Morgunblaðið - 19.01.1980, Page 23

Morgunblaðið - 19.01.1980, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1980 2 3 I stuttu máli: tillögur til þingsályktunar Mengunarvarnir í fiski- mjölsverksmiðjum Fullbúið frumvarp um umhverfisvernd „Tæknilegur, heilbrigðislegur og f járhagslegur vandi“ Útibú frá Veiðimálastofnun Helgi F. Seljan (Abl) hefur mælt fyrir t.illögu til þingsályktunar þess efnis, að ríkisstjórnin komi á fót útibúi frá Veiðimálastofnun á Aust- urlandi. I ræðu hans kom fram, að vaxandi áhugi er á laxrækt á Austur- landi. Rannsóknarútibú frá stofnun- inni er nú starfrækt í Borgarnesi fyrir Vesturland og Vestfirði. Byggðaþróunaráætlun fyrir Borgarf jarðarhrepp Þrír þingmenn Austfjarða, Hjör- leifur Guttormsson (Abi), Sverrir Hermannsson (S) og Halldór Ásgrímsson (F), hafa flutt tillögu um byggðaþróunaráætlun fyrir Borgarfjarðarhrepp í N-Múlasýslu á vegum Framkvæmdastofnunar ríkis- ins í samvinnu við heimamenn. Áætlunin verði lögð til grundvallar við aðgerðir og fjárveitingar af opinberri hálfu í þágu byggðarlags- ins á árinu 1981 og framvegis. Tillögunni fylgir ítarleg greinargerð um atvinnulegan og félagslegan vanda byggðar á þessu svæði. Málefni hreyfihamlaðra Alexander Stefánsson (F) hefur flutt tillögu um málefni hreyfihaml- aðra. Tillagan gengur út á úttekt og kostnaðaráætlun um nauðsynlegar endurbætur á opinberu húsnæði til að auðvelda hreyfihömluðum aðgang, og að settar verði nauðsynlegar reglugerðir til skipulegra aðgerða í þessu skyni. Mengunarvarnir í fiskimjölsverksmiðjum Helgi F. Seljan (Abl.) og Hjörleif- ur Guttormsson (Abl) hafa flutt tillögu til þingsályktunar um meng- unarvarnir í fiskimjölsverksmiðjum. Tillagan felst í því að ríkisstjórn verði gert að beita sér fyrir átaki til að ráða bót á mengun frá fiskimjöls- verksmiðjum og gerð verði áætlun um varanlegar úrbætur í mengun- armálum slíkra fyrirtækja í sam- vinnu við hlutaðeigandi eigendur. í greinargerð kemur fram, að nú eru starfandi 33 verksmiðjur í land- inu, sem unnið geta feitfisk, auk 20 verksmiðja, er einungis geta unnið úr fiskúrgangi. Mengunarvandamál nær bæði til loftmengunar og sjávar- mengunar og sums staðar einnig til starfsumhverfis. Gunnar Thoroddsen (S) minnti á frumvarp um umhverfisvernd, sem unnið var í hans ráðherratíð, og fjallar m.a. um mengunarvarnir, aðdraganda þess og undirbúning, og taldi þörf á að endurflytja það. Frumvarpið hlaut þá jákvæðar und- irtektir en varð ekki útrætt. Magnús H. Magnússon, félagsmálaráðherra, taldi hér stóran vanda á ferð, tækni- legan, heilbrigðislegan og fjárhags- legan. í stærstu verksmiðjunum gæti kostnaður við dýrustu mengunar- varnir orðið allt að einum milljarði. Þó kostnaður yrði í raun nokkuð minni væri ljóst, að fullkomnar mengunarvarnir í yfir 30 verksmiðj- um væri mjög fjárfrekar. Nauðsyn- leg væri engu að síður að kanna þetta mál til hlítar og gera úrbætur. Kannanir á tekju- skiptingu og launakjörum Þrír þingmenn Alþýðuflokks, Jó- hanna Sigurðardóttir, Karl St. Guðnason og Karvel Pálmason, flytja þingsályktunartillögu um könnun á tekjuskiptingu og launa- kjörum, sem „mætti verða grunnur að sanngjarnari tekjuskiptingu og hagkvæmari launafyrirkomulagi". Könnunaratriði eru nákvæmlega tíunduð í tillögunni og ná til hvers konar kjaraatriða hinna ýmsu starfshópa í þjóðfélaginu; heilsufræðilegra, félagslegra og hag- fræðilegra áhrifa mismunandi launakerfa og vinnuaðstæðna. Niður- stöður könnunar skal leggja fyrir Alþingi þegar þær liggja fyrir. Flugsamgöngur við Vestfirði Þrír Vestfjarðaþingmenn, Karvel Pálmason (Á), Sigurgeir Bóasson (F) og Matthías Bjarnason (S), flytja svohljóðandi tillögu til þings- ályktunar: „Alþingi ályktar að fela samgöngu- ráðherra og láta athuga nú þegar með hvaða hætti tryggja megi sem bestar og öruggastar flugsamgöngur við Vestfirði. Athugun þessi skal fyrst og fremst beinast að eftirfarandi: 1. Lýsingu og öryggistækjum vegna aðflugs og lendingar á Isafjarðar- flugvelli. 2. Endurbótum og lengingu á flug- brautinni við Holt í Önundarfirði og flugbrautinni í Bolungarvík með það í huga að þær gegni því hlutverki að vera varavellir fyrir ísafjarðarflug. 3. Öryggisútbúnaði og lýsingu á Þingeyrarflugvelli. 4. Lýsingu og öryggistækjum vegna aðflugs og iendingar á Patreks- fjarðarflugvelli. Athugun þessari skal hraðað svo sem frekast er kostur og skulu niðurstöður liggja fyrir það tíman- lega, að hægt verði að gera ráð fyrir fjárveitingum til framkvæmda á fjárlögum 1981.“ Hver eru umsvií erlendra sendiráða hér á landi? Halldór Blöndal (S) hefur borið upp eftirfarandi fyrirspurnir við utanríkisráðherra, sem væntanlega verður svarað í sameinuðu þingi fljótlega. • 1. „Hve fjölmennt er allt starfslið erlendra sendiráða hér á landi, hvers um sig, og hver eru stöðuheiti starfsmanna þeirra? • 2. Hvaða ríkisstjórnir erlendar eða aðrir erlendir aðilar starf- rækja hér á landi fasta upplýs- ingastarfsemi og fréttamiðlun, og hve margt fólk vinnur að slíkum störfum á vegum hvers um sig? • 3. Hversu mikið fjölskyldulið fylgir ofangreindum aðilum? • 4. Hverjar eru skráðar eignir ofangreindra aðila hér á landi: a) fasteignir, b) bifreiðar? • 5. Hvaða fasteignir hafa ofan- greindir aðilar á leigu hér á landi? • 6. Hafa erlendar rikisstjórnir annars konar starfsemi með höndum hér á landi? Hver er hún og hversu margir starfa að henni?" Syngur í Gamla bíói rétt eins og i gamla daga „ÉG LAGÐI ríka áherzlu á að syngja í Gamla bíói svona til að haía þetta eins og í gamla daga,“ sagði Kristján Jóhanns- son, sem undanfarin ár hefur numið óperusöng á ítaliu. Hann lýkur námi í vor og tónleikar hans í dag í Gamla bíói eru hans fyrstu í Reykjavík. „Ég kem hingað nú til að sýna mig og sjá aðra ef svo má að orði komast, auk þess sem ég vonast til að aura eitthvað saman til að kosta nám mitt á Ítalíu,“ bætti hann við. Kristján hélt til Ítalíu árið 1976, hafði áður stundað nám við Tónlistarskóla Akur- eyrar og auk þess hjá Sigurði Demetz Franzsyni. Hann var búinn að koma sér vel fyrir á Akureyri, rak þar fyrirtæki, sem gekk vel. Þá seldi hann íbúðina og hélt út í hinn stóra heim. Hvað kom til að þú fórst út í nám? „Það má segja, að það hafi einkum verið fyrir tilstilli Sig- urðar Demetz og í raun kom það upp mjög óvænt að ég hélt utan. Ég rak fyrirtæki — gaf það upp á bátinn og arkaði suður til Ítalíu með fjölskylduna. Ef fólk hefur hug á að ná árangri í óperusöng, þá Iiggur beinast við að halda til Ítalíu og þangað hélt ég vegna þess, að alls staðar í heiminum er kennt upp á ítalsk- an máta ef svo má að orði komast. Ég hóf nám mitt í Piazenza. Var þar til skömmu fyrir jól. Þá skipti ég um, hélt til Mantova, skammt frá Mílanó, og lýk námi í vor. Ástæða þess að ég söðlaði um var, að kennari minn, Gianni Poggi, missti heils- una og fór á sjúkrahús. Ég hef lagt áherzlu á að koma röddinni sem bezt frá mér en jafnframt því þá nemúr maður undirstöð- uatriði leiklistar auk alhliða tónlistarnáms." Hefurðu sungið mikið á kon- sertum á Ítalíu? „Já, það hef ég. Ég er búin að halda 26 tónleika á Ítalíu og nágrannalöndunum og auk þess 4 óperur í konsertuppfærslum. Kristján Jóhannsson — ljós- mynd Mbl. RAX. Sannleikurinn er, að útlending- um á Ítalíu er gert erfitt fyrir með að komast í óperur. Fyrir svo sem 10 til 15 árum voru Italir að missa óperuna út úr höndunum á sér. í aðalhlutverk- um í ítölsku óperuhúsunum voru nefnilega margir útlendingar. Þá voru settar nýjar reglur. Þeir sem hafa dvalið skemur en 5 ár í landinu mega ekki debútera í landinu og ekki syngja í óperum nema undir vissum kringum- stæðum. Það má hins vegar halda tónleika og syngja hlut- verk í konsertum." Hvað tekur nú við hjá þér eftir tónleikana í Gamla bíói? „Ég er að fara til Kaupmanna- hafnar til tónleikahalds auk þess sem ég mun halda tónleika á Norðurlöndum og N-Evrópu. En ef þú átt við þegar til lengri tíma er litið þá vonast ég eftir að komast til Ameríku — Norður- eða Suður- og syngja þar.“ Hvað ætlar þú að syngja á tónleikunum í Gamla bíói? „Ég vil reyna að hafa sem mesta breidd í prógramminu. Ég mun syngja íslenzk lög, útlend ljóðalög og auk þess þjóðlög frá 16. öld. Þá mun ég enda konsert- inn á nokkrum vinsælum óperu- aríum." Þú tókst staf þinn og hatt fyrir tæpum fjórum árum og hélst út í hinn stóra heim. Nokkur eftirsjá? „Nei, fjarri því. Þetta hefur verið ævintýri líkast. Gífurleg vinna, að sjálfsögðu, en fyllilega þess virði." Á söngskrá Kristjáns Jó- hannssonar eru: Gígjan eftir Sigfús Einarsson, við texta Benedikts Gröndals; Heimir eft- ir Sigvalda Kaldalóns; An die Musik eftir Schubert; Serenata eftir Schubert; L’amante impaz- ienta eftir Beethoven; Adelaide eftir Beethoven;' 0 Cessate di Piagarmi eftir Scarlatti; Caro mio ben eftir Giordano; Panis angelicus eftir Cesar Franck; Agnus dei eftir Bizet; Cuius animan eftir G. Rossini; E’lucev- an le stelle úr óperunni Tosca eftir Puccini; Salve di mora úr óperunni Faust eftir Gounod og II fior che aveva úr óperunni Carmen eftir Bizet. Undirleik annast Thomas Jackman. otf «.SLrfo//» JL **'- L n • s' ** AVo'£Zb*’ SPORTING CLUB Kt£&*£*'! 3 M*r'^cn««4 »> < Ch« ’íífivr' fcuot . "• M*»n-, t VUOIK..-- p«t >• Le nvu"cM P cht coW«' ,nUociv»-\ „xecompt 'M\d«no ««tw M on \ \ COí c..v n'e V j conc«l*°' SSS5\ Ll«to iucccsso del concerto tutto degnt det eompltt loro »t- Itrtco orgtnluato dal Clrcolo fidatt clmentandosi in una »u ■ Cl»nnt Poggl» di Castehan- tentlca garn dl bravura esecu- gtovnnnl tn collnbornzlono con tlv» « tenerosltk cnnorn Rtta 1» Pro loco. Lauttorl dalla voce squUUamen- La serntn era dedtcata alla to Urtca ha conformato le sue memorta dt Blanca Carint e otttme dotl dt mtetllgenza « s«n- Antonlo Colnago. ha rtscosao un stbtltth artisttca govemando notevole successo. sottoltneato con padronanza assoluta 1« dtl- da prolungati applausi all'indt- IficoltS di alcunt branl esegultl. rtzzo degtt artlstl da parte del II mezzosoprano Graztella folto pubblteo prcsente uclla I Biondim non ha certamonte de_ sala « Moderno ». 1 merltato t consensl ottenutl dal Dopo tina breve lntroduztone pubbtlco con una buona presta- fatta dal presldente del aodaft- atotw Qualche se pur piccola ■io dott. Lorts MaJ, h imzlato l dltflcolU ha tuttavta mostrato 11 nutrtto programma musicule | nei regtstro acuto, dovuta for- ■Mai'O úci urpT INDETTO DAL «CIRCOLO GIANNI POGGI» Concerto lirico-vocale stase ra a Castelsangiovann i La Mazza Pizzamiglio e Jokannsoim protagouisti della serata in onore di Roselta IJoU - 11 dcbulto di t.'unnko Murakanu Jrand* attcsa c Castelsangio-1 r int pcr II conct ;o vocalo tn- . -C- < to dal aClrcolo llrtco Glannl I "ct» chts sl tor,.. questa serai ,51 not locall tci sodallzlo coreo Matteot' clla ore 21-1 E' la geconda .erata che 11, •colo cftstollant orgontzza ln co tempo, o a . ora tma vol-1 saranno prc conistl nott j ntantl como lo soprano con- tadtna Cftbrtella Mazza. U te — V ote Uecj - Í ■ iwsrn l aw • ut icsnu um* t mx • igíki«: jkutí »u u tœsœi « mut... :t:ics".'. m • mito.'i'jrn n uttc l w u i:.t iwr carutt ijittol txti « h.rcti AL CIRCOLO aGlANNl POGGh -------- _ i. j uSÍI «o Sutcesso a Castelsangiovanni della serata lirica "S ii - "**/"**St «,l~~ Nokkrar úrklippur þar sem Kristjáns Jóhannssonar er getið í itölskum blöðum. í umsögn Liberta frá september ’79 segir: „Tenórinn KJ, Kristján Jóhannsson, hefur náð góðri og öruggri tækni á miðsviði raddarinnar og sló í gegn á tónleikunum í Parma.“ Þá söng Kristján á tónleikum til heiðurs Rosetta Moli og þar segir um frammistöðu hans 11. nóvember: „Kristján Jóhanns- son hefur mikla og glæsilega háa tóna og áheyrendur fengu óskir sínar uppfylltar í söng hans.“ Þá gat fyrrum kennari Kristjáns. Gianni Poggi, hans að góðu í umsögn í Liberta. „Þessi strákur er mjög góður. Oann hcfur góða rödd og er vel að sér i hinum fjölbreytilcgustu verkum til að verða góður söngvari.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.