsins. Nýja frystihúsið á Djúpavogi tekur til starfa að fullu um næstu mánaðamót 26. Djúpavogi 18. janúar. TVEIR bátar róa héðan með línu. Afli hefur verið sæmi- legur, frá fimm til átta tonn í róðri. Gert er ráð fyrir, að fimm bátar rói héðan þegar nýja frystihúsið tekur til starfa af fullum krafti, en við væntum þess að það geti orðið um næstu mánaðamót. Tíðarfar hefur verið gott en dálítið umhleypingasamt með köflum. Frostlítið hefur verið og að mestu snjólaust á lág- lendi. Menn frá Rafmagnsveitum ríkisins hafa unnið við að grafa raflínur í jörð bæði fyrir og eftir jól og í gær var verið að aka möl á vegarspotta hér í þorpinu. í fyrra um þetta leyti bilaði jarðstrengurinn í nánd við Kaupfélagshúsin og þurfti þá að höggva 70 sm þykkan klaka en nú er aðeins þunnt klakalag í jörðu. Eftir langt hlé um jól og áramót hefst þessi þáttur að nýju, og er þá fyrst fyrir að bjóða lesendum hans gleðilegt ár og góðar undirtektir á liðnu ári. Islenzka póststjórnin gefur fyrstu frímerki sín á árinu 1980 út 24. þ.m. — eða næstkomandi fimmtudag. Er tilkynning henn- ar um þessi frímerki komin út fyrir nokkru, en þau verða tvö. Þröstur Magnússon teiknar þau, eins og ýmis önnur merki á undanförnum árum. Þá eru þau prentuð í Frakklandi hjá Frímerkjaprentsmiðju frönsku póstþjónustunnar og að sjálf- sögðu með djúprentunaraðferð. Því fagna áreiðanlega flestir safnarar, þar sem djúpprentun á einmitt mjög vel við myndefni frímerkjanna, íslenzka hundinn og refinn, en þeir hafa fylgt forfeðrum okkar allt frá land- námsöld og lifað hér fram á þennan dag. Segja mætti mér, að margur fagni einnig stærð merkjanna, en hún er 26x20 mm eða litlu stærri en gömlu Gull- fossmerkin voru. Ekki á ég samt von á, að þessi nýju merki verði sérstök hversdagsmerki (brugs- mærke á dönsku) eins og hin gömlu, enda tæplega von, að þau komi lengi að notum til burð- argjalds á tímum stöðugs hækk- andi verðlags. Ég geri ráð fyrir, að margur velti fyrir sér verð- lagi lægra verðgildisins, sem er 10 krónur, og finnist það næsta hlægilegt. Samt er ljóst, þegar vel er að gáð, að það á vafalaust að verða til fyllingar burðar- gjalds með öðrum merkjum, sem nú eru ekki gjaldgeng ein sér, ef svo má segja. Hins vegar verður hærra verðgildið, 90 krónur, tæplega lengi nothæft eitt sér, þótt það dugi undir prentað mál þessa dagana. Ég er viss um, að þessi nýju íslenzku frímerki verða eftirsótt, bæði hjá hinum almenna safn- ara og þá ekki síður hjá þeim, sem safna dýrafrímerkjum sér- staklega, en þeir munu vera margir um víða veröld. Merkin eru líka falleg og fara örugglega vel á bréfum, þar sem stærð þeirra er heppileg. Kæmi mér þess vegna engan veginn á óvart, þótt þau gengju nokkuð fljótt til þurrðar þrátt fyrir verðgildið. En vitaskuld ræður þar svo um, hversu upplag þeirra er stórt. Annars er vonandi, að íslenzka póststjórnin haldi áfram á þeirri braut að gefa út frímerki í þessum stærðarflokki, en ég álít, að hún hafi of sjaldan farið þá leið á liðnum áratugum. Um íslenzka hundinn, sem prýðir 10 kr. merkið, segir í tilkynningu póststjórnarinnar, að talið sé líklegt, að hann hafi komið hingað til lands með landnámsmönnum frá Noregi, en hann er einnig náskyldur grænlenzkum sleðahundum. Er hann meðalstór og aðaleinkenni hans eins og allir vita upprétt eyru og hringuð rófa. Hefur íslenzki hundurinn fyrst og fremst verið hafður sem fjár- hundur. Um miðja þessa öld var svo komið, að við vorum nærri búin að útrýma honum vegna blöndunar við erlend hundakyn, sem hingað höf'ðu verið flutt. Sem betur fer, var íslenzka hundastofninum bjargað á síðustu stundu. Eru íslenzkir hundar nú ræktaðir bæði hér á landi og erlendis. Um íslenzka refinn, sem er á 90 kr. frímerkinu, er það að segja, að hann er heimskautaref- ur og var eina landspendýrið á Islandi, þegar landnámsmenn bar að garði á 9. öld. Er þessi tegund einnig útbreidd um nyrztu lönd jarðar. Þar sem þessi tvö dýr hafa fylgt íslendingum allt frá upp- hafi byggðar á þessu eylandi, á vel við að minnast þeirra á frímerkjum. En hvenær fáum við kisuióru á íslenzkt frímerki? Ég held hún megi ekki lengi verða utangarðs úr þessu, enda er líklegt, að húskötturinn hafi flotið með til Islands á land- námsöld eins og hundurinn. Önnur íslenzk frímerki árið 1980 íslenzka Póst- og símamála- stofnunin hefur svo greint frá þeim öðrum frímerkjum, sem hún hyggst gefa út á þessu ári. Næstu frímerki verða Evrópu- frímerki í tveimur verðgildum, og munu þau koma út 28. apríl. Að þessu sinni verður hið sam- eiginlega myndefni „frægir menn“. Hefur íslenzka póst- stjórnin kosið að minnast hér rithöfundanna Gunnars Gunn- arssonar og Jóns Sveinssonar, Nonna, en báðir hlutu þeir mikla frægð hér heima og erlendis í lifanda lífi, svo sem öllum Islendingum er enn í fersku minni. Ér því vel við hæfi að minnast þeirra af þessu tilefni. í júní er væntanlegt Ólympíu- frímerki í sambandi við Ólympíuleikana á þessu ári, sem fram eiga að fara í Moskvu á næsta sumri. Mun mynd þessa merkis verða af íþróttamann- virkjunum í Laugardal hér í Reykjavík. í september koma svo út Norðurlandafrímerki í tveimur verðgildum, og verður myndefn- ið að þessu sinni „nytjalist frá fyrri tímum". Sjö íslenzk frímerki eru þess vegna örugg á árinu, en af öðrum frímerkjum, sem rætt hefur ver- ið um að gefa út, er frímerki í tilefni 50 ára afmælis Ríkisút- varpsins, og svo er sagt, að ýmis almenn frímerki séu í undirbún- ingi, hvað svo sem póststjórnin á við með orðunum „almenn frímerki". En það kemur í ljós á sínum tíma Vel heppnuð frímerki Svo oft hefur íslenzka póst- stjórnin verið gagnrýnd fyrir misheppnaðar frímerkjaútgáfur, að sjálfsagt er einnig — og ekki síður — að geta þess, þegar vel tekst til og fagna því um leið. Hinn 11. des. sl. komu út þrjú frímerki í flokknum: Merkir íslendingar, og urðu þrír kunnir tónlistarmenn fyrir valinu. Frá þessum merkjum var sagt 1. des. og birtar myndir af þeim. Nú hafa lesendur litið þau augum. Er það samdóma álit nær allra, sem ég hef hitt að máli, að hér hafi tekizt óvenjuvel til, og á litaval nierkjanna sinn þátt í því. Allir hljóta að taka eftir, að. póststimpill kemur mjög greini- lega fram á merkjunum, en það er einmitt það, sem flestir safn- arar vilja nú orðið. Margir höfðu kvartað undan því, að erfitt væri að rífa franskprentuðu merkin í sundur þar sem bæði pappír væri nokk- uð þykkur og límið eitthvað „seigt“. Þetta hvort tveggja virð- ist alveg úr sögunni með þessum frímerkjum frá í desember. Þá er það mikill kostur, að arkirnar hafa verið minnkaðar niður í 25 merki, enda er nú auðvelt að geyma þær óbrotnar. Ekki mun þetta síður fagnaðar- efni póstmanna, þar sem mjög erfitt er fyrir þá að „hemja" þessar flannastóru arkir og koma þeim fyrir í geymslumöpp- um. Nú er þessi vandi úr sög- unni. Lítinn vafa tel ég á því, að póstyfirvöld hafi fregnað af þessu óhagræði öllu og trúlega sjálf sannreynt og því komið kvörtunum á framfæri við frönsku prentsmiðjuna. A.m.k. hefur orðið hér á gerbreyting til hins betra, og ber að þakka það, hver svo sem á heiðurinn. Jólamerki 1979 Rétt er að halda þeirri venju liðinna ára að geta um síðustu jólamerki hér í þættinum. í fyrra var rætt um verðlagningu þeirra, enda hygg ég hún sé enn óþarflega há og það svo, að það dragi úr sölu þeirra, a.m.k. til annarra en beinna safnara. Engu að síður er útgáfa þessi nokkuð fjölskrúðug, eins og sjá má á spjaldi því, sem fylgir þættinum eða 12 jólamerki. Ekki segir það þó alla sögu, því að nú eru sum félögin, sem að þessu standa, farin að leika þann hæpna leik sér til ábata að hafa einnig til sölu ótökkuð merki. Þá er prentað á jaðra sumra ark- anna, en annarra ekki. Skátar gefa sín merki út í 15 merkja örkum, og er ekkert merkjanna eins. Til er svo að gefa út arkir, sem nefnast á fagmáli „skala- prent“, og eru þær seldar alldýrt. Hugsunin á bak við jólamerkin var í upphafi góð og er það raunar enn í flestum tilvikum, en hér hefur tilhneigingin til að spila á söfnunarhneigð manna farið of langt að mínum dómi. Ég er þeirrar skoðunar, að hér þurfi ekki síður að gæta hófs en í sambandi við frímerkjaútgáfu. Frimerki eftir JÓN AÐAL- STEIN JÓNSSON Ekki verður hér rætt sérstak- lega um hvert jólamerki, heldur verða þau rakin í sömu röð og venja hefur verið, þ.e. byrjað á því félagi, sem fyrst hóf útgáfu jólamerkis, og haldið svo áfram til síðasta árs. Annars má benda á sögulegt yfirlit yfir þessa útgáfu í þætti í Mbl. 14. jan. 1978. Hefst þá upptalningin án frekari formála: Thorvaldsens- félagið í Reykjavík, Kvenfélagið Framtíðin á Akureyri, Bandalag skáta, Lionsklúbbur Siglufjarð- ar, Rotaryklúbbur Kópavogs, Lionsklúbburinn Þór, Lions- klúbburinn Bjarmi í V.-Húna- vatnssýslu, Landsamband íslenzkra frímerkjasafnara, kirkjusöfnuður Stykkishólms og Lionsklúbbur Dalvíkur. Rekur hann lestina, enda er hann nú með í fyrsta skipti. Bolli Davíðsson í Frímerkja- húsinu hefur sent þættinum þessi jólamerki og látið í té upplýsingar um þau. Ber að þakka honum þá aðstoð við þáttinn. Bolli hefur tjáð mér, að það muni verða í síðasta sinn, sem Stykkishólmur verður með jólamerki, en þar var útgáfan hafin 1978. Þá hefur hann enn fremur bent mér á, að þau mistök hafi orðið við prentun jólamerkis Bjarma, að ártalið 1978 hafi verið prentað í stað 1979. Varð að leiðrétta þetta með yfirprentun í rauðum lit. Er sjálfsagt að taka þetta fram hér, svo að einhverjir haldi ekki,-að þeir Bjarma-menn hafi verið að nota upp birgðir fyrra árs, en slíkt hefur vissulega komið fyrir annars staðar, svo sem jóla- merkjasafnarar kannast við. Enda þótt hér hafi verið farið fremur fljótt yfir sögu síðustu jólamerkja, vonast ég til, að fengur þyki í, að þeirra allra sé getið á einum stað. Ef það auðveldar svo einhverjum að eignast þau öll, er tilganginum náð. Ingimar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.