Morgunblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1980 3 Reglugerðin án lagastoðar: Ahöfnum einnig óheim- ill innflutningur bjórs - skv. túlkun lögfræðings á áfengis- og tollskrárlögum SAMKVÆMT túlkun lögfræðinga, sem Mbl. leitaði til í gær, er reglugerð sú, er heimilar áhöfnum flugvéla og skipa innflutning á áfengum bjór, án lagastoðar og ætti því að teljast ógild. Væntanleg málshöfðun vegna bjórkaupa Davíðs Sch. Thorsteinsson mun væntanlega leiða hið rétta í ljós í máli þessu. Mbl. ræddi í tilefni þessa í gær við fjármálaráð- herra, Sighvat Björgvinsson, Jón Steinar Gunnlaugs- son lögfræðing og Davíð. Einnig var leitað svara við, hvort vinsældir hins áfenga öls væru miklar og í því sambandi rætt við Jón Grétar Sigurðsson fulltrúa tollgæzlustjóra. Jón Steinar Gunn- laugs- son lögfræðingur: Hvorki Davíð né áhafnirnar hafa lagalegan rétt til að flytja inn bjór „LAGALEGA heíur hvorki Davíð né áhafnir flugvéla og skipa heimild til innflutnings áfengs öls,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson lögfræðingur, er Mbl. spurði hann álits á laga- legri hlið þessa máls. „I fyrsta lagi er í áfengislögum fortakslaust bann við því að flytja til landsins öl, sem hefur inni að halda meira en 214 % vínanda að rúmmáli. Þá er að athuga, hvort í einhverjum öðr- um lögum sé heimild til þess að flytja inn umræddan bjór, þ.e. heimild til handa flugáhöfnum og sjómönnum. Þessi innflutn- ingur, sem nú á sér stað, er byggður á reglugerð, sem fjár- málaráðuneytið hefur sett um tollfrjálsan farangur farmanna við komu frá útlöndum. í þeirri reglugerð er beinlínis tekið fram, að þessir aðilar megi flytja inn með sér tiltekið magn af áfengu öli. Spurningin er þá sú, hvort þessi heimild hefur lagastoð. Reglugerðin er sett eftir heimild í tollskrárlögum og í tollskrár- lögum er einungis gert ráð fyrir því, að veittar séu undanþágur frá greiðslu tolla af venjulegum farangri, s.s. fatnaði og öðrum ferðanauðsynjum. Og síðan er sagt í lögunum að fjármálaráðu- neytið geti sett nánari reglur um tollfrelsi skv. þessari grein. Á öðrum stað í tollskránni er fjármálaráðuneytinu heimilað að fella niður gjöld af varningi allt að ákveðnu hámarki hverju sinni, sem farmenn og ferða- menn hafa með sér frá útlönd- um. Það er hvergi að finna neina heimild í lögunum til þess að flytja til landsins áfengt öl, þ.e. hér er engin heimild sem breytir fortakslausu banni í áfengislög- unum gegn innflutningi á öli. Hvort þetta brýtur í bága við stjórnarskrána kemur fyrst til athugunar að mínu mati, ef reglugerð fjármálaráðuneytisins hefði næga lagastoð, sem hún hefur engan veginn". Þetta mun knýja á um einhverj- ar breytingar - segir f jármálaráðherra Sighvatur Björgvinsson „I áfengislögunum stendur skýrum stöfum, að allur inn- flutningur og framleiðsla á bjór yfir vissum styrkleika eru bönn- uð,“ sagði Sighvatur Björgvins- son fjármálaráðherra, er hann var spurður álits. „Annað hef ég ekki að segja á þessu stigi. Þetta er allt í athugun hér í ráðuneyt- inu. Það að Davíð fékk ekki að flytja inn ölið mun að mínu áliti knýja á um einhvers konar breytingar, en í hvaða átt þær verða vil ég ekkert segja á þessu stigi.“ Davíð Sch. Thorsteinsson: Ég held mínu striki — hvort sem allir fá að flytja inn bjór eða enginn „ÞAÐ breytir engu fyrir mig, þó að það sé rétt, að reglugerð- in hafi ekki lagastoð. Ég bíð nú eftir stefnu frá ríkisvaldinu, ef hún kemur ekki fyrir mánaða- mótin þá mun ég leita réttar míns til að endurheimta eigur mínar, þ.e. bjórinn, sem ég hef greitt að fullu,“ sagði Davíð Sch. Thorsteinsson, er Mbl. spurði hann, hvort túlkun Jóns Steinars á lagahlið þessa máls breytti í einhverju hans áætlun. Skv. túlkun Jóns Steinars Gunnlaugssonar lögfræðings er engin lagastoð fyrir reglugerð- arheiinild fjármálaráðuneytis- ins sem heimilar áhöfnum flugvéla og skipa að flytja áfengt öl inn í landið. Ef lögunum yrði framfylgt gæti enginn teygað slíkan mjöð hér- lendis án þess að afla hans eftir „krókaleiðum“. „Ég er ekki lögfræðingur og það getur vel verið, að Jón Steinar hafi rétt fyrir sér. Hér er að mínu áliti verið að mis- muna þegnunum og ég álít að það sé ekki leyfilegt að gera það. Og ég vil ekki að slíkt sé gert með einhverjum stjórnvaldsað- gerðum eða á annan hátt. Þess vegna skiptir mig engu, hvort niðurstaðan verður sú, að aliir þeir sem koma til landsins fái að koma með bjór eða enginn. Málið er það, að það eiga að gilda ein lög í einu landi og sömu lög og reglur fyrir alla þegna þessa lands. Sem dæmi um fáránleikann í þessu máli, þá er flugliða heimilt að taka með sér bjór inn í landið, er hann kemur frá vinnu. Ef sá sami aðili, sem hlotið hefur þetta traust að fá að meðhöndla áfengan bjór, kemur til landsins sem farþegi úr sumarleyfi, þá fær hann ekki að koma með bjór. Ég skil eiginlega ekki hvernig þetta getur hafa viögengist öll þessi ár. Ég held mínu striki, og ef ég fæ fólk, og ég tala nú ekki um yfirvöld, til að hugleiða málið, þá er árangri náð,“ sagði Davíð í lokin. Jón Grétar Sigurðsson fulltrúi tollgæzlustjóra: Verð frekar var við aukna ásókn í bjórinn „Við lögðum hald á svipað magn á s.l. ári og árið þar áður,“ sagði Jón Grétar Sigurðsson fulltrúi tollgæzlustjóra, er Mbl. spurði hann, hvort vinsældir bjórsins væru miklar og hvort mikið væri reynt að smygla bjór inn í landið. „Ég verð nú frekar var við aukna ásókn í bjórinn, en þó er sú breyting ekki mikil." — Hvaða leiðir eru helzt notaðar til að koma bjórnum inn í landið? „Það er mest með skipum en þó í einstaka tilfellum með flugvél- um.“ Eiður Guðnason Hörður Einarsson Jón Sigurðsson Hádegisfundur Varðbergs í dag VARÐBERG, félag ungra áhuga- manna um vestræna samvinnu, heldur í dag, laugardag, hádegis- verðarfund um ísland og Afganist- ari. Fer fundurinn fram á Hótel Esju og er opinn öllum félagsmönnum Varðbergs, Samtökum um vestræna samvinnu og gestum þeirra. Framsögumenn verða þeir Eiður Guðnason alþingismaður, Hörður Einarsson ritstjóri Vísis og Jón Sigurðsson ritstjóri Tímans. A helgutti bjóðum við á Aski Suðurlandsbraut, stórgóða þjónustu við afgreiðslu á frönskum kartöflum, rnargs- konar sósum og salötum. Hér er um að rceða algjörlega sjálf- stœða afgreiðslueiningu sem sinnir þessari þjónustu eingöngu. Aukamannskapur sér til þess að afgreiðslan gangi fljótt og vél fyrir sig. Þú setur aðeins steikina t ofninn og scekir svo afganginn til okkar. FRANSKAR SÓSUR. KARTÖFLUR: Cockteil-sósa: 1/2 poki (ca Í00 g) Kr. 1.400 títið box Kr. 5J 1/lpoki (ca 800 g) Kr. 2J00 mið box Kr. 120 stór fioki (ca 1000 g)Kr. 3M0+ stórt box Kr. 2.00 SKAMMTAR: Beamaise-sósa: títið box ca 120 g títið box Kr. 87 mið box ca 275 g mið box Kr. 2.00 stórt box Kr. 2.000 * Karry-sósa: títið box Kr. 620 mið box mið box Kr. 1.450 stórt box stórt box Kr. 2350 * Tilboð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.